Fréttablaðið - 11.06.2005, Side 8

Fréttablaðið - 11.06.2005, Side 8
1Hver er ríkisendurskoðandi? 2Hvar á landinu er Bíldudalur? 3Hvað er langt síðan veðurmælingarhófust á Íslandi? SVÖRIN ERU Á BLS. 54 VEISTU SVARIÐ? 8 11. júní 2005 LAUGARDAGUR Maður dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands: Fjórir mánu›ir fyrir kynfer›isbrot DÓMSTÓLAR Maður var í gær dæmd- ur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þá 10 ára gam- alli stúlku, en tveir mánuðir refs- ingarinnar voru skilorðsbundnir í tvö ár. Brotið átti sér stað í ágúst í fyrra. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað auk 300 þúsund króna í miskabætur til stúlkunnar. Stúlkan var gestkomandi á heimili bróður mannsins, en þar var maðurinn einnig gestur ásamt sambýliskonu sinni. Móðir stúlkunnar var ásamt sambýlis- manni sínum í tjaldvagni á tjald- stæði. Maðurinn kom drukkinn í húsið um miðja nótt og var gerður afturrækur úr herbergi tengda- móður bróður síns, en hún bar að hann hefði farið með fingur í rass- inn á sér. Maðurinn kvaðst hafa tekið feil á henni og sambýliskonu sinni. Þá fór maðurinn í stofuna þar sem stúlkan og fleiri börn sváfu og káfaði á kynfærum hennar og brjóstum. Stúlkan vaknaði og grét og flúði að lokum húsið og komst með hjálp ókunnugrar konu sem hún hitti á leiðinni í tjaldvagn móð- ur sinnar. Fram kemur í dómnum að eftir atburðurinn hafi stúlkan meðal annars verið þjökuð af svefntruflunum, hræðslu, einbeit- ingarskorti og kvíða. -óká SKIPULAGSMÁL Bæjarráð Akureyr- ar hefur samþykkt tillögu Krist- jáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra þess efnis að hætt verði við lagn- ingu Dalsbrautar, sunnan Þing- vallastrætis, en þess í stað verði lagður göngu- og hjólastígur í götustæðið. Jafnframt verði tekn- ar upp viðræður við KA um mögu- lega stækkun á núverandi íþrótta- svæði félagsins og um nýtt svæði í Naustahverfi. Einnig á að kanna til hlítar hvaða möguleikar eru á vegtengingu frá Naustahverfi niður á Drottningarbraut og hefja undirbúning að gerð Miðhúsa- brautar og er þá miðað við að legu hennar verði breytt frá núverandi skipulagi þannig að hún liggi vest- an Mjólkursamlags. Kristján þór lagði þessar breytingar fram eftir samráð við íbúa á svæðinu og segir hann til- ganginn að ýta til hliðar gömlu deilumáli um legu Dalsbrautar og Miðhúsabrautar. „Í kjölfarið mun- um við vinna að varanlegri sátt í góðri samvinnu og samráði við íbúana með öryggi gangandi og akandi að leiðarljósi,“ segir Krist- ján Þór. - kk Fíklar falsa lyfse›la Tilkynningar um falsa›a lyfse›la berast til Lyfjastofnunar í hverjum mánu›i. fiar eru á fer›inni einstaklingar sem eru a› reyna a› svíkja út morfínlyf og önnur ávanabindandi efni. Fíklar beita öllum brög›um til a› komast yfir flau. HEILBRIGÐISMÁL Lyfjastofnun fær að jafnaði þrjár til fjórar tilkynningar á mánuði um falsaða lyfseðla að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Fréttablaðið hefir greint frá herferð landlæknisembættisins gegn misnotkun á sterkum verkjalyfjum, þar á meðal mor- fínlyfjum. Fíklar beita öllum ráðum til að ná í þessi lyf. Þeir stela lyfseðilseyðublöðum, ljós- rita þau jafnvel, villa á sér heimildir hjá lækni eða fara aðr- ar leiðir til að ná sér í efni til að sprauta sig með. Landlæknis- embættinu hafa borist ábend- ingar um að verkjasjúklingar og krabbameinssjúklingar í bata haldi áfram að fá skrifuð út lyf og selji síðan með miklum hagn- aði. Rannveig