Fréttablaðið - 30.05.2005, Side 73

Fréttablaðið - 30.05.2005, Side 73
A› falla í fyrstu lotu 17MÁNUDAGUR 30. maí 2005 Þegar síðasta nýjungin í íslenskri blaðamennsku, „Blaðið“, hóf að aug- lýsa sig í sjónfjölmiðlum, var áhersla lögð á hve hlutlaust málgagnið yrði í öllum fréttaflutningi. Ekki var tekið fram að málgagnið hygðist ekki vera hlutlaust í leiðurum sem að sið Fréttablaðsins eru nefndir skoðun. Einhver helsta frétt „Blaðsins“ þessa upphafsdaga þess hefur verið „fréttir“ af einum atburði á lands- fundi Samfylkingarinnar: kjöri vara- formanns flokksins þar sem 28 ára gamall þingmaður, Ágúst Ólafur Ágústsson, bar sigurorð af öðrum þingmanni, Lúðvíki Bergvinssyni, með miklum atkvæðamun; Ágúst hlaut rúm 500 atkvæði þingfulltrúa en Lúðvík tæp 300. Þriðjudaginn 24. maí birti „Blað- ið“ fregnir þess efnis að Ágúst hefði sennilega sigrað með svikum. Þau áttu að felast í þessu: Mjög ungt fólk hefði verið „lokkað“ í Samfylkinguna með loforðum um bjór og pizzu til að kjósa Ágúst; því hefði síðan verið ekið á landsfundinn í rútum en þar sem fáir hefðu mætt (þrátt fyrir rút- urnar, pizzurnar og bjórinn!) hefði verið gripið til þess ráðs að láta stuðningsmenn Ágústar á landsfund- inum kjósa margsinnis undir mis- munandi kennitölum. Síðastnefnda ásökunin, sem var tvíendurtekin í „Blaðinu“ miðviku- daginn 25. maí, bæði í „frétt“ og í leiðara, var raunar ekki síst hörð árás á framkvæmdastjórn Samfylk- ingarinnar og starfsfólk landsfund- arins, hún hafði áður komið fram og verið ítarlega svarað í fjölmiðlum, nema í „Blaðinu“ sem birtir engar leiðréttingar í þessu sérstæða máli. Ég hringdi í fréttastofu „Blaðs- ins“ seinni hluta dagsins þriðjudag- inn 24. maí og átti langt og vinsam- legt samtal við einn starfsmann blaðsins. Ég flutti honum annars veg- ar frétt og hins vegar skýringu og byggði ég mál mitt bæði á setu minni sem fulltrúi á landsfundinum og ára- tugareynslu af stjórnmálum. Fréttin fólst í því að í lok lands- fundarins föstudaginn 20. maí, dag- inn fyrir varaformannskosninguna, hefði Lúðvík Bergvinsson sent öllum þingfulltrúum sérstakt boð í tilefni kosninganna þar sem „léttar veiting- ar“ yrðu í boði. Með hliðsjón af „pizz- um og bjór Ágústar“ fyrir eitthvert ungt fólk (og sem enginn virðist kannast við) taldi ég rétt að getið yrði boðs mótframbjóðanda hans. Í samtali mínu við Karl Garðarson, rit- stjóra, daginn eftir, 25. maí, taldi hann umrætt boð Lúðvíks vera í alla staði eðlilegt, það væri engin frétt, en allt öðru máli gegndi um „pizzurn- ar og bjórinn“ enda hefðu „nokkrar mæður“ kvartað undan því með SMS-skilaboðum! Skýring mín fólst í því að segja frá því mati mínu að atkvæðamuninn milli þeirra Ágústar og Lúðvíks mætti að mestu leyti útskýra með að- stæðum sem hefðu ekkert beint við keppnina milli þeirra tveggja að gera. Staðreyndin væri sú að Lúðvík hefði lengi verið í baráttu við Mar- gréti Frímannsdóttur um efsta sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi, sem hann tapaði 2003, og þar með keppni um hugsanlegan ráð- herrastól eftir næstu kosningar. Margrét væri mjög vinsæl í Sam- fylkingunni og oft bent á það að án atbeina hennar væri sá flokkur ekki til. Hún var raunar sérstaklega hyllt fyrir þetta frumherjahlutverk á landsfundinum. Margir stuðnings- menn Margrétar sáu í framboði Lúð- víks ógnun við stöðu hennar í flokkn- um og studdu því Ágúst í varafor- mannsbaráttunni. Nú er það svo að undirritaður kaus Lúðvík Bergvinsson í umræddu varaformannskjöri þrátt fyrir kokk- teilboðið. Hins vegar er mér annt um sannleikann og illa við tilbúnar frétt- ir um leið og þagað er um aðrar. Mjög ljóst er hins vegar að „Blaðið“ hefur nú á fyrstu starfsdögum sínum fallið rækilega í markmiði sínu um hlutlausan fréttaflutning. GÍSLI GUNNARSSON PRÓFESSOR Í SAGNFRÆÐI UMRÆÐAN „BLAÐIГ OG LANDSFUNDUR SAMFYLKINGAR- INNAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.