Fréttablaðið - 30.05.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 30.05.2005, Síða 6
6 30. maí 2005 MÁNUDAGUR Tuttugu og fimm biðu bana í árásum gærdagsins í Írak: Al-Zarqawi sag›ur flúinn til Írans ÍRAK Talið er að Abu Musab al- Zarqawi, leiðtogi al-Kaída Írak, hafi yfirgefið landið. 25 fórust í árásum og átökum víða um landið í gær. Stærsta hernaðaraðgerð Íraka síðan Saddam Hussein var steypt af stóli hófst í gær. Þá tóku hermenn að reisa eftirlits- stöðvar víða í Bagdad auk þess sem þeir réðust inn á fjölda heim- ila í Dora-hverf- inu í höfuðborg- inni þar sem grunaðir hryðju- verkamenn eru taldir halda sig. Það aftraði þeim ekki frá því að halda uppteknum hætti því í gær týndu að minnsta kosti 25 lífi í fjölmörgum bardögum og árás- um víða um landið. Sem fyrr beindu uppreisnarmenn spjótum sínum helst að lögreglustöðvum og voru margar slíkar árásir gerð- ar í höfuðborginni í gærmorgun, nánast allar á sama tíma. Í gær greindi breska dagblaðið The Sunday Times frá því að Abu Musab al-Zarqawi, forsprakki al- Kaída í Írak, hefði flúið til Írans eftir að hafa særst illa í eldflauga- árás. Blaðið segist hafa fengið upplýsingar sínar frá nánum sam- starfsmanni al-Zarqawi. Þá var skýrt frá því að jap- anski gíslinn Akihiko Saito væri látinn en hann var í haldi upp- reisnarmanna. ■ Vinnuslys hafa ekki valdið fjarvistum undanfarið ár: Auki› öryggi í álveri Alcan í Straumsvík ALCAN Ekkert fjarveruslys hefur orðið í álveri Alcan í Straumsvík í rúmt ár eða í samtals eina milljón vinnustunda. Hefur aldrei liðið jafnlangur tími hjá fyrirtækinu án fjarveruslyss en þá er átt við slys sem veldur því að starfsmaður getur ekki mætt til vinnu næsta dag. Þessi árangur í öryggismálum er með því besta sem gerist í áliðn- aði í Evrópu að sögn forsvars- manna Alcan í Straumsvík. Þeir þakka þetta markvissu starfi í að auka öryggi starfsmanna en til samanburðar voru 50 fjarveruslys hjá fyrirtækinu árið 1997. Hjá fyr- irtækinu starfa að jafnaði um 500 manns. Álverið í Straumsvík hefur einnig ákveðið að stofna sérstakan samélagssjóð sem hefur það hlut- verk að styðja við margs konar starf að samfélagsmálum. 20 millj- ónum króna verður varið árlega til sjóðsins en til að verkefni fái út- hlutun þarf það að varða málefni á sviði heilsu og hreyfingar, öryggis- mála, umhverfismála, menntamála og menningarmála. - ssal Frakkar sög›u nei vi› stjórnarskránni Frakkar höfnu›u stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins me› afgerandi hætti í fljó›aratkvæ›agrei›slu í gær. Kjörsókn var jöfn og flétt allan daginn enda var bá›um fylkingum annt um a› sinn málsta›ur yr›i ofan á í kjörinu. PARÍS, AP Kjörsókn var prýðisgóð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um stjórnarskrársátt- mála Evrópusambandsins enda eru skoðanir fólks um plaggið afar skiptar. Andstæðingar sátt- málans átöldu ríkisstjórnina fyrir gegndarlausan áróður en stuðn- ingsmennirnir kvörtuðu undan ómálefnalegri kosningabaráttu. 42 milljónir Frakka voru á kjörskrá en þar af búa 1,5 milljón- ir á frönskum yfirráðasvæðum víða um heim sem kusu á laugar- daginn. Strax í gærmorgun tóku franskir kjósendur að flykkjast á kjörstaðina 55.000 sem opnaðir voru víðs vegar um landið. Kjör- sókn var jöfn og þétt allan daginn og þegar kjörstöðunum var lokað í gærkvöld höfðu ríflega sjötíu pró- sent þjóðarinnar greitt atkvæði. Þetta er örlitlu meiri þátttaka en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Maastricht-sáttmálann sem hald- in var árið 1992. Jacques Chirac forseti