Fréttablaðið - 11.06.2005, Page 20

Fréttablaðið - 11.06.2005, Page 20
Fjárfestar sóttust eftir að kaupa hlutabréf í Mosaic Fashion fyrir rúmlega tíu milljarða króna í út- boði sem fór fram í gær. Þetta er tæplega níu sinnum hærri upphæð en í boði var. Derek Lovelock, forstjóri Mosa- ic, var himinlifandi með viðtökurn- ar í gær. „Niðurstaðan sýnir að það var rétt ákvörðun hjá okkur að óska eftir skráningu hér á landi,“ segir hann. Samtals hefur selst hlutafé fyrir fimm milljarða, þar af fyrir 3,7 milljarða til fagfjár- festa en meðal þeirra var umfram- eftirspurn fjórfjöld. Þar sem umframeftirspurnin var svo mikil munu fjárfestar ekki fá að kaupa fyrir þá upphæð sem þeir sóttust eftir. Enginn fær að kaupa nema fyrir helming af því sem beðið var um og sett verður nýtt hámark svo enginn fær að kaupa fyrir meira en átta hundruð þúsund krónur. Lovelock segir það hafa vakið athygli í Bretlandi að félagið hafi ákveðið að sækja um skráningu á Íslandi. „Það kæmi ekki á óvart ef fleiri skoða þann möguleika í kjöl- farið á þessu,“ segir hann. Hann bendir á að upplýsingaskylda í Kauphöll Íslands sé síst minni en í Lundúnum en þar þarf að gera grein fyrir afkomu félaga tvisvar á ári en hér á landi þurfa skráð félög að gefa út reikninga fjórum sinn- um á ári. Richard Glanville fjármála- stjóri mun því þurfa að koma til landsins að minnsta kosti ársfjórð- ungslega til að kynna uppgjör en að öðru leyti verður starfsemin áfram með höfuðstöðavar í Lund- únum. Glanville segir ákvörðunina um að skrá félagið hér á landi með- al annars hafa verið tekna vegna þess að Baugur Group er stærsti hluthafinn í félaginu. „Viðtökurnar sýna að þetta var góð ákvörðun. Kauphöllin í Lundúnum er ef til sú besta í heimi fyrir stór fyrirtæki en um lítil fyrirtæki eins og okkar gildir ekki endilega hið sama,“ seg- ir Richard. Viðskipti með bréfin hefjast í Kauphöll Íslands þann 21. júní næstkomandi og er gert ráð fyrir að greiningardeildir bankanna muni gefa út mat á verðmæti fé- lagsins á næstunni. thkjart@frettabladid.is Makkarinn vinsæll Einn ræðumanna á sjávarútvegsráðstefnu Íslands- banka, sem haldin var í Álasundi, var Gary John- son, yfirmaður hjá McDonald's hamborgarakeðj- unni. Hann komst því miður ekki á staðinn þar sem hann var kallaður í kviðdóm í máli Michael Jackson og gat því ekki yfirgefið Bandaríkin. En hlutunum var bjargað fyrir horn með því að Gary talaði við fundargesti beint af netinu. Gary sagði frá því að á Ólympíuleikunum í Aþenu í fyrra hefði McDonald's séð um alla matsölu í Ólympíuþorp- inu. Allt kapp var lagt á það að koma til móts við þarfir heimsklassa íþróttamanna. Boð- ið var upp á alls kyns salöt, jógúrt, pastarétti og drykki sem hæfðu íþrótta- fólkinu. Þegar á hólminn var komið voru það alls ekki hinir „hollu“ réttir sem voru vinsælastir heldur franskar kartöflur, í fyrsta sæti, og „BigMac“ þar á eftir. Pan Fish rís úr öskustónni Norska laxeldisfyrirtækið Pan Fish heldur áfram að hækka með ótrúlegum hætti eftir að skipakóngur- inn og glaumgosinn John Fredriksen keypti um helmingshlut í félaginu á dögunum. Fredriksen, sem er ríkasti maður Noregs, er talinn vera líklegur til að sameina Pan Fish við Fjord Seafood eða önnur sambærileg laxeldisfyrirtæki. Hækkun gær- dagsins var um tuttugu prósent og hefur félagið stokkið upp um fimmtíu prósent á einni viku. Þetta er náttúrlega góð vikuávöxtun. Hins vegar ber að hafa það í huga að Pan Fish hefur lækkað um 99,5 prósent á síðustu þremur árum! Sá sem lagði inn 1.000 krónur í Pan Fish árið 2002 ætti nú fimm krónur. Pan Fish og önnur laxeldisfyrirtæki fóru illa út úr hruni á laxaverði á sínum tíma en nú er bjartara yfir. MESTA HÆKKUN ICEX-15 X.XXX KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 252 Velta: 3.253 milljónir -0,25% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Í gær var birt á vef Kauphallar Íslands skráningarlýsing vegna fyrir- hugaðrar skráningar Atlantic Petro- leum á markað. Í gær var skráð í Kauphöll Ís- lands lækkun hlutafjár í Fiskeldi Eyjafjarðar en hlutafé félagsins lækkaði um 670 milljónir að nafn- verði og er nú tæplega 170 milljón- ir að nafnverði. Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum jókst um tólf prósent milli apríl í ár og í fyrra. Viðskiptahallinn er meiri nú en í fyrra sem þó var met. Þetta kom fram í Hálf fimm fréttum KB banka. FTSE vísitalan í Lundúnum hækkaði um 0,42 prósent í gær, Dax í Þýskalandi hækkaði um 0,51 prósent og Nikkei í Tókíó hækkaði um 1,28 prósent. 20 11. júní 2005 LAUGARDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 40,10 -0,74% ... Atorka 6,00 – ... Bakkavör 35,20 – ... Burðarás 14,60 -1,02% ... FL Group 15,20 +1,33% ... Flaga 4,73 -3,67% ... Íslandsbanki 13,65 – ... KB banki 530,00 – ... Kögun 59,30 -1,66% ... Landsbankinn 16,80 – ... Marel 56,30 - 0,88% ... Og fjarskipti 4,05 +0,75% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 12,15 -1,62% ... Össur 78,00 -1,27% Góðar viðtökur í útboði Forstjóri Mosaic Fashions segir viðtökurnar sýna að það hafi verið rétt ákvörðun að skrá félagið á Íslandi. Fjármálastjórinn segir Kauphöll Íslands heppilega fyrir félög sem teljast lítil á breskan mælikvarða. Hlutafjárhækkun skrá› Hluthafar Sjóvíkur hafa fengið bréf sín í Icelandic Group eftir sameiningu SH og Sjóvíkur. Flaga -3,67% HB Grandi -2,35% Kögun -1,66% FL Group 1,33% Og fjarskipti 0,75% SÍF 0,20% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Á sama tíma fluttist ýmis fagleg þjónusta, s.s. leikskólaráðgjöf, kennsluráð- gjöf, sálfræðileg þjónusta og innritun í leikskóla yfir á þjónustumiðstöðvar í hverfum sem eru staðsettar í: Vesturbæ: Vesturgarði, Hjarðarhaga 45-47 Laugardal/Háaleiti: Síðumúla 39 Breiðholti: Álfabakka 12 Árbæ/Grafarholti: Bæjarhálsi 1 Miðborg/Hlíðum: Skúlagötu 21 Grafarvogi/Kjalarnesi: Miðgarði, Langarima 21 Póstfang Menntasviðs: Fríkirkjuvegur 1 101 Reykjavík Sími: 411 7000 www.grunnskolar.is www.leikskolar.is Skrifstofa Menntasviðs er að Fríkirkjuvegi 1 (Miðbæjarskólanum). Þar eru: Þann 1. júní 2005 tók nýtt Menntasvið Reykjavíkurborgar við af Leikskólum Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Fagskrifstofur leik- og grunnskóla Fjármálastjórnun, bókhalds- og launaþjónusta leik- og grunnskóla og innheimta leikskólagjalda Starfsmannaþjónusta leik- og grunnskóla Upplýsingatækniþjónusta leik- og grunnskóla Skrifstofa sviðsstjóra (afgreiðsla, upplýsingadeild og gagnadeild) Menntasvið Reykjavíkurborgar! A u g lý si n g as to fa G u ð rú n ar Ö n n u V e l k o m i n á Icelandic Group, sem áður hét SH, hefur lokið við að skrá hluta- fjárhækkun í Kauphöll Íslands eftir sameiningu SH og Sjóvíkur. Við sameininguna eignuðust hlut- hafar Sjóvíkur samtals 33 prósent hlutafjár í Icelandic Group. Stærstu hluthafar í Sjóvík voru Sund með tæp 37 prósent eignar- hlut, félag Ólafs Ólafssonar í Keri með um 19 prósent og SÍF með rúm 12 prósent. Á móti hlut sínum í Sjóvík fá hluthafarnir bréf í Icelandic Group. Sund er með rúm 12 prósent í Icelandic Group, Ólafur Ólafsson rúm sex prósent, en samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur hann skipt þeim hlut niður á tvö félög. Annað þeirra heiti Fordace Limited og sé skráð fyrir 4,47 prósent hlutafé. SÍF fer með rúm fjögur prósent hlut. Listi yfir tíu stærstu hluthafa Icelandic Group var birtur í gær. Fer Burðarás með tæp 21 prósent og Landsbankinn með rúm 18 pró- sent. – bg FRÁ AÐALFUNDI Hluthafar Sjóvíkur fara nú samanlagt með 33 prósent hlutafjár í Icelandic Group eftir sameiningu félaganna. ÁNÆGÐIR MEÐ VIÐTÖKUR ÍSLENDINGA Derrick Lovelock, forstjóri Mosaic, og Ric- hard Glanville, fjármálastjóri (t.v.), voru mjög ánægðir með þá miklu eftirspurn sem var eftir bréfum í tískufyrirtækinu Mosaic Fashion. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.