Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 24
Innheimtugjöld af símum Tæknin lætur ekki að sér hæða og framþróun farsímanna heldur áfram. Telia Sonera í Svíþjóð hefur nú hafið sjónvarpssendingar í farsíma. Þessi nýja þjónusta skapar þó ýmis vandamál. Svíar eru, eins og Íslendingar, með afnota- gjaldakerfi af sjónvarpstækjum. Sam- kvæmt reglum þar í landi er ekki talinn nokkur vafi á því að greiða beri afnota- gjöld af símunum sem ná slíkum sjón- varpssendingum. Krafan er sú að símar sem seldir verða í Svíþjóð verði skráðir og eigendurnir greiði afnotagjöld. Þarna er augljóslega að verða til tekjustofn sem Rúv gæti nýtt sér til að rétta af tapið af stofnuninni. Svo gæti Markús komið sér upp eftirlitskerfi líkt og með sjónvarps- tækjaeign þar sem gengið er að næsta manni og sagt: „Góðan daginn. Við erum frá innheimtu- deild Rúv. Megum við skoða símann þinn.“ Er þá ekki nefskattur skárri? Sögusagnir um verðmiða Annars gengur sú saga fjöllunum hærra að hæsta boð í Símann hljóði upp á 70 milljarða. Fyrir þá peninga getur ríkið gert ýmislegt. Byggt hátæknisjúkrahús eins og Davíð boðaði og bor- að fullt af óarðbærum göngum. Ekki er vitað hver á að eiga þetta boð í Sím- ann eða hversu hátt fjárfestahópur Almenn- ings bauð. Gárungar hafa verið að leika sér með það að þetta sé fjöl- skylduvænn hópur, svona eins og bindindismótið í Galtalæk. Þarna er Ólafur Jóhann á einum palli og KEA á þeim næsta og almenningur í tjöldunum. Einn grínarinn spurði þegar hann sá hópinn: „Hvar eru Halli og Laddi?“ MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.089 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 299 Velta: 1.766 milljónir +0,30% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Hagnaður Opinna kerfa á fyrsta ársfjórðungi var 57 milljónir. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 58 milljónir. Stjórn Actavis hefur samþykkt kaupréttaráætlun fyrir félagið en áætlunin mun taka til æðstu stjórn- enda. Nánar verður kynnt um úthlut- un á næstunni, þegar endanlega hef- ur verið ákveðið hverjir fái kauprétt. Samræmd vísitala neysluverðs hækkaði um 1,6 prósent á Íslandi í síðasta mánuði. Þetta er töluvert undir meðaltali á Evrópska efnahags- svæðinu sem var 2,1 prósent. Þetta kom fram á vef Hagstofu Íslands. Hlutabréf í Lundúnum hækkuðu í gær. FTSE vísitalan hækkaði um 0,18 prósent. Í Þýskalandi hækkaði Dax um 0,01 prósent en í Tókíó lækkaði Nikkei um 0,36 prósent. 24 21. maí 2005 LAUGARDAGUR Burðarás keypti eitt prósent í Skandia á föstudaginn fyrir hvíta- sunnu eftir að tilkynnt var um áhuga Old Mutual á að yfirtaka Skandia. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, staðfestir þetta við Fréttablaðið. Kaupverðið fæst ekki gefið en gera má ráð fyrir því að Burðarás hafi greitt um 38-40 sænskar krónur á hvern hlut. Mark- aðsvirði hlutabréfa Burðaráss í Skandia er um sextán milljarðar króna. „Við teljum að hlutabréf í Skandia séu á góðu verði,“ segir Friðrik. Burðarás hóf að kaupa í Skandia í janúar síðastliðnum og er nú næststærsti hluthafinn með 4,4 prósenta hlut. Friðrik vill ekki gefa það upp hvort Burðarás hyggi á frekari kaup í Skandia. Bent hefur verið á það að tæki- færi gætu legið í því að selja ein- staka hluta félagsins og er talið að Old Mutual líti einkum til trygginga- starfseminnar í Bretlandi. Skandia hefur átt í töluverðum erfiðleikum á undanförnum árum en bréf félags- ins hafa lækkað um 80 prósent frá árinu 2000 eftir að markaður með net- og fjarskiptafélög hrundi. Ekki bætti úr skák að Skandia var harð- lega gagnrýnt fyrir að greiða stjórn- endum háa bónusa og var forstjóri félagsins látinn taka pokann sinn í ársbyrjun 2004. - eþa Peningaskápurinn… Actavis 44,80 +3,94% ... Atorka 6,00 -1,64% ... Bakkavör 34,30 +0,29% ... Burðarás 14,50 +1,05% ... FL Group 14,75 +0,34% ... Flaga 5,03 +0,60% ... Íslandsbanki 13,25 +0,38% ... KB banki 534,00 -0,19% ... Kögun 62,30 -2,20% ... Lands- bankinn 16,50 – ... Marel 56,00 -0,88% ... Og fjarskipti 4,17 -0,71% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,80 +0,43% ... Össur 80,50 +0,63% „Skandia er á gó›u ver›i“ Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, telur Skandia vera á hagstæðu verði. Burðarás keypti eitt prósent í Skandia eftir að það spurðist út að Old Mutual