Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,60 64,90 118,72 119,30 81,55 82,01 10,95 11,02 10,04 10,10 8,87 8,93 0,60 0,60 96,26 96,84 GENGI GJALDMIÐLA 20.05.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 113,10 -0,25% 4 21. maí 2005 LAUGARDAGUR Héraðsdómur Austurlands: GT verktakar s‡kna›ir Héraðsdómur Austurlands sýkn- aði í gær GT verktaka ehf. af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lög um útlendinga. Var það niður- staða dómsins að Lettar sem fyr- irtækið réð til að sinna störfum við fólksflutninga á Kárahnjúka- svæðinu hefðu ekki þurft atvinnu- leyfi hér á landi. Í síðustu viku sýknaði héraðs- dómurinn lettnesku starfsmennina tvo af þeirri sök að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga. Meginrök dómstólsins fyrir nið- urstöðunni í báðum málum eru þau að ríkisborgarar nýrra aðildarríkja Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins, þar á meðal Lettlands, mættu starfa hér í þrjá mánuði frá komudegi, án sérstaks leyfis. Þá hefðu mennirnir auk þess verið launþegar hjá lettneskri starfsmannaleigu og þeir þannig ekki þurft að afla sér atvinnuleyfis hver fyrir sig hér á landi. Verjandi í málinu gegn GT verktökum var Marteinn Másson hdl. en Sveinn Andri Sveinsson hrl. í máli Lettanna. -aa LANDSFUNDUR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Sam- fylkingarinnar, telur að flokkur- inn hafi farið vanbúinn út í kosn- ingabaráttuna fyrir síðustu al- þingiskosningar, árið 2003. Þetta kom fram í ræðu hennar á Lands- fundi Samfylkingarinnar, sem hófst í gær, en þar kynnti hún skýrslu Framtíðarhóps flokksins. Hún sagði að ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnu- vinnu í flokknum og því hefði Samfylkingin ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og flokkinn hefði skort ákveðinn trú- verðugleika. „Á þessu höfum við lært. Mikil stefnumótunarvinna hefur verið í gangi, bæði hjá Framtíðarhópi og heilbrigðishópi,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði að þegar Samfylk- ingin hefði ákveðið að setja á stofn framtíðarhóp hefði flokkur- inn brotið upp það form sem er hefðbundið og gamalreynt í ís- lenskum stjórnmálum. Það hefði verið nauðsynlegt því að ekki sé lengur hægt að endurnýta svör og stefnumál síðustu aldar. „Fólk vill málefnalega pólitík. Það kýs málefnalega stjórnmála- flokka og eins og við vitum: Ís- lendingar eru jafnaðarmenn. Það þarf bara að rifja það upp fyrir þeim,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að vinna af því tagi sem Framtíðarhópurinn hefði unnið þyrfti að vera óaðskiljan- legur hluti af venjulegu flokks- starfi. Hún þyrfti þó ekki að fara fram í því formi sem Framtíðar- hópurinn er, heldur gæti hún farið fram til að mynda í nokkurs konar skuggaráðuneytum. „Ég tel ástæðu til að skoða hvort Sam- fylkingin eigi að mynda slík ráðu- neyti sem byggi þá á okkar eigin forsendum í skiptingu mála- sviða,“ sagði Ingibjörg. „Hvernig svo sem þessari vinnu er háttað þá verður hún að halda áfram. Hún er forsenda þess að flokkur- inn komi fram með sterka ímynd, skýra sýn og vel afmarkaða stefnu fyrir kosningar,“ sagði hún. sda@frettabladid.is Gestir komnir yfir 500 þúsund: Norræni skál- inn vinsæll HEIMSSÝNINGIN Norræni skálinn á EXPO 2005, heimssýningunni í Japan, hefur verið mjög vinsæll síðan hann var formlega opnaður 25. mars síðastliðinn. Gestur núm- er 500 þúsund kom í skálann nú fyrir skemmstu, en það voru tvær systur, Ayane Shigemori 9 ára og Yuko Shigemori 7 ára, sem voru