Fréttablaðið - 11.06.2005, Síða 46
30 11. júní 2005 LAUGARDAGUR
Þ að er nokk sama hvar tekiðer niður. Hjá Heimsferðumeru bókanir langt fram úr
áætlunum þrátt fyrir að sæta-
framboð hafi verið aukið um
fjórðung milli ára. Hjá Sumar-
ferðum er sama uppi á teningn-
um þrátt fyrir helmingsaukningu
á framboði og tiltölulega fá sæti
laus í sólina næstu mánuði. Hjá
Icelandair og Iceland Express
má leita fram á haust áður en þau
fargjöld sem ódýrust eru í boði
finnast.
Eftirspurn umfram framboð
Helgi Jóhannsson, forstjóri
Sumarferða, segir tvennt skýra
aukna eftirspurn og góða sölu. „Í
fyrsta lagi hefur verð á utan-
landsverðum lækkað til muna
sem hlutfall af launum. Um það
eru allir sammála að verð hafa
síðustu árin lækkað lítillega en
kaupmáttur hefur aukist á sama
tíma og því kostar það hvern og
einn minna að fara utan í sumar-
leyfi en áður. Hitt er einnig
mikilvægt að áfangastaðir og
þeir gistimöguleikar sem í boði
eru hjá flestum aðilum í dag eru
betri en áður. Meiri áhersla er
lögð á hótel sem eru í góðum
klassa og meira lagt upp úr því að
ferðalangurinn hafi það sem allra
best. Hér áður gat það átt sér
stað að lökustu hótelin voru fyrir
neðan allar hellur og viðskipta-
vinurinn fékk lítið fyrir sinn
snúð. Það er að mestu liðin tíð.“
Ekki verður lagt mat á þær
fullyrðingar en víst er að kvört-
unum þeim er berast til að
mynda Neytendasamtökunum
vegna þessa hefur fækkað
undanfarin ár.
Fjölskyldur ganga fyrir
Séu auglýsingar ferðaskrifstof-
anna skoðaðar miðast verð
undantekningarlítið við fjögurra
manna fjölskylda, hjón með tvö
börn. Er þetta í ósamræmi við
það sem gerist erlendis þar sem
algengara er að auglýsa verð per
mann eða í sumum tilfellum
miðað við hjón. Verðmunur er þó
sjaldan með þeim hætti og finna
má hérlendis en einstaklingur
greiðir að meðaltali 20-30 þúsund
krónum hærra verð á manninn
fyrir sólarlandaferð en fjögurra
manna fjölskylda. Eins eru dæmi
um að stöku ferðir sem auglýstar
eru á heimasíðum ferðaskrif-
stofanna eru einfaldlega ekki í
boði ferðist viðkomandi einn síns
liðs.
Varðandi verðmuninn segir
Andri Ingólfsson, forstjóri
Heimsferða, ástæðuna vera þá að
um 60 prósent þeirra sem ferðist
á vegum íslenskra ferðaskrif-
stofa séu hjón eða sambúðarfólk
með börn. „Einstaklingar greiða í
raun sama verð og aðrir fyrir
flugsætið en það er gistingin sem
vegur þungt enda getur sam-
búðarfólk skipt þeim kostnaði
milli sín.“
Hann tekur hins vegar fram
að Heimsferðir hafi þá reglu til
að koma jafnt fram við sína við-
skiptavini að verð eru bæði birt
fyrir fjölskyldur og eins fyrir
einstaklinga enda sé annað kjána-
legt. Slíkt á þá við um Úrval/-
Útsýn en öll tilboð á heimasíðu
þeirra miðast við tvo fullorðna og
tvö börn.
