Fréttablaðið - 21.05.2005, Síða 10
FOGH Í HVÍTA HÚSINU Anders Fogh
Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur,
og George W. Bush Bandaríkjaforseti heils-
ast í Hvíta húsinu í gær. Bush bar lof á
Fogh sem staðfastan bandamann.
10 21. maí 2005 LAUGARDAGUR
Jóhanna TG 326 í sögulega ferð:
Færeyskur kútter kemur til Nor›fjar›ar
SJÓMANNADAGURINN Færeyski
kútterinn Jóhanna TG 326 er
væntanlegur til Norðfjarðar á
sjómannadaginn að sögn fær-
eyska blaðsins Norðlýsið. Jó-
hanna TG er einn þeirra fær-
eysku kúttera sem sigldu á
stríðsárunum með fisk milli Ís-
lands og Skotlands.
Nú þegar 60 ár eru frá
stríðslokum vilja Færeyingar
minnast þessarar þátttöku sinn-
ar í heimsstyrjöldinni með þess-
um hætti. Jóhanna siglir frá
Vogi í Færeyjum 2. júní og kem-
ur til Norðfjarðar á sjómanna-
daginn 5. júní. Þar ætla skip-
verjar að kaupa tonn af fiski, en
daginn eftir verður haldið til
Aberdeen í Skotlandi, þar sem
fiskurinn verður seldur. Tuttugu
manns verða um borð í kútter
Jóhönnu í ferðinni, þeirra á
meðal færeyskir og íslenskir
myndatökumenn.
Kútterinn verður til sýnis á
Norðfirði á sjómannadaginn, en
skipstjóri verður Hans J. Joen-
sen frá Vogi. Hann er barnabarn
Jakke í Líð sem var einn af skip-
stjórunum sem stjórnuðu kútter
Jóhönnu á stríðsárunum. Sér-
stök myndasýning verður um
borð og talið að heimsóknin eigi
eftir að setja nokkurn svip á sjó-
mannadagshátíðarhöldin í Nes-
kaupstað.
- eg
Norskur lögreglumaður:
Skaut mann
á götu úti
NOREGUR Lögreglumaður í bæn-
um Larvik í Noregi skaut ví-
etnamskan mann til bana í
fyrradag. Atburðurinn gerðist á
aðalgötu bæjarins.
Lögreglan fékk tilkynningu
um að maður vopnaður kjötöxi
ógnaði fólki í miðbæ Larvíkur
og sendi menn á vettvang. Þeir
reyndu að afvopna manninn en
án árangurs.
Þegar einum lögreglumann-
inum fannst sér ógnað greip
hann til þess óyndisúrræðis að
skjóta á manninn, með þeim af-
leiðingum að hann lést.
Rannsakað verður hvort
lögreglumaðurinn hafi haft
möguleika á að stöðva manninn
með öðrum hætti. Hann á það á
hættu að verða ákærður fyrir
manndráp af gáleysi. ■
... gOÐur MeÐ GrIlLmAtnum
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
16
4
3
4
Landsfundur Samfylkingarinnar:
Kosi› um flugvöllinn
SAMFYLKING Lagt er til við lands-
fund Samfylkingar að Reykjavík-
urflugvöllur hverfi úr Vatnsmýr-
inni í áföngum og verði farinn
þaðan ekki síðar en árið 2010.
Jafnframt er lagt til að byggður
verði nýr flugvöllur í jaðri höfuð-
borgarsvæðisins, ekki lengra en
tuttugu kílómetra frá Alþingis-
húsinu í loftlínu.
Flutningsmenn, Gunnar H.
Gunnarsson og Steinunn Jóhann-
esdóttir, leggja til að það fé sem
fæst fyrir sölu lóða ríkisins sem
liggja nú undir flugvellinum verði
að þriðjungi notað til byggingar
nýs flugvallar en að tveimur
þriðju hlutum til arðsamra verk-
efna á landsbyggðinni.
- bþg
REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Ekki sér fyrir endann á deilum um framtíð flugvallarins í Vatns-
mýri.
KÚTTER JÓHANNA Í FÆREYJUM Í frétt
Norðurljóssins í Færeyjum segir að spenn-
ingur sé í Fjarðabyggð vegna væntanlegrar
heimsóknar kútter Jóhönnu á sjómanna-
daginn. Þar er sjómannadagshátíðarhöld-
unum eystra líkt við Olavsvöku í Færeyjum.
Rússar ögra Finnum:
Lofthelgin
ítreka› rofin
FINNLAND Rússneskar herflugvélar
hafa ítrekað rofið lofthelgi Finn-
lands undanfarið og telja finnsk
stjórnvöld það gert af ásettu ráði.