verðlaunaðar fyrir það. Þær fengu margvíslegan varning sem var til sölu í skálanum. Aðsókn að heimssýningunni var frekar lítil til þess að byrja með en algjör sprenging hefur orðið á heimsóknum í maí. Norræni skál- inn hefur vakið mikla athygli. - mh Stöð tvö: Aldrei fleiri áskrifendur FJÖLMIÐLAR Áskrifendur Stöðvar tvö komust í um 42 þúsund talsins í nýliðinni viku og hafa aldrei ver- ið fleiri í sögu stöðvarinnar. Páll Magnússon sjónvarps- stjóri segir áskrifendur stöðvar- innar hafa fjölgað um sem nemur íbúum Grindavíkur, Húsavíkur, Vestmannaeyja og Akraness til samans á einu ári. Hann segir mikinn uppvöxt tengdan Digital Ísland, Stöð 2 Plús og Stöð 2 Bíó hafa orðið til þess að auka tryggð áskrifenda. - jse ÓÁRENNILEGUR Palestínumaður heldur á sprengjuvörpu sem notuð var til árása á landnemabyggð Ísraela á Gaza-ströndinni. Átök á Gaza: Grafi› undan vopnahléinu JERÚSALEM, AP Gamalkunnug keðju- verkun ofbeldis virðist hafin fyrir botni Miðjarðarhafs. Í gær skarst í odda á milli ísraelskra hermanna og herskárra Palestínumanna þriðja daginn og beið einn úr röð- um þeirra síðarnefndu bana í átökunum. Upptökin voru þau að liðsmenn Hamas, Al-Aqsa hersveitanna og uppreisnarsamtaka á Gaza- ströndinni skutu eldflaugum á landnemabyggð Ísraela í hefndar- skyni fyrir loftárásir ísraelskra hersins. Þessarar árásar vildu Ísraelar hins vegar hefna. ■ AFRÍKA AKITANI FÆR HEILABLÓÐFALL Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Tógó og frambjóðandi í forseta- kosningunum í síðasta mánuði, Bob Akitani, fékk heilablóðfall í gær. Hann var fluttur í skyndi til meðferðar í Frakklandi. Akitani hefur verið undir miklu álagi að undanförnu en mikill styr stóð um kosningarnar þar sem Faure Gnassingbe sigraði. UMDEILDAR KOSNINGAR Hart er deilt um úrslit kosninganna í Eþíópíu þótt ekki hafi enn verið talið upp úr kössunum. Stjórnar- flokkurinn lýsti yfir sigri fyrr í vikunni en stjórnarandstaðan sagði í gær að hún myndi ekki við- urkenna úrslit í nokkrum héruðum þar sem mjóst var á muninum. STYRKURINN SÓTTUR Formaður DC-3 Þristavina tók við styrk til rekstrar flugvélar- innar Páls Sveinssonar. Pokasjóður: Afhenti 93 milljónir STYRKIR Rauði kross Íslands fékk hæsta styrkinn þegar Pokasjóður úthlutaði styrkjum til 109 samtaka. Samtals námu styrkirnir 93 millj- ónum króna og fékk Rauði krossinn fimm milljónir vegna hamfaranna í Asíu í desember. Styrkirnir voru afhentir í flug- skýli á Reykjavíkurflugvelli í gær. DC-3 flugvélinni Páli Sveinssyni var ekið upp að flugskýlinu og út úr henni steig Tómas Dagur Helga- son, formaður DC-3 Þristavina, og tók við einnar milljón króna styrki til starfs félagsins. 640 styrkbeiðnir upp á saman- lagt 750 milljónir króna bárust. - bþg eftir Birgi Sigurðsson “Listrænt afrek” Fbl. apríl 2005 VEÐRIÐ Í DAG FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Á LANDSFUNDI SAMFYLKINGARINNAR Í GÆR Ingibjörg Sólrún leggur til að Samfylkingin stofni skuggaráðuneyti til að halda áfram málefnavinnu sem þróuð hefur verið í Framtíðarhópi Samfylkingarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI SÝKNAÐUR Frá dómhaldi í máli lettnesku starfsmannanna í Héraðsdómi Austurlands. Samfylkingin vanbúin fyrir sí›ustu kosningar Ingibjörg Sólrún segir Samfylkinguna hafa fari› vanbúna í kosningabaráttu fyrir sí›ustu kosningar, Vanta› hafi upp á stefnuvinnu og Samfylkinguna hafi flví skort trúver›ugleika. Hún leggur til stofnun skuggará›uneyta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.