Fréttablaðið - 28.05.2005, Side 6
6 28. maí 2005 LAUGARDAGUR
ISLAMABAD, AP Í það minnsta tutt-
ugu manns biðu bana í sjálfmorð-
sprengjuárás í Islamabad, höfuð-
borg Pakistans, í gær. Talið er að
illindi á milli trúarhópa í landinu
sé kveikja tilræðisins.
Maður gyrtur sprengjubelti
gekk inn á helgistað sjía í úthverfi
höfuðborgarinnar og sprengdi
sjálfan sig í loft upp. Í það
minnsta tuttugu manns fórust í
tilræðinu og um 150 eru sagðir
særðir. Mikill fjöldi fólks var á
helgistaðnum til að minnast dauða
píslavottar sem grafinn er þar.
Sprengjan tætti í sundur sum lík-
anna, svo öflug var hún.
Til átaka kom á milli reiðra sjía
á staðnum og lögreglu sem reyndi
að rýma til fyrir sjúkrabílum.
„Niður með Bandaríkin,“ hrópaði
fólkið.
Enginn hefur lýst tilræðinu á
hendur sér en talið er að öfga-
menn úr hópi súnnía hafi staðið
fyrir því. Þorri Pakistana að-
hyllist súnní-sið og stundum
skerst í odda á milli sjía og súnnía
í landinu. Í mars síðastliðnum
biðu 46 sjíar bana í sprengjutil-
ræði í Balúkistan-héraði sem er í
vesturhluta landsins.
Pervez Musharraf, forseti
Pakistans, fordæmdi árásina
harðlega í ávarpi sínu til þjóðar-
innar og hvatti fólkið til að sam-
einast gegn trúarátökum og
hryðjuverkum. ■
Tollstjórinn í Reykjavík:
Afla›i uppl‡singa í heimildarleysi
PERSÓNUVERND Persónuvernd hef-
ur kveðið upp þann úrskurð að
Tollstjóranum í Reykjavík hafi
verið óheimilt að afla upplýsinga
í málaskrá lögreglu um einstak-
ling sem sótti um starf hjá emb-
ættinu.
Um var að ræða starfsmann í
lögfræðideild Tollstjóraembætt-
isins sem sótti um annað starf
innan deildarinnar. Í starfsviðtali
var honum gert að undirrita yfir-
lýsingu þess efnis að tollstjóra
væri heimilt að afla upplýsinga
um sig úr málaskrám lögreglu og
tollstjóra.
Þegar svo í ljós kom að um-
sókn starfsmannsins var hafnað
sökum þess að nafn hans var að
finna í málaskrá lögreglunnar,
kvartaði hann til Persónuverndar
vegna ólögmætrar öflunar per-
sónuupplýsinga.
Persónuvernd kemst að þeirri
niðurstöðu að þessi upplýsinga-
öflun hafi verið óheimil og bend-
ir á að persónuupplýsingar í
málaskrá lögreglunnar geti verið
óáreiðanlegar og jafnvel villandi.
Skráðir Íslendingar í mála-
skrá lögreglu voru liðlega 200
þúsund um miðjan þennan mán-
uð.
- ssal
Efast um lögmæti
stu›nings vi› Farice
Eftirlitsstofnun EFTA rannsakar hvort stjórnvöld hafi broti› ákvæ›i EES-samn-
ingsins um ríkisstyrki flegar flau veittu Farice ríkisábyrg› og juku hlut sinn í
fyrirtækinu sem á og rekur sæstrenginn.
RANNSÓKN Eftirlitsstofnun EFTA,
ESA, hefur hafið formlega rann-
sókn á því hvort stuðningur ís-
lenskra stjórnvalda við lagningu
Farice sæstrengsins standist
ákvæði samningsins um evrópska
efnahagssvæðið.
Starfsmenn eftirlitsstofnunar
ESA hafa haft stuðning stjórn-
valda við Farice til skoðunar frá í
febrúar í fyrra. Þeir telja að þar
kunni tvennt að stangast á við
reglur evrópska efnahagssvæðis-
ins um ríkisstyrki og hófu því
formlega rannsókn í fyrradag.
Annars vegar vefst ríkisábyrgð á
lánum Farice fyrir ESA. Hins veg-
ar lýsa þeir efasemdum um að
hlutafjáraukning íslenskra stjórn-
valda í Farice sé í samræmi við
það sem einkaaðilar hefðu gert í
sambærilegri aðstöðu.
Það kom Guðmundi Gunnars-
syni, framkvæmdastjóra Farice,
nokkuð á óvart að Eftirlitsstofnun
EFTA tæki stuðning íslenskra
stjórnvalda við verkefnið til form-
legrar rannsóknar. „Þetta mál er
búið að vera í gangi í á annað ár og
við vissum af þeirri rannsókn. Við
áttum varla von á því að þetta færi
í þessa formlegu rannsókn samt
sem áður.
Guðmundur segir of snemmt að
segja til um hver áhrifin af rann-
sókninni kunni að verða. „Við verð-
um að sjá til hver niðurstaðan
verður.“ Hann segir að ef ekki
hefði fengist ríkisábyrgð á hluta af
lánum Farice á sínum tíma hefði
það líklega orðið til þess að lánin
hefðu fengist á lakari kjörum, fjár-
mögnun verkefnisins þar með orð-
ið óhagkvæmari.