Finnar hyggjast taka málið upp
við Rússa með formlegum hætti því
fyrirspurnir til rússneska sendi-
ráðsins í Helsinki hafa ekki borið
árangur. Matti Vanhanen, forsætis-
ráðherra Finnlands, fer í heimsókn
til Moskvu í byrjun júní og ræðir
þetta við rússneska ráðamenn.
Finnskir fjölmiðlar gera því
skóna að Rússar séu með þessu að
reyna á viðbrögð Finna og eins að
kanna hvort Evrópusambandið og
NATO skipti sér af málinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/M
YN
D
/J
O
H
AN
N
A
TG
3
26
DÓMSMÁL „Dómstólarnir eiga síð-
asta orðið. Það fer ekkert á milli
mála í réttarríki eins og því sem
við búum í,“ sagði Þorsteinn
Geirsson, ráðuneytisstjóri í
dómsmálaráðuneytinu, um ætt-
leiðingarmál Lilju Sæmundsdótt-
ur. Hann sagði ekki gerlegt að tjá
sig um mál hennar. Það væri afar
viðkvæmt sem mál tiltekins ein-
staklings og væri þar að auki í
meðferð hjá dómstólum.
Ráðuneytið synjaði Lilju, sem
er einhleyp, þann 21. júlí 2004
um að ættleiða barn frá Kína.
Mál hennar hafði þá verið í ferli,
sem hófst þar, frá því 28. febrúar
2003. Barnaverndarnefnd Eyja-
fjarðar mælti með því að Lilja
fengi að ættleiða barn. Ráðu-
neytið leitaði álits ættleiðinga-
nefndar með vísan til þess að
þyngd umsækjanda væri yfir
kjörþyngd. Nefndin mælti ekki
með leyfi til ættleiðingar, þrátt
fyrir að fyrirliggjandi væri ítar-
legt læknisvottorð um heilbrigði
Lilju. Hún vildi ekki una synjun
ráðuneytisins og er málið nú fyr-
ir héraðsdómi.
Spurður hvort algengt væri að
ráðuneytið hafnaði umsóknum
um ættleiðingar sagði Þorsteinn
að svo væri ekki. Fólk aflaði sér
yfirleitt upplýsinga um hvaða
skilyrði þyrfti að uppfylla. Hvað
varðaði heilsufarsþátt umsækj-
enda væri gerð krafa um að þeir
væru við góða heilsu. Í breyttri
reglugerð um ættleiðingar frá
því í febrúar 2005 væri ítarleg
lýsing á því sem miðað væri við.
„Þar eru nefndir sjúkdómar
og líkamsástand sem þarf að
taka tillit til í þessu sambandi.
Reglurnar sem varða þessa þætti
gilda einnig á hinum Norðurlönd-
unum og áreiðanlega víðar,“
sagði Þorsteinn.
„Allt er þetta tilkomið vegna
réttinda, öryggis og hamingju
barnsins sem á að fara að ætt-
leiða. Það er í fyrirrúmi.“
Spurður hvort öryggisreglum
þætti ekki fullnægt hvað varðaði
einhleypa umsækjendur með því
að þeim væri gert að útvega
trausta stuðningsfjölskyldu, sem
gæti hlaupið undir bagga ef eitt-
hvað kæmi upp á, sagði Þor-
steinn að fyrst og fremst skiptu
þeir máli sem væru að ættleiða.
Taka þyrfti tillit til margra þátta.
Allir hefðu þeir vægi og ef ein-
hverjir væru alveg á mörkum
færu líkurnar til leyfisveitingar
að minnka. Engin tvö tilvik væru
eins og meta yrði hvert þeirra
fyrir sig með heildrænum hætti.
jss@frettabladid.is
Dómstólar eiga
sí›asta or›i›
Rá›uneytisstjóri dómsmálará›uneytisins segir rétt-
indi barns, öryggi og hamingju í fyrirrúmi í ákvar›-
anatöku rá›uneytisins um ættlei›ingar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
STUÐNINGUR Lilja Sæmundsdóttir á trausta fjölskyldu og góða vini, eins og sýndi sig þeg-
ar málið var flutt í héraðsdómi. Frá vinstri: Bryndís Jóhannesdóttir, Helena Gunnarsdóttir
systurdóttir Lilju, Lilja, Lone Jensen og Ásdís Sæmundsdóttir, systir Lilju.
ÞORSTEINN GEIRSSON Ekki algengt að
umsóknum sé hafnað.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P