Fréttablaðið - 30.05.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 30.05.2005, Síða 10
10 30. maí 2005 MÁNUDAGUR Halldór Ásgrímsson hóta›i Daví› Oddssyni a› hætta vi› einkavæ›ingu bankanna ef VÍS yr›i selt Samson me› Landsbankanum. fia› hef›i broti› gegn stjórnarsáttmálanum og orsaka› stjórnarslit. Björgólfur Gu›mundsson funda›i me› S-hópnum um afdrif VÍS á›ur en hann keypti Landsbankann. S-hópurinn kallar átökin „Sex daga strí›i› um VÍS“. Sigrí›ur Dögg Au›unsdóttir segir hér frá flví hve miki› vægi flessi átök höf›u í bankasölunni. H inn 29. ágúst var tilkynntum sölu Landsbankans áhlut sínum í trygginga- félaginu VÍS til S-hópsins en Landsbankinn hafði frá 1997 átt helmingshlut í VÍS á móti S- hópnum. Þegar salan fór fram var söluferli Landsbankans komin langt á veg og var S-hópurinn einn hinna þriggja hópa sem framkvæmdanefnd um einka- væðingu var í viðræðum við um kaupin á hlut ríkisins í bankanum. Samson, sem síðar var valinn sem kaupandi að Landsbanka- num, gagnrýndi sölu VÍS opinber- lega meðal annars á þeim forsendum að sala á eign Landsbankans í VÍS hefði farið fram í miðju einkavæðingarferli bankans. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem ásamt föður sínum Björgólfi Guðmundssyni og Magnúsi Þor- steinssyni myndaði Samson, sagði í viðtali í Morgunblaðinu 31. ágúst 2002 að það væri ekki bara tímasetningin á sölunni sem hon- um þætti furðuleg. „Mér finnst líka undarlegt að samkeppnisaðil- ar um kaup á hlut í Landsbankan- um séu að kaupa út og stokka upp eignir bankans á sama tíma og þeir eru í samkeppni við okkur,“ sagði Björgólfur Thor. Haft var eftir Björgólfi Thor að ekki hefðu sömu jafnræðis- reglur verið látnar gilda um söl- una á VÍS og söluna á Landsbank- anum. Þegar Samson-hópurinn hefði lýst áhuga sínum á að kaupa Landsbankann hefði verið ákveð- ið að auglýsa bankann til sölu, en það hefði ekki verið gert varðandi VÍS. „Þegar ekki er leitað fleiri kaupenda getur það haft áhrif á verðmætið,“ sagði Björgólfur Thor. „Þetta er nákvæmlega það sama og talað var um þegar menn vildu auglýsa hlutinn í bankanum þegar við sýndum áhuga. Þá var sagt að jafnræðisregla yrði að gilda, en hún virðist ekki gilda um sölu á hlutnum í VÍS,“ sagði hann. Ætluðu að setja félagið á markað Skömmu áður, eða 12. júlí, hafði hlutafé í VÍS verið skráð á tilboðs- markaði Kauphallarinnar. Í skrán- ingarlýsingunni kom meðal ann- ars fram að það væri „yfirlýst stefna Landsbankans að minnka hlut sinn í VÍS en verða meðal kjölfestufjárfesta í félaginu“. Þetta var í samræmi við sam- komulag sem Landsbankinn og S- hópurinn gerðu sín á milli árið áður um að félagið yrði skráð á markað. Í nóvember 2001 var nýtt hlutafé útgefið og selt starfs- mönnum VÍS. Ætlunin var að í framhaldi af því yrði allt hlutafé í VÍS, að undanskildum 25 prósenta hlut sem Landsbankinn ætlaði að halda eftir sem stofnfjárfestir. Eigendahóparnir tveir, Lands- bankinn og S-hópurinn, höfðu um langa hríð tekist á um yfirráðin í VÍS. Frá því að Landsbankinn keypti helmingshlut Brunabótafé- lags Íslands í VÍS í mars 1997 hafði eigendahópinn greint á um framtíðaráætlanir fyrirtækisins. Markmið Landsbankamanna var að skrá VÍS á hlutabréfamarkaði, en segja að ekki hefði verið vilji hjá S-hópnum fyrir því. Einna helst hefðu Axel Gíslason, þáver- andi forstjóri VÍS, og Geir Magn- ússon, þáverandi forstjóri Olíufé- lagsins og Kers, sett sig upp á móti skráningunni. Axel og Geir eru sagðir ekki hafa viljað sleppa tökunum á VÍS nema frekari breytingar yrðu gerðar. Þær fælust í því að þegar búið væri að gera VÍS að hlutafé- lagi yrðu VÍS og Landsbankinn sameinaðir og Landsbankinn fengi greiðslu í formi hlutabréfa í VÍS. Landsbankamenn voru þessu mótfallnir og töldu að með þessu væri verið að fara bakdyramegin að einkavæðingu Landsbankans. Það var ekki fyrr en 2001 að samstaða náðist um þá fyrirætlan