Fréttablaðið - 30.05.2005, Page 8

Fréttablaðið - 30.05.2005, Page 8
8 30. maí 2005 MÁNUDAGUR Erill var hjá lögreglu í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt: Margir slógust í Hafnarstræti LÖGREGLUFRÉTTIR Hópslagsmál brutust út fyrir framan skemmti- staðinn Ópus í Hafnarstræti í Reykjavík aðfaranótt sunnudags og var fjöldi lögreglumanna sendur á vettvang til að skakka leikinn. Nokkuð greiðlega gekk að ráða niðurlögum slagsmálanna fyrir utan að einn slagsmála- seggjanna sinnti ekki tilmælum lögreglunnar og var hann því handtekinn. Hann var færður í fangageymslur lögreglunnar þar sem honum var gefið tækifæri til að láta renna af sér. Síðar sömu nótt þurfti lög- regla að hafa afskipti af manni sem lá á bekk á Austurvelli. Sá brást hinn versti við og réðst að einum lögreglumanna þannig að lögreglumaðurinn féll við og slasaðist. Árásarmaðurinn var handtekinn en lögreglumaðurinn færður á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnu- dags. Sérstaklega settu stúdentar með hvíta kolla svip á borgina þar sem þeir fögnuðu útskrift sinni. - fgg Íslenskukrafan ekki til a› stjórna fólki Dómsmálará›herra segir íslensk lög sem var›a íslenskukunnáttu innflytjenda ekki ströng. Framkvæmdastjóri Fjölmenningar segir lélega íslenskukunnáttu nota›a til a› hindra framgang innflytjenda í starfi. Tveir á slysadeild: Beinbrotinn í samkvæmi LÖGREGLUFRÉTTIR Lögreglan í Hafn- arfirði var kölluð til að íbúðarhús- næði á Dalshrauni rétt fyrir klukkan sex á laugardagskvöldið. Þar hafði slegið í brýnu með fimm einstaklingum sem sátu þar að sumbli. Tveir voru slasaðir eftir átökin og voru þeir fluttir á slysadeild- ina, þar kom í ljós að annar þeirra reyndist handleggsbrotinn. Þrír voru færðir í fangageymslur lög- reglunnar í Hafnarfirði þar sem þeir sváfu úr sér. Þeir voru síðan yfirheyrðir á sunnudagsmorgun- inn og sleppt um hádegisbilið að yfirheyrslum loknum. -fgg Costa del Sol M all or ca Sóla rlottó Síð ustu sætin í sólina í júní og júlí. • Þú velur áfangastað og ferðadag og tekur þátt í lottóinu um hvar þú gistir. • Viku fyrir brottför staðfestum við gististaðinn. Sama sólin, sama fríið en á verði fyrir þig. *Innifalið er flug, gisting í 7 nætur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. á mann miðað við 2 eða 4 í stúdíói eða íbúð. Enginn barnaafsláttur. Spilaðu með! Krít 6. 27. júní, 4. og 21. júlí Mallorca 25. maí, 15. júní, 6. 13. júlí og 17. ágúst Costa del Sol 2. 9. 16. 23. 30. júní 7. og 21. júlí Portúgal 20. 27. júní, 4. 11.18. júlí og 22. ágúst STARFI NÁM S A M H L I Ð A Skrautlegir mótorkrossmenn: Málu›u Vík rau›a VEÐUR Spámennirnir á Veðurstofu Íslands sjá ekki fram á neinar breytingar á veðrinu næstu vik- una og rúmlega það. „Það verður mjög rólegt veður, væntanlega mjög bjart en engin veruleg hlýindi að sjá enn sem komið er,“ segir Theódór Her- varsson veðurfræðingur. „Hitinn gæti náð í 14 eða 15 gráður yfir daginn og það má alltaf reikna með einhverju skúraveðri, en enga hressilega vætu er þó að sjá í þessu.