Fréttablaðið - 11.06.2005, Page 12
Þá er ríkisblaðið sem Guðrún
Helgadóttir kallaði eftir á sínum
tíma loksins komið fram. Það
fylgdi Mogganum á fimmtudag-
inn og kallast Málið. Það er við-
eigandi nafn á ríkisblaði. Ekki
eins yfirþyrmandi og Sannleikur-
inn – eins og ríkisblöð í Sovétinu
voru gjarnan kölluð. Málið er
gefið út af ríkisfyrirtækinu
Landssímanum, sem nýtir síð-
ustu daga sína í ríkisranni til að
ríkisvæða fjölmiðla – þótt flest-
um, öðrum en Guðrúnu Helga-
dóttur, finnst sjálfsagt nóg um
fyrirferð ríkisins á fjölmiðla-
markaði. Fyrst keypti Landssím-
inn Skjá einn og enska boltann –
ríkisvæddi Survivor, Sylvíu Nótt,
Chelsea og Popppunkt. Í vor lét
Landssíminn síðan Skjá einn
kaupa ungmennaútvarpsstöðv-
arnar Kiss fm og Xfm, í félagi við
útgáfufélag Blaðsins.
Sjálfsagt hefur enginn vitað
fyrir þörf ríkisvaldsins til að
eignast Kiss fm. Tilvist ríkisút-
varps er oftast réttlætt með
vandaðri dagskrá sem ólíklegt er
talið að einkaaðilar muni halda
úti. Þótt allrar sanngirni sé gætt
þá er ekki hægt að halda því fram
að dagskrá Kiss fm eða Xfm – né
Skjás eins eða enska boltans – sé
þessleg að henni verði ekki hald-
ið úti nema með ríkisvaldið að
bakhjarli. Þvert á móti er dag-
skrá þessara miðla hrein and-
stæða við hugmyndir fólks um
góða dagskrá Ríkisútvarpsins.
Og nú hefur Landssíminn bætt
ríkisblaði við og það verður að
segjast að efni þess er í svipuð-
um anda og Kiss fm og aðrir
partar hins nýja ríkisútvarps
Landssímans.
Hvað gengur Landssímanum
til? Og hvers vegna heyrum við
ekki gagnrýnisöldu frá ungum
sjálfstæðismönnum, varðmönn-
um einkaframtaks og andstæð-
ingum ríkisvæðingar? Hvar er
nú Guðlaugur Þór, sem þreytist
aldrei á að skamma Alfreð Þor-
steinsson fyrir að senda opinbert
fyrirtæki í vafasöm viðskiptaæv-
intýr? Kannski hafa Guðlaugur
Þór og ungir sjálfstæðismenn
ekkert á móti hirðislausu fé í
samkeppnisrekstri eða austri á
opinberu fé í gæluverkefni
stjórnenda – kannski snýr andúð-
in að Alfreð Þorsteinssyni per-
sónulega.
Líklega liggur ástæðan fyrir
þögn ungu varðliðanna í því sem
allir telja sig vita. Stjórnendur
Landssímans færu ekki að ríkis-
væða fjölmiðla á Íslandi nema
með samþykki handhafa 95 pró-
senta hlutafjár í félaginu – ríkis-
stjórnar Íslands. Allra síst á
sama tíma og ríkisstjórnin er að
selja kompaníið. Þótt ríkisvæð-
ing fjölmiðlanna samhliða einka-
væðingu Landssímans hljómi
sem skondin endaleysa hlýtur
þetta að vera stefna ríkisstjórn-
arinnar.
Stefna í hverju? kynni einhver
að spyrja. Og hvert er stefnt?
Nýjasta útspil ríkisvaldsins á
fjölmiðlamarkaði var að heimila
Landssímanum formlega að
skylda alla þá sem vilja horfa á
enska fótboltann næsta vetur til
að kaupa ADSL-þjónustu af
Landssímanum. Þetta er álíka og
ef ríkisvaldið heimilaði Heklu að
neyða alla kaupendur að
Volkswagen til að kaupa aðeins
bensín hjá Esso. Þessi sérstaka
og formlega heimild til að
skekkja samkeppnisumhverfið
kom frá Samkeppnisstofnun –
eins smellið og það nú hljómar.
