Fréttablaðið - 21.05.2005, Qupperneq 32
32 21. maí 2005 LAUGARDAGUR
Makleg málagjöld eða pólitískt uppgjör?
BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Mikhaíl
Khodorkovskí í fangaklefa sínum.
Óligarkar
í ólgusjó
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA AF ÞEKKTUSTU
AUÐJÖFRUM RÚSSLANDS?
Mikhaíl Khodorkovskí, olíubarón-
inn sem hefur verið í gæsluvarð-
haldi síðan haustið 2003, bíður
þess að dómstóll í Moskvu ljúki við
að lesa upp dóm yfir honum. Búist
er við að hann verði sakfelldur fyrir
skattsvik og auðgunarbrot. Hann er
einn þekktasti og áhrifamesti mað-
urinn í hópi svonefndra óligarka,
Rússa sem auðguðust gríðarlega á
umdeildri einkavæðingu sovéskra
ríkisfyrirtækja. Hér verður litið á
hvar nokkrir aðrir þekktustu „óligar-
kanna“ eru staddir í lífsins ólgusjó.
Roman Abramóvitsj er nú talinn
ríkasti maður Rússlands. Sam-
kvæmt mati Forbes Magasine er
auður hans um 13,3 milljarðar doll-
ara, andvirði um 860 milljarða
króna. Alþjóðlega er hann þekktast-
ur fyrir að hafa fyrir tveimur árum
fest kaup á enska knattspyrnufélag-
inu Chelsea, sem Eiður Smári
Guðjohnsen spilar með. Hann er
héraðsstjóri Tsjúkotka-héraðs í Sí-
beríu, í norðausturhorni Rússlands.
Sibneft-olíufyrirtæki hans er skráð
þar og nýtur við það góðs af skatt-
fríðindum sem gilda um fyrirtæki
þar. Sjálfur býr hann að mestu í
Bretlandi og forðast kastljós fjöl-
miðla.
Mikhaíl Fridman Auður hans er
metinn á um sjö milljarða dollara
og er hann þar með talinn næstrík-
asti maður Rússlands eins og er.
Hann stýrir Alfa-Group-samsteyp-
unni sem á hlut í fjölda fyrirtækja,
aðallega á sviði olíu- og bankavið-
skipta og fjarskipta.
Boris Beresovskí var álitinn ríkasti
maður Rússlands á tíunda áratugn-
um og var ótvírætt þekktasti óligar-
kinn á þeim áratug. Þann orðstír
skapaði hann sér bæði fyrir hörku í
viðskiptum, en ekki síður fyrir mikil
umsvif í fjölmiðlarekstri og góð
tengsl við ráðamenn í Kreml í for-
setatíð Borís Jeltsín. Hann réð yfir
sjónvarpsstöðinni ORT, sem studdi
Pútín dyggilega í forsetakosningun-
um 2000, en eftir þær kastaðist í
kekki með þeim. Beresovskí var
ákærður fyrir viðskiptasvik og end-
aði með því að flýja til Bretlands,
þar sem hann fékk hæli. Hann seg-
ist nú ætla að flytja til Úkraínu eftir
að þar komst til valda ríkisstjórn
sem hyggst koma landinu út úr
segulsviði Moskvuvaldsins.
Vladimír Gúsinskí hóf ferilinn í
bankaviðskiptum og varð kunnur
eftir að hann stofnaði sjónvarps-
stöðina NTV, en fréttaflutningur
hennar af stríðinu í Tsjetsjeníu hafði
mótandi áhrif á almenningsálitið í
Rússlandi gagnvart því. Stjórn
Pútíns lét handtaka Gúsinskí og
sundraði fjölmiðlaveldi hans. Hann
flúði til Ísraels og fékk þar ríkisborg-
ararétt.
Viktor Vekselberg á eignir í olíu- og
málmvinnslufyrirtækjum sem eru
metnar á fjóra milljarða dollara.
Anatolí Tsjúbajs var aðalhöfundur
hins umdeilda kerfis sem farið var
eftir við einkavæðingu ríkisfyrirtækja
á tíunda áratugnum. Hann er nú
forstjóri rússneska raforkueinokun-
arfyrirtækisins.
Ámánudaginn var hófstdómsuppkvaðning í um-fangsmesta réttarhaldi síð-
ari tíma í Rússlandi, réttarhaldinu
yfir kaupsýslumanninum Mikhaíl
Khodorkovskí, sem um hríð var
auðugasti maður landsins. En þótt
upplestur þúsund blaðsíðna dóms-
orðsins hafi haldið áfram alla vik-
una var honum ekki lokið er vikan
var á enda. Er jafnvel líkum að
því leitt að uppkvaðningin kunni
að dragast enn á langinn, allt upp
í hálfan mánuð til viðbótar. Verj-
endur Khodorkovskís halda því
fram að yfirvöld hagi þessu svona
vísvitandi til að fjölmiðlar og al-
menningur missi áhugann á mál-
inu áður en það er til lykta leitt.
Að vísu velkist enginn í vafa
um að sakborningurinn verði sak-
felldur – eins og tilfellið er í um 99
af hundraði allra réttarhalda í
Rússlandi – en hugsanlega þó ekki
fyrir öll ákæruatriðin og því
kunni refsingin að verða eitthvað
mildari en sá tíu ára fangelsis-
dómur sem ákæruvaldið krefst.
Sakirnar sem bornar eru á
Khodorkovskí, sem var aðaleig-
andi og forstjóri olíurisans Yukos,
varða skattsvik og fjámálamis-
ferli. En allt frá því er sérsveitar-
menn handtóku Khodorkovskí á
flugvelli í Síberíu haustið 2003
hefur því verið haldið fram að
allur málareksturinn sé af póli-
tískum rótum runninn; ráðamenn
í Kreml með Vladimír Pútín for-
seta í broddi fylkingar séu að ná
sér niðri á Khodorkovskí fyrir að
rjúfa óskrifað samkomulag um að
auðjöfrar landsins fengju að hafa
misjafnlega fengið fé sitt í friði
svo lengi sem þeir héldu sig frá
stjórnmálaafskiptum. Nánar til-
tekið létu það vera að styðja
„röng“ stjórnmálaöfl.
Nýjum eigendum rússneskra
(áður sovéskra) ríkisfyrirtækja
sem einkavædd voru á tíunda ára-
tugnum, þar með talið fjölmiðla,
lærðist að eignarhaldinu fylgdi sú
óskrifaða skuldbinding að storka
ekki þeim sem réðu ríkjum í
Kreml. Grun um að hann hefði
brotið þessa reglu vakti Khodor-
kovskí er hann hóf að styrkja nær
alla stjórnmálaflokka fjárhags-
lega, ekki aðeins stjórnarflokk-
inn. Undir þennan grun ýttu kaup
hans á útgáfuréttinum að dagblað-
inu Moskovskiye Novosti eftir
aldamótin og ráðning þekkts
rannsóknarblaðamanns sem
kunnur var fyrir gagnrýna um-
fjöllun um gerðir Pútín-stjórnar-
innar.
Í orði kveðnu vísa talsmenn
Kremlar því alfarið á bug að
málareksturinn gegn Khodorkov-
skí sé svona vaxinn. En þó hefur
efnahagsmálaráðherrann í rúss-
nesku ríkisstjórninni, German
Gref, látið svo ummælt að réttar-
haldið sé „að vissu leyti pólitískt“.
Stuðningsmenn Khodorkov-
skís, þar á meðal skákmeistarinn
Garrí Kasparov, kalla réttarhaldið
pólitískan skrípaleik og sönnun
þess að langt sé í land með að rétt-
arríki sé við lýði í Rússlandi.
Hátt fall
Fyrir aðeins fáeinum árum virtist
Khodorkovskí hafa örugg tök á
auði sínum og áhrifastöðu í Rúss-
landi. Eignir hans voru metnar á
allt að fimmtán milljarða Banda-
ríkjadala, andvirði tæplega 1.000
milljarða króna. Yukos var annað
stærsta olíufyrirtækið í landinu
og dældi upp um fimmtungi allrar
olíu sem flutt var út þaðan. Eins
og aðrir ofurríkir Rússar komst
Khodorkovski í álnir er stærstu
fyrirtæki landsins voru einka-
vædd um miðjan tíunda áratug-
inn. Munaði þar mestu um þau
fyrirtæki sem höfðu ráðstöfunar-
rétt yfir ríkulegum náttúruauð-
lindum hins víðlenda ríkis. Um
það leyti sem einkavæðingin stóð
sem hæst, í forsetatíð Borís
Jeltsín, var hann meira að segja í
svo góðum tengslum við ráða-
menn í Kreml að hann sat um
skeið í embætti aðstoðarráðherra
olíumála.
