Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 11. júní 2005
HVAÐ ER FÆLNI (FÓBÍA)?
Vísindavefnum hafa borist nokkr-
ar spurningar um mismunandi
gerðir fælni, til dæmis: Af hverju
fær fólk fóbíu, hvað er blóðfælni,
af hverju erum við svona hrædd
við köngulær frekar en eitthvað
annað og af hverju stafar sam-
skiptafælni?
Svar:Fælni eða fóbía er kvíða-
röskun sem lýsir sér í mikilli og
órökréttri hræðslu við tiltekið
fyrirbæri. Í DSM-IV, flokkunar-
kerfi fyrir geðraskanir, er fælni
flokkuð í þrjá undirflokka, eða í
víðáttufælni, félagsfælni og af-
markaða fælni.
Víðáttufælni
Fólk með víðáttufælni óttast víð-
áttur, eins og nafnið bendir til,
sérstaklega þegar það er eitt á
ferð. Það hræðist samt einnig fjöl-
farna staði eins og verslanamið-
stöðvar og staði sem lokaðir eru
af, svo sem lyftur, strætisvagna
eða lestarvagna. Víðáttufælið fólk
óttast alla þessa staði því þeir eiga
það sameiginlegt að erfitt er að
komast í burtu eða leita hjálpar ef
það skyldi fá felmturskast.
Í felmturskasti verður fólk
óstjórnlega kvíðið; það svitnar,
fær öran hjartslátt, á erfitt með
andardrátt, fær verk fyrir brjósti,
telur sig vera að missa stjórn eða
jafnvel deyja og svo framvegis.
Felmtursköst eru ekki hættuleg,
en þeir sem fá slík köst telja þau
oft vera það. Þetta eykur að sjálf-
sögðu á kvíða þeirra þannig að
felmtursköstin verða æ algengari.
Félagsfælni
Félagsfælið fólk hræðist það að
verða sér til skammar fyrir fram-
an annað fólk. Það er oft hrætt við
að aðrir dæmi það, finnist það
heimskt, furðulegt eða veikgeðja.
Algengast er að fólk hræðist mest
að tala fyrir framan aðra. Fælnin
getur samt orðið svo alvarleg að
fólk óttist jafnvel að nota almenn-
ingsklósett, skrifa á meðan ein-
hver horfir á það eða að borða eða
drekka fyrir framan aðra. Þar
sem enginn getur komist hjá því
að hafa samskipti við annað fólk
getur félagsfælni háð þeim sem af
henni þjást afar mikið.
Afmörkuð fælni
Ólíkt víðáttufælni og félagsfælni
beinist afmörkuð fælni aðeins að
einu tilteknu fyrirbæri. Afmörk-
uð fælni skiptist svo aftur í fernt:
Dýrafælni, náttúrufælni, að-
stæðubundna fælni og blóðfælni.
Dýrafælni beinist að tilteknum
dýrum eins og hundum, snákum,
köngulóm eða skordýrum.
Snákafælni er algengasta dýra-
fælnin, að minnsta kosti í Banda-
ríkjunum. Fólk með náttúrufælni
hræðist fyrirbæri í náttúrunni
eins og óveður, miklar hæðir (loft-
hræðsla) eða vatn. Aðstæðubund-
in fælni beinist oft að almennings-
samgöngum, svo sem því að fara
yfir brýr, í flugvél eða gegnum
göng. Innilokunarótti (claustroph-
obia) er algeng tegund aðstæðu-
bundinnar fælni.
Blóðfælni er ótti við að sjá
blóð, sprautur, sár eða önnur
meiðsl. Blóðfælni er nokkuð ólík
annarri afmarkaðri fælni. Í hinum
fær fólk yfirleitt örari hjartslátt
og hærri blóðþrýsting. Hjá fólki
með blóðfælni lækkar aftur á
móti bæði hjartsláttartíðni og
blóðþrýstingur sem leiðir til þess
að hætta er á yfirliði. Grunur leik-
ur á að blóðfælni sé í raun ekki
ótti við blóð og annað slíkt, heldur
veki það fremur viðbjóð með
fólki.
Hugsanlegar skýringar á fælni
Flestar tegundir af fælni myndast
strax í barnæsku. Nokkrar deilur
hafa staðið um hvernig fælni
verður til, en líklegt er að engin
ein orsök sé fyrir allri fælni.
Helstu hugmyndirnar eru þó að:
● Fælni verði til með skilyrð-
ingu, svo sem klassískri skilyrð-
ingu. Í þessu felst að það sem
fælnin beinist að hafi í fortíðinni
parast við eitthvað sem vekur ótta
með fólki af náttúrunnar hendi og
fari því að vekja sömu óttavið-
brögð. Dæmi um þetta er ef fólk
lærir að óttast tannlækna því þeir
parast við sársauka.
● Fælni myndist með hermi-
námi eða óbeinni skilyrðingu, þar
sem fólk læri að hræðast það sem
aðrir hræðast. Dæmi um þetta er
ef barn fer að hræðast hunda af
því að það verður vitni af því þeg-
ar hundur bítur móður þess.
● Fælni verði til með upplýs-
inganámi, þar sem upplýsingar
um að eitthvað beri að varast eða
sé hættulegt leiði til fælni sem
beinist að því. Dæmi er ef börn
verða hrædd við Grýlu því þeim
er sagt að hún sé hættuleg. Einnig
er líklegt að ótti við föstudaginn
þrettánda myndist með þessum
hætti.
● Fælni sé ásköpuð en ekki
áunnin. Þetta felur í sér að maður
læri ekki að verða hræddur, held-
ur læri maður að hræðast ekki.
● Eiginleikinn að læra að óttast
sumt meira en annað sé áskapað-
ur.
Seinustu hugmyndirnar tvær
fela í sér að það sé engin tilviljun
hvað maður hræðist heldur óttist
fólk frekar það sem því sé mikil-
vægt að óttast út frá þróunarlegu
sjónarmiði. Þetta skýrir ef til vill
af hverju lofthræðsla, vatns-
hræðsla og ótti barna við aðskiln-
að frá foreldrum sínum er algeng-
ari en ótti við það sem tegundinni
hefur ekki stafað langvarandi ógn
af.
Heiða María Sigurðardóttir,
B.A. í sálfræði og starfsmaður
Vísindavefsins.
Mikil og órökrétt hræ›sla
SNÁKUR Snákafælni er ein algengasta tegund dýrafælni.
Fylgiklausa: Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefn-
ast. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: Af hverju
eru eyjarnar á Breiðafirði svona margar, af hverju nota sálfræðingar svartar klessu-
myndir og spyrja sjúklingana út í þær, hvað gerir geislafræðingur, hvað merkir „að
troða strý“ í orðaleiknum „Stebbi stóð á ströndu var að troða strý...“, hvað eru útfjólu-
bláir geislar og hvað er líklegt að ísinn neðst í Vatnajökli sé gamall? Hægt er að lesa
svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
VÍSINDAVEFUR
HÁSKÓLA ÍSLANDS