Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 64
40 21. maí 2005 LAUGARDAGUR Allt a› 70 flúsund krónur kostar a› leigja sumarbústa› á vinsælum sta› í vikutíma í sumar. Fáir láta fla› fló aftra sér og er meirihluti leigubústa›a a› mestu bóka›ur vel fram í tímann. fió er enn hægt a› ver›a sér úti um nokkra daga á stöku sta› hafi fólk hra›ann á. Þrátt fyrir að vikudvöl í sumar-húsi kosti að meðaltali kring-um 50 þúsund krónur hefur það ekki komið í veg fyrir mikla eft- irspurn og margir leigusalar hafa fullbókað langt fram í september. Virðast margir sem ekki eiga kost á slíkri dvöl gegnum stéttarfélög eða starfsmannafélög ekki setja fyrir sig að eyða allt að hundrað þúsund krónum í tveggja vikna leigu á góð- um stað. Dýrt að vera utan félaga Sprenging hefur orðið á sumar- húsamarkaðnum undanfarin ár og telja kunnugir að heildarfjöldi slíkra húsa á landinu öllu sé um tíu þúsund alls. Stór hluti þeirra er í eigu félagasamtaka sem leigja þau út til félagsmanna en þau eru einnig leigð öðrum ef færi gefst til. Félagsmenn greiða milli 18 og 25 þúsund að meðaltali fyrir eina viku í sumarhúsi og eru viðkom- andi bústaðir þá jafnan með öll- um helstu þægindum eins og heit- um pottum og sjónvarpi og helst í grónum sumarhúsahverfum. Greitt er hlutfallslega meira hafi fólk hug á að dvelja skemur. Er þá í flestum tilfellum innheimt daggjald og er það frá sex þúsund krónum og allt að tólf þúsundum og fer eftir staðsetningu og íburði. Afsláttur hvers konar er að jafnaði ekki veittur nema gist sé fimm daga eða lengur. Má því segja að fólk greiði svipað fyrir eina nótt í góðum bústað og fyrir nótt á sæmilegu hóteli. Séu menn ekki meðlimir í nein- um félögum eða samtökum sem niðurgreiða leigu fyrir félags- menn sýnir könnun Fréttablaðs- ins að gera má ráð fyrir að viku- leiga á hvern bústað sé í kringum 50 þúsund krónur að meðaltali. Virðist þá einu gilda hvort þau hús eru uppi við Elliðavatn, í Grundarfirði eða austur á landi. Allnokkrir þeirra bústaða sem þannig bjóðast eru einnig talsvert úr alfaraleið og ekki eru sömu þægindi í þeim öllum. Víða er allt bókað Flestir þeir leigusalar sem Fréttablaðið ræddi við voru sam- mála um að vel gengi að bóka fyrir sumarið en á flestum stöð- um er ennþá hægt að bóka viku eða skemmri tíma ef fólk hefur hraðann á og er sveigjanlegt hvað dagsetningar varðar. Eftirspurn er engu að síður með ólíkindum, sem sést kannski best á því að hjá nokkrum þeim sem eru að hefja sitt fyrsta starfsár í leigu á sumarhúsum og hafa ekki auglýst enn eru flestar bestu vikurnar löngu upppantað- ar. Kemur því ekki á óvart að margir voru sammála um að eftirspurn hefði aldrei verið meiri en nú. Staðan er öllu verri hjá félaga- samtökum sem leigja út sumar- hús til félagsmanna sinna. Versl- unarmannafélag Reykjavíkur er hvað stærst hvað þetta varðar og þar eru aðeins stöku dagar lausir, aðeins í maí og svo seint í ágúst eða byrjun september. Sama er uppi á teningnum hjá flestum þeim fyrirtækjum sem bjóða starfsmönnum sínum afnot af sumarhúsum. Langir biðlistar eru eftir slíkum húsum í júní, júlí og ágúst. Mikil sókn er enn fremur í þær sumarhúsalóðir sem bjóðast víða um land og fá færri en vilja. Sala tilbúinna húsa gengur vel og gera má því skóna að sumarhúsa- sprengingunni sem varað hefur um tíu ára skeið sé hvergi nærri lokið. albert@frettabladid.is STAÐSETNING VIKULEIGA SVEFNPLÁSS FERMETRAR POTTUR FÉLAGASAMTÖK Litli Hvammur, Vatnsendahverfi 63.000 5 til 6 50 Nei #1 Smiðjustígur, Flúðum 40.000 5 52 Já Signýjarstaðir, Borgarfirði 41.000 6 til 10 48 Nei Ytri-Vík, Árskógsströnd 55.000 6 50 Já #2 Einarsstaðir, Fljótsdalshéraði 20.300 6 45 Nei VR #3 Húsafell, Borgarfirði 22.900 6 60 Já VR #4 Brekkuskógur, Biskupstungum 15.500 4 til 10 50 Já Efling Hellishólar, Fljótshlíð 54.000 4 til 6 20 Já #5 Sólbrekka, Mjóafirði 35.000 4 til 6 26 Nei Indriðastaðir, Skorradal 56.000 4 til 6 34 Já Háls, Eyrarsveit 45.000 4 til 6 45 Já Stóra-Vatnshorn, Haukadal 28.000 4 til 5 22 Nei NÝBYGGINGAR Engar áreiðanlegar tölur eru til um heildarfjölda sumarhúsa á landinu en kunnugir telja að þau séu allt að því tíu þús- und talsins. Engu að síður finnst vart sá staður þar sem frekari uppbygging er ekki áætluð og eftirspurn yfirleitt meiri en framboð. Aldrei meiri ásókn í sumarbústaði GRÓIN SUMARHÚSABYGGÐ Í hugum margra er dvöl á stað sem þessum toppurinn á tilverunni hvert ár og sífellt fleiri kjósa fremur dvöl í sumarhúsum en utanlandsferðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.