Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2005, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 30.05.2005, Qupperneq 76
FÓTBOLTI KR og FH mættust í fyrsta stórleik sumarsins í Frosta- skjóli í gær. Það sást greinilega í þeim leik hvort liðið er á toppnum og hvort liðið á langt í land með að ná sama klassa. FH vann enn eitt árið í Frostaskjólinu og er búið að stinga KR af í deildinni eftir að- eins fjórar umferðir. Það var þó ljóst strax á fyrstu mínútu að Íslandsmeistararnir áttu erfitt verkefni fyrir höndum. KR-ingar mættu gríðarlega grimmir til leiks, þjörmuðu hressilega að Hafnfirðingum við hvert tækifæri og Gunnar Krist- jánsson fékk gult spjald fyrir fyrsta brot leiksins. Þrátt fyrir mikinn vilja fór lít- ið fyrir færunum og fyrri hálf- leikur einkenndist að mestu af gríðarlegri stöðubaráttu þar sem ekki var gefin tomma eftir. FH- ingar voru fljótlega pirraðir og mátti litlu muna að upp úr syði. Þótt KR stýrði leiknum að mestu gekk liðinu ekkert að skapa sér færi. Spilamennska liðsins var ekki vænleg til árangurs – há- loftaspyrnur og flinkir strákar á borð við Arnar Gunnlaugsson og Grétar Hjartarson voru algjör- lega sveltir og fengu boltann lítið sem ekkert í fæturna. Þar að auki var vængspil ekki til staðar hjá liðinu. FH-ingar voru að sama skapi alltaf líklegir þótt þeim gengi illa að opna sterka vörn KR. Það var síðan einkennandi fyrir leik liðs- ins í sumar að þeir skyldu taka forystuna með marki rétt fyrir hlé. Siim tók aukaspyrnu og Jón Þorgrímur skallaði knöttinn í net- ið. Fyrstu 20 mínútur síðari hálf- leiksins voru lítið fyrir augað. FH féll aðeins til baka og svitnaði ekkert sérstaklega við að stöðva máttleysislegar sóknir heima- manna. Þegar 25 mínútur voru eftir af leiknum skiptu KR-ingar um tvo leikmenn og færðu Sig- mund Kristjánsson framar á völl- inn. Þær skiptingar breyttu ná- kvæmlega engu því KR skapaði ekkert það sem eftir var. Tvisvar sinnum vildi liðið fá vítaspyrnu en fékk ekki. Þar með er ógn heima- manna í seinni hálfleik upptalin. FH-ingar eru komnir með væn- lega stöðu eftir leikinn og sér maður vart að nokkurt lið geti skákað þessu gríðarlega sterka liði. Þeir eru með frábæra vörn, þétta miðju, stórskemmtilega sóknarmenn og eru alltaf líklegir til að skora og gera það oftar en önnur lið hér á landi. FH er besta lið landsins í dag og það má mikið gerast ef það hampar ekki titlin- um á ný í haust. KR verður að gera róttækar breytingar á sókn- arleik sínum, sem er ekki boðleg- ur, ætli liðið sér einhverja hluti í sumar. Vörnin er fín, miðjan sterk varnarlega en miðjumennirnir skapa sama sem ekkert og KR fær enga nýtingu út úr Grétari Hjart- arsyni sem er einn og týndur í fremstu víglínu. „Ég hef bara náð að skora fram hjá Stjána tvisvar þannig að þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði hetja FH-inga, Jón Þ. Stefánsson. „Þetta var rosalega harður leikur og mikið um tæklingar. Það var allt í gangi.“ -hbg, óój 30. maí 2005 MÁNUDAGUR > Við finnum til með ... ... Sævari Þór Gíslasyni sem óttast er að hafi slitið krossbönd í leik Fylkis og Vals á fimmtudaginn síðastliðinn. Sævar hefur ekki náð að klára heilan leik vegna meiðsla í vor og svo virðist sem að honum hafi ekki verið ætlað að leika knattspyrnu í sumar. Því miður. Búið spil hjá Sævari? Fylkismenn hafa orðið fyrir miklu áfalli en óttast er að Sævar Þór Gíslason hafi slitið krossbönd í leik Fylkis og Vals á fimmtudag sem Fylkir reyndar tapaði, 2–1. Ljóst er að þetta er mikil blóðtaka fyrir Fylki sem sárlega vantar markaskorara fyrir átökin í sumar. sport@frettabladid.is 20 > Við hrósum ... .... FH-ingum fyrir sigur einn eitt árið í Vesturbænum og undirstrikar svo ekki verði um villst að þar fer besta knattspyrnulið landsins í dag. Liðið hefur fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og hefur aðeins fengið á sig eitt mark til þessa. FH hefur stungi› KR af í Landsbankadeildinni eftir sannfærandi sigur í Frostaskjóli, 1-0. FH er í sérflokki á Íslandi í dag og ver›ur vart velt af stalli. Sjáumst síðar, VesturbæingarHVAÐ? HVENÆR? HVAR? 27 28 29 30 31 1 2 Mánudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  19.15 ÍA og Fylkir mætast á Akranesvelli í Landsbankadeild karla.  