Fréttablaðið - 11.06.2005, Síða 30
Undirbúningur fyrir árlega
bíladaga Bílaklúbbs Akureyr-
ar stendur nú sem hæst. Fá-
gætir bílar verða til sýnis og
keppt verður í spennandi
akstursíþróttum.
„Þetta hefst á þjóðhátíðardag-
inn, 17. júní, en þessi bílasýning
er fyrir löngu orðin árviss við-
burður og hefur verið svo frá
því ég man,“ segir Gísli Rúnar
Víðisson, stjórnarmaður í Bíla-
klúbbi Akureyrar og sýningar-
stjóri að þessu sinni.
„Við verðum með fornbíla,
sportbíla og alls konar spenn-
andi bíla sem flestir eiga það
sameiginlegt að vera fágætir og
sjaldséðir á vegum landsins.
Bíladagarnir eru í raun skemmt-
un fyrir alla fjölskylduna og
krakkar hafa alla tíð haft mjög
gaman að þessu,“ segir Gísli.
Bílasýning hefst klukkan 10
að morgni 17. júní og stendur í
tvo daga. Gísli segir svokallaða
„burnout-keppni“ verða á sínum
stað en þá spóla menn á bílunum
kyrrstæðum þar til dekkin
springa. „Þetta er mjög vin-
sælt,“ segir Gísli og bætir við að
daginn eftir verði svo keppt í
götuspyrnu á Tryggvabrautinni.
Gísli er sjálfur mikill áhuga-
maður um bíla og ætlar að sýna
nokkra gripi á sýningunni. „Ég á
marga bíla og nokkur mótorhjól
líka. Ég hef alltaf verið á kafi í
bílum og kaupi þá bíla sem mig
langar í. Ég dunda mér líka við
að gera upp bíla og á nokkra
sem ekki eru komnir á götuna,“
segir Gísli.
Þeir sem vilja taka þátt í
götuspyrnunni eða eiga fallega
bíla til að sýna á bílasýningunni
geta haft samband við Gísla í
síma 862 6450 og skráð sig til
leiks.
thorgunnur@frettabladid.is
Áreiðanlegasti notaði bíllinn í ár er Ford
Focus, samkvæmt félagi norskra bíla-
eigenda, NAF. NAF tekur á nokkurra ára
fresti út áreiðanleika notaðra bíla og
eru niðurstöður birtar í Bruktbilrapport,
sérstakri skýrslu sem félagið gefur út.
Bílar af 1995 árgerð eru teknir fyrir og
byggja niðurstöðurnar á prófun 23 þús-
und bíla. Auk bilana tekur könnunin
meðal annars til viðhalds- og viðgerðar-
kostnaðar, öryggisbúnaðar og ánægju
eigenda með viðkomandi bíl.
Í öðru sæti varð Hyundai Accent, í
þriðja Hyundai Elantra, Mazda 323
hreppti fjórða sætið og Mitsubishi
Carisma það fimmta. Óáreiðanlegasti
bíllinn í könnunni var Alfa Romeo 156.
Í öðru sæti var Audi A6, í því þriðja
Chrysler Neon, Chrysler Voyager í því
fjórða og Citroën ZX í fimmta.
Ford Focus þykir áreiðanlegastur notaðra bíla en Alfa Romeo 156 sá óáreiðanlegasti.
Bílakaup
Leitaðu ráðlegginga hjá bifreiðaverkstæði þegar þú ætlar að kaupa notaðan bíl og vittu
hvort ekki er boðið upp á þjónustu þar sem bifvélavirki kemur með þér að skoða bílinn
sem þú hyggst kaupa. [ ]
Súðavogur 6
Almenn smurþjónusta
Hjólbarðaþjónusta
Sjálfskiptingaþjónusta
Rafgeymaþjónusta
Ísetning bremsuklossa
Dempara – ísetningar o.fl.
Vegmúli 4 • Sími 553 0440
Bíldshöfða 18 • 110 Rvk
Sími 567 6020 • Fax 567 6012
opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00
www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is
• SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
• HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA
• OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR
• BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA
ALLT Á EINUM STAÐ
SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN
SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066
Partur–Spyrnan–Lyftarar
Eldshöfða 10
s. 585 2500 og 567 8757
TRIO
G O L F H J Ó L
Gabriel höggdeyfar, ASCO kúplingssett, Tridon spindilkúlur,
stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir.
Tímareimar, ökuljós, stefnuljós o.fl. Sætaáklæði, sætahlífar á
stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl.
Kerruljós, kerrubretti og nefhjól.
Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík
Spóla þar til dekkin springa
Gísli á amerískri Hondu sem hann ætlar að sýna á sýningunni.
Nýr bíll frá Nissan
SMÁBÍLLINN OTTI ER HANNAÐUR
FYRIR DAGLEGAN AKSTUR.
Japanski bílarisinn Nissan afhjúpaði
nýja smábílinn Otti í síðustu viku í
Tókýó. Bíllinn fer á sölu á japönskum
markaði 18. júní og kostar frá rúm-
lega 500 þúsund krónum upp í rúm-
lega 900 þúsund krónur.
Otti var hannaður fyrir daglegan akst-
ur og er búinn hagnýtum og rúmgóð-
um geymslurýmum. Hægt er að fá
bílinn með tveimur vélum, annars
vegar 3G83-vél og hins vegar 3G83
sjálfkælandi túrbóvél sem gerir akst-
urinn enn þægilegri.
Bíllinn fæst í tíu litum og áætlar Niss-
an að selja þrjú þúsund bíla á mán-
uði þegar hann kemur á markað.
Otti, nýi smábíllinn frá Nissan.
Glæsilegur oldsmobil cutlass árgerð 1966
sem er sá eini sinnar tegundar á landinu.
740 BMW, árgerð 1995 sem Gísli notar
mikið.
Ford Focus áreiðanlegastur
SKÝRSLA UM ÁREIÐANLEGUSTU NOTUÐU BÍLANA ER KOMIN ÚT.