Khodorkovskí komst í aðstöðu
til að auðgast á einkavæðingunni
með því að vera meðal fyrstu
Sovétborgaranna sem spreyttu sig
á kapítalískum áhætturekstri.
Sem forystumaður í ungliðahreyf-
ingu sovéska kommúnistaflokks-
ins, Komsomol, hóf hann í lok ní-
unda áratugarins að reka fyrir-
tæki sem flutti inn tölvur; efna-
hagsumbóta- og opnunarstefna
Gorbatsjovs gerði þetta mögulegt.
Árið 1987 stofnaði Khodorkov-
skí Menatep-bankann, sem var
eitt fárra fjármálafyrirtækja á
þeim tíma sem höfðu leyfi yfir-
valda til að versla með erlendan
gjaldeyri. Með gróðanum gat
hann keypt ríkiseignir er þær
voru einkavæddar eftir hrun
Sovétríkjanna. Yukos-olíufyrir-
tækið keypti Menatep árið 1995
fyrir 300 milljónir dollara, en
yfirtók í kaupunum tveggja millj-
arða dollara skuldir, sem lét verð-
ið líta út fyrir að vera sanngjarn-
ara. Sex árum síðar var mark-
aðsvirði Yukos orðið hærra en 20
milljarðar dollara. Nú eru hluta-
bréf þess hins vegar lítils virði. Í
kjölfar handtöku Khodorkovskís
hafa yfirvöld fengið fyrirtækið
dæmt í milljarðasektir fyrir
meintan skattundandrátt á liðnum
árum, tekið flestar eignir þess
eignarnámi og selt arðbærustu
einingar þess ríkisolíufyrirtæk-
inu Rosneft, á gjafverði.
Ekki sá fyrsti sem tekinn er fyrir
Það hvernig Khodorkovskí komst
yfir Yukos-hlutabréfin er hvergi
nefnt í ákæruskjalinu. Né heldur
sá ógagnsæi skógur skúffufyrir-
tækja í skattaparadísum sem
hann og viðskiptafélagar hans
notuðu á sínum tíma til að eignast
sem flest hlutabréf í einkavæð-
ingarferlinu. Það vill nefnilega
svo til að allir aðrir auðmenn
Rússlands, svonefndir óligarkar,
eiga auð sinn sams konar aðferð-
um að þakka. Yrði hulunni svipt af
skúffufyrirtækjabraskinu og pen-
ingaþvættinu sem því fylgir
kynnu að koma fram í dagsljósið
nöfn manna sem það gæti komið
illa; manna sem eru í aðstöðu til
að hindra að rótað verði í þessum
grugguga pytti. Enn þann dag í
dag er talið að um tíu milljarðar
Bandaríkjadollara streymi frá
rússneskum aðilum inn á erlenda
bankareikninga árlega.
Khodorkovskí er reyndar ekki
fyrsti rússneski auðmaðurinn
sem yfirvöld hafa tekið fyrir.
Skemmst er þess að minnast
hvernig Borís Beresovskí, sem
var um hríð einn umsvifamesti at-
hafnamaður Rússlands, hraktist í
útlegð eftir að hann komst upp á
kant við Pútín. Þá var Vladimír
Gúsinskí handtekinn eftir að sjón-
varpsstöð í hans eigu gerðist
gagnrýnni í garð Pútínstjórnar-
innar en hún gat liðið. Hann flúði
síðan land og fékk hæli í Ísrael. ■
Höfðabakka 1 - sími 587 50 70
OPIÐ Í DAG
10-14.30
Grillspjót........................................1.690,-
Humar............................................3.900,-
Risarækjur.....................................1.990,-
Hunangsleginn lax........................1.290,-
Rauðvínlegin lúðusteik.................1.690,-
Steinbítssteik picante...................1.290,-
Verið velkomin!
STRANGLEGA GÆTT Liðsmenn öryggissveita rússneska innanríkisráðuneytisins ganga hjá fólki fyrir utan dómhúsið í Moskvu sem
heldur á lofti áróðri gegn sakborningnum. Stuðningsmönnum hans var haldið fjarri.
AUÐUNN ARNÓRSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
KHODORKOVSKÍ-MÁLIÐ
Búist er við að réttar-
haldinu yfir Mikhaíl
Khodorkovskí ljúki með
sakfellingu fyrir skatt-
svik og auðgunarglæpi.
Margir segja það póli-
tískt uppgjör Pútíns
Rússlandsforseta við
auðjöfurinn, aðrir mak-
legan dóm í sakamáli.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P