að setja VÍS á markað. En frá- sagnirnar af því sem á eftir kom eru afar ólíkar eftir því hvort þær eiga rætur sínar að rekja til Landsbankamanna eða S-hópsins. Segja óeiningu innan S-hópsins Landsbankamenn halda því fram að á þessum tíma hafi verið orðin mikil óeining innan S-hópsins. Ólafur Ólafsson hafi verið farinn að seilast eftir meiri áhrifum og mikil togstreita hafi verið innan hópsins. Axel og Geir annars veg- ar og Ólafur hins vegar hafi til að mynda haft ólík viðhorf til þess að skrá VÍS á markað. Ólafur hafi verið hlynntur því en Axel og Geir hafi verið því mótfallnir. Þá er því haldið fram að aldrei hafi ríkt sérstakir kærleiks- straumar á milli Ólafs og Axels. Kastast hafi í kekki þeirra á milli þegar Axel neitaði Ólafi um að beita Keri vegna kaupa Ólafs í SÍF og Íslenskum sjávarafurðum. Hins vegar hafi Axel og Geir alltaf verið nánir. Bent er á það að eitt hið fyrsta sem Ólafur Ólafsson gerði þegar S-hópurinn náði yfirráðum í VÍS að láta Axel fara og ráða Finn Ing- ólfsson þess í stað sem forstjóra VÍS. VÍS sett á markað Landsbankamenn segja að þrátt fyrir að samþykkt lægi fyrir um að VÍS yrði sett á markað hefði S- hópurinn dregið lappirnar í því máli. Ekkert hefði þokast í þá átt- ina fyrr en um vorið 2002, þegar samstaða náðist um að láta verða af því að setja fyrirtækið á mark- að. Á þessum tíma var í undirbún- ingi hjá ráðherranefndinni og framkvæmdanefndinni að selja hlut ríkisins í Landsbankanum á almennum markaði. Ætlunin var að selja til almennings og fagfjár- festa og mætti enginn einn aðili kaupa meira en þrjú til fjögur prósent í fyrirtækinu. Var þetta í samræmi við yfirlýsta stefnu Davíðs Oddssonar, þáverandi for- sætisráðherra, um að tryggja dreifða eignaraðild á bönkunum. Á hluthafafundi VÍS um miðjan maí 2002 voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins þannig að það uppfyllti öll skilyrði til skrán- ingar á tilboðsmarkað Verðbréfa- þings Íslands og 7. júní sendi VÍS inn umsókn til Verðbréfaþings um skráningu á tilboðsmarkað. Þar með var ferlið komið í gang og var áætlað að sala bréfanna hæfist 12. júlí. Í skráningarlýsingu VÍS sem birt var í Kauphöllinni 8. júlí kem- ur fram að Landsbankinn stefndi að því að það væri „yfirlýst stefna Landsbankans að minnka hlut sinn í VÍS en verða meðal kjölfestu- fjárfesta í félaginu“. Þetta var í samræmi við yfirlýsingu bankans frá 25. mars 2001. Ráðherranefndin tekur u-beygju Í millitíðinni barst framkvæmda- nefndinni bréf frá Samson, sem sent var í kjölfar samtals Björg- ólfs Guðmundssonar og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætis- ráðherra. Í því lýsti Samson yfir áhuga sínum á að kaupa hlut ríkis- ins í Landsbankanum eða Búnað- arbankanum. Það varð til þess að ráðherranefndin tók u-beygju í fyrirætlunum sínum varðandi sölu bankanna tveggja. Í stað þess að selja aðeins Landsbankann fyrst og Búnaðar- bankann síðar, var því ákveðið að auglýsa báða bankana til sölu og birtist sú auglýsing 10. júlí. Því er haldið fram að bréfið frá Samson hafi átt við báða bankana því þeir hafi ekki síður haft áhuga á að kaupa Búnaðarbankann. Því til stuðnings er meðal annars bent á að Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson hafi átt í miklum viðskiptum við Búnaðarbankann í tengslum við fjárfestingar sínar erlendis og voru í góðum sam- skiptum við stjórnendur bankans. Landsbankamenn segja að sjálfstæðismönnum hefði ávallt verið það ljóst að framsóknar- menn myndu ekki sleppa hendinni af Búnaðarbankanum og að þeir væru hlynntari því að Samson eignaðist Landsbankann. Sjálf- stæðismenn báru traust til Björg- ólfs Guðmundssonar og töldu að bankanum væri vel fyrir komið í höndum hans. Framsóknarmenn hefðu hins vegar gert það að skilyrði fyrir því að Samson fengi að kaupa Landsbankann, að VÍS fylgdi ekki með í sölunni. Þann 12. júlí var heildarhlutafé VÍS skráð á