Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 68
40 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR VEITINGASTAÐURINN LA PRIMAVERA AUSTURSTRÆTI 9, 101 REYKJAVÍK Spergilkálið og blómkálið snyrt og skipt í kvisti. Soðið í saltvatni í 3-4 mínútur og síðan látið renna vel af því. Olía, hvítlaukur, rósmarín, pipar og salt sett í skál og hrært saman. Spergilkálið og blómkálið sett í skálina og blandað vel. Látið standa nokkra stund og hrært öðru hverju. Grillið hitað. Kálið sett í wok-pönnu fyrir grill (með götum), í vírgrind eða á grillbakka úr áli og grillað við góðan hita í nokkrar mínútur, eða þar til það er farið að brúnast og komið grillbragð af því. Hrært eða snúið nokkrum sinnum á meðan. Borið fram heitt með grilluðu kjöti, kjúklingi eða fiski. 400 g spergilkál 400 g blómkál (nota má eingöngu aðra tegundina) salt 4 msk. ólífuolía 1 hvítlauksgeiri, pressaður 2 tsk. ferskt rósmarín eða 1/2 tsk. þurrkað nýmalaður pipar Fleiri ljúffengar uppskriftir og fróðleikur á www.islenskt.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S G RA 2 85 65 06 /2 00 5 Grillaðspergilkál og blómkál Hvernig er stemningin: La Prima- vera er flottur staður með glæsilegt útlit en engu að síður er þar létt og óformleg stemning. Þar er boðið upp á norður-ítalskan mat og létt djasstónlist gerir andrúmsloftið þægilegt. Bæði er boðið upp á fjöl- breyttan hádegismatseðil og spenn- andi kvöldverð. Staðurinn státar einnig af einstöku úrvali ítalskra vína. Matseðillinn: Fjölbreytni er lykil- orðið og breytist kvöldverðarmatseð- illinn að meðaltali á eins og hálfs mánaðar fresti. Meðal þess sem finna má á matseðlinum er ekta ítalskt góðgæti eins og ferskt heima- lagað pasta, risotto og gnocchi. Einnig er boðið upp á fisk, fugl og villibráð og fer úrvalið eftir því ferskasta hverju sinni. Vinsælast: Grillaður skötuselur með parmesan risotto, vorlauk, stökku beikoni og rauðvínsjus er vin- sælasti réttur staðarins í dag. Réttur dagsins: Í hádeginu er boðið upp á súpu dagsins og fisk dagsins. Á kvöldin er fimm rétta valmatseðill matreiðslumeistarans og breytist innihald hans frá degi til dags. Ítölsk matarger› úr íslensku hráefni Uppáhalds uppskrift Valentínu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Móður náttúru, er suðrænn sil- ungur með góðu meðlæti. „Það er samt árstíðabundið hvað er í upp- áhaldi hjá mér. Nú er silunga- veiðitíminn og þá er svo gaman að elda hann,“ segir Valentína. Móðir náttúra er fyrirtæki sem fram- leiðir grænmetisrétti sem seldir eru í matvöruverslunum, á spítöl- um og leikskólum. Hvatinn að stofnun fyrirtækisins var einfald- lega sá að Valentínu finnst svo óskaplega gaman að gefa fólki að borða. Hún hefur alltaf haft mik- inn áhuga á matargerð og byrjaði að elda aðeins tíu ára gömul. „Mat- argerð er sköpun og ég fæ ákveðna útrás fyrir sköpunarþörfina í eld- húsinu,“ segir Valentína. Henni finnst gaman að gera mat úr því sem til er, því það mikilvægasta sé að leggja alúð við matseldina. Til að eldamennskan heppnist vel finnst henni skipta mestu máli að eiga vandað hráefni í ísskápnum; gott grænmeti og góða piparkvörn. Einnig finnst henni gaman að leika sér með ýmsar tegundir olíu og ed- iks út á salat. „Ég borða mikið sal- at og það er hægt að gera salat á svo margan hátt, allt eftir hráefn- inu og dressingunni.