Því miður er þetta ekki eins-
dæmi þess að ríkisfyrirtæki fái
ívilnanir hjá ríkisstofnunum eða
stjórnvöldum. Fyrir okkur, sem
lifum og störfum utan pilsfalds
ríkiskerfisins, lítur þetta út eins
og ríkiskallarnir standi saman –
að þeir myndi eins konar klíku í
viðskiptalífinu: R-hópinn. Póst-
og fjarskiptastofnun hefur
þannig tekið sér ár og aldir í að
úthluta leyfum til útsendinga á
stafrænum sjónvarpsmerkjum
um bylgjur loftsins – þótt yfir-
drifið nóg pláss sé í loftinu til að
uppfylla óskir allra sem vilja
nota þær. Á meðan enginn má
selja sjónvarp um loftið keppist
Landssíminn við að fá fólk til að
kaupa sjónvarp um koparvíra
gegn skuldbindingu um kaup á
símaþjónustu. Og stjórnvöld eru
sífellt að boða harðar takmarkan-
ir á einkarekna fjölmiðlun á
sama tíma og þau vilja skapa sem
allra mest svigrúm fyrir rekstur
Ríkisútvarpsins.
Ég er ekki viss um að þetta
ástand hafi skapast vegna ein-
beitts vilja stjórnarherranna.
Þvert á móti. Þetta skrítna ástand
– uppgangur R-hópsins – hefur
líklega orðið til vegna þess að
stjórnarherrana skortir dug til að
halda ríkisgeiranum við hlutverk
sitt – að þjóna almenningi. Innan
ríkisstofnana og -fyrirtækja hef-
ur óhindrað vaxið ótaminn vilji
til valds. Þess vegna ríkisvæðist
samfélag okkar miklu hraðar en
tekst að einkavæða það. ■
L íklega er mikilvægt að kirkjunnar menn gangi fram fyr-ir skjöldu og hagi sér skikkanlega í samfélaginu. Lengivel hefur almenningur haft þá mynd af andlegum trúar-
leiðtogum sínum að þar fari að jafnaði prúðir menn sem liggi
gott orð til samferðamanna sinna og sýni jafnvægi og stillingu
á viðkvæmum augnablikum í lífi fólks og þjóðar. Sú sjálfsagða
krafa er gerð til þessara umboðsmanna kristinna gilda að þeir
hafi boðorðin á hreinu; sýni öðrum gott fordæmi og leiði sið-
bótina.
Prestsstarfið er óhemju erfitt, vinnutíminn er óljós og verð-
ur ekki felldur að vöktum eða vísum stimpilklukkunnar. Vinnu-
lagið helgast af næmni og trúverðugleika, sérlegri lipurð í
mannlegum samskiptum. Og trúnaður prestsins við sóknarbörn
sín þarf að líkindum að vera langtum meiri en almennt þekkist
á meðal annarra starfstétta. Það er af þessum sökum sem það
er ekki á færi allra guðfræðinga að verða góðir prestar.
Landsmenn fylgjast þessa dagana með kraftmiklu ófriðar-
báli sem geisar í Garðasókn og Landakoti. Vart má á milli sjá
hvor vettvangurinn er eldfimari. Það er í nokkurri forundran
sem venjulegt fólk les sér til um ávirðingarnar sem stríðandi
fylkingar bera hver á aðra. Og hafi fyrirsögn gærdagsins verið
gassaleg má búast við enn sterkari meiningum á morgun.
Svo virðist sem Biskupsstofa standi að einhverju leyti mátt-
lítil gagnvart vandanum í Garðasókn. Þar mætast stálin stinn-
ari en menn eiga að venjast úr fyrri tíma vandræðum sem skap-
ast hafa í samskiptum sóknarpresta og sóknarnefnda – og er þó
af yfrið nógu að taka í þeim efnum. Sóknarpresturinn í Garða-
bæ, rækilega studdur af lögmanni sínum, segist einfaldlega
ætla að hunsa fyrirmæli biskups; hann þiggi ekki umboð sitt frá
honum, hann þiggi það frá ráðherra – og engum öðrum. Í aðal-
fyrirsögn Fréttablaðsins í gær mátti svo lesa þau orð formanns
Garðasóknar að presturinn yrði læstur úti, skipt yrði um skrár
í safnaðarheimilinu, nefndin teldi sig ekki hafa neina skyldu til
að útvega sóknarpresti vinnuaðstöðu.
