Fréttablaðið - 28.05.2005, Síða 64
Sögusagnirnar um Brad Pitt og
Angelinu Jolie deyja seint. Það
styttist líka óðum í að myndin
þeirra um morðóðu Smith-hjónin
kemur til landsins. Það er næsta
víst að kvikmyndahúsagestir af
báðum kynjum eiga eftir að flykkj-
ast á hana í von um að greina ein-
hvern neista þeirra á milli.
Jolie segist þó ekki vilja sofa
hjá Brad á meðan hann er enn
giftur Jennifer Aniston en þau eru
ekki enn lögformlega skilin. Jolie
segir ástæðuna vera þá að faðir
hennar, Jon Voight, hafi haldið svo
mikið framhjá móður hennar að
hún vilji ekki vera hjásvæfa eins
og svo margar konur í lífi föður
hennar. „Ég gæti ekki litið í speg-
il daginn eftir ef ég myndi gera
eitthvað slíkt,“ sagði Jolie en var
fljót að bæta því við að henni
fyndist Brad æðislegur náungi og
mjög jarðbundinn. ■
48 28. maí 2005 LAUGARDAGUR
Línuskautar fyrir
Vigor ABEC 7
Vel búnir línuskautar á ótrúlegu verði
Lokun: Reimar og kraftstrappar
Rammi: Ál
Hjól: Uretan 72 mm/80 mm eftir stærð
Legur: ABEC 7
Stærðir frá 35
Tilboð 6.390 kr.
Var áður 7.990 kr.
Vigor barnaskautar
Stækkanlegir barnaskautar
Hjól: Uretan
Legur: ABEC 3
Stærðir: 30-33 og 34-37
Tilboð 3.190 kr.
Var áður 3.990 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
85
38
04
/2
00
5
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
Rollerblade TRS A3
Góðir palla og „street“ skautar
Sokkur: PFS Specialized.
Lokun: Málmsmellur, reimar
og kraftstrappar
Rammi: Rollerblade UFS Nylon
og trefjaplast
Hjól: Rollerblade 55mm/89A
Legur: ABEC 5
Verð 19.990 kr.
Rollerb
Rollerblade
Stækkanleg
Rammi: Tre
Hjól: 72mm
Legur: ABE
Stærðir: 30
Verð 9.
VIGOR línuskautarnir eru vel búnir og á afar hagstæðu verði.
20%
afslát
tur
Fyrsta sólóplata Bigital
BIGITAL Birgir Örn Steinarsson er að ljúka upptökum á sinni fyrstu sólóplötu.
Tónlistarmaðurinn Birgir Örn
Steinarsson, sem hefur gert garð-
inn frægan með hljómsveitinni
Maus, er um þessar mundir að
ljúka upptökum á sinni fyrstu
sólóplötu.
Birgir hefur búið í London und-
anfarna mánuði og gefur plötuna
út undir listamannsnafninu Bigi-
tal. Upptökustjóri er hinn þekkti
Tim Simenon sem tók m.a. upp
plötuna Ultra með Depeche Mode,
sem er ein af uppáhaldsplötum
Birgis, og lagið Play Dead með
Björk. „Það er mjög auðvelt að
vinna með honum og það hafa
engir árekstrar orðið okkar á
milli. Ég fæ eiginlega að gera það
sem ég vil og hann fínpússar það
svo,“ segir Birgir. Á meðal þeirra
sem hafa lagt Birgi lið á plötunni
eru Roger O’Donnell úr The Cure,
Halli úr Botnleðju, Gaukur úr
Quarashi, Toggi úr Skyttunum og
Smári „Tarfur“ Jósepsson, liðs-
maður Hot Damn!
Platan, sem kemur út í júlí eða
ágúst, hefur fengið vinnuheitið I
Surrender og er að sögn Birgis
mjög ólík því sem Maus hefur gert
í gegnum tíðina. Hann hefur nýlok-
ið við að smala saman í nýja hljóm-
sveit og stefnir á að spila á fyrstu
tónleikunum í London í ágúst. Síð-
an er stefnan sett á Iceland Air-
waves í haust. „Við byrjum að æfa
í júlí. Það er leiðinlegt að hafa ekki
hljómsveit núna til þess að spila
því ég er byrjaður að sakna þess að
vera á sviði,“ segir Birgir.
Maus verður í pásu á meðan
Birgir einbeitir sér að sólóferli
sínum en auk hans er Daníel,
trommuleikari Maus, einnig að
vinna að sinni fyrstu sólóplötu. ■
Vill ekki ver›a eins og pabbinn
Það styttist í að kviðdómendur í
réttarhöldunum yfir poppkóngin-
um Michael Jackson dragi sig í
hlé og úrskurði hvort Jackson sé
sekur eða saklaus. Saksóknarinn
reynir af öllum mætti að sann-
færa þá um að Gavin Arvizo sé
trúverðugt vitni eftir að fjöldi
frægra vina söngvarans hafði lýst
yfir efasemdum sínum um heil-
indi drengsins og móðurinnar.
Dómarinn í málinu hefur nú leyft
að kviðdómnum verði sýnt mynd-
band með yfirheyrslum yfir Gavin
í von um að sanna að framburður
Gavins hafi ekkert breyst í tímans
rás eins og lögfræðingar Jacksons
halda fram. Þeir hafa farið fram á
að móðirin, Gavin og sálfræðingur
sem móðirin réð, verði til taks sem
vitni þegar myndbandið hefur ver-
ið sýnt. Ljóst er að ekki eru öll kurl
komin til grafar í málinu sem senn
fer að ljúka. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY
I
M
AG
E
/
N
O
R
D
IC
P
H
O
TO
S
Vi›snúningur í réttarhöldunum