Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 60
Hafnarfjarðarmærin RánIngvarsdóttir hefur nýlok-ið við útskriftarritgerð sína í lögfræði þar sem hún fjallar um hefnd að fornu og nýju á Ís- landi. Rán segir markmiðið hafa verið að greina frá lagalegum rétti þjóðveldismanna til að hefna harma sinna, en þjóðveldisöldin er blóði drifin, oftast vegna hefnda á hefndir ofan. „Ég vildi skoða hvort finna mætti leifar af þessum forna rétti í nútímanum og hvort nútímamað- urinn samþykki ef til vill hefndar- þörfina á einhvern hátt. mér þótti forvitnilegt að vita hvort sam- félagið hafi í raun breyst svo mik- ið að löggjafinn sniðgangi hefnd- arþörfina algjörlega í dag,“ segir Rán, sem upphaflega ætlaði að læra sagnfræði áður en hún valdi lögfræði. „Ég hef örugglega hefnt mín einhvern tímann, en ekkert í lík- ingu við það sem menn gerðu á þjóðveldisöld,“ segir hún hlæj- andi, en á þeim tímum mátti sam- kvæmt lögum hefna grimmilega fyrir litla sök, allt þar til hefndin hvarf úr lögunum. „Ljóst er að kristnin og sú staðreynd að Ísland gekk undir konungsvald átti stóran þátt í því að hefndin hvarf úr réttinum sem lögleg viðurlög við afbrotum, þótt fólk héldi áfram að hefna sín utan við lög og reglur. Mér þótti athyglisvert hve lítið þurfti til, svo talið væri réttmætt að veita mönnum lagalegan rétt til hefnda. Menn áttu von á blóð- hefnd fyrir það eitt að segja ill- mæli um aðra eða reyna að valda þeim minniháttar líkamssári. Hefndin þurfti því ekki að vera sniðin eftir verknaðinum. Vega mátti þótt enginn hefði verið veg- inn og hin svokallaða Talions- regla; auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, gilti ekki hjá Íslend- ingum þess tíma, eins og var meginregla hjá ýmsum öðrum þjóðum.“ Eftirminnilegar hefndir Rán segir ríkjandi siðaskoðun nú- tímans gjörólíka þeirri sem á þjóðveldisöld ríkti. „Nú mega menn ekki að láta undan löngun til að hefna sín, en á þjóðveldisöld þótti siðferðislega ámælisvert ef menn hefndu sín ekki þegar það þótti eiga við. Menn voru álitnir aumingjar ef þeir hefndu sín ekki, og reynt var að hefna með sem eftirminnileg- ustum hætti til að skapa ógnun svo enginn myndi þora að hefna þeirrar hefndar,“ segir Rán, en stærsti hluti ritgerðarinnar fjall- ar um lagaákvæði Grágásar um hefndir auk dæma úr nútímasaka- málum. „Menn hefna sín í dag eins og þá, þótt réttarkerfið vilji ekki viðurkenna hefndir í lagabók- stafnum. Hins vegar taka menn stundum lögin í sínar hendur og hefna sín, og þess dæmi má sjá í ritgerðinni.“ Rán komst að þeirri niður- stöðu að við ákvörðun refsinga væru hefndarsjónarmið viður- kennd upp að vissu marki og nefnir nokkra hæstaréttardóma því til stuðnings í ritgerð sinni. „Að sjálfsögðu er ekki um að ræða samskonar viðurkenningu og var á þjóðveldisöld. Í dag hafa hefndir ekki sömu samfélagslegu þýðingu og áður fyrr og eru ekki jafn gagnlegar, hvað þá nauðsyn- legar eins og þegar þær bættu úr þörf sem ekki var bætt með öðru móti, þar sem þjóðfélagið skorti alla miðstýringu, framkvæmda- vald og ríkisvald, auk löggæslu til að taka á brotamanninum og eng- inn fór með það hlutverk að fram- fylgja dómum svo fólk gerði það sjálft. Hefnd virkaði þá sem nokk- urs konar réttarvarsla; nauðsyn- leg vörn í baráttunni fyrir tilver- unni. Samt var hún varhugaverð sem slík þar sem brotaþoli sjálfur dæmdi í eigin sök, auk þess sem sá sem varð fyrir