Fréttablaðið - 28.05.2005, Qupperneq 55
Ég var fjögurra ára þegar ég byrjaði að
glíma við Tinna. Bróðir minn er tveim-
ur árum eldri og ég fylgdi honum í
öllu. Varð að læra að lesa um leið og
hann.
Tinni var ægilega mikil hetja. Ævintýra-
maður, fullur af réttlætiskennd. Hann
byrjaði snemma að ferðast um heim-
inn, fór meðal annars til Tíbet og
tunglsins, og það hafði ótrúleg áhrif á
mig. Heimspekin að baki ævintýrunum
er skemmtileg og úthugsuð. Hundur-
inn Tobbi var besti vinur Tinna og við
ræddum mikið hvort Tobbi væri sam-
kynhneigður. Komumst að þeirri niður-
stöðu seinna, því Tobbi er þannig
karakter meðan Tinni sjálfur er kyn-
laus. Ég man aldrei
eftir Tinna á
kvennafari eða full-
um eins og Kol-
beinn kafteinn átti
til. Bæði kona og
karl bjuggu innra
með honum, en án
þeirra grunnhvata
mannsins sem lúta
að ást og kynlífi. Það er merkilegt og
gerir Tinna ómannlegan, því á erfiðum
stundum vildi maður óska að vera
þeim kostum búinn. Sjálfur á ég
marga „gay“ vini sem komu í stað
gæðablóðsins Tobba og eins hetjunnar
Tinna.
Tinni var góður og mikill fyrirmyndar-
drengur. Í bernsku minni var ekkert
barnasjónvarp nema Stundin okkar í
klukkutíma á sunnudögum, svo við
bræðurnir lágum í Tinnabókunum, allt
þar til ósómi unglingsáranna tók við
og maður fór að líta hýru auga til hins
kynsins. Við lituðum af kostgæfni ofan
í svarthvítar myndir bókanna, lásum
þær, fíluðum og skildum.
Ég uppgötvaði snemma að fótspor
Tinna voru þau sem ég vildi feta í. Ég
þráði að kanna heiminn sjálfur og
hitta bæði gott og vont fólk. Það hefur
gengið eftir. Ég á að vísu eftir að fara
til tunglsins, en hef ferðast á flesta
staðina hans Tinna. Ekki markvisst
heldur ómeðvitað og haft á bak við
eyrað að Tinni hafði líka verið þar.
Hann hafði svo mótandi grunnáhrif á
persónu mína að það smitar allt lífið.
Ég ætti kannski að koma upp alvöru
styttu af Tinna í garðinum því hann er
góð fyrirmynd sem allir mættu læra af.
Ég held að mikill Tinni búi innra með
mér. Get allavega ekki annað en von-
að að svo sé.
LAUGARDAGUR 28. maí 2005 39
Fótboltakappinn Garðar
Gunnlaugsson og feg-
urðardísin Ingunn Sig-
urpálsdóttir völdu þrjá
ómissandi hluti.
Garðar Gunnlaugsson er að gera
góða hluti í Val með meistaraflokki
karla en þess á milli vinnur hann sem
deildarstjóri heimilistækja í versluninni
Expert, Skútuvogi. Fjölskyldan er ofar-
lega í huga Garðars, enda svindlaði
hann og nefndi kærustuna og börnin
sem mikilvægustu hlutina:
Fyrsti ómissandi hluturinn, ég
hugsa að það sé bara konan,
Ásdís Rán. Hún er algjör-
lega ómissandi, sér alveg
um mig. Ég hugsa að ég
gæti ekki komist af án
hennar.
Svo eru það strákarnir
mínir, Daníel Ingi
og Róbert. Svo er
einn á leiðinni, við
eigum von á hon-
um 5.
ágúst.
Þriðji hluturinn? Mér dettur
eiginlega ekkert í hug. Á ég
ekki bara að segja
hárið? Og stríða
bræðrunum aðeins?
Ingunn Sigurpálsdóttir varð í öðru
sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands um
síðustu helgi. Hún vinnur í Sautján í
Kringlunni þessa dagana en brúnkan
mun ekki fölna á henni þrátt fyrir inni-
veruna því framundan er útskriftarferð
til Majorku með Verzlun-
arskólanum 1. júní.
Ingunn útskrifast af
hagfræðibraut Verzló á
laugardaginn.
Fyrsti hluturinn eru
sandalar. Ég er
rosalega
mikil sandala-
manneskja, á ófáa
sandala. Þeir eru svo þægi-
legir á sumrin.
Svo er það hárgel sem er
svo gott fyrir krullurnar. Ég
er búin að nota lengi rosa-
lega gott hárgel frá Indola
sem heitir Cool Gel.
Þriðji hluturinn er
hlýrabolur. Ég
nota síða hlýra-
boli rosalega
mikið, er í þeim
undir öllu. Ég á
hlýraboli í alls
konar litum.
GARÐAR OG INGUNN
Hár og hárgel
ÓMISSANDI
ÁHRIFAVALDAR ARI ALEXANDER ERGIS LEIKSTJÓRI
Fyrirmyndardrengurinn Tinni
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R