Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 2
2 28. maí 2005 LAUGARDAGUR
Flest bendir til að Frakkar hafni stjórnarskránni:
Óákve›nir gætu rá›i› úrslitum
PARÍS, AP Fátt bendir til að Frakk-
ar muni leggja blessun sína yfir
stjórnarskrársáttmála Evrópu-
sambandsins í þjóðaratkvæða-
greiðslunni sem haldin verður á
morgun þrátt fyrir mikinn þrýst-
ing frá innlendum og erlendum
stjórnmálamönnum.
Nýjustu skoðanakannanir
benda til þess að andstæðingar
sáttmálans hafi heldur sótt í sig
veðrið undanfarna daga, 55 pró-
sent kjósenda virðast ætla að
segja nei í atkvæðagreiðslunni en
45 prósent já. Enn eru þó margir
óákveðnir og bindur Jacques
Chirac Frakklandsforseti vonir
við að hinir óákveðnu muni á end-
anum snúast á sveif með sér.
Chirac hélt sitt síðasta sjón-
varpsávarp fyrir atkvæða-
greiðsluna í fyrrakvöld en þar
varaði hann landa sína eindregið
við að hafna plagginu.
Jose Luis Rodriguez Zapatero,
forsætisráðherra Spánar, kom til
Frakklands í gær til að hvetja
Frakka til að segja já á sunnudag-
inn. Hið sama gerði Gerhard
Schröder, kanslari Þýskalands,
en fyrr um daginn hafði þýska
sambandsþingið staðfest sátt-
málann.
Valerie Giscard d'Estaing,
fyrrverandi forseti Frakklands
og helsti arkitekt stjórnarskrár-
sáttmálans, útilokaði ekki að
greitt yrðu atkvæði að nýju ef
Frakkar segðu nei en því hefur
hingað til verið hafnað. ■
Fylgdarmaður í mansalsmáli:
Gæsluvar›hald framlengt
LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhald yfir
fylgdarmanni fjögurra kín-
verskra ungmenna sem komu
hingað á leið til Bandaríkjanna á
dögunum hefur verið framlengt
um viku. Maðurinn er grunaður
um skipulagt mansal.
Að sögn Jóhanns R. Benedikts-
sonar, sýslumanns á Keflavíkur-
flugvelli, var varðhaldið fram-
lengt þar sem málið er enn í rann-
sókn. Stúlkurnar þrjár sem komu
með manninum eru nú á vegum
barnaverndaryfirvalda enda allar
undir lögaldri.
Sveinn Andri Sveinsson, verj-
andi mannsins, segir manninn
ekki hafa mótmælt framlenging-
unni og býst fastlega við því að
kæra verði gefin út og dæmt í
málinu strax í næstu viku, slíkur
sé vaninn í málum sem þessum.
Maðurinn hefur enn ekki játað
sök.
Ef um skipulagt mansal er að
ræða hafa íslensk stjórnvöld ný-
verið undirgengist Evrópusátt-
mála um að hefta mansal. Þar er
sérstaklega tiltekið að sýna skuli
réttindum fórnarlamba mansals
og aðstæðum þeirra sérstaka
virðingu.
-oá
Tengsl milli blindu og
stinningarlyfja rannsöku›
Bandaríska matar- og lyfjastofnunin rannsakar nú hvort 42 flarlendir
karlmenn hafi or›i› blindir af neyslu stinningarlyfja. Ekki hefur veri›
tilkynnt um nein slík tilvik hérlendis.
VIAGRA Grunur leikur á að stinn-
ingarlyf á borð við Viagra geti
valdið blindu. Bandaríska matar-
og lyfjaeftirlitið hefur nú til skoð-
unar 42 tilvik þar sem menn sem
neyttu slíkra lyfja urðu blindir.
Engar tilkynningar um slíkt hafa
borist Lyfjastofnun Íslands.
Bandarískir embættismenn á
vegum matar- og lyfjaeftilitsins,
FDA, rannsaka nú hvort mögulegt
sé að svonefnd stinningarlyf geti
valdið blindu. Þeim hafa borist 42
tilkynningar um karlmenn sem
hafa neytt lyfjanna og síðan misst
sjónina. 38 þeirra höfðu tekið Vi-
agra en fjórir Cialis.
Susan Cruz-
an, talskona
FDA, sagði í
samtali við
fréttamenn að
enn væru engar
óyggjandi sann-
anir fyrir því að
lyfin hefðu vald-
ið blindunni.
„Við tökum þetta
hins vegar mjög
alvarlega,“ bætti
hún við.
Blindan sem
mennirnir fengu er af sérstakri
tegund sem einkum leggst á
hjarta- og sykursjúklinga en getu-
leysi er jafnframt fylgikvilli þess-
ara sjúkdóma sem aftur fylgir
neysla stinningarlyfja.
Þetta er í annað sinn á skömm-
um tíma sem grunur vaknar um
hættulegar aukaverkanir á lyfi
sem er í nokkuð almennri notkun.
Á síðasta ári kom í ljós að svo-
nefndir COX-2 hemlar sem eink-
um eru notaðir af gigtarsjúkling-
um leiddu til hjarta og æðasjúk-
dóma. Þannig var lyfið Vioxx tek-
ið af markaðnum þegar það upp-
götvaðist.
Rannveig Gunnarsdóttir, for-
stjóri Lyfjastofnunar, segir að
engar tilkynningar hafi borist til
stofnunarinnar um blindu af völd-
um stinningarlyfja. Hún bendir
hins vegar á að FDA taki málið
ekki upp nema rík ástæða þyki til.
