Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 6
6 11. júní 2005 LAUGARDAGUR Tjónakostnaður á Suðurlandsvegi: Fimm milljar›ar á fimmtán árum SAMGÖNGUR Heildarkostnaður sam- félagsins vegna tjóna á Suður- landsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss á árunum 1990-2005 er um fimm milljarðar króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Vinir Hellisheiðar héldu á Hótel Selfossi í gær. Meðalkostnaður vegna um- ferðarslysa á Suðurlandsvegi er rúmlega 5,6 milljónir en kostnaður á sambærilegum vegum annars staðar á landinu er ein og hálf milljón. „Árekstrar á Suðurlandsvegi eru alvarlegri en gengur og gerist á landinu. Umferðin er svo þétt þarna og því er ekki skrítið að afta- nákeyrslur séu svo tíðar. Ég held að ef vegurinn yrði tvöfaldaður þá myndi árekstrum fækka. Það er því þörf á að fjölga akreinum milli Reykjavíkur og Selfoss,“ segir Einar Guðmundsson, forvarnar- fulltrúi hjá Sjóvá, sem kynnti töl- urnar á fundinum. „Við viljum koma þessum stað- reyndum á framfæri svo hægt verði að byggja á þeim í umræð- unni um veginn milli Reykjavíkur og Selfoss. Við viljum fá fjögurra akreina upplýstan veg því þannig teljum við að sem mest umferðar- öryggi náist. Á þessum tölum er hægt að byggja ákvarðanir um slíka framkvæmd,“ segir Sigurður Jónsson hjá Vinum Hellisheiðar. -ifv Formaður VG um nýfallinn Hæstaréttardóm: Tíma sóa› fyrir flrjósku og hroka STJÓRNMÁL „Þetta sýnir að almenn- ingur hefur möguleika á að hafa áhrif og stjórnvöld mega ekki hunsa lög og reglur,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, um nýfallinn dóm Hæstaréttar varðandi umhverfis- mat álverksmiðju Alcoa. „Ég tel fyrst og fremst ámælis- vert að bæði framkvæmdaaðili og eftir atvikum ráðuneyti skuli ekki hafa látið sér héraðsdóm nægja og farið á fullt með nýtt umhverf- ismat. Ég sé ekki betur en dýr- mætum tíma hafi verið sóað í þrjósku og hroka með því að knýja málið upp í Hæstarétt til þess eins að tapa þar,“ sagði hann og taldi ljóst frá byrjun að ákaf- lega hæpin aðferðafræði væri að nota umhverfismat annarrar framkvæmdar sem byggði á allt annarri tækni. „Mér finnst um- hugsunarefni hvernig yfirvöld taka þessum dómi og láta eins og ekkert sé. Ég skil ekki hvernig hægt er að halda áfram við fram- kvæmd sem ekki hefur farið í gegn um umhverfismat, en nú er ljóst að ekkert slíkt er til fyrir þessa verksmiðju Alcoa,“ sagði hann og kvað augljóst að vinna þyrfti nýtt umhverfismat, sem jafnvel gæti leitt til breytinga á hönnun verksmiðjunnar. „Sér- staklega mengunarvarnaþættin- um.“ -óká Álversframkvæmdir ekki stö›va›ar Hjörleifur Guttormsson telur a› stö›va beri framkvæmdir vi› álveri› í Rey›ar- fir›i á me›an be›i› er eftir n‡ju umhverfismati. Umhverfisstofnun hyggst ekki afturkalla starfsleyfi og Fjar›abygg› mun ekki afturkalla framkvæmdaleyfi. ÁLVERSFRAMKVÆMDIR Samkvæmt dómi Hæstaréttar síðast liðinn fimmtudag, í máli sem Hjörleifur Guttormsson höfðaði gegn ís- lenska ríkinu, Alcoa á Íslandi, Fjarðaáli og Reyðaráli, þarf að fara fram nýtt mat á umhverfis- áhrifum álverksmiðjunnar sem í byggingu er í Reyðarfirði. Hjör- leifur segir að umhverfismat sé forsenda og frumskilyrði fyrir v e i t i n g u f r a m - kvæmda- og starfsleyfis og því beri stjórnvöldum að afturkalla þau leyfi sem veitt hafa ver- ið. „Stjórn- völd eiga að tryggja að beðið verði með frekari framkvæmdir á meðan Alcoa vinnur að nýju mati á umhverfisá- hrifum og það mat fær meðferð lögum samkvæmt,“ segir Hjör- leifur. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir aðstoðarskipulagsstjóri hjá Skipu- lagsstofnun segir að fram- kvæmdaleyfi og starfsleyfi falli ekki sjálfkrafa úr gildi með dómn- um heldur sé það í höndum leyfis- veitenda, Umhverfisstofnunar vegna starfsleyfis og Fjarða- byggðar vegna framkvæmdaleyf- is, að afturkalla leyfin ef þessir aðilar telja forsendur fyrir leyf- unum brostnar. Þótt starfsleyfi hafi verið gefið út er ekki aðkallandi að endur- skoða það þar sem leyfið kemur í raun ekki til framkvæmda fyrr en verksmiðjan verður tilbúin árið 2007. Lögmaður Umhverfisstofn- unar, Sigurður Örn Guðleifsson, segir að í kjölfar dóms Hæstarétt- ar hafi stofnunin skoðað hvort hugsanlega ætti að afturkalla starfsleyfið en ákveðið að gera það ekki. „Okkar niðurstaða er að bíða eftir nýju umhverfismati og skoða þá málið að nýju,“ segir Sig- urður Örn. Í lögum um mat á umhverfisá- hrifum segir að óheimilt sé að gefa út leyfi fyrir matsskyldri framkvæmd og starfsemi sem henni fylgi fyrr en úrskurður um mat á umhverfsiáhrifum liggur fyrir. Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að bæjaryfirvöld muni ekki aftur- kalla framkvæmdaleyfi enda komi ekkert fram í dómi Hæsta- réttar sem kalli á slíkt. „Það eina sem við þurfum að skoða vand- lega eru þau byggingaleyfi sem Alcoa sækir um á meðan á þessu umhverfsmati stendur og gæta þess að þau brjóti ekki í bága við lög og reglugerðir. Verði hins veg- ar mikil breyting á nýju umhverf- ismati frá hinu fyrra þá þarf að fara yfir allar leyfisveitingar á Héraðsdómur Reykjavíkur: Hálft ár fyrir skattsvik DÓMSMÁL Tveir menn á fimmtugs- aldri, sem voru í forsvari fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, voru í gær dæmdir í sex mánaða fang- elsi, skilorðsbundið, fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrirtækisins, að upphæð um 3,3 milljónir, á árunum 2001 og 2002. Þá stóðu þeir ekki skil á stað- greiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfs- manna, að upphæð um 11,3 millj- ónir. Fyrirtækið var lýst gjald- þrota í desember 2002. Þá voru mennirnir dæmdir til að greiða 14,5 milljónir í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins eða sæta fangelsisvist í sex mánuði. eftir Birgi Sigurðsson Allra síðasta sýning í kvöld! Á að halda áfram að vernda örninn? SPURNING DAGSINS Í DAG: Er ríkisendurskoðun rétti aðil- inn til að rannsaka hæfi Hall- dórs í bankasölunni? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 7,82%Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN HELLISHEIÐIN Vinir Hellisheiðar vilja að fjögurra akreina upplýstur vegur verði lagður milli Reykjavíkur og Selfoss til að draga úr tíðni árekstra. 92,18% Viðskiptaháskólinn á Bifröst Mikil a›sókn í HHS SKÓLAMÁL „Aðsóknin í nýju náms- leiðina hefur verið framar björt- ustu vonum. Það eru tveir til þrír um hvert pláss. Við tökum 45 nemendur inn á námsbrautina og af þeim eru svona 15 til 20 úr frumgreinadeildinni hjá okkur en þeir fá sjálfkrafa pláss við náms- leiðina,“ segir Magnús Árni Magnússon, deildarforseti við- skipta- og hagfræðideildar, um nýja námsleið HHS sem boðið er upp á við skólann í fyrsta skipti núna í haust. Á námsleiðinni er tvinnað saman heimspeki, hag- fræði og stjórnmálafræði. -ifv VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN Á BIFRÖST Aðsókn í nýju námsleiðina HHS hefur farið framar björtustu vonum. Bifröst er fyrsti ís- lenski háskólinn sem býður upp á náms- leiðina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Undir áhrifum lyfja: Velti stolnum bíl me› fl‡fi ÖNUNDARFJÖRÐUR Á sjötta tímanum í gærmorgun valt lítil fólksbifreið í Önundarfirði. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni. Hann var flutt- ur á sjúkrahús en reyndist ekki al- varlega slasaður. Hann er grunað- ur um að hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi og ekið henni und- ir áhrifum lyfja. Hann reyndist vera með útrunnin ökuréttindi. Í bifreiðinni fannst DVD-spil- ari sem ökumaðurinn er grunaður um að hafa stolið, en fyrr um nótt- ina var svipuðum spilara stolið í innbroti í bát í Ísafjarðarhöfn. Lögreglan á Ísafirði telur málið vera upplýst. LÖGREGLUFRÉTTIR ÚTI AÐ REYKJA HASS Þrír Reykvíkingar, rétt tæplega tvítugir, voru handteknir af lög- reglu í fyrrinótt í Hamrahverfi í Grafarvogi þar sem sátu ut- andyra og reyktu hass. Þeir voru fluttir í yfirheyrslu og sleppt að henni lokinni. BELTIN BJÖRGUÐU. Jeppi keyrði í veg fyrir vörubíl hjá Árnesi í Þjórsárdal um há- degi í gær. Engin slys urðu á fólki en bílarnir voru báðir fluttir burt með krana. Lögreglan segir að beltin hafi bjargað mannslíf- um í þessum árekstri. LÖGREGLUFRÉTTIR VELTI BÍL VEGNA LAMBS Erlendur ökumaður missti stjórn á bílaleigubíl sínum í Dýrafirði í fyrrinótt vegna lambs sem hljóp inn á veginn. Bíllinn fór eina veltu og er mikið skemmdur. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Steingrímur segist ekki sannfærður um að niðurstaða Hæsta- réttar varðandi umhverfismat á verksmiðju Alcoa í Reyðarfirði þurfi að leiða til mikilla breyt- inga á framkvæmdahraða, en telur þó augljóst að nýtt umhverfismat þurfi að fara fram. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I VIÐ REYÐARFJÖRÐ Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir að framkvæmdir við álverið haldi áfram enda komi ekkert fram í dómi Hæstaréttar sem kalli á að framkvæmdaleyfið verði aftur- kallað. GUÐMUNDUR BJARNA- SON Bæjarstjóri Fjarðarbyggðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.