Engin viðbrögð fengust frá ís-
lenskum stjórnvöldum í gær. Í
samgönguráðuneytinu var vísað á
fjármálaráðuneytið og ekki náðist í
Geir H. Haarde fjármálaráðherra.
Rannsakað verður hvort stuðn-
ingur Íslands við Farice-sæstreng-
inn sé innan þeirra marka sem
samningurinn um evrópska efna-
hagssvæðið kveður á um. Þar kann
að ráða úrslitum hvort stofnunin
taki undir það sjónarmið íslenskra
stjórnvalda að Farice-verkefnið
hafi verið nauðsynlegt til að
tryggja góð fjarskipti við umheim-
inn. brynjolfur@frettabladid.is
Útkall:
Vélarvana vi›
Látrabjarg
VESTFIRÐIR Björgunarskip Slysa-
varnarfélagsins Landsbjargar á
Patreksfirði, Vörður, var í gær-
morgun kallað út vegna vélar-
vana báts eina og hálfa sjómílu
suður af Látrabjargi.
Tveir voru um borð og heils-
ast þeim vel. Báturinn, sem er
sex tonna plastbátur, var tekinn í
tog og var siglt með hann til Pat-
reksfjarðar. Aðstæður voru góð-
ar, hæglætisveður og sjógangur
lítill. -jsk
BANDARÍKIN
FLÚÐI UPP Í KRANA Lögregla í
Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkj-
unum reynir nú að fá mann
nokkurn niður úr himinháum
krana en maðurinn er grunaður
um að hafa banað unnustu sinni.
Hann flúði undan lögreglunni á
miðvikudaginn og klifraði þá upp
á topp kranans sem er jafnhár og
átján hæða hús.
Plastefni:
Hamla
fósturflroska
NEYTENDUR Vísindamenn í Banda-
ríkjunum telja sig loks hafa
sannað að algeng efni sem notuð
eru til framleiðslu hversdags-
legra hluta á borð við snyrtivara
og leikfanga geta hamlað þroska
karlkynsfóstra í móðurkviði.
Lengi hefur verið vitað að
hátt hlutfall efna sem finnast í
fjöldaframleiddum plastvörum
hafa áhrif á karldýr í dýraríkinu
og þá helst að því leyti að dýrin
verða kvenlegri auk þess sem
sæðisframleiðsla minnkar og
náttúruleysi getur orðið vanda-
mál. ■
MÆÐGURNAR FAÐMAST Móðir Schapelle
Corby huggar dóttur sína eftir að dómur-
inn féll.
Áströlsk stúlka:
Tuttugu
ára dómur
INDÓNESÍA Indónesískur dómstóll
hefur dæmt hina áströlsku
Schapelle Corby í tuttugu ára
fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum.
Corby, sem er 27 ára, var handtek-
in á flugvellinum í Bali með fjög-
ur kíló af marijúana í október.
Hún kveðst saklaus og telur að
flugvallarstarfsmenn hafi staðið á
bak við smyglið.
Fjölskylda Corby segir að
dómnum verði áfrýjað. Mál henn-
ar hefur vakið mikla samúð í Ástr-
alíu. Stjórnvöld þar í landi hafa
heitið henni lagalegri aðstoð og
ætla jafnframt á næstu dögum að
hefja viðræður við indónesísk
stjórnvöld um að hún fái að af-
plána dóminn í Ástralíu. ■
edda.is
„Skáldið er í ham
... Bítlaávarpið er
skemmtileg saga,
stráksleg og gosaleg í
sprúðlandi stílnum.“
Páll Baldvin Baldvinsson,
DV
„Mikið vor og
glettni í þessari bók ...
skemmtilestur.“
Gauti Kristmannsson, RÚV
KILJA
Tilnefnd til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna
2004
4. sæti
Skáldverk – kiljur
Penninn Eymundsson
og Bókabú›ir MM
18. – 24. maí
Notfærir þú þér yfirdráttarlán?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að reisa íbúðabyggð í
Viðey, Engey, Akurey og
á Geldinganesi?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
52,0%
48,0%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
TOLLSTJÓRAEMBÆTTIÐ Tollstjóra var óheimilt að afla persónuupplýsinga í málaskrá lög-
reglu vegna starfsumsóknar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
LEGA FARICE-STRENGSINS Farice-strengurinn
tengir Ísland og Færeyjar við Skotland. Hann á
að tryggja fjarskiptasamband Íslands við um-
heiminn betur en CANTAT-3 sæstrengurinn.
Utanríkisráðherra:
Skipa›i tvo
sendiherra
UTANRÍKISÞJÓNUSTA Davíð Oddsson
utanríkisráðherra hefur skipað þá
Helga Gíslason og Svein Á.
Björnsson sendiherra frá og með
næstu áramótum.
Helgi hóf störf í utanríkisþjón-
ustunni árið 1970 og hefur undir
það síðasta verið prótokollstjóri.
Sveinn hóf að vinna við utanríkis-
viðskipti árið 1970. - bþg
HLÚÐ AÐ SÆRÐUM Á annað hundrað manns slasaðist í sprengingunni í gærmorgun. Þar
á meðal voru mörg börn.
Spenna ríkir á milli pakistanskra sjía og súnnía:
Tuttugu t‡ndu lífi
í sprengjutilræ›i
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P