kaus í heimabæ sínum, Sarran, í Cor- reze-héraðinu í Mið-Frakklandi en Jean-Pierre Raffarin forsætisráð- herra greiddi atkvæði í Chasseneuil-du-Poitou í vestur- hluta landsins. Líklegt er að sá síðarnefndi verði látinn segja af sér vegna úrslita kosninganna en hann þykir afar óvinsæll í Frakk- landi. Eins og við er að búast höfðu kjósendur margvíslegar skoðanir á málunum. „Valkostirnir sem við fengum voru að segja já eða segja já,“ sagði kona á kjörstaðnum við Bastilluna í París en hún var afar gröm ríkisstjórninni fyrir einhliða áróður sinn til stuðnings sáttmál- anum. Nágranni hennar kvartaði hins vegar yfir að í stað þess að snúast um stjórnarskrársáttmál- ann hefðu innanlandsmálefni og persónur stjórnmálaleiðtoganna verið það sem baráttan snerist um. Enn einn kjósandi í Bastill- unni kvaðst hafa skilað auðu þar sem jafn sterk rök hefðu hnigið að hvorum kostinum fyrir sig. Næstu dagar munu svo leiða í ljós hvaða þýðingu kosningaúr- slitin munu hafa. Þótt Chirac muni tæpast segja af sér er ljóst að staða hans bæði heima og er- lendis hefur veikst verulega. Hafni Hollendingar einnig stjórn- arskrársáttmálanum í sinni at- kvæðagreiðslu á miðvikudaginn er eru allar líkur á að þar með verði saga hans öll. ■ Björgvin G. Sigurðsson: Fagnar frestun MENNTAMÁL Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra fresti fyrirhugaðri styttingu stúdentsnámsins. „Þær tillögur sem fram voru komnar voru algerlega óviðunandi. Ég styð markmiðið um að stytta námstímann, en ekki með því að skerða innihald stúdentsprófsins og rýra gildi þess. Samþætting skóla- stiganna er algert grundvallaratriði styttingar námstíma og þar er ölll heimavinna óunnin af hálfu ráð- herra. Komi ráðherrann aftur fram með nýjar tillögur þá hlýtur hún að hlusta á þær hörðu gagnrýnisraddir sem fram hafa komið.“ ■ SJÓMENNSKA BANDARÍKIN Eiga Skorrdælingar að samein- ast nágrannasveitarfélögum sínum? SPURNING DAGSINS Í DAG: Fórst þú í leikhús síðasta vet- ur? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 30% 70% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN KROSSABRENNUR VALDA ÓHUG Urgur er í íbúum Durham í Norð- ur-Karólínu eftir að þrír stórir tré- krossar voru brenndir á miðviku- dagskvöldið. Við einn þeirra fannst orðsending sem undirrituð var af kynþáttamisréttissamtökunum Ku Klux Klan. Talsmaður samtakanna í héraðinu neitar alfarið að brenn- urnar hafi verið á þeirra vegum. LÉST EFTIR GRJÓTKAST Kona í San Diego í Kaliforníu beið bana þegar hún fékk grjóthnullung í höfuðið sem kastað hafði verið í gegnum rúðu á bíl hennar á föstudagskvöld- ið. Maður hennar ók bifreiðinni en konan var á leið heim úr vinnu. Steinum var kastað í fleiri bíla á þessum slóðum þetta kvöld. RANNVEIG RIST Forsvarsmenn álversins í Straumsvík hafa lagt aukna áherslu á ör- yggismál innan fyrirtækisins á undanförn- um árum. GÆSLAN HERT Íraskur hermaður leitar að vopnum á samlanda sínum í höfuðborginni í gær. ABU MUSAB AL- ZARQAWI Hann er talinn halda sig í Íran. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON AFHJÚPA MINNISMERKI Minnis- merki um drukknaða sjómenn verður afhjúpað á Vopnafirði á sjó- mannadaginn. Fjölskylda Bjarka Björgólfssonar gefur minnismerkið í minningu Þorsteins Jóns Björg- ólfssonar sem fórst á sjó fyrir tæp- um aldarfjórðungi. Í MINNIHLUTA Jacques Chirac og Bernadette, eiginkona hans, greiddu atkvæði í heimabæ sínum í Mið-Frakklandi í gærmorgun. Kosn- ingaúrslitin eru sem kjaftshögg í andlit forsetans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.