Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 46
800 7000 - siminn.is Ekki missa af Evróvisjón í Sjónvarpinu í kvöld kl. 19. • Hægt er að hringja úr heimasímum eða GSM hjá öllum símafyrirtækjum á Íslandi. • Ekki er hægt að hringja úr númerum sem eru lokuð fyrir hringingar í símatorg. • Heimilt er að hringja þrisvar úr sama númeri en gjaldfært er fyrir öll símtöl. • Atkvæðagreiðsla stendur aðeins yfir í 10 mínútur og verður tilkynnt í útsendingunni hvenær hún hefst. • Einungis þau atkvæði sem eru greidd innan tíma- rammans eru gild en gjaldfært er fyrir öll símtöl. • Hvert símtal kostar 99,9 kr. • Sé lokað fyrir símakosningu úr símanum þínum getur þú opnað hana á þjónustuvefnum á siminn.is KÆNUGAR‹I 2005 SÍMAKOSNING! 1. Ungverjaland 900 1001 2. Bretland 900 1002 3. Malta 900 1003 4. Rúmenía 900 1004 5. Noregur 900 1005 6. Tyrkland 900 1006 7. Moldavía 900 1007 8. Albanía 900 1008 9. Kýpur 900 1009 10. Spánn 900 1010 11. Ísrael 900 1011 12. Serbía og Svartfjallaland 900 1012 13. Danmörk 900 1013 14. Svíþjóð 900 1014 15. Makedónía 900 1015 16. Úkraína 900 1016 17. Þýskaland 900 1017 18. Króatía 900 1018 19. Grikkland 900 1019 20. Rússland 900 1020 21. Bosnía og Herzegóvína 900 1021 22. Sviss 900 1022 23. Lettland 900 1023 24. Frakkland 900 1024 Þitt atkvæði gæti ráðið úrslitum! kjósa Mundu að Úkraína er örlítið stærri en Frakk- land, alls 603.700 ferkílómetrar að flatarmáli. Landið stendur á víð- áttumikilli sléttu án náttúrulegra landamæra, utan Karpatafjalla í suðvestri og Svartahafs í suðri. Áður fyrr var Úkraína kölluð „brauðkarfa Evrópu“ vegna auð- ugra náttúruauðlinda og vegna Dnépr-fljótsins með sínar mörgu þverár tengist landið Balkanskaga við Svartahaf og löndunum við Miðjarðarhaf, auk þess sem Dóná opnar Úkraínu markað í Austurríki og Þýskalandi. Íbúafjöldi Úkraínu er nú rösklega 52 milljónir, þar af eru 73 prósent Úkraínumenn og 22 prósent Rúss- ar. Veðurfar í Úkraínu einkennist af stuttum sumrum og löngum, þungskýjuðum og köldum vetrum. Meðalhiti á sumrin er 19˚C, en -6˚C á veturna. Staður dýrgripa Í höfuðborginni Kænugarði búa um þrjár milljónir íbúa, en borgin er ein sú elsta og stærsta í Evrópu. Sagan segir frá þrem bræðrum, Kyi, Schek og Khoryv, ásamt syst- urinni Lybed, sem áttu að hafa stofnað Kænugarð í lok sjöttu ald- ar, en borgin var nefnd eftir elsta bróðurnum, Kyi. Kyiv merkir því „borg Kyi“ á úkraínsku, en Kíev er rússneska nafn borgarinnar, mun þekktara síðan á tímum Sovétríkj- anna. Kænugarður stendur við bakka Dnépr-fljóts og einkennist af glæsilegum bygginum, sem marg- ar teljast til fegurstu djásna heims. Kænugarður er miðstöð menning- ar, menntunar, fjármála, vísinda og iðnaðar. Borgin er vinsæll áfangastaður pílagríma sem koma hvaðaæfa frá til að berja augum ómetanlega minnisvarða og dýr- gripi, en Kænugarður hefur löng- um verið minnst sem „móður allra borga“ af Rússum og Úkraínu- mönnum. Blómaskeið og hremmingar Blómaskeið Kænugarðs var á tólftu og þrettándu öld þegar borgin var miðstöð viðskipta milli þjóða Balkanskaga og við Mið- jarðarhaf. Mongólskur innrásarher réðst inn í Kænugarð árið 1240 og landi þess var skipt upp í ríki sem síðar hlutu nöfnin Pólland, Lit- háen og Rússland. Eftir það hófst mikill niðurlægingartími fyrir veldi Kænugarðs. Höfuðborg Úkraínu fór illa út úr heimsstyrjöldinni síðari þegar ómetanlegum dýrgripum á sviði arkitektúrs og lista var grandað í sprengjuárásum. Áður, eða á fjórða áratugnum, höfðu sovésk stjórnvöld kerfisbundið eyðilagt fjölda kirkna í Kænugarði, en um- fangsmiklar endurbætur hafa nú fært Kænugarð í upprunalegt horf að mestu. Borgin komst í heims- fréttir í apríl 1986 þegar kjarnaofn nágrannans Chernobyl bráðnaði og lak út hættulega miklu magni geislavirkra efna, en vísindamenn eru flestir sammála um að borgin sé laus við geislaáhrif í dag. Gestrisin og örlát þjóð Þrátt fyrir undirokun, þrengingar, efnahagskreppu og pólitískt öng- þveiti hefur andi og þjóðarvitund úkraínsku þjóðarinnar aldrei látið bugast og í ágúst 1991 lýsti Úkraína yfir sjálfstæði frá Rússlandi. Frá 1994 hefur Úkraína stofnað til