tilboðsmarkað Kaup- hallarinnar í samræmi við þann samning sem Landsbankamenn og S-hópurinn höfðu gert sín á milli og hófust viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Viku síðar var hins vegar tekin ákvörðun um að fresta sölu hluta- fjár frumherja í VÍS þar til af- komutilkynning félagsins hefði verið birt og kynnti Axel Gísla- son, forstjóri VÍS, hluthafahópun- um tveimur um þá frestun. Mið- vikudaginn 21. ágúst var af- komutilkynning félagsins birt. Halldór hótaði að stöðva einkavæðingarferlið Veruleg átök áttu sér stað milli Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar á þessum tíma og segja þeir sem störfuðu í miklu návígi við þá að ríkisstjórnarsam- starfið hafi nánast verið í upp- námi. Halldór hafi hótað Davíð að stöðva einkavæðingarferli bank- anna nema Landsbankinn seldi hlut sinn í VÍS. Ef Halldór hefði stöðvað einkavæðingarferlið hefði það verið brot á stjórnar- sáttmálanum og Davíð hefði orðið að slíta stjórnarsamstarfinu. Landsbankamenn segja að Davíð hafi beygt sig undir vilja Halldórs varðandi söluna á VÍS í því skyni að stofna einkavæðing- arferlinu og um leið ríkisstjórnar- samstarfinu ekki í hættu. Aðilar tengdir Framsóknarflokknum, S- hópurinn, hafi eignast VÍS – en það hafi verið nauðsynlegur liður í áætlun S-hópsins um að eignast Búnaðarbankann. Landsbanka- menn segjast hafa fallist á þessa málamiðlun nauðbeygðir, en jafn- framt réttlætt niðurstöðuna með þeim hætti að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt – að þröngva S- hópnum til þess að skrá VÍS á Foringjar og fótgönguli›ar Margir komu vi› sögu í bankasölunni, sumir st‡r›u atbur›arásinni – a›rir eltu. Tekist var á um mikla hagsmuni. Hótanir, ósætti, átök eru allt or› sem hægt er a› nota um samskiptin – jafnvel innan ríkisstjórnarinnar. DAVÍÐ ODDSSON »Átök milli hans og Halldórs um stríðið milli eigendahóp- anna í VÍS. GEIR H. HAARDE » Ber ábyrgð á afskiptum ráðherra- nefndar af bankasölunni. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON » Hótaði Davíð að hætta við einkavæðingu vegna VÍS-stríðs. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR » Sagðist hafa haft „pata“ af eignarhalds- breytingum VÍS. RÁÐHERRANEFNDIN » ÓLAFUR DAVÍÐSSON »Biðstaða þangað til VÍS- málið leystist. JÓN SVEINSSON » Biðstaða þangað til VÍS- málið leystist. STEINGRÍMUR ARI ARASON » Biðstaða þangað til VÍS- málið leystist. BALDUR GUÐLAUGSSON » Biðstaða þangað til VÍS- málið leystist. SÆVAR ÞÓR SIGURGEIRSSON » Biðstaða þangað til VÍS-málið leystist. FRAMKVÆMDANEFNDIN » ÓLAFUR ÓLAFSSON » Staðráðinn í að gefa ekki eftir hlut S- hópsins í VÍS. ÓSKAR H. GUNNARSSON » Var tilbúinn að fara í mál við Landsbankann vegna VÍS. MARGEIR DANÍELSSON » Sat nokkra af sáttafundum milli eigenda- hópa VÍS. GEIR MAGNÚSSON » Vildi ekki setja VÍS á markað og stuðlaði að pattstöðu. KRISTJÁN LOFTSSON » Beitti sér fyrir því að VÍS yrði skráð á markað. S-HÓPURINN » AXEL GÍSLASON » Forstjóri VÍS og spyrnti gegn því að félagið yrði skráð á markað. FINNUR INGÓLFSSON » Tók við for- stjórastóli VÍS þegar S-hópur- inn keypti. BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON » Fundaði um VÍS áður en hann keypti Landsbankann. BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON » Lýsti yfir óánægju með sölu VÍS. MAGNÚS ÞORSTEINSSON » Vildi VÍS en fékk ekki með Landsbanka- num. VÍS » SAMSON » Sex daga strí›i› um yfirrá› í VÍS STRÍÐIÐ UM BANKANA » ÞRIÐJI HLUTI KRISTINN HALLGRÍMSSON » Lögmaður S- hópsins í Sex daga stríðinu um VÍS. JÓHANN RÚNAR JÓHANNSSON » Lögmaður Landsbankans í sex daga stríðinu um VÍS. HELGI S. GUÐMUNDSSON » Formaður bankaráðs Landsbankans. KJARTAN GUNNARSSON »Bankaráðs- maður sem réð meiru en formaðurinn. HALLDÓR J. KRISTJÁNSSON »Bankastjórinn sagði að gott tilboð hefði borist í VÍS. LÖGMENNIRNIR » LANDSBANKINN »
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.