Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 32
32 21. maí 2005 LAUGARDAGUR Makleg málagjöld eða pólitískt uppgjör? BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Mikhaíl Khodorkovskí í fangaklefa sínum. Óligarkar í ólgusjó HVAÐ ER AÐ FRÉTTA AF ÞEKKTUSTU AUÐJÖFRUM RÚSSLANDS? Mikhaíl Khodorkovskí, olíubarón- inn sem hefur verið í gæsluvarð- haldi síðan haustið 2003, bíður þess að dómstóll í Moskvu ljúki við að lesa upp dóm yfir honum. Búist er við að hann verði sakfelldur fyrir skattsvik og auðgunarbrot. Hann er einn þekktasti og áhrifamesti mað- urinn í hópi svonefndra óligarka, Rússa sem auðguðust gríðarlega á umdeildri einkavæðingu sovéskra ríkisfyrirtækja. Hér verður litið á hvar nokkrir aðrir þekktustu „óligar- kanna“ eru staddir í lífsins ólgusjó. Roman Abramóvitsj er nú talinn ríkasti maður Rússlands. Sam- kvæmt mati Forbes Magasine er auður hans um 13,3 milljarðar doll- ara, andvirði um 860 milljarða króna. Alþjóðlega er hann þekktast- ur fyrir að hafa fyrir tveimur árum fest kaup á enska knattspyrnufélag- inu Chelsea, sem Eiður Smári Guðjohnsen spilar með. Hann er héraðsstjóri Tsjúkotka-héraðs í Sí- beríu, í norðausturhorni Rússlands. Sibneft-olíufyrirtæki hans er skráð þar og nýtur við það góðs af skatt- fríðindum sem gilda um fyrirtæki þar. Sjálfur býr hann að mestu í Bretlandi og forðast kastljós fjöl- miðla. Mikhaíl Fridman Auður hans er metinn á um sjö milljarða dollara og er hann þar með talinn næstrík- asti maður Rússlands eins og er. Hann stýrir Alfa-Group-samsteyp- unni sem á hlut í fjölda fyrirtækja, aðallega á sviði olíu- og bankavið- skipta og fjarskipta. Boris Beresovskí var álitinn ríkasti maður Rússlands á tíunda áratugn- um og var ótvírætt þekktasti óligar- kinn á þeim áratug. Þann orðstír skapaði hann sér bæði fyrir hörku í viðskiptum, en ekki síður fyrir mikil umsvif í fjölmiðlarekstri og góð tengsl við ráðamenn í Kreml í for- setatíð Borís Jeltsín. Hann réð yfir sjónvarpsstöðinni ORT, sem studdi Pútín dyggilega í forsetakosningun- um 2000, en eftir þær kastaðist í kekki með þeim. Beresovskí var ákærður fyrir viðskiptasvik og end- aði með því að flýja til Bretlands, þar sem hann fékk hæli. Hann seg- ist nú ætla að flytja til Úkraínu eftir að þar komst til valda ríkisstjórn sem hyggst koma landinu út úr segulsviði Moskvuvaldsins. Vladimír Gúsinskí hóf ferilinn í bankaviðskiptum og varð kunnur eftir að hann stofnaði sjónvarps- stöðina NTV, en fréttaflutningur hennar af stríðinu í Tsjetsjeníu hafði mótandi áhrif á almenningsálitið í Rússlandi gagnvart því. Stjórn Pútíns lét handtaka Gúsinskí og sundraði fjölmiðlaveldi hans. Hann flúði til Ísraels og fékk þar ríkisborg- ararétt. Viktor Vekselberg á eignir í olíu- og málmvinnslufyrirtækjum sem eru metnar á fjóra milljarða dollara. Anatolí Tsjúbajs var aðalhöfundur hins umdeilda kerfis sem farið var eftir við einkavæðingu ríkisfyrirtækja á tíunda áratugnum. Hann er nú forstjóri rússneska raforkueinokun- arfyrirtækisins. Ámánudaginn var hófstdómsuppkvaðning í um-fangsmesta réttarhaldi síð- ari tíma í Rússlandi, réttarhaldinu yfir kaupsýslumanninum Mikhaíl Khodorkovskí, sem um hríð var auðugasti maður landsins. En þótt upplestur þúsund blaðsíðna dóms- orðsins hafi haldið áfram alla vik- una var honum ekki lokið