Deilan í Landakoti er af öðrum toga. Hún á það þó sameigin-
legt við illindin í Garðasókn að þar tekst prestur og lærifaðir á
við nefnd sem virðist hafa verið sett honum til höfuðs. Og eftir-
málin þekkja landsmenn. Þar fyrir utan virðast fjármálin í
óreiðu. Og Landakotsskóli, sem um langt árabil hefur kennt sig
við kristið umburðarlyndi og kærleiksboðskap, titrar bókstaf-
lega af bræði. Skammt frá stendur sjálfur biskup kaþólskra á
Íslandi og veit ekki á hvorri öxl hann ber hempuna.
Auðvitað gengur þetta ekki.
Kirkjan, jafnt sú lúterska og kaþólska, hefur sett ofan á síð-
ustu vikum og mánuðum. Því miður. Það er engum skemmt yfir
þessum hnútuköstum sem ganga manna í millum; þvert á móti
krefjast menn þess að sæmilega upplýst fólk geti hagað sér í
einhverju samræmi við boðskapinn sem það segist trúa á.
Svo eru menn að segja að unga fólkið hagi sér undarlega nú
til dags.
Það er ekki vandamálið miðað við þessi ósköp. ■
11. júní 2005 LAUGARDAGUR
SJÓNARMIÐ
SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON
Kirkjan, jafnt sú lúterska og kaþólska, hefur sett
ofan á síðustu vikum og mánuðum.
Ófri›arbálin
í kirkjunum
FRÁ DEGI TIL DAGS
Taktu þátt...
í kjöri um áhorfendaverðlaun ársins á visir.is
og þú gætir farið frítt í leikhús - 20 miðar og 2 árskort í boði!
Verðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu 16. júní
B
as
eC
am
p
Pr
od
uc
tio
ns
Í samvinnu við:
R-hópurinn
Ríkisendurskoðun og ríkisstjórn
Mikið fár ríkti í gær og svo virtist sem
staða Halldórs Ásgrímssonar, í embætti
forsætisráðherra, væri afar veik. Kenn-
ingarnar um það hvers vegna Sigurður
Þórðarson, ríkisendurskoðandi, ætli að
kanna stöðu Halldórs í Búnaðarbanka-
sölunni frekar eru margar, alveg frá því
að vilji Halldórs
og félaga hafi
ráðið því að mál-
ið væri skoðað
betur. Þar á bæ sé
fullvissa fyrir hvít-
þvotti og Halldór
standi sterkari
eftir en áður.
Ekki
veitir af,
ef marka má hvernig umræðan hefur
þróast.
Það er ekki víst
Svo er hin kenningin, hún er sú að Sig-
urður Þórðarson, ríkisendurskoðandi,
hafi ekki átt annan kost en kanna mál-
ið frekar til að eyða efa um stofnunina.
Það hafi hann neyðst til að gera eftir
að ljóst var að gögn frá honum eru
misvísandi, eins og fram kemur hér í
blaðinu í dag.
Ný ríkisstjórn
Kenningameistarar eru farnir að mynda
nýjar ríkisstjórnir. Þar kemur Samfylk-
ingin eðlilega við sögu og staða Össur-
ar Skarphéðinssonar fyrrverandi for-
manns. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir for-
maður flokksins sagði á Talstöðinni að
þegar og ef til þess kemur að hún
myndi ríkisstjórn fái Össur fyrstur allra
að velja sér ráðherraembætti af þeim
sem flokkurinn mun fá við myndun rík-
isstjórnar. Orð Ingi-
bjargar féllu í mis-
grýttan jarðveg
meðal hennar
hörðustu stuðn-
ingsmanna. Í þeim
hópi er mismikil
gleði með Össur og
ekki víst að stuðn-
ingur við hann sé
jafn almennur og
í fyrstu var talið.
sme@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
GUNNAR SMÁRI
EGILSSON
Fyrir okkur, sem lifum og
störfum utan pilsfalds rík-
iskerfisins, lítur fletta út
eins og ríkiskallarnir
standi saman – a› fleir
myndi eins konar klíku í
vi›skiptalífinu: R-hópinn.
LAUGARDAGSBRÉF
SKRIFAR UM R-HÓPINN,
VIÐSKIPTAKLÍKU SEM
FÁIR VEITA ATHYGLI.