vildi ræða við stjórn Skandia um yfirtöku. Actavis steig í gær stórt skref á innreið sinni á bandaríska lyfja- markaðinn, þann langstærsta í heimi, með kaupum á samheita- lyfjafyrirtækinu Amide. Actavis kaupir félagið á hálfan milljarð Bandaríkjadala – um 33 milljarða íslenskra króna. „Þetta er stórt og mikið skref fyrir okkur sem við höfum stefnt að í töluverðan tíma,“ segir Ró- bert Wessmann forstjóri. Hann segir að mörg félög í Bandaríkj- unum hafi verið skoðuð áður en tekin var ákvörðun um að kaupa Amide en félagið hafi ekki verið til sölu þegar Actavis talaði við forsvarsmenn þess fyrst. „Það sem skipti meginmáli þegar við skoðuðum félagið var að þeirra vörulína skaraðist mjög lítið við okkar,“ segir Róbert. Það þýðir að fjöldi lyfja sem Actavis- samstæðan býður upp á stækkar töluvert. Að sögn Róberts eru nú um 140 ný lyf í þróun hjá hinu sameinaða félagi og segir hann að staða Actavis hvað það varðar sé með því besta innan þessa geira. Með kaupunum gefst Actavis kostur á því að setja öll lyf sín á Bandaríkjamarkað í framtíðinni að sögn Róberts. Amide hefur mikla reynslu af samskiptum við bandaríska lyfjaeftirlitið og segir Róbert það koma til með að gagn- ast Actavis. „Við höfum verið að byggja upp þessa þekkingu hjá Actavis síðustu árin og þetta kem- ur sem hrein viðbót og mun styrkja okkar eigin þróun,“ segir hann. Róbert segir að verðið á Amide sé umtalsvert lægra en gengur og gerist á markaðnum í Bandaríkj- unum sé tekið mið af kennitölum í rekstrinum. Amide er einkafyrir- tæki en hagnaður á rekstrinum í fyrra, áður en skattar eru reikn- aðir, var 42,3 milljónir evra (um 3,4 milljarðar króna) en hagnaður Actavis fyrir skatta var 78,5 millj- ónir evra (um 6,3 milljarðar). „Reksturinn hefur verið grið- arlega góður. Félagið óx um tutt- ugu prósent milli áranna 2003 og 2004 og er að skila gríðarlega hárri framlegð. Þannig að rekst- urinn á Amide hefur verið í mjög góðum höndum,“ segir Róbert. Hann segir það mikið ánægjuefni fyrir Actavis að helstu lykilstarfs- menn í Amide hafi fallist á að halda áfram störfum. Félagið mun selja hlutabréf og gefa út ný til þess að fjármagna kaupin. Að auki var tilkynnt um lánasamning sem gerður hefur verið um endurfjármögnun skulda Actavis. thkjart@frettabladid.is Actavis sækir inn á Bandaríkin Forstjórinn segir þetta vera stórt skref fyrir Actavis til að komast inn á markað í Bandaríkjunum, stærsta lyfjamarkað heims. Kögun hagnaðist um 105 milljónir króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Það er mun minni hagnaður en spáð hafði verið. Samanburður við fyrsta ársfjórðung 2004 er erfiður þar sem samstæðan er gjörbreytt eftir kaupin á Opnum kerfum Group. Hagnaður fyrir skatta og af- skriftir var 337 milljónir króna og námu rekstrartekjur 4,1 milljarði króna sem er nokkuð undir vænt- ingum. Framlegð var 8,2 prósent, sem er innan markmiða félagsins, þar af 15,7 prósent af hugbúnaði og 4,1 prósent af vélbúnaði og þjónustu. Stærstur hluti hagnað- arins verður til á Íslandi eða 94 milljónir króna. Framlegðin í Sví- þjóð var ekki nema þrjú prósent og hagnaður þar um sex milljónir eftir skatta. - eþa Kögun undir væntingum Actavis 3,94% Hampiðjan 3,08% Burðarás 1,05% Kögun -2,20% Atorka -1,64% SÍF -1,58% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Glæsibær býður þér í grillveislu í dag kl. 12-14 Grillveisla Grillaðar pylsur frá SS, ís frá Kjörís og gos frá Vífilfelli. Lifandi tónlist. Freistandi tilboð í öllum verslunum. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna - láttu þig ekki vanta! Hagnaður Kögunar var 105 milljónir á fyrsta ársfjórðungi sem var undir vænting- um. Veltan er minni en spáð hafði verið en framlegðin fyrir samsteypuna í heild er í takt við markmið félagsins. SPÁR OG AFKOMA KÖGUNAR Hagnaður 105 Spá Íslandsbanka 145 Spá KB banka 155 Spá Landsbankans 255 Meðaltalsspá 185 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R RÓBERT WESS- MANN OG DIVYA C. PATELPatel er for- stjóri Amide og tekur sæti í framkvæmda- stjórn Actavis. FRIÐRIK JÓHANNSSON Skandia er á hag- stæðu verði að mati Burðaráss. Félagið keypti eitt prósent í sænska tryggingarisan- um eftir að Old Mutual lýsti yfir áhuga sínum á að ræða við stjórn Skandia um yfirtöku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.