er vikan var á enda. Er jafnvel líkum að því leitt að uppkvaðningin kunni að dragast enn á langinn, allt upp í hálfan mánuð til viðbótar. Verj- endur Khodorkovskís halda því fram að yfirvöld hagi þessu svona vísvitandi til að fjölmiðlar og al- menningur missi áhugann á mál- inu áður en það er til lykta leitt. Að vísu velkist enginn í vafa um að sakborningurinn verði sak- felldur – eins og tilfellið er í um 99 af hundraði allra réttarhalda í Rússlandi – en hugsanlega þó ekki fyrir öll ákæruatriðin og því kunni refsingin að verða eitthvað mildari en sá tíu ára fangelsis- dómur sem ákæruvaldið krefst. Sakirnar sem bornar eru á Khodorkovskí, sem var aðaleig- andi og forstjóri olíurisans Yukos, varða skattsvik og fjámálamis- ferli. En allt frá því er sérsveitar- menn handtóku Khodorkovskí á flugvelli í Síberíu haustið 2003 hefur því verið haldið fram að allur málareksturinn sé af póli- tískum rótum runninn; ráðamenn í Kreml með Vladimír Pútín for- seta í broddi fylkingar séu að ná sér niðri á Khodorkovskí fyrir að rjúfa óskrifað samkomulag um að auðjöfrar landsins fengju að hafa misjafnlega fengið fé sitt í friði svo lengi sem þeir héldu sig frá stjórnmálaafskiptum. Nánar til- tekið létu það vera að styðja „röng“ stjórnmálaöfl. Nýjum eigendum rússneskra (áður sovéskra) ríkisfyrirtækja sem einkavædd voru á tíunda ára- tugnum, þar með talið fjölmiðla, lærðist að eignarhaldinu fylgdi sú óskrifaða skuldbinding að storka ekki þeim sem réðu ríkjum í Kreml. Grun um að hann hefði brotið þessa reglu vakti Khodor- kovskí er hann hóf að styrkja nær alla stjórnmálaflokka fjárhags- lega, ekki aðeins stjórnarflokk- inn. Undir þennan grun ýttu kaup hans á útgáfuréttinum að dagblað- inu Moskovskiye Novosti eftir aldamótin og ráðning þekkts rannsóknarblaðamanns sem kunnur var fyrir gagnrýna um- fjöllun um gerðir Pútín-stjórnar- innar. Í orði kveðnu vísa talsmenn Kremlar því alfarið á bug að málareksturinn gegn Khodorkov- skí sé svona vaxinn. En þó hefur efnahagsmálaráðherrann í rúss- nesku ríkisstjórninni, German Gref, látið svo ummælt að réttar- haldið sé „að vissu leyti pólitískt“. Stuðningsmenn Khodorkov- skís, þar á meðal skákmeistarinn Garrí Kasparov, kalla réttarhaldið pólitískan skrípaleik og sönnun þess að langt sé í land með að rétt- arríki sé við lýði í Rússlandi. Hátt fall Fyrir aðeins fáeinum árum virtist Khodorkovskí hafa örugg tök á auði sínum og áhrifastöðu í Rúss- landi. Eignir hans voru metnar á allt að fimmtán milljarða Banda- ríkjadala, andvirði tæplega 1.000 milljarða króna. Yukos var annað stærsta olíufyrirtækið í landinu og dældi upp um fimmtungi allrar olíu sem flutt var út þaðan. Eins og aðrir ofurríkir Rússar komst Khodorkovski í álnir er stærstu fyrirtæki landsins voru einka- vædd um miðjan tíunda áratug- inn. Munaði þar mestu um þau fyrirtæki sem höfðu ráðstöfunar- rétt yfir ríkulegum náttúruauð- lindum hins víðlenda ríkis. Um það leyti sem einkavæðingin stóð sem hæst, í forsetatíð Borís Jeltsín, var hann meira að segja í svo góðum tengslum við ráða- menn í Kreml að hann sat um skeið í embætti aðstoðarráðherra olíumála. Khodorkovskí komst í aðstöðu til að auðgast á einkavæðingunni með því að vera meðal fyrstu Sovétborgaranna sem spreyttu sig á kapítalískum áhætturekstri. Sem forystumaður