Þá sé jafnframt afar líklegt að
fyrst FDA hafi lyfin til skoðunar
þá sé slík athugun einnig í gangi
hjá lyfjagátanefnd Evrópusam-
bandsins en þar eiga Íslendingar
sæti. „Ekkert lyf er án áhættu,
þau valda öll einhverjum auka-
verkunum. Hlutverk lyfjayfir-
valda er að meta hvort ávinning-
urinn sé meiri en áhættan. Þess
vegna er svo mikilvægt að heil-
brigðisstarfsmenn tilkynni um
aukaverkanir. Þeir mættu standa
sig betur í því,“ segir Rannveig.
sveinng@frettabladid.is
ÚRSLITANNA BEÐIÐ Valery Giscard d'Esta-
ing, fyrrverandi forseti Frakklands og einn
höfunda stjórnarskrárinnar, hlýddi á um-
ræðurnar í efri deild þýska þingsins.
Stjórnarskrá ESB:
Sta›fest á
fl‡ska flinginu
BERLÍN, AP Þýska sambandsþingið
staðfesti stjórnarskrársáttmála
Evrópusambandsins í gær með
afgerandi hætti.
Aðeins eitt sambandsríkjanna
sextán hafnaði honum og alls
fékk hann 66 atkvæði af 69. Nú
bíður hann formlegrar staðfest-
ingar frá Horst Köhler Þýska-
landsforseta.
Leiðtogar Þýskalands vonast
til að hin afdráttarlausa at-
kvæðagreiðsla muni styrkja
franska stuðningsmenn stjórnar-
skrársáttmálans fyrir atkvæða-
greiðsluna á morgun. ■
LÉST ER BÁTUR STRANDAÐI SKAMMT FRÁ
BOLUNGARVÍK Hér sést bátur Landhelgis-
gæslunnar koma að landi í Bolungarvík
eftir árangurslausa björgunartilraun.
Sjóslys:
Brá›kvaddur
í bát sínum
VESTFIRÐIR Eldri maður lést um
borð í bát sínum sem strandaði í
fjöru um þrjár sjómílur frá Bol-
ungarvík í gærmorgun. Talið er að
maðurinn hafi orðið bráðkvaddur.
Björgunarbátar voru kallaðir
út frá Bolungarvík og Ísafirði
með lækni og sjúkralið innan-
borðs. Maðurinn var einn um borð
og reyndist látinn þegar björgun-
arbátar komu á svæðið laust fyrir
klukkan ellefu.
Ekki hefur verið greint frá
nafni hins látna. - jsk
Málsvörn Magnúsar:
Ba› um hjálp
vi› a› deyja
DÓMSMÁL Magnús Einarsson, sem
ákærður er fyrir að hafa myrt
eiginkonu sína, sagði við aðal-
meðferð í málinu í gær að hún
hefði komið til hans og beðið um
hjálp við að deyja.
Magnús sagði Sæunni Páls-
dóttur, konu sína, hafa komið inn
í herbergi sitt og beðið um hjálp
hans. Hún hefði viðurkennt fyrir
honum að hafa haldið framhjá
honum og honum brugðið mjög
við það en hann hefði ekki orðið
reiður.
Lögregla fann kveðjubréf frá
Sæunni til fjölskyldu sinnar sem
Magnús kvaðst ekki kannast við.
Stöð 2 greindi frá. - bþg
Banaslys í Hvalfirði:
Lést í bílslysi
UMFERÐARSLYS Karlmaður á þrí-
tugsaldri beið bana í umferðar-
slysi í Hvalfirði í gærmorgun.
Slysið átti sér stað þegar flutn-
ingabíll og fólksbíll rákust saman.
Hinn látni var ökumaður fólks-
bílsins. Bílstjóra flutningabílsins
sakaði ekki, en bíllinn hafnaði
utan vegar. Áreksturinn var mjög
harkalegur og var veginum um
Hvalfjörð lokað í um tvær klukku-
stundir vegna slyssins.
Áreksturinn varð skammt frá
Meðalfellsafleggjara. Orsakir
hans liggja ekki fyrir og málið er
í rannsókn hjá lögreglu.
Hinn látni var 24 ára gamall og
úr Reykjavík. Ekki er unnt að
greina frá nafni hans að svo
stöddu. -GRS
SPURNING DAGSINS
Vigfús, ertu í sk‡junum?
„Ég er að minnsta kosti í upphæðum.“
Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafar-
vogskirkju, þjónar fyrir altari á morgun í fyrstu
flugmessu sem haldin hefur verið hér á landi.
ÁRÓÐURSSTRÍÐIÐ Í HÁMARKI Fleiri Frakkar virðast ætla að greiða atkvæði gegn stjórnar-
skrársáttmálanum en með honum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun.
SVEINN ANDRI SVEINSSON Sveinn Andri er
verjandi fylgdarmannsins. Maðurinn hefur
enn ekki játað sök í mansalsmálinu.
VIAGARA Grunur leikur á að 42 bandarískir karlmenn hafi orðið blindir vegna aukaverk-
ana stinningarlyfja.
RANNVEIG GUNN-
ARSDÓTTIR Ekkert
lyf er án áhættu,
þau valda öll ein-
hverjum aukaverk-
unum.
ÞYRLA SKOTIN NIÐUR Tveir banda-
rískir hermenn fórust þegar þyrla
þeirra hrapaði eftir að hafa orðið
fyrir skotum uppreisnarmanna
nærri Buhriz, skammt norður af
Bagdad í gær. Auk þeirra fórust
fimm Írakar í árásum gærdagsins.
Uppreisnarmenn unnu þar að auki
spellvirki á olíuleiðslum í útjaðri
höfuðborgarinnar og kviknuðu
miklir eldar af þeim sökum.
ÍRAK