hefndinni gat skoðað hana sem tilefnislausa árás og eitt hefndarverkið gat leitt til annars. Hefndir gátu því orðið uppspretta ófriðar og óróa í stað þess að stuðla að réttar- öryggi,“ segir Rán, sem tekur ýmis dæmi úr Íslendingasögunum í ritgerð sinni. „Margir sjá hetjur Íslendinga- sagnanna sem rómantískar, stórar og sterkar, en margir voru hrædd- ir og vildu lifa í friði. Margir leyndu sárum sínum til að þurfa ekki að ganga til hefnda, en menn hefndu sín aðallega þegar sæmd þeirra hafði verið skert sem og mannorðið.“ Hefnigirni lifir enn Rán nefnir í ritgerð sinni nokkra hæstaréttardóma úr nútímanum þar sem refsing brotamanns hefur verið lækkuð, til dæmis vegna þess að ákærði hefur orðið fyrir alvarlegu kynferðisbroti af hálfu þess sem hann svipti lífi, vegna þess að sambúð ákærða og kæranda hefur verið mjög stormasöm og jafnvel vegna þess að kærandi hefur haft uppi klúr- yrði um móður ákærða. „Hefnigirni lifir enn meðal manna og hefndarverk eru iðulega unnin, eins og sjá má í stríðsátök- unum fyrir botni Miðjarðarhafs í dag. Í því samhengi nefni ég ýmis dæmi, en meðal annars morðið á hollenska kvikmyndagerðarmann- inum Theo van Gogh í nóvember þar sem morðinginn vildi ekki að- eins drepa heldur vekja ótta og óhug, sem svipar óneitanlega til hefnda þjóðveldisaldar.“ 36 21. maí 2005 LAUGARDAGUR Hefnd er mannskepnunni í bló› borin, fyrirbæri sem fylgt hefur mannkyni frá upphafi. Á fljó›veldisöld voru bló›ugar hefndir vi›urkenndar sem e›lilegur hluti íslensks samfélags, snerust um æru og sæmd. fiórdís Lilja Gunnarsdóttir fékk a› heyra um hefndir a› fornu og n‡ju hjá Rán Ingvarsdóttur, sem mun útskrifast sem lögfræ›ingur frá Háskóla Íslands í júní næstkomandi. Ákvæ›i Grágásar um hefnd Ákvæði Grágásar um hefnd eru dreifð, en með því að safna þeim saman og gera samanburð má fá allskýra mynd af því hvenær hefnd var leyfileg og hverjar voru takmarkanirnar á henni. Hefna mátti fyrir brot í fjórum flokkum: Líkamsárásir, legorð, meiðyrði og brot gegn fjárrétt- indum, en fyrir önnur brot mátti ekki hefna. Hefndarréttur tak- markaðist af ýmsum ástæðum: Hægt var að beiða sér griða, hefndarréttur var tímabundinn, stundum mátti einungis hefna á vettvangi og aðeins fáir aðilar máttu hefna. Fleiri takmarkanir voru, til dæmis ef kona sem hafði unnið verk sem mátti hefna fyrir samkvæmt lögum var barnshafandi svo að barn var orðið kvikt í kviði hennar, mátti ekki koma fram hefndum á henni fyrr en hún var staðin upp af barnssæng. Hefndir voru því ekki aðeins upplausn og blóðsúthellingar. Um þær giltu stífar reglur. Úr ritgerð Ránar Hefnd í Njálu Á tímum þjóðveldismanna var það ekki grimmdin sem stjórn- aði hefndum. Þeir hefndu til að fá uppreisn æru. Brotið hafði sært virðingu þeirra en sæmdin var það sem skipti öllu á þessum tíma. Sjálfsvirðingin knúði menn til hefnda og í Njálu má senni- lega sjá skýrasta og mest sláandi dæmi þess þegar Njáll við Njáls- brennu segir við Flosa sem býð- ur honum útgöngu: „Eigi vil eg út ganga því að eg er maður gamall og er eg lítt tilbú- inn að hefna sona minna en eg vil eigi lifa við skömm.“ Því vildi Njáll fremur brenna inni en deyja ærulaus. Úr ritgerð Ránar Sæmd hefndarinnar RÁN INGVARSDÓTTIR, VERÐANDI LÖGFRÆÐINGUR „Ég hef örugglega hefnt mín einhvern tímann, en ekkert í líkingu við það sem menn gerðu á þjóðveldisöld.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.