í ungliðahreyf- ingu sovéska kommúnistaflokks- ins, Komsomol, hóf hann í lok ní- unda áratugarins að reka fyrir- tæki sem flutti inn tölvur; efna- hagsumbóta- og opnunarstefna Gorbatsjovs gerði þetta mögulegt. Árið 1987 stofnaði Khodorkov- skí Menatep-bankann, sem var eitt fárra fjármálafyrirtækja á þeim tíma sem höfðu leyfi yfir- valda til að versla með erlendan gjaldeyri. Með gróðanum gat hann keypt ríkiseignir er þær voru einkavæddar eftir hrun Sovétríkjanna. Yukos-olíufyrir- tækið keypti Menatep árið 1995 fyrir 300 milljónir dollara, en yfirtók í kaupunum tveggja millj- arða dollara skuldir, sem lét verð- ið líta út fyrir að vera sanngjarn- ara. Sex árum síðar var mark- aðsvirði Yukos orðið hærra en 20 milljarðar dollara. Nú eru hluta- bréf þess hins vegar lítils virði. Í kjölfar handtöku Khodorkovskís hafa yfirvöld fengið fyrirtækið dæmt í milljarðasektir fyrir meintan skattundandrátt á liðnum árum, tekið flestar eignir þess eignarnámi og selt arðbærustu einingar þess ríkisolíufyrirtæk- inu Rosneft, á gjafverði. Ekki sá fyrsti sem tekinn er fyrir Það hvernig Khodorkovskí komst yfir Yukos-hlutabréfin er hvergi nefnt í ákæruskjalinu. Né heldur sá ógagnsæi skógur skúffufyrir- tækja í skattaparadísum sem hann og viðskiptafélagar hans notuðu á sínum tíma til að eignast sem flest hlutabréf í einkavæð- ingarferlinu. Það vill nefnilega svo til að allir aðrir auðmenn Rússlands, svonefndir óligarkar, eiga auð sinn sams konar aðferð- um að þakka. Yrði hulunni svipt af skúffufyrirtækjabraskinu og pen- ingaþvættinu sem því fylgir kynnu að koma fram í dagsljósið nöfn manna sem það gæti komið illa; manna sem eru í aðstöðu til að hindra að rótað verði í þessum grugguga pytti. Enn þann dag í dag er talið að um tíu milljarðar Bandaríkjadollara streymi frá rússneskum aðilum inn á erlenda bankareikninga árlega. Khodorkovskí er reyndar ekki fyrsti rússneski auðmaðurinn sem yfirvöld hafa tekið fyrir. Skemmst er þess að minnast hvernig Borís Beresovskí, sem var um hríð einn umsvifamesti at- hafnamaður Rússlands, hraktist í útlegð eftir að hann komst upp á kant við Pútín. Þá var Vladimír Gúsinskí handtekinn eftir að sjón- varpsstöð í hans eigu gerðist gagnrýnni í garð Pútínstjórnar- innar en hún gat liðið. Hann flúði síðan land og fékk hæli í Ísrael. ■ Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 OPIÐ Í DAG 10-14.30 Grillspjót........................................1.690,- Humar............................................3.900,- Risarækjur.....................................1.990,- Hunangsleginn lax........................1.290,- Rauðvínlegin lúðusteik.................1.690,- Steinbítssteik picante...................1.290,- Verið velkomin! STRANGLEGA GÆTT Liðsmenn öryggissveita rússneska innanríkisráðuneytisins ganga hjá fólki fyrir utan dómhúsið í Moskvu sem heldur á lofti áróðri gegn sakborningnum. Stuðningsmönnum hans var haldið fjarri. AUÐUNN ARNÓRSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING KHODORKOVSKÍ-MÁLIÐ Búist er við að réttar- haldinu yfir Mikhaíl Khodorkovskí ljúki með sakfellingu fyrir skatt- svik og auðgunarglæpi. Margir segja það póli- tískt uppgjör Pútíns Rússlandsforseta við auðjöfurinn, aðrir mak- legan dóm í sakamáli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.