diplómatísks sambands við 135 önnur lönd og fleiri en sextíu sendiráð hafa verið stofnuð í Kænugarði. Fréttamenn, kaupsýslumenn og stúdentar frá öllum heimshornum búa nú í Kænugarði, og ferða- mannastraumurinn er mikill árið um kring enda borgin eitt listaverk í landslagi sem og menningu, auk þess sem gestrisni Úkraínumanna er víðfræg. Kænugarður býr yfir mörgum feg- urstu byggingum og listaverkum veraldar. Dómkirkja St. Sophiu geymir mósaíkmyndir og freskur frá tólftu öld og í elsta hluta Kænu- garðs, Podol, stendur kirkja heilags Andrésar, eftirlæti Úkraínumanna. Við Percherska Lavra standa tvær tólftu aldar dómkirkjur, auk heims- þekktra grafhvelfinga, bjölluturns og safngripa frá klausturstímum. Nálægt miðbænum stendur Gullna hliðið, sem haldið hefur verið við frá því 1037, og skammt frá hin stórfenglega dómkirkja St. Volody- myr. Menning og mannlíf er litskrúðugt í Kænugarði og víst að Júróvisjón- farar verða ekki sviknir af örlæti og lífsfjöri heimamanna. thordis@frettabladid.is 6 ■■■ { EUROVISION } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Brauðkarfa Evrópu Úkraína hefur verið nefnd „brauðkarfa Evrópu“ vegna ríkulegra náttúruauðlinda, en þjóðin hefur þurft að þola miklar hremmingar í aldanna rás. Höfuðborgin Kænugarður hefur viður- nefnið „móðir allra borga“ vegna undurfagurs arkitektúrs og ómetanlegra listmuna sinna. Viktor JÚSJENKÓ Þann 22. janúar síðastliðinn sór Viktor Júsjenkó embættiseið sem forseti Úkraínu, eftir tveggja mánaða kosningadeilu. Í ræðu sinni sagði hann inn- setningu sína í embætti forseta vera sigur frelsis yfir einræði og að nú væri þetta fyrrverandi sovéska ríki í miðri Evrópu. Sumir þingmenn fögnuðu ákaft meðan aðrir sýndu engin við- brögð. Var það talið lýsandi fyrir þær deilur sem bíða Júsjenkós sem leiðtoga Úkraínu. Forsetaframboð Viktors Júsjenkó er mörgum eftirminnilegt sökum þess að keppinautar hans byrluðu honum díoxín, en eitr- unin olli því að andlit forsetans afmyndaðist svo mjög að það varð óþekkjanlegt; grátt, guggið og bólgið af útbrotum. Áhrif eitrunar í andliti Júsjenkós munu hverfa hægt með tíman- um en díoxíneitrun er talin auka líkur á sykursýki, krabbameini og lifrarsjúkdómum. Efnahagur Úkraínu er með miklum ágætum um þessar mundir en fáeinir auðkýfingar hafa þar töglin og hagldirnar. Þeir studdu flestir Janúkovitsj í kosningunum, erkifjanda Júsj- enkós. Ráðamönnum í Kreml líst illa á stefnu Júsjenkós í ut- anríkismálum en hann rennir hýru auga til aukins samstarfs við Vesturlönd. Erfiðasta verkefni nýja forsetans verður að sameina úkraínsku þjóðina á nýjan leik. Íbúar aust- urhluta landsins eru tortryggnir í garð Júsjenkós og viðbúið að þeir fari fram á aukið sjálfstæði, bæði í stjórnmálum og efna- hagsmálum. Því er lykilatriði fyrir Viktor Júsjenkó að róa þessa landa sína eigi hann að verða farsæll í embætti. Glæsilegur maður sem varð óþekkjan- legur eftir að honum hafði verið byrl- að díoxín í forsetaframboðinu í vetur. ÚKRAÍNA • Úkraína er í Austur-Evrópu með landamæri við Svartahaf, á milli Póllands, Rúm- eníu og Moldóvu til vesturs og Rússlands til austurs. • Staðsetning á hnettinum er 49 00 N, 32 00 A. • Stærð: 603.700 ferkílómetrar. • Aðeins minna en Texas. • Náttúrauðlindir: Járn, kol, mangan, olía, salt, brennisteinn, grafít, títan, nikkel, kvikasilfur, magnesíum, timbur, akurland. • Íbúafjöldi: 47.425.336 (áætlað í júlí 2005). • Meðalaldur: 38,22 ár. • Fæðingatíðni:10,49 fæðingar á hverja 1.000 íbúa. • Dánartíðni: 16,42 dánir á hverja 1.000 íbúa. • Eyðnismitaðir: 360.000. • Kynlífsmarkaður með úkraínskar konur er geysilegt og nýuppgötvað vandamál. • Tungumál: úkraínska: 67%, rússneska 24%, lítilsháttar rúmenska, pólska og ung- verska. • Úkraína er lýðveldi og fékk sjálfstæði frá Rússlandi 24. ágúst 1991. • Þjóðhátíðardagur er 24. ágúst • Frægir Úkraínumenn: Popplistamaðurinn Andy Warhol, tónskáldin Leonard Bern- stein og Igor Stravinsky, tónlistamennirnir Ruslana, Michael Bolton, leikararnir Milla Jovovich, George Montgomery, Walter Matthau og Dustin Hoffman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.