19.15 Grindavík og ÍBV mætast á Grindavíkurvelli í Landsbankad. karla.  20.00 Fjölnir og Þróttur R. mætast á Fjölnisvelli í 1. deild kvenna.  20.00 HK/Víkingur og Víðir mætast á Víkingsvelli í 1. deild kv. ■ ■ SJÓNVARP  12.10 Landsbankadeildin á Sýn. Leikur KR og FH endursýndur.  13.50 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik West Ham og Preston en liðin keppa um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.  16.40 Helgarsportið á Rúv. (e)  16.55 NBA á Sýn. Leikur Detroit og Miami.  18.55 Landsbankadeildin á Sýn. Bein útsending frá leik Grindavíkur og ÍBV.  21.05 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Íslenski og erlendi boltinn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.10 Fótboltakvöld á Rúv. Skagamaðurinn Birgir Leifur Hafþórs- son stóð sig frábærlega á móti í áskorendamótaröðinni sem fram fór í Marokkó. Eftir ekkert sérstakan fyrsta dag á mótinu átti Birgir Leifur þrjá frábæra daga í röð sem fleyttu honum í níunda sæti á mótinu sem er besti árangur Birgis Leifs á mótaröðinni. „Ég var að spila alveg ógeðslega vel í dag,“ sagði Birgir Leifur hress og kátur í sólinni í Afríku. „Ég veit samt að ég get betur en á þessu móti og því er svolítið svekkjandi að hafa ekki komist lengra því að ég veit vel að ég get unnið svona mót. Það þýðir samt ekki að velta sér upp úr því heldur verður maður að taka það jákvæða með sér.“ Birgir Leifur sagð- ist hafa verið sérstaklega ánægður með sveifl- una hjá sér á mótinu enda hefur hann verið að gera ákveðnar breytingar á henni síðustu vikur. „Ég var að slá alveg svakalega vel og hitti flatirnar oftar en áður. Þessi árangur gefur mér mikið sjálfstraust og ég held að þetta sé að smella hjá mér núna,“ sagði Birgir Leifur en hann gat ekki neitað því að vera pínu svekktur. „Ég hefði alveg getað unnið þetta mót. Það hefði ekki mikið þurft að breytast til að ég kæmist í umspil en það þýðir ekki að velta sér upp úr því,“ sagði Birg- ir Leifur en hann fékk um 3.000 evrur fyrir árangurinn og dugar sá peningur fyrir kostnaði að þessu sinni. Annars verður mikið að gera hjá Birgi Leifi í sumar en hann tekur þátt í fjölda móta erlendis í júní og júlí en kemur þó heim til þess að taka þátt í Landsmótinu og ef hann spilar þar eins og í Marokkó þá er hann líklegur til afreka. KYLFINGURINN BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON: STÓÐ SIG VEL Í MAROKKÓ Besti árangur Birgis Leifs til flessa 0–1 KR-völlur, áhorf: 2407 Ólafur Ragnarsson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–8 (4–3) Varin skot Kristján 2 – Daði 4 Horn 2–6 Aukaspyrnur fengnar 13–16 Rangstöður 2–6 0–1 Jón Þorgrímur Stefánsson (44.) KR *MAÐUR LEIKSINS KR 4–5–1 Kristján 7 Sigmundur 7 Ágúst Þór 7 Tryggvi 6 Gunnar 6 Bjarnólfur 6 Sigurvin 6 (80. Garðar –) Rógvi 6 Arnar 3 (64. Sölvi 4) Matute 4 (64. Jökull 4) Grétar 4 FH 4–3–3 Daði 7 Guðmundur 7 (70. Ásgeir Gunnar 5) Auðun 7 Nielsen 7 Freyr 7 Heimir 5 (78. Baldur –) *Siim 7 Davíð Þór 7 Jón Þorgrímur 6 (86. Atli Viðar –) Borgvardt 6 Tryggvi 6 FH Innifali› í 3 ára ábyrg› eru 3 fríar fljónustusko›anir, me› síum og olíuskiptum 3 ára ábyrg› Nánari uppl‡singar á www.komatsu.is Sterkur leikur KRAFTVÉLAR EHF. · Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3509 · www.kraftvelar.is MARKINU FAGNAÐ UPPI Í STÚKU Jón Þ. Stefánsson fagnar marki sínu gegn KR-ingum í gær á eftirminnilegan máta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.