Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 72
44 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR Þessi plata er búin að hræra svo upp í heilanum á mér að ég hef lent í því að eiga erfitt með að tjá mig eftir hlustun á henni. Hún er svo mikið áreiti á heyrnina að það tekur nokkrar hlustanir að gleypa hana og fleiri til þess að melta al- mennilega. Þegar ég sá Four Tet á Airwa- ves-hátíðinni núna síðast fannst mér hann leiðinlegur, sem var undarlegt í ljósi þess að ég var mjög hrifinn af Rounds-plötunni. Ég sá hann svo aftur hérna í London síðasta laugardag þar sem hann barðist meira fyrir að skemmta þeim sem voru mættir, og var miklu skemmtilegri fyrir vikið. Á þessari nýju plötu sinni, Ev- erything Ecstatic, setur hann sjálfum sér ný viðmið. Segir skilið við kassagítarelektróník Rounds- plötunnar og nær að matreiða full- kominn sambræðing tilraunasargs og melódískrar raftónlistar. Þetta er ótrúlega heilsteypt verk og vandað. Kieren Hebden, sem gef- ur út undir listamannanafninu Four Tet, er jafn mikill hljóðlista- maður og hann er tónlistarmaður. Hann er líka magnað tónskáld. Tónarnir verða til í kollinum á honum og í gegnum tölvuna nær hann að móta hugmyndir sínar í hljóðheiminn. Ég er viss um að ef hann yrði blindur gæti hann ekki haldið áfram að gera tónlist. Tölvuskjárinn er of mikilvægur aðstoðarmaður til þess. Þetta er ótrúleg plata, líklega ein sú besta sem við eigum eftir að heyra á þessu ári. Kieren er nokkrum kílómetrum á undan öðr- um tónlistargrúskurum. Hann er undrabarn sem barnabörn okkar munu lesa um í sögubókum. Birgir Örn Steinarsson Tímamótaplata FOUR TET: EVERYTHING ECSTATIC NIÐURSTAÐA: Ekki bara ein magnaðasta plata sem hefur komið út á þessu ári, heldur ein magnaðasta plata sem hefur verið gefin út í sögu raftónlistar. Fullt hús stiga. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Fimm stúlkur úr Listdansskóla Íslands mynda danshópinn Svið- group en þær eru einn af þeim hópum sem hlutu styrk til að vinna að Skapandi sumarstarfi Hins hússins. „Okkur fannst gaman að hafa bæði tilvísun í danssviðið og sviðahausinn þjóð- lega,“ segir Katrín, einn af döns- urum hópsins, um nafngiftina. „Svo er group-nafnið svona til að tolla í tískunni því „group“ er inni núna,“ segir hún og hlær. Þær hafa allar unnið saman áður og stóðu meðal annars að dans- verkinu Mar sem var sýnt á Vetr- arhátíð í Reykjavík. Markmið þeirra er að koma dansinum á framfæri við borgarbúa og sér- staklega að kynna nútímadans. Í október tóku þær upp á því að dansa niður Laugaveginn í sama tilgangi. „Við ætlum að dansa mikið úti á götu í sumar, á Föstu- dagsflippum Hins hússins, í leik- skólum og á elliheimilum,“ segir Katrín. Þær stefna líka að því að vera með alls kyns óvæntar upp- ákomur sem verða eins konar dansgjörningar. Ef veður leyfir ætla þær svo að hafa æfingar á Austurvelli eða í Laugardalnum en Íslenski dansflokkurinn leyfir þeim einnig að æfa með sér. „Við vinnum frá átta til fjögur en þetta er svona vinna sem maður tekur með sér heim því við erum alltaf að velta fyrir okkur hug- myndum“. Næst á dagskrá þess- ara ungu kvenna er að semja verk fyrir 17. júní en þá munu þær sýna niðri í bæ. Þær sjá um allt sem viðkemur þeirra dans- uppákomum, hvort sem það eru búningar, tónlist, hugmynda- vinna eða kynningarstarf. Þær eru Hinu húsinu þakklátar fyrir að veita ungum listamönnum svona frábært tækifæri til að vinna að list sinni í fullu starfi en það er alveg á hreinu að stúlkurn- ar munu glæða menningarlíf borgarinnar í sumar. Svi›-group hópurinn hefur innrei› sína í íslenskt menningarlíf SVIÐ-GROUP Svið-group hópurinn samanstendur af Katrínu, Melkorku, Vigdísi, Ásgerði og Ragnheiði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Óskarsverðlaunahafinn Anne Bancroft lést á mánudaginn úr krabbameini, 73 ára gömul. Bancroft fékk fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna á ferlinum en þekktust var hún fyrir að leika á móti Dustin Hoffman í The Graduate. Leikstjóri The Gradu- ate sagði á sínum tíma að Bancroft væri frábær leikkona. „Þessi blanda af gáfum, húmor, hreinskilni og skynsemi var ein- stök meðal listamanna,“ sagði hann. „Fegurð hennar lagaði sig að nýjum hlutverkum, og af því að hún tók öll hlutverk alvarlega breyttist hún gífurlega í hvert skipti.“ Bancroft kvartaði yfir því að hlutverkið fröken Robinson í The Graduate hefði skyggt á önn- ur hlutverk hennar, en í myndinni lék hún konu sem dregur kærasta dóttur sinnar á tálar. Á þriðjudag- inn voru ljósin á Broadway-leik- húsunum slökkt um tíma til að minnast leikkonunnar en hún fékk einmitt Tony-verðlaunin á sjötta áratugnum. ANN BANCROFT Þrátt fyrir að hafa hlotið Óskarinn fyrir leik sinn í Miracle Worker var hennar ávallt minnst sem hinnar tælandi frú Robinson í The Graduate. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY Ann Bancroft látin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.