Fréttablaðið - 11.06.2005, Side 10

Fréttablaðið - 11.06.2005, Side 10
HLIÐAR SAMAN HLIÐAR Takahiro Takeda, útskriftarnemi frá Tohoku-háskóla, dansar hér við dansvélmenni á vélmennasýningu í Nagakute í Japan. Þetta vélmenni er for- ritað til að kunna helstu samkvæmisdansa auk þess sem það lætur að stjórn með sérstökum nemum. 10 11. júní 2005 LAUGARDAGUR Varnir gegn fjölónæmum bakteríum: Hert á innra eftirliti HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisráðu- neytið hefur beint þeim tilmæl- um til heilbrigðisstofnana að herða innra eftirlit til varnar fjölónæmu bakteríunnni, MÓSA, að sögn Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra. Sérfræðingahópur á Norður- löndunum hefur rannsakað út- breiðslu bakteríunnar og sent heilbrigðisyfirvöldum niðurstöð- urnar. Segja sérfræðingarnir vá fyrir dyrum á Norðurlöndum ef ekki verði gripið til varnarað- gerða gegn bakteríunni. Ráðherra segir yfirmenn Landspítala háskólasjúkarhúss hafa áhyggjur af þessari þróun. Málið snúist um þrif, aðstöðu og sótthreinsanir. „Þetta sýnir fyrst og fremst að það er þörf á að reisa nýjan spít- ala,“ segir ráðherra. „Aðstaðan á núverandi spítala er barn síns tíma, einkum hvað varðar snyrt- ingar og hreinlætisaðstöðu. Hins vegar er nauðsynlegt að við reyn- um að aðstoða við brýnustu úr- bætur meðan ekki er risinn nýr spítali. Það þýðir aukið viðhald,“ segir ráðherra, en segir þó fjár- muni ekki fasta í hendi til þeirra nota. Það breytti því ekki að auka þyrfti fjármagn til viðhalds spít- alans ef vel ætti að vera. -jss Tíu flúsund vegabréf ver›a gefin út í júní Ef fram heldur sem horfir ver›a tíu flúsund vegabréf gefin út í flessum mán- u›i. Mikill erill hefur veri› hjá Útlendingastofnun. Aukin spurn eftir fer›um til Bandaríkjanna, og kröfur um vegabréf me› segulrönd meginástæ›urnar. FERÐALÖG Mikið álag hefur verið hjá Útlendingastofnun undanfarið vegna vegabréfaútgáfu. Þann 9. júní síðastliðinn höfðu 3000 vega- bréf verið gefin út, og ef fram heldur sem horfir verða yfir tíu þúsund vegabréf gefin út í mán- uðinum, sem er einsdæmi. Í júní í fyrra voru gefin út rúmlega sex þúsund vegbréf, sem þótti mjög mikið þá. Flestir umsækjendanna eru á leið til Bandaríkjanna. „Afgreiðslan er stútfull alla daga af fólki sem er pirrað yfir því að þurfa að bíða,“ segir Elín Inga Arnórsdóttir, verkstjóri vegabréfadeildar. „Það hefur ver- ið aukning hjá okkur alla mánuði ársins 2005. Húsnæðið og tölvu- kerfið hjá okkur býður ekki upp á meiri afköst.“ Krónan hefur verið mjög há gagnvart Bandaríkjadal undan- farið og því ódýrt að ferðast þang- að og hagkvæmt að versla þar. Einnig mun bandaríska vega- bréfaeftirlitið frá og með 26. júní gera kröfu um að öll vegabréf hafi tölvulesanlega rönd. Nú eru því síðustu forvöð að útvega ný vega- bréf fyrir þann tíma. Almennur afgreiðslutími vegabréfaumsókna er tíu virkir dagar. Hjá Flugleiðum fengust þær upplýsingar að ferðalög Íslend- inga til Bandaríkjanna hefðu auk- ist um 50 prósent síðan í fyrra. „Ég vil brýna alla sem ætla til Bandaríkjanna að útvega sér gild vegabréf með góðum fyrirvara,“ segir Guðjón Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi Flugleiða. Fylgjast á vel með því að farþegar komist ekki um borð með úrelt vegabréf en flugfélög verða sektuð um rúmar 200.000 krónur fyrir