Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 33
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 4
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er laugardagur 21. maí,
141. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 3.53 13.24 22.58
AKUREYRI 3.15 13.09 23.06
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Söngvarinn Davíð Smári Harðarson er
tveggja bíla maður. Honum finnst gott
að vera á jeppa í sveitinni.
„Ég á Nissan Terrano II árgerð '95 og svo á
ég líka eina gamla Toyotu sem ég nota í
hallæri,“ segir Davíð, sem hefur ekki hug-
mynd um af hverju hann á tvo bíla. „Þannig
er það bara. Ég nota Toyotuna þegar ég er
einn og jeppann þegar fleiri eru með mér
eða þegar ég er með mikið dót.“
Davíð stundar hestamennsku af kappi
og segir gott að eiga jeppa í því sporti. „Ég
er svo sem ekki í neinum torfærum en
stundum þarf maður að keyra í snjó og
drullu uppi í sveit og þá er gott að vera á
jeppanum. Hann er örlítið upphækkaður á
grind og kemst næstum allt. Það er líka
gott að vera á jeppa þegar maður þarf að
fara með hey í hrossin eða fá lánaða hesta-
kerru.“
Davíð segist ekki kunna neinar
skemmtilegar sögur af bílunum sínum en
viðurkennir að hafa einu sinni óvart sett
bensín á jeppann, sem er að sjálfsögðu
dísilbíll. „Það dældist voðalega hratt á bíl-
inn og ég skildi ekkert í því hvað þetta væri
öflug dísildæla. Algjör sauður, en bílnum
varð ekki meint af.“
Aðspurður um draumabílinn segist
Davíð alltaf hafa verið hrifinn af Chevrolet
Silverado og GMC Sierra. „Þetta eru góðir
amerískir pallbílar sem mig langar mikið í.
Mjög hentugir fyrir alls konar ferðalög því
maður kemur öllu dótinu sínu á pallinn. Það
kemur sér til dæmis vel þegar maður er að
spila og þarf að taka græjurnar með sér.
Svo eru þetta öruggir og stórir bílar þannig
að maður kemst allt sem maður vill fara.
Það er draumurinn að kaupa einn svona
amerískan í framtíðinni.“
Davíð Smári hefur ekki setið auðum
höndum síðan Idol-stjörnuleit lauk og er
þessa dagana að undirbúa plötu sem kemur
út í júní.
thorgunnur@frettabladid.is
Draumurinn að eignast
amerískan pallbíl
bilar@frettabladid.is
Hyundai var með fimm bíla á
lista yfir þá sem taldir eru vera
„besti kosturinn“ í Bílabókinni í
Ameríku 2005. Hyundai-bílarnir
sem um ræðir eru Santa Fe,
Sonata, Accent, Elantra og
Coupe. Bílabókin eða „The Car
Book“ hefur komið út árlega
síðastliðinn aldarfjórðung og er
mest notaða handbók banda-
rískra bílakaupenda.
Citroën C1 er kominn á markað
í Evrópu og er hann einn af
þremur smábílum sem Toyota
og PSA Peugeot Citroën hafa
þróað í sameiningu. Sá fyrsti
sem kom á markað var Toyota
Aygo, en síðastur verður Peu-
geot 107. Citroën-bíllinn hefur
hlotið góða dóma í reynsluakstri
og er honum sérstaklega hrósað
fyrir það hversu rúmgóður hann
er og fallegur í útliti.
Toyota Corolla með dísilvél er
á teikniborðinu í Japan og er
áætlað að bíllinn komi á mark-
að árið 2007 þegar næsta kyn-
slóð af Toyota verður kynnt. Lík-
lega verður
boðið upp á
tvær útgáfur
af Corollu
með 2,2 lítra
dísilvél. Toyota er að fylgja því
fordæmi sem Skoda Fabia setti í
þessum efnum en æ fleiri fram-
leiðendur eru að setja millistóra
bíla á markað með dísilvél.
Citroën Picasso er nú í öryggis-
prófum en ný útgáfa af honum
er væntanleg á markað. Miklar
vonir eru bundnar við að hann
nái hæstu einkunn á þessum
prófum en forveri hans, Citroën
C4, fékk nýverið fimm stjörnur í
Euro NCAP. Í nýju útgáfunni hef-
ur rýmið verið aukið til muna í
bílnum auk þess sem innrétting-
in er mun betri. Auk þess er von
á spennandi nýjungum.
Davíð Smári segir jeppann sérlegan hentugan þegar hann flytur hey fyrir hrossin sín.
LIGGUR Í LOFTINU
í bílum
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl.
KRÍLIN
Mamma,
hvernig verpa
lömbin
kótilettunum?
Nissan Pathfinder reynsluekið
BLS. 2
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
SMÁAUGLÝSINGAR
Á 995 KR.
ÞÚ GETUR PANTAÐ
ÞÆR Á visir.is