Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2005, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 11.06.2005, Qupperneq 66
Niðurstaða: Mrs. and Mrs. Smith er þvottekta sumarmynd; fyndin, spennandi, smart, töff og vel gerð og skartar tveimur skærustu kvik- myndastjörnum samtímans í aðal- hlutverkum. Þetta nægir til þess að enginn ætti að verða svikinn af kynnum sínum við hjónin Pitt og Jolie. Það getur ekki verið annað en góður bisness að skella Angelinu Jolie og Brad Pitt saman í bíómynd. Pitt er einhverra hluta vegna talinn með kynþokkafyllri karlmönnum og þrátt fyrir takmarkaða hæfileika er hann einnig með eftirsóttustu leik- urum í Hollywood. Svipaða sögu er að segja af Angelinu Jolie sem hef- ur það þó fram yfir Pitt að kynþokki hennar er óumdeildur. Skötuhjúin komast því ekki hjá því að selja milljónir bíómiða út um allan heim þar sem annað þeirra höfðar sterkar til karla og hitt til kvenna þannig að í sumarstór- myndaflóðinu þar sem flestar myndir snúast um geimstríð, teikni- myndaofbeldi og mannlega leður- blöku í hefndarhug er Mr. and Mrs. Smith jarðbundnasti valkosturinn og sú mynd sem flest kærustupör og hjón geta sameinast um að sjá. Pitt og Jolie leika John og Jane Smith. Þau hafa verið gift í fimm eða sex ár og það eru komnir brest- ir í hjónabandið. Rót vandans liggur í því að bæði lifa í stöðugri blekk- ingu þar sem þau starfa bæði sem leigumorðingar en hvorugt veit af hinu. Það reynir þó fyrst á styrk hjónabandsins þegar þau fá það verkefni að kála hvoru öðru og líf beggja hangir á bláþræði þar til þau komast að því hvort einhver ást leynist í blekkingarsambandi þeirra. Formúlan sem Mr. and Mrs. Smith byggir á er eldgömul og þrautreynd og sjálfsagt hefur hver meðal bíógestur séð um 1000 mynd- ir yfir ævina sem fjalla allar um ólíka einstaklinga og andstæðinga sem verða að snúa bökum saman til að lifa af. Það lyftir Mr. and Mrs. Smith langt yfir meðalmennskuna að hún er vel gerð, leikararnir eru í bana- stuði og hún er miklu frekar gaman- mynd en spennumynd. Það fer ekki fram hjá neinum að Jolie og Pitt hefur ekki leiðst samstarfið og leik- gleðin og greddan á milli þeirra skilar sér beint til áhorfenda. Hvað efni og innihald varðar er myndin samt hræódýr og fyrirsjá- anleg og lausn flækjunnar er glæp- samlega einföld og ófullnægjandi en skemmtunin kemur á undan sem verður til þess að manni er ein- hvern veginn alveg sama um þetta og finnst maður síður en svo svik- inn þegar maður yfirgefur bíósalinn Þórarinn Þórarinsson. Hress hjónaslagur MR. & MRS. SMITH LEIKSTJÓRI: DOUG LIMAN AÐALHLUTVERK: ANGELINA JOLIE, BRAD PITT, VINCE VAUGHN NIÐURSTAÐA: Mrs. and Mrs. Smith er þvottekta sumarmynd; fyndin, spennandi, smart, töff og vel gerð og skartar tveimur skærustu kvik- myndastjörnum samtímans í aðalhlutverkum. Þetta nægir til þess að enginn ætti að verða svikinn af kynnum sínum við hjónin Pitt og Jolie. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Sýnd kl. 2 m/ísl. taliSýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 2, 4, 5, 7, 8, 10 og 11 Sýnd í Lúxus kl. 2 og 5 B.i. 10 ára Aðsóknarmestamynd ársins ★★★★★ Fréttablaðið ★★★★1/2 kvikmyndir.is ★★★★ MBL ★★★★ X-FM ★★★1/2 SJ Blaðið 1/2 ★★★1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3, 8 og 10.40 Sýnd í Lúxus kl. 8 og 10.40 B.i. 14 ára „Skotheld frá A-Ö“ „Afþreying í hæsta klassa“ ★★★ 1⁄2 K&F- XFM ★★★★ EMPIRE SÍMI 551 9000 Sýnd kl. 3, 6, og 9 B.i. 10 ára ★★★★ O.H.T. Rás 2Downfall Sýnd kl. 3 Sýnd kl. 3, 8.30 og 11 B.i. 14 ára ★★★ HL MBL Sýnd kl. 6 og 9 Bi. 16 ára Breskur glæpatryllir eins og þeir gerast bestir. Svartur húmor, ofbeldi og cool tónlist með Cult, Starsailor, FC Kahuna og Duran Duran. Frá framleiðendum Lock Stock & Snatch ★★★ ÓÖH DV Aðsóknarmestamynd ársins ★★★★★ Fréttablaðið ★★★★1/2 kvikmyndir.is ★★★★ MBL ★★★★ X-FM ★★★1/2 SJ Blaðið 1/2 ★★★1/2 Kvikmyndir.com „Skotheld frá A-Ö“ „Afþreying í hæsta klassa“ ★★★ 1⁄2 K&F- XFM ★★★★ EMPIRE Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 16 ára dagar í umtöluðustu og svölustu mynd sumarsins. Heimsfrumsýnd 9. júní. H im in n o g h a f / S ÍA Allir á aldrinum 12–20 ára, sem leggja sumarlaunin sín inn hjá SPRON, fá tvo boðsmiða í Smárabíó og eiga möguleika á glæsilegum vinningi m.a.: Nánari upplýsingar á spron.is og snilld.is MedionM6 fartölvu Árskorti fyrir tvo í Smárabíó og Regnbogann PlayStation 2 Silver með stýripinna Ferða-DVD-spilara