Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2005, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 28.05.2005, Qupperneq 54
38 28. maí 2005 LAUGARDAGUR Aðdáendur Radiohead ættu að hafa auga með bandaríska píanó- leikaranum Christopher O’Riley og píanóútgáfum hans á meistara- verkum hljómsveitarinnar. Í apríl síðastliðnum kom út geisladiskur- inn Hold Me to This: Christopher O’Riley Plays Radiohead þar sem O’Riley gefur lögum eins og Sail to the Moon af disknum Hail to the Thief og Like Spinning Plates af Amnesiac nýjan búning. Oft er erfitt að koma rokktónlist í píanó- form og þarf lítið til að útkoman verði þunn lyftutónlist. O’Riley þykir komast hjá þessu á nýja disknum með frumlegum útsetn- ingum. Reyndar hjálpar til að um þriðjungur disksins er af b-hlið- um ýmissa platna Radiohead svo tónlistin verður ekki klisjukennd. Þetta er ekki fyrsta tilraun O’Rileys til að gera píanóútgáfur af Radiohead því árið 2003 sendi hann frá sér geisladiskinn True Love Waits undir merki Sony Classical. Hann inniheldur fleiri klassísk Radiohead-lög sem allir ættu að kannast við, svo sem Karma Police af OK Computer. Sá diskur hlaut misgóða dóma og eru menn ósammála um það hvort hann sé meistaraverk eða lyftu- tónlistarflatneskja. Sannir Radio- head-aðdáendur eru óánægðir með sumar útsetningar O’Rileys á True Love Waits en Rolling Stones gaf plötunni 4 stjörnur svo sitt sýnist hverjum. Það hlýtur þó að teljast afrek hjá O’Riley að ná fram dýptinni í flóknum útsetn- ingum Radiohead í tveimur hönd- um á lyklaborði. O’Riley hefur vakið mikla at- hygli fyrir Radiohead-útgáfur sín- ar en sem klassískur píanóleikari þykir hann ekki síðri og hefur hann hlotið fjölda verðlauna fyrir klassískan píanóleik. Einnig hefur hann gert píanóútgáfur af argent- ínskri tangótónlist og gert tónlist- arútgáfu af nokkrum sögum rúss- neska rithöfundarins Antons Tsjekov. Radiohead-aðdáendur í Bandaríkjunum hafa tekið þess- um fjölbreytta tónlistarmanni opnum örmum og þykja tónleikar O’Rileys einstök upplifun. Sumir hafa líkt tónleikum O’Rileys sem skemmtilegri blöndu af Radio- head og Sigur Rós, svo ekki er ólíklegt að nýja platan Hold Me to This falli íslenskum tónlistarunn- endum í geð. Núna um helgina lýkur sýningu á ljósmyndum eftir ferðalanginn Frederick W.W. Howell, sem var hér á ferð á árunum 1890 til 1901 og tók þá afar athyglisverðar myndir af landi og þjóð. Á síðasta ári kom út vegleg bók með ljósmyndum Howells, sem listfræðingurinn Frank Ponzi hafði veg og vanda af. Ponzi hefur nú stækkað myndirnar og sett upp á veggi í sýningarsal bókasafnsins í Mosfellsbæ. Sýningin hefur verið opin á opnunartíma safnsins, en í dag og á sunnudag verður hún opin þótt bókasafnið sjálft sé lokað. CHRISTOPHER O’RILEY Tónlist O’Rileys er í anda Sigur Rósar og Radiohead. Píanóútgáfur af snilldarlögum Radiohead SIGRÍÐUR Í BRATTHOLTI Sýningu á Íslandsmyndum Howells í Bókasafni Mosfellsbæjar lýkur nú um helgina. Ljósmyndir úr Íslandsfer›
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.