hvern slíkan farþega. Tolla- og landamæraeftirlit Bandaríkjanna hefur lýst yfir að farþegar með vegabréf án tölvurandar geti ekki vænst þess að fá neinar undanþágur eftir 26. júní. Öll vegabréf gefin út á Íslandi eftir 1. júní 1999 hafa tölvurönd og duga því til að komast til Bandaríkjanna. Hins vegar hefur verið vandkvæðum bundið að komast þangað með eldri vega- bréf og eru dæmi þess að Íslend- ingar með gömul vegabréf hafi verið teknir í yfirheyrslur, jafnvel í margar klukkustundir. Bandaríkin eru fyrsta ríkið í heiminum sem gerir kröfu um tölvurönd á vegabréfum, en búast má við því að fleiri lönd fylgi í kjölfarið áður en langt um líður. grs@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Embætti yfirdýra- læknis áréttar að bannað sé með öllu að flytja lifandi dýr hingað með farþegaskipinu Norrænu. Þau má bara flytja inn um Kefla- víkurflugvöll. Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutnings, segir reglurnar áréttaðar vegna ótta um að ferðafólk telji að hér gildi reglugerð Evrópusambands- landa um dýrainnflutning og gæludýravegabréf, en svo er ekki. „Við sendum í fyrra upplýs- ingar um þetta til stjórnenda Nor- rænu og fórum fram á að þeir kynntu farþegum,“ segir Gísli, en komi dýr með skipinu þarf annað hvort að senda þau strax til baka eða aflífa að öðrum kosti. - óká HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Jón Kristjánsson segir æskilegt að auka viðhaldsfé Landspítala háskólasjúkahúss til að efla varnir gegn fjölónæmum bakteríum. VEGABRÉF MEÐ TÖLVURÖND Hér sést röndin sem fljótlega verður skilyrði í Bandaríkjunum. VEFUR YFIRDÝRALÆKNIS Á vef Yfirdýra- læknis, yfirdyralaeknir.is, eru áréttaðar regl- ur um innflutning dýra og matvæla. Þá kemur fram að bannað er að flytja inn notuð reiðtygi og hestakerrur. Embætti Yfirdýralæknis: Banna› a› flytja inn d‡r me› Norrænu Líknarskrá um hinsta vilja: Mikil eftirspurn hjá landlækni LANDLÆKNIR Sigurður Guðmundsson segir stutt í að líknarskráin verði tilbúin. HEILBRIGÐISMÁL Mikið er spurt eft- ir líknarskrá, sem er í vinnslu hjá landlæknisembættinu, að sögn Sigurðar Guðmundssonar land- læknis. Hún er nú komin í handrit, en enn á eftir að senda hana nokkrum stofnunum til yfirlestr- ar. Hún tekur til þátta er varða takmarkanir á læknismeðferð, til að mynda endurlífgun og vökva- gjöf. Þá tilnefnir einstaklingur umboðsmann, sem framfylgir hinsta vilja hans. Loks getur ein- staklingur skráð hvort hann vilji gefa líffæri eða ekki. „Við erum að undirbúa hvernig við gefum líknarskrána út og jafn- framt að undirbúa prentun á þar til gerðu eyðublaði sem fólk fyllir út og lýsir yfir hinsta vilja sín- um,“ sagði Sigurður. „Líknarskrá- in verður tilbúin á næstu vikum.“ Einn einstaklingur hefur þegar skrifað undir yfirlýsingu um hinsta vilja sinn hjá Landlæknis- embættinu. Sigurður sagði að hann hefði óskað sérstaklega eftir því og að sjálfsögðu hefði verið orðið við þeirri bón. „Það er greinilegt að fólk sér þörfina á slíkri skrá um hinsta vilja,“ sagði Sigurður. „Við höfum fengið mikið af jákvæðum við- brögðum og fólk hefur spurt af hverju við værum ekki löngu búin að þessu. Ég býst við því að marg- ir muni notfæra sér þetta plagg og það mun verða fyrirliggjandi á sjúkrastofnunum.“ - jss

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.