“ Ástæðuna fyrir þessu stöðuga veðri segir hann vera hæðar- hrygg sem hafi plantað sér niður umhverfis landið og sé alls ekkert á förum á næstunni. Engar lægðir eigi minnsta möguleika á að vinna á henni í bráð. - gb LÖGREGLUFRÉTTIR Lögreglan á Vík í Mýrdal þurfti að hafa talsverð af- skipti af gestum á mótorkrossmóti sem þar fór fram. Þrjú fíkniefnamál hafa komið upp í kringum mótið. Á laugardag var lagt hald á töluvert magn af fíkniefnum, þrjú grömm af am- fetamíni, ellefu grömm af kókaíni, fjögur og hálft gramm af marijúana og ellefu e-töflur. Sjö einstaklingar voru handteknir en þeim sleppt að loknum yfirheyrslum. Eitthvað var um pústra á laugar- dagskvöld þegar mótinu var slitið en enginn kærður fyrir líkamsárás. Í gærmorgun var svo tilkynnt um innbrot, lögreglan stóð þjófana að verki og handtók fjóra. Að sögn Björns Hjörleifssonar, varðstjóra lögreglunnar í Vík í Mýrdal, hafði lögreglan yfirdrifið nóg að gera. Bæjarbúar eyddu sunnudeginum í að þrífa en Björn sagði umgengnina ekki vera mótor- krossmönnum til mikils sóma. Heimferð þeirra gekk að mestu vel en þó sagði Björn að lögregla hefði stöðvað ökumann á 166 kílómetra hraða. Sá hefði ekki verið fyrr kom- inn með sektina í veskið en hann var stöðvaður aftur, þá á 122 km hraða. Má hann búast við þriggja mánaða ökusviptingu og hárri fjársekt. - fgg HAFNARSTRÆTI Hópslagsmál brut- ust í Hafnarstræti aðfaranótt sunnu- dags og var fjöldi lögreglumanna kallaður til til að skakka leikinn. INNFLYTJENDAMÁL Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ósammála þeirri skoðun Guðrúnar Guð- mundsdóttur mannfræðings, sem kom fram í Fréttablaðinu í gær, að krafan um íslenskukunn- áttu sé leið til að hafa betri stjórn á fólki. Kannanir sýni að innflytjendum sé mikið kapps- mál að fá tækifæri til að læra ís- lensku og telji það s j á l f i r b e s t u leiðina til að laga sig að íslensku þjóðfélagi. „ Í s l e n s k l ö g verða ekki talin ströng í þessu tilliti miðað við það sem víða gerist,“ segir Björn sem telur ekki sjálfgefið að fjármögnun ís- lenskunáms eigi að lenda á skatt- greiðendum. Ingibjörg Hafstað, fram- kvæmdastjóri Fjölmenningar ehf., telur framsetningu Guð- rúnar svolítið einfalda. Eina krafan sem sett sé fram í lögum sé sú að ljúka þurfi 150 íslensku- tímum til að fá búsetuleyfi, eng- ar kröfur séu settar fram um hversu mikið þurfi að kunna. Hins vegar hafi hún heyrt út- lendinga halda því fram að þeir nái ekki framgöngu á vinnustað vegna ónægrar íslenskukunn- áttu. Ingibjörg telur lögin um ís- lenskukunnáttu nokkuð einhliða, útlendingar eigi að ná sér í þessa íslenskutíma hvort sem þeir standi til boða eða ekki. Hún seg- ir að vinnustaðir þurfi að bera meiri ábyrgð á því að gera fólki kleift að læra en yfirvöld þurfi þó að gefa tóninn og tryggja að öllum standi til boða íslensku- námskeið við hæfi. Ingibjörg er sammála Guð- rúnu um að gerðar séu allt of miklar kröf- ur um m á l - f r æ ð i - l e g a kunnáttu, það snúi þó að al- menningsá- liti og komi lögum ekki við. -sig Voldug hæð yfir landinu tryggir gott veður: Svipa› ve›ur áfram VÍK Í MÝRDAL Lögreglan á svæðinu hafði yfirdrifið nóg að gera í sambandi við mót- orkrossmótið sem haldið var í bænum. INGIBJÖRG HAFSTAÐ Vill að yfirvöld tryggi að öllum standi til boða íslensku- námskeið við hæfi. BJÖRN BJARNASON Segir að krafan um ís- lenskukunnáttu sé ekki leið til að hafa betri stjórn á fólki.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.