“ Valentína segir að þótt hún sé með silung í uppskriftinni þá passi meðlætið einnig mjög vel með kjúklingi eða grænmetisbuffum. Hún segir að grænt salat eigi líka mjög vel með réttinum. SUÐRÆNN SILUNGUR MEÐ GÓÐU MEÐLÆTI Silungsflök Olía Hvítlaukur (magn fer eftir smekk) Sítróna Grófmulinn svartur pipar Salt Berið olíu á silunginn, setjið grófsaxaðan hvítlaukinn, svartan pipar og sítrónusafa yfir og látið marinerast í 30 mínútur. Sjóðhitið olíu á pönnu og steikið fiskinn fyrst með roðhliðina upp. Saltið eftir á og kreistið sítrónusafa yfir. TÓMAT OG PAPRIKUSÓSA ÆTTUÐ FRÁ MIÐJARÐARHAFINU Fyrir ca. 4 Olía 1 vænn laukur sneiddur 6-7 tómatar skornir í bita 1 rauð paprika sneidd 1 græn paprika sneidd 1 lúka steinselja salt svartur pipar Hitið olíu í potti, setjið laukinn út í og steikið hann í 5 mínútur, hrærið í af og til. Bætið restinni af grænmetinu út í pottinn og lát- ið malla saman í ca. 30 mínútur með lokið á pottinum. Hrærið í með ást og umhyggju. Salt og pip- ar eftir smekk. SELLERÍMÚS Fyrir ca. 4 1 Selleryrót Mjólk Smjörklípa Smá hvítur pipar Salt Afhýðið sellerírótina, skerið hana í litla bita og setjið í pott. Bætið mjólkinni út í svo rétt fljóti yfir. Látið sjóða á lágum hita í um það bil 30-40 mínútur. Þegar sell- erírótin er orðin mjúk er þetta stappað saman. Svo er smjörinu bætt við, saltað og piprað eftir smekk. Það er best að mauka þetta saman í matvinnsluvél. Hjartað slær í eldhúsinu VALENTÍNA getur gleymt sér tímunum saman við að finna upp nýja rétti og eldar ávallt með ást og umhyggju. Hvaða matar gætir þú síst verið án? Ég nota rauðlauk og svartan pipar mikið til bragðbætingar. En án osts gæti ég ekki verið. Osturinn er lúmsk- ur og þá er ég að tala um allar gerðir af ostum alveg frá kotasælu og í vel geymdan þroskaðan ost. Það er hægt að nota hann í matargerð af öllu tagi til að gefa bragð. Fyrsta minningin um mat? Þegar ég var lítil þá elskaði ég grænar baunir og ég man eftir því að hafa fundist nauta- tunga góð. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Ég hugsa að allur matur sé lostæti sé hann eldaður rétt en það sem skiptir höfuðmáli að mínu mati er stemmn- ingin. Þarafleiðandi eru það hátíðir með fjölskyldu og vinum sem gera matinn sérstakan og minnisverðan. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Amma kenndi mér að smakka áður en ég dæmi. Ég elska að smakka nýjan mat og finnst í rauninni voða fátt vont. En ég á mjög erfitt með að borða mat þar sem ég sé andlitið á dýrinu eins og svið. En mér finnst kjötið virki- lega gott og sviðasulta lostæti. Leyndarmál úr eldhússkápn- um? Töfratækið mitt er án efa kekkjutryllir. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Ég geri sérstakan snakkrétt með alls konar sósum, ostum og kryddi. Svo geri ég heimatilbúinn bragð- aref með fullt af súkkulaði og lostæti. Hvað áttu alltaf í ískápnum? Ég vil alltaf eiga nóg af ávöxt- um og er einmitt þessa dag- ana að prufa mig áfram í hinum ýmstu tegundum ávaxta. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða rétt myndir þú taka með þér? Ég tæki rétt sem Adda mamma væri búin að að fylla af sinni föngulegu piparostasveppa- allskonarsósu. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Það var án efa þegar ég var í Kína. Þar þykir mikil óvirð- ing að bragða ekki á því sem manni er boðið. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það var sem ég setti upp í mig, en það var virki- lega furðulegt í laginu og mjög undarlegt á bragðið. En eins og ég lærði af ömmu gömlu þá á maður víst að smakka áður en mað- ur dæmir. MATGÆÐINGURINN HALLDÓRA RUT BJARNADÓTTIR DAGSKRÁRGERÐAKONA Elska›i grænar baunir sem barn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.