segir, að lögregla sé kölluð til ef upp kemst um falsaða lyfseðla í apótekum. Ef uppvíst verður um falsanir eftir á, láti Lyfjastofnun lyfsöluleyfishafana vita. Ef tilkynnt er um stuld á heilum blokkum hefur Lyfjastofn- un númerin á eyðublöðunum og getur tilkynnt um þau til apótek- anna. „Á sínum tíma voru vatns- merki sett í lyfseðla til að hindra að hægt væri að ljósrita stolin eyðublöð,“ segir Rannveig. „Við hvetjum lækna til að passa vel upp á lyfseðla og vekjum reglu- lega athygli á þessum málum í ap- ótekum.“ Hún segir að í framtíðinni verði lyfseðlar einnig rafrænir, sem auka mun öryggi. Þá verða þeir sendir í tryggum samskipta- kerfum gegnum tölvur. Tilrauna- verkefni með slíkar sendingar hefur staðið yfir undanfarin ár, en það kostar talsvert að taka raf- ræna kerfið í notkun. Í lyfjagagnagrunni landlæknis- embættisins, sem nú er að mestu fullbúinn er hægt að sjá lyfjaávís- anir einstakra lækna. Þegar hann verður fullbúinn verður hægt að sjá lyfjaávísanir til einstaklinga og til hvaða lækna þeir hafa leit- að, að sögn Matthíasar Halldórs- sonar, aðstoðarlandlæknis. Matthías segir að sönnunar- byrði sé afar erfið í málum, þar sem um þjófnaði, svik eða fals er ræða til að útvega ávanabindandi lyf. Helst þurfi að standa viðkom- andi að verki til að hægt sé að að- hafast. Landlæknisembættið íhugar nú mjög að skylda fólk til að sýna persónuskilríki hjá lækn- um, þannig að menn geti ekki villt á sér heimildir þegar þeir koma til læknis sem þekkir þá ekki, eins og brögð eru að nú. Í apótekum er skilríkja krafist við afhendingu eftirritunar- skyldra lyfja, að sögn Rannveigar. jss@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Listarannsóknir: Tveir fá styrk LISTIR Rannsóknarsjóður Lista- safns Háskóla Íslands úthlutaði í gær tveimur styrkjum, báðum að upphæð kr. 400.000. Hrafnhildur Schram listfræð- ingur fékk annan styrkinn vegna vinnslu bókar um listakonuna Júlíönu Sveinsdóttur. Hinn styrkinn fékk Viktor Smári Sæ- mundsson forvörður til að stunda rannsóknir á höfundar- merkingum frumherja íslenskr- ar myndlistar. ■ Þjóðarbókarhlaðan: Ánæg›ir safngestir SKÓLAMÁL Notendakönnun var gerð meðal safngesta Þjóðarbókhlöðu 10. mars. Spurningablöðum var dreift til 400 gesta og svöruðu rúmlega 86 prósenta þátttakenda. Rúmlega 83 prósent þeirra voru nemendur við Háskóla Íslands. 88 prósent lýstu yfir almennri ánægju sinni með safnið. Helsta aðfinnsluefnið var stuttur afgreiðslutími en fjárskortur kem- ur í veg fyrir að hægt sé að lengja þann tíma. ■ ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN Almenn ánægja virð- ist vera með notkun safnsins. FALSANIR Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunnar, með bunka af fölsuðum lyf- seðlum sem borist hafa til stofnunarinnar á undanförnum mánuðum. KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Bæjarráð sam- þykkti tillögu Kristjáns Þórs einróma og mun bæjarstjórn taka hana til endanlegrar afgreiðslu næstkomandi þriðjudag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K HÉRAÐSDÓMUR SITUR INNI Í 65 DAGA Fimmtugur maður var dæmdur í 65 daga fangelsi í Héraðdómi Reykjaness í gær fyrir að berja rúmlega tví- tugan mann í andlitið þannig að sá hlaut glóðarauga. Þá ók hann bíl um Hafnarfjörð í marsmánuði á þessu ári þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Íbúalýðræði á Akureyri: Hætt vi› Dalsbraut

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.