Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 18
Þær tillögur sem sjálfstæðismenn í Reykjavík kynntu á fimmtudag- inn eru ekki aðeins góðar – heldur sjálfsagðar. Eini gallinn við þess- ar tillögur var að sjálfstæðismenn hefðu átt að stíga skrefið til fulls og teikna líka hús í Vatnsmýrina, leggja síðan brú út í vesturbæ Kópavogs, þaðan út á Álftanes og setja þar niður enn fleiri hús steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur. Þá værum við komin með borgina við sundin. Borgin við sundin á ekki að einskorðast við lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur. Ég efast um að það séu fleiri en nokkur þúsund íbúa á höfuðborgar- svæðinu sem hugsa eftir sveitar- félagamörkum. Flestir keyra yfir þau án þess að vita af þeim og fyrir þeim er álíka mikið mál að flytja milli þessara sveitarfélaga og milli hverfa innan sama sveit- arfélagsins. Vesturbæingur í Reykjavík tengist þeim sem búa í Grafarvogi jafn mikið – eða lítið – og þeim sem búa í Salahverfi í Kópavogi eða norðurbænum í Hafnarfirði. Það er löngu tímabært að það fólk sem er ráðið eða kosið til að stýra þessum sveitarfélögum láti væntingar íbúannna ráða stefn- unni. Ég held að það séu fimmtán ár síðan Ármann í Ármannsfelli sagði frá því í grein að rétt tæpur helmingur alls ungs fólks sem fal- aðist eftir húsnæði hjá honum vildi búa í miðbænum eða í ná- grenni hans. Ármann átti hins vegar engar íbúðir handa þessu fólki niðri í bæ en nóg af íbúðum í jaðarbyggðum. Ástæðan var sú að lóðaframboð tók ekki mið af vilja eða væntingum íbúanna heldur því sem kerfisfólkinu þótti henta. Svona hefur þetta verið áratugum saman. Höfuðborgin hefur ekki fengið að taka svip af hugmynd- um íbúanna um hana – þeir hafa ekki fengið að móta hana og skapa – heldur hefur þeim verið gert að laga sig að skipulaginu. Þetta er sem kunnugt er sovésk hugsun; að þegnarnir lagi sig að kerfinu en ekki öfugt. Og við höfum búið við þessa geldu hugsun svo lengi að við erum farin að trúa því að hún sé rétt, upprunaleg og sanngjörn – sjáum vart lengur að hún er órétt- lát, ósanngjörn, heimskuleg og skaðleg. Það má sjá nauðhyggju kerfis- fólksins víða um höfuðborgar- svæðið. Á sama tíma og Kópavog- ur er kominn upp að Elliðavatni og Hafnarfjörður út í Straumsvík sitja yfirvöld í Garðabæ á miklu betra byggingarlandi eins og ormur á gulli. Í þeim bæ varð sú stefna ofan á að taka nýbúa í afar smáum skömmtum inn í bæjar- félagið af ótta við að sjálfstæðis- menn misstu meirihluta sinn. Þeir vildu ekki hætta á að allaballar, kratar eða frammarar færu að flykkjast í bæinn. Minnismerki um þessa mannfjandsamlegu skipulagsstefnu má sjá í óbyggð- um melum og móum milli blóm- legra byggða Kópavogs og Hafn- arfjarðar. Kostnaðurinn við stefn- una liggur í tíma- og bensínsóun fólks sem keyrir framhjá þessu góða byggingarlandi til að komast í og úr vinnu, til og frá þjónustu. Þær hugmyndir sem sjálfstæð- ismenn í Reykjavík hafa kynnt fara nærri væntingum meirihluta yngri íbúa höfuðborgarsvæðisins – þess hluta íbúanna sem kemur málið yfirhöfuð við. Þegar kemur að skipulagsmálum á fyrst og fremst að hlusta á fólk undir fer- tugu. Það er fólkið sem mun lifa í borginni sem er verið að skipu- leggja. Við hin verðum að sætta okkur við að við lifðum og störf- uðum í borg glataðra tækifæra; áttum fallegt bæjarstæði en nýtt- um það ekki; byggðum við sjóinn án þess að sjá hann eða heyra; bjuggum í borg sem gat ekki af sér borgarlíf af því byggðin var of dreifð. Ég efast um að ungt fólk í dag vilji frekar búa við Úlfarsfell en þegar Ármann í Ármannsfelli skrifaði greinina um árið. Ef eitt- hvað er held ég að vilji yngra fólks til að skapa hér borgarum- hverfi hafi vaxið. Það má til dæm- is sjá í Þingholtunum, hverfi sem einstaklingar hafa gert upp á eigin spýtur og fyrir eigið fé – oft í andstöðu við þunglamalegt borg- arkerfið. Sjálfstæðismenn í Reykjavík gerðu virðingarverða tilraun á fimmtudaginn til að nálgast þetta unga fólk sem vill búa í borg. Tillögur þeirra eru sjálfsagður grunnur að endur- skoðun skipulagsmála á höfuð- borgarsvæðinu; svo sjálfsagður að það væri óendanlega heimsku- legt af öðrum stjórnmálaflokkum að taka ekki strax undir þessar til- lögur í stað þess – sem því miður er líklegra – að hlaupa til og teikna eigið skipulag, þar sem samviskusamlega er byggt á öll- um óbyggðum svæðum sjálfstæð- ismanna og móar og melar friðað- ir hvar sem sjálfstæðismenn setja niður hús. ■ Í gær birtist í fjölmiðlum spennandi framtíðarsýn borgar-stjórnarflokks sjálfstæðismanna um eyjaborgina Reykjavík.Hugmyndir flokksins gera ráð fyrir því að stað þess að höfuðborgarbyggðin teygi sig áfram inn til landsins og upp til fjalla, eins og hún stefnir óðfluga núna, verði horft til hafs og borgarbúar taki sér bólfestu á eyjunum fyrir utan strandlengjuna og þær tengdar við meginlandið með landfyllingum, brúm og jarðgöngum. Þarna er hugsað stórt og glæsilega. Ef þessar hugmyndir kom- ast til framkvæmda munu þær gjörbreyta yfirbragði Reykjavík- ur. Við Íslendingar þekkjum vel fallegar borgir sem standa á eyj- um eða skerjagarði. Stokkhólmur er auðvitað ein af stásslegustu borgum heims og þótt Osló sé ekki eins reisuleg er borgarstæðið þar sérstaklega skemmtilegt. Norðmenn hafa verið svo gæfuríkir að varðveita ólíka heima innan höfuðborgar sinnar. Maður er til dæmis ekki nema rétt um tíu mínútur að keyra eða sigla frá stein- steyptum miðbæ Oslóar og út á Bygdö-skagann sem hefur að geyma nokkur af þekktustu söfnum borgarinnar, íbúðarhús og helsta útivistarsvæði Oslóarbúa á sumrin. Og á leiðinni má sjá beljur konungs á beit í haga sínum. Ef kemur að því að útfæra hugmyndir sjálfstæðismanna nánar ber borgaryfirvöldum skylda til þess að taka mið af því sem vel hefur lukkast í skipulagi annars staðar. Það verður að gæta þess að byggðin á eyjunum á sundum okkar Reykvíkinga verði fjöl- breytt og dragi að sér mannlíf en ekki dauðyflisleg úthverfi. Einn er þó sá galli á hugmyndum sjálfstæðismanna að ekki er tekið á því hvort Reykjavíkurflugvöllur fari eða verði áfram í Vatnsmýrinni, en það hlýtur þó að vera algjört lykilatriði í fram- tíðarskipulagi höfuðborgarinnar. Sú staðreynd blasir enn augljós- ar við en áður þegar myndin sem fylgdi hugmyndum sjálfstæðis- manna er skoðuð. Flugvöllurinn stendur þar eins og fleygur í miðri framtíðarborginni. Sjálfstæðismenn boða að vísu bindandi atkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins á næstu árum en af hverju að bíða? Af hverju ekki að útfæra strax tillögur um hvar sé hægt