Fréttablaðið - 28.05.2005, Page 65
Bandarískri niðurhalssíðu hefur
verið lokað eftir að 10.000 gestir
hennar höluðu niður nýju Star
Wars-myndinni á tölvurnar sínar
áður en myndin var frumsýnd.
Þetta er í fyrsta skipti sem lög-
reglan leggur í þessar aðgerðir í
Bandaríkjunum en alríkislög-
reglumenn í tíu borgum tóku þátt
í þessari aðgerð. Heimasíðan hef-
ur verið vinsæl meðal þeirra sem
nota hið svokalla Bit torrent kerfi
sem gerir netverjum kleift að
hala niður stórar skrár eins og
kvikmyndir á mjög skjótan hátt.
Yfir hundrað og þrjátíu þúsund
netverjar voru skráðir sem með-
limir síðunnar og hafa þeir getað
halað niður kvikmyndir frá síð-
unni. Þetta eru mikil gleðitíðindi
fyrir kvikmyndaiðnaðinn í Banda-
ríkjunum sem hefur lengi barist
fyrir því að gera þessar síður
ólöglegar og segja þessa tækni
kosti iðnaðinn mörg hundruð
milljarða. Svíar hafa reyndar tek-
ið þetta skref til fullnustu og
bannað slíkar síður frá og með
1.júlí, fyrstir allra þjóða. ■
49LAUGARDAGUR 28. maí 2005
r alla fjölskylduna
Rollerblade AERO 90
Skel: Triforce Lite. Extra Vented
perforated toe.
Sokkur: PFS Specialized XV,
Coolmax® í tungu
Lokun: Hraðreimar, smellur
og kraftstrappar Rammi: Ál
Hjól: 90 mm/84A Rollerblade
Legur: ABEC 7
Einnig til í dömuútfærslu
Verð 19.990 kr.
Rollerblade Geoblade 1.3
Skel: Bio Dynamic Triforce
Sokkur: PFS Comfort
Lokun: Hraðreimar, smellur
og kraftstrappar
Rammi: Trefjaplast
Hjól: 78 mm/80A Rollerblade
Legur: ABEC 5
Einnig til í dömuútfærslu
Verð 9.990 kr.
Rollerblade Geoblade 1.5
Skel: Bio Dynamic Triforce
Sokkur: PFS Training
Lokun: Hraðreimar, smellur og kraftstrappar
Rammi: Trefjaplast
Hjól: 78 mm/80A Rollerblade
Einnig til í dömuútfærslu
Verð 13.990 kr.
Rollerblade AERO 6W
Skel: Triforce Lite
Sokkur: PFS Training
Lokun: Smellur og kraftstrappi
Rammi: Ál
Hjól: 80 mm/80A Rollerblade LITE
Legur: ABEC 5
Einnig til í herraútfærslu
Verð 15.990 kr.
ade Microblade XT
Microblade XT
barnaskautar
aplast
0A
3
4, 33-37,5 og 36-40
990 kr.
í Hagkaupum
Nýtt
Ni›urhalssí›u loka›
NIÐURHAL Á STAR WARS STÖÐVAÐ
Bandarískri niðurhalssíðu sem gerði net-
verjum kleift að hala niður Star Wars-
myndinni áður en hún kom í bíó hefur
verið lokað.
Damon Albarn er snillingur.
Maðurinn er alltaf að þróa stíl
sinn lengra og virðist búa yfir
ótæmandi sköpunarkrafti. Hann
er líka búinn að finna leið til
þess að halda sér í framlínu
poppsins, án þess að andlit hans
þurfi að vera framan á öllum
tónlistarblöðunum, eða stans-
laust í sjónvarpinu. Bara til þess
að hafa það á hreinu, þá er
Gorillaz nær alfarið sólóverk-
efni Blur-söngvarans sem hann
dulbýr sem teiknimyndahljóm-
sveit. Svona getur hann leyft sér
að gera popptónlist blandaða
hiphoppi og elektróník án þess
að nokkur kippi sér upp við það.
Hin nýja plata Gorillaz er
nær fullkomin. Hún er stórkost-
leg og heilsteypt poppsmíð sem
gengur upp. Sumarslagarinn
Feel Good Inc er aðeins eitt horn
af risastóru og litríku málverki.
Hér blandar Albarn saman kór-
um við hiphoptakta, söguupp-
lestur við dub-grúf og ég veit
ekki hvað og hvað. Það er ekki
eitt lag á þessari plötu sem er
ekki magnað. Næsti slagari
verður líklegast Dirty Harry og
svo koll af kolli.
Mér gæti persónulega ekki
verið meira sama um þessar
teiknimyndafígúrur. Þær eru
svo sem flottar og hugmyndin
skemmtileg, en þær eru aukaat-
riði. Tónlistin er aðalatriðið, og
tónlistin er stórkostleg. Hugsan-
lega hin fullkomna poppplata.
Til hamingju Damon.
Birgir Örn Steinarsson
Meistarastykki Albarns
GORILLAZ: DEMON DAYS
NIÐURSTAÐA: Damon Albarn reynir að gera
hina fullkomnu poppplötu. Niðurstaðan er per-
sónulegt meistarastykki, það besta sem hann
hefur skilað af sér á löngum og blómlegum
ferli.
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN