Fréttablaðið - 28.05.2005, Síða 52

Fréttablaðið - 28.05.2005, Síða 52
Iron Maiden hefur starfað meðhléum í um þrjátíu ár og er einaf þekktustu þungarokkssveit- um heimsins, með slagara á borð við Run to the Hills og The Number of the Beast á afrekaskránni. Hljómsveitin hélt síðast tón- leika hér á landi í Laugardalshöll sumarið 1992 og því kominn tími til að hún láti sjá sig hér á nýjan leik, enda á hún fjölmarga að- dáendur hér sem og annars staðar. Söngvari sveitarinnar, Bruce Dickinson, gekk aftur til liðs við sína gömlu félaga árið 1999 eftir að hafa einbeitt sér að sólóferli sínum í nokkur ár. Náði hann meðal annars vinsældum fyrir sína útgáfu á David Bowie-laginu All the Young Dudes. Síðan þá hefur Iron Maiden gefið út tvær hljóðversplötur, þá síðustu fyrir tveimur árum sem heitir Dance of Death. Sýnir ferðamönnum Bláa lónið Dickinson hefur verið nokkuð í fréttunum hérlendis undanfarin misseri, ekki fyrir tónlistariðk- un, heldur fyrir flugmanns- hæfileika sína. Hann er nefni- lega lærður flugmaður og flaug um tíma á vegum Iceland Express milli Kaup- mannahafnar og Íslands. Hann er reyndar hættur að fljúga hingað til lands, en þó ekki alveg, því fyrir tónleik- ana í Egilshöll ætlar hann að fljúga með 186 aðdáendur Iron Maiden til Íslands. „Við ætlum að fljúga á stórri Boeing 747 frá London. Við gerðum þetta reyndar líka í síðustu tónleikaferð þegar við fórum með aðdáendur til Dublin og Parísar en mér fannst þetta gott tækifæri núna því mér líkar svo vel við Ísland og mig langaði að sýna þeim dálítið af landinu,“ segir Dickinson í samtali við Frétta- blaðið. „Við lendum um miðjan dag þannig að þeir fá nokkrar klukkustundir til að fara í Bláa lónið og kannski skoða landslagið í leiðinni. Ég flaug einu sinni alltaf til Íslands með Iceland Ex- press og ég á meira að segja ís- lenskan fisk í frystinum mínum sem ég veiddi sjálfur.“ Dickinson man vel eftir síðustu tónleikum Iron Maiden á Íslandi. „Svo sannarlega, ég skemmti mér konunglega og það sem meira er þá svaf ég ekki í 24 klukkustundir því dagsljósið hélt mér vakandi.“ Tónleikaferðin hefst í kvöld Iron Maiden hefur tónleikaferð sína um heiminn í Prag í kvöld og hlakkar Dickinson mikið til. Ferð- in er meðal annars farin til að kynna DVD-disk með öllum myndböndum sveitarinnar. „Aðalástæðan fyrir tónleikaferð- inni er samt sú að okkur finnst alveg frábært að fara í tónleika- ferð yfir sumartímann. Við mun- um bara spila lög af fyrstu fjórum plötunum okkar á tónleikunum þannig að þetta verður í fyrsta og eina skiptið sem fólk getur heyrt okkur flytja öll þessi lög í einu,“ segir hann. Aðspurður um hljómsveitirnar Foo Fighters og Queens of the Stone Age, sem spila í Egilshöll tæpum mánuði á eftir Iron Maiden, segist Dickinson fíla þær vel. „Mér finnst eldri lög Foo Fighters samt betri en þetta nýjasta lag frá þeim en þeir eru samt mjög góðir á tónleikum. Queens of the Stone Age er öflug líka. Á Duran Duran að spila líka? Ég verð ekki þar,“ segir rokkarinn Dickinson, sem er greinilega lítið gefinn fyrir eitís-poppið. „Ég elska Ísland“ Dickinson lét að lokum flakka þessi skilaboð til íslenskra Iron Maiden-aðdáenda: „Ég elska Ís- land og hlakka mikið til að koma. Ég ætla að koma með alla vini mína,“ segir hann og hlær. „Og við ætlum að skemmta okkur frábær- lega.“ freyr@frettabladid.is 36 28. maí 2005 LAUGARDAGUR Flýgur með alla vini sína til Íslands Rokksveitin heimsfræga Iron Maiden heldur tónleika í Egilshöll 7. júní. Freyr Bjarnason sló á flrá›inn til söngvarans og Íslandsvinarins Bruce Dickinson, sem á meira a› segja íslenskan fisk í frystinum heima hjá sér. Fréttin um að Kylie Minogue hefði greinst með krabbamein fór eins og eldur um sinu um allan heim enda söngkonan elskuð og dáð. Hún er þó ekki eina stjarnan sem hefur greinst með krabbamein því að margar stjörnur hafa háð þetta sama stríð. Olivia Newton-John, samlandi Kylie, barðist við brjóstakrabbamein og sigraðist á því árið 1992. Söngkonan Anastacia lét gera myndband með sér aðeins degi eftir að hún greindist með sama sjúkdóm. Sharon Osbourne greindist með krabbamein nánast í beinni útsendingu þátt- anna um Osbourne-fjölskylduna. Meðal annarra kvenkyns stjarna sem hafa háð þessa baráttu og haft sigur má nefna fyrr- verandi kærustu Andrésar prins, Koo Stark, og leikkonuna Cybil Shepard. Af karlkyns stjörn- um sem hafa fengið krabbamein en unnið bug á því má nefna Rod Stewart, Robert DeNiro, Roger Moore og knattspyrnuhetj- una Bobby Charlton. Sá sem hefur verið öllum þess- um stjörnum fyrirmynd í bar- áttunni er hins vegar nóbelsverð- launahafinn Nel- son Mandela, sem greinst hefur með krabbamein þrí- vegis frá árinu 1984 og ávallt haft sigur. HELSTU PLÖTUR IRON MAIDEN: 1980 – Iron Maiden 1981 – Killers 1982 – Number of the Beast 1983 – Piece of Mind 1988 – Seventh Son of a Seventh Son 2000 – Brave New World 2003 – Dance of Death Í FLUGBÚN- INGNUM Bruce Dickinson ætlar að fljúga til Ís- lands með 186 Iron Maiden-að- dáendur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R GREASE-STJARNAN OLIVIA NEWTON- JOHN Þessi samlandi Minogue greindist með brjóstakrabbamein og vann sigur árið 1992. Stjörnurnar sem höf›u betur NELSON MANDELA Hefur þrívegis sigrast á þessum illviga sjúkdómi frá árinu 1984. SÖNGKONAN KOO STARK Bati þessarar þokkagyðju var mjög góður og ætti að vera Kylie hvatning. IRON MAIDEN Rokksveitin Iron Maiden ætlar að spila öll gömlu og góðu lögin í Egilshöll 7. júní.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.