að koma flugvellinum fyrir á höfuborgarsvæðinu sem hluta af þessari framtíðarsýn og leggja í dóm kjósenda í borgarstjórnarkosning- unum strax næsta vor? Það er engin ástæða til að beygja sig undir að valið standi milli þess að flugvöllurinn verði um kyrrt eða inn- anlandsflugið flytjist annars til Keflavíkur eins og þeir halda fram sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Umfram allt eru hugmyndir sjálfstæðismanna um eyjaborgina Reykjavík þó gott innlegg inn í vaxandi áhuga borgarbúa á skipu- lagsmálum og með þeim hafa sjálfstæðismenn tekið ákveðið frumkvæði í baráttunni sem er framundan um Reykjavík. ■ 28. maí 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hugsar stórt og tekur frumkvæðið í baráttunni sem er fram- undan um stjórnartaumana í Reykjavík. Glæsileg framtí›ars‡n FRÁ DEGI TIL DAGS HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval Íbúarnir byggi borgina Tíðindi? Ekki er útilokað að til tíðinda geti dregið í íslenskum stjórnmálum á haustdögum. Margt kemur til, svo sem komandi sveit- arstjórnarkosningar, þreyta með ríkis- stjórnina og landsfundur Sjálfstæðis- flokksins. Í kosningunum í vor mun Samfylkingin freista þess að ná lykil- stöðu í stærstu sveitarfélögunum. Þó að formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sé ekki sjálf í framboði er al- mennt litið svo á að þessar kosningar skeri úr um hvort hún muni hafa árangur sem erfiði í nýju hlutverki sínu. Lík- legt er að Samfylking- in telji mikilvægara að prófa fylgi sitt í Reykjavík með sjálfstæðu framboði til borgarstjórnar í vor en að halda Reykjavíkurlistanum saman. Það skýrist í haust. Uppstokkun ráðuneyta Innan stjórnarflokkannanna ræða menn um viðbúnað við væntanlegri sókn Sam- fylkingarinnar. Ritstjóri Morgunblaðsins, sem er einn helsti hollvinur ríkisstjórnar- innar, stingur upp á því í leiðara blaðsins í gær að stokkað verði upp í ráðherraliði stjórnarflokkanna strax í haust. Almenn- ingur sé orðinn þreyttur á stjórninni. „Rót- tæk breyting á verkefnaskiptingu og ráð- herraskipan gæti skipt sköpum fyrir flokk- ana báða í þingkosningunum 2007,“ segir hann. Á móti hlýtur að vera spurt: Voru ekki spilin stokkuð upp fyrir nokkrum mánuðum, þegar Hall- dór og Davíð höfðu stólaskipti, Sif fór út og Sigríður Anna inn? Dugir það ekki? Hverjir eru ráðherraefni Morgunblaðsins? Gaman væri að frétta af því. Formannsskipti? Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður væntanlega í október. Þá ræðst hvort breyting verður á forystu flokksins. Ekki er það útilokað. Ef til dæmis formaður flokksins, Davíð Oddsson utanríkisráð- herra, tæki ákvörðun um að láta af emb- ætti er næsta líklegt að margir nánustu samstarfsmenn hans í þingflokknum og utan hans hugsuðu sér til hreyfings. Þá yrði hugsanlega breyting á ríkisstjórninni og jafnvel þingflokknum. Kannski er þetta rótin að skrifum ritstjóra Morgun- blaðsins. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA GUNNAR SMÁRI EGILSSON Og vi› höfum búi› vi› flessa geldu hugsun svo lengi a› vi› erum farin a› trúa flví a› hún sé rétt, upprunaleg og sann- gjörn – sjáum vart lengur a› hún er óréttlát, ósann- gjörn, heimskuleg og ska›leg. LAUGARDAGSBRÉF BORGIN VIÐ SUNDIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.