Fréttablaðið - 09.06.2005, Page 78

Fréttablaðið - 09.06.2005, Page 78
9. júní 2005 FIMMTUDAGUR BruceDickinson og félagar í rokksveitinni Iron Maiden héldu tónleika í Egilshöll í fyrradag. Góður rómur var gerður að tónleikunum og virtust Íslendingar sem og þeir 190 útlendingar sem komu með sveitinni hingað til lands skemmta sér hið besta. Eins og kunnugt er starfar Bruce Dickinson sem atvinnuflugmaður meðfram rokkinu og flaug hann um tíma fyrir Iceland Express, þar á meðal hingað til lands. Eitthvað virðist upplýsingaflæði innan sveitarinnar þó vera af skornum skammti því á heimasíðu hennar, þar sem tónleikarnir í Egilshöll eru auglýstir, er það tekið skýrt fram að Icelandair, aðalkeppinautur Iceland Express, sé eina flugfélagið sem fljúgi hingað til lands og voru þeir aðdáendur sem hugðust leggja land undir fót og koma á tónleikana hér beðnir um að hafa samband við skrifstofu flugfélagsins í nærliggjandi borgum. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið laugardaga frá 10-14.30 SIGIN GRÁSLEPPA OG SJÓ SIGINN FISKUR SIGIN RÁSLEPPA OG KÆST SKATASTÓR H M R , ÞARF ÞETTA AÐ VERA EINS OG ÞETTA ER? Eins og kunnugt er hófst miðasal- an á Snoop Dogg tónleikana á mánudaginn. Það var margt um manninn og margir vöknuðu snemma eða voru vakandi alla nóttina til þess að tryggja sér miða. Að sögn Ísleifs Þórhallsson- ar hjá event.is, sem flytur Snoop inn, hafði aðeins hægt á miðasöl- unni í gær eftir sprengjuna á mánudeginum. „Það er að verða uppselt, það er aðeins tímaspurs- mál hvenær en ekki hvort,“ sagði Ísleifur, léttur í bragði. Það hefur oft verið hefð fyrir því að stórstjörnur í líkingu við Snoop komi með kröfur sem eru oft hálfundarlegar og nánast óframkvæmanlegar. „Listinn sem Snoop lét okkur hafa var ekki flókin,“ segir Ísleifur. „Þeir koma hingað í einkaþotu sama dag og tónleikarnir eru svo við þurfum ekki að panta far fyrir þá,“ bætir Ísleifur við. Snoop verður þó með sína hæð og svítu fyrir sig. „Það verður að vera pláss fyrir fjöl- skylduna og lífverðina,“ segir Ís- leifur og hlær. Þrátt fyrir að þessir hlutir hafi ekki verið flóknir var einn hlutur sem Snoop varð að hafa áður en hann stígur á sviðið í Egilshöll- inni. „Hann vildi fá körfuboltavöll því honum finnst fínt að geta hit- að upp í körfu áður en hann byrj- ar sýninguna,“ segir Ísleifur og bætir við að því hafi verið komið í kring. „Hann verður því í góðu formi.“ freyrgigja@frettabladid.is Snoop fer í körfubolta fyrir tónleikana SNOOP DOGG Það eru kannski ekki margir sem vita það en Snoop er mikill íþróttaunnandi. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Bruce Dickinson. Notts County. Í Borgarfirði. Ingvar E. Sigurðsson leikari er höfundur dansverksins Integrate sem er hluti af sýningunni 25 TÍMAR dansleikhús/samkeppni í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem hann lætur til sín taka sem danshöfundur. „Þetta var bara hugmynd sem fékk brautargengi. Nú hefur hún þróast í þetta verk,“ segir Ingv- ar, ánægður með útkomuna. „Þetta var mjög skemmtilegt, gat ekki verið betra.“ Að sögn Ingvars kom reynslu- leysi hans sem danshöfundur ekki að sök. „Þetta er dansleik- hús og eru í rauninni tvö form sem blandast saman. Ég sem fagmaður nota kannski meira verkfæri leikhússins og ég lít meira á þetta sem leikverk held- ur en dansverk. En þetta er „abstrakt“ leikverk,“ segir hann. Ingvar fékk þrjá leikara, þau Björn Inga Hilmarsson, Hörpu Arnardóttur og Kötlu Margréti Þorgeirsdóttir til að sýna verk- ið, auk dansaranna Peter Ander- son og Steve Lorenz úr Íslenska dansflokknum. Ingvar segir að það reyni ekki meira á dansar- ana í verkinu en leikarana. „Þetta er miklu meira abstrakt „situation“ milli karaktera held- ur en dans. Í rauninni nota ég bara annan dansarann meira lík- amlega, af því að hann er með svarta beltið í karate og ég nota það svolítið.“ Verk Ingvars fjallar um fimm einstaklinga sem þekkjast ekkert og samskiptaörðugleika þeirra, sem endurspeglast í því að hann notar texta á fimm tungumálum í verkinu – á sænsku, íslensku, ensku, þýsku og spænsku. Integrate er sýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld klukk- an átta, ásamt verkum átta ann- arra höfunda. rosag@frettabladid.is DANSHÖFUNDURINN INGVAR Hann mun etja kappi við aðra danshöfunda í Borgarleikhúsinu í kvöld. LEIKARI FER NÝJAR SLÓÐIR: TEKUR ÞÁTT Í KEPPNI Í BORGARLEIKHÚSINU Ingvar semur dansverk AÐ MÍNU SKAPI HELGI VALUR ÁSGEIRSSON, TRÚBADOR TÓNLISTIN Saul Williams er minn upp- áhaldstónlistarmaður því hann lætur ekki festa sig í eitthvert ákveðið svið. Á póstmódernískan hátt fléttar hann saman öllu því besta í tónlist. Svo er eitthvað heillandi við mann sem syngur illa, en syngur samt. BÓKIN Hard Boiled Wonderland and the End of the World eftir japanska rit- höfundinn Murukami er bók að mínu skapi. Mér finnst sérstaklega skemmti- legt hvernig hann skiptir um stíl í öðr- um hverjum kafla og virðist vera jafn- vígur á rómantík og raunsæi, og jafnvel vísindaskáldskap. Svo skemmir ekki fyrir að aðalsöguhetjan hlustar á Dylan. BÍÓMYNDIN Sideways er frábær bíó- mynd því hún endurspeglar hversu mis- heppnaðir einstaklingar eru í rauninni, og hversu frábært það er. BORGIN Kaupmannahöfn er heillandi borg því þar heilsast fólk inni í kynlífs- búðum þótt það þekkist ekki neitt. Svo er Strikið töfrandi í margbreytileika sínum. BÚÐIN Vídeóljónið er sjoppa í miklu uppáhaldi því þar fær maður persónu- lega þjónustu. VERKEFNIÐ Nýlega kom út fyrsta sóló- platan mín; Demise of Faith, en utan þess að vera trúbador starfa ég á leikskólanum Sæborgu þar sem unnið er skapandi starf með krökkum. Að átta sig á að því meira sem maður lærir, því minna veit maður, er erfitt en af- skaplega gefandi. Ný- lega var sýning á lista- verkum sem krakkarn- ir höfðu skapað í Ráð- húsi Reykjavíkur, sem hét Úlfastubbur í Ráð- húsinu. Saul Williams, Murukami, Vídeóljóni› og Striki› ...fá Bruce Dickinson og félagar í Iron Maiden sem sýndu það og sönnuðu í Egilshöll að þeir kunna svo sannarlega að rokka. HRÓSIÐ Eyþór Arnalds lýsiryfir stuðningi við Gísla Martein Bald- ursson á baksíðu DV í gær. Eyþór var um tíma heitasta borgar- stjóraefni sjálfstæð- ismanna en tók viðskiptalífið fram yfir stjórnmálin. Það gerir hann enn og borgarmálin kitla ekki sem áður. Eyþór fór á sínum tíma í prófkjörs- baráttu sjálfstæðismanna í samfloti við þau Guðlaug Þór Þórðarson, Ágústu Johnson og Baltasar Kor- mák Baltasarsson. Hópurinn kynnti stefnumál sín sameiginlega og nú mun ekkert vera eftir af hópn- um að Guð- laugi Þór undanskild- um í hringiðu stjórnmál- anna. FRÉTTIR AF FÓLKI 50 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A M YN D :G ET TY Lárétt: 1 þrætir, 6 ergileg, 7 í röð, 8 íþróttafélag, 9 hvíldi, 10 slæm, 12 slæ, 14 smábýli, 15 gjamm, 16 fisk, 17 skel, 18 bæli. Lóðrétt: 1 þéttan reyk, 2 skjóta, 3 tveir eins, 4 ríkidæmi, 5 á Ö og stúi, 9 fiskur, 11 skattheimtu, 13 djarfar fyrir, 14 þukl, 17 bardagi. Lausn. Lárétt: 1 möglar, 6örg,7uú,8ka,9áði, 10ill,12lem,14kot,15gó,16ál,17 aða,18flet. Lóðrétt: 1mökk,2öra,3gg,4auðlegð, 5rúi,9áll,11toll,13móar, 14káf, 17at.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.