Latibær
Bæði Helgi og Andri eru sam-
mála um að fáir Íslendingar séu
að notfæra sér þann kost að
fljúga til Bretlands eða Kaup-
mannahafnar og nýta sér lág far-
gjöld þaðan til hinna ýmsu borga
Evrópu. Fyrir því eru nokkar
ástæður en báðir töldu aðal-
atriðið vera að fyrirhöfnin væri
einfaldlega of mikil. Vissulega
væri hægt að gera afar fín kaup á
flugferðum og sumarleyfum frá
Bretlandi sérstaklega en mörg-
um þykir þyrnir í augum að
þurfa að millilenda, bíða jafnvel í
einhvern tíma á flugvellinum eða
fara milli flugvalla til að komast
á áfangastað. Helgi segir um-
stangið of mikið fyrir fólk sem
beðið hefur eftir því lengi að
komast í sumarfrí. „Þetta verður
að vera eins einfalt og hægt er.
Hér stígur fólk upp í vélina og er
fjórum tímum síðar komið á stað-
inn og byrjað að sóla sig. Það er
þess virði að greiða aðeins meira
fyrir en þess utan eru ferðir
héðan alls ekki mikið dýrari en
hægt er að fá gegnum netið frá
Englandi eða annars staðar.“
Andri er þessu sammála og
segir þetta sérstaklega eiga við
um barnafólk. „Fólk með eitt
barn eða fleiri prófar slíkt aðeins
einu sinni enda getur bið eftir
framhaldsflugi verið mjög löng
og kostað mikinn barning.“
Lægstu fargjöldin uppseld
Engu að síður eru hagstæðustu
flugtilboðin hjá Icelandair og
Iceland Express uppseld að
mestu í sumar. Hafi menn hug á
að fljúga á ódýrasta fargjaldi
Iceland Express er hægt að finna
stöku sæti á þeim verðum um
miðjan september.
Icelandair auglýsir svokallaða
netsmelli og er um þrjú mismun-
andi verð að ræða. Sem dæmi var
ódýrasti netsmellurinn fimmtu-
daginn 9. júní ferð til Glasgow á
19.900. Önnur fargjöld voru tals-
vert dýrari og virðist fyrirtækið
að mestu hætt að bjóða verð
undir 20 þúsundum króna eins og
neytendum gafst kostur á síðasta
sumar og vetur.
albert@frettabladid.is
Á SPÁNI ER GOTT AÐ .... LIGGJA OG SÓLA SIG
Sætaframboð hefur stóraukist milli ára hjá flestum ferða-
skrifstofum en allt kemur fyrir ekki. Uppselt er orðið eða
er að verða í margar af vinsælustu ferðunum sem eru,
eins og síðustu áratugina, til Spánar og Portúgals.
Fjögurra manna fjölskylda Einstæð móðir með eitt barn Einstaklingur
verð á mann verð á mann
Heimsferðir
Vika á Timor Sol á Costa del Sol 51.500 60.900 79.800
Sumarferðir
Vika á Viva Cala á Mallorca 43.875 55.250 80.500
Úrval/Útsýn
Vika á Ondamar í Portúgal 48.620 55.148 77.058
Plúsferðir
Tvær vikur á Marmaris í Tyrklandi 68.200 68.200 Ekki í boði
Úrval/Útsýn
Vika í Havana á Kúbu 97.120 97.120 117.320
Sumarferðir
Vika á Albir Garden á Costa Blanca 38.438 46.876 65.752
Kuoni/Apollo*
Vika á St. Nicolas á Korfu 44.220 54.290 54.290
* Flug frá Kaupmannahöfn
Auglýst verð flestra ferðaskrifstofa er nær undantekningarlaust miðað
við lægsta verð sem gildir eingöngu um fjölskyldur. Mikill verðmunur getur
verið á því verði og því hæsta sem einstaklingar greiða.
fieir eru fáir kaupmennirnir sem kvarta yfir litlum vi›skiptum flessa dagana enda neysluæ›i Íslendinga sjaldan veri› meira.
Fer›askrifstofurnar ver›a áflreifanlega varar vi› fla› enda eru flestar utanlandsfer›ir sem í bo›i eru fletta sumari› a› ver›a uppseldar.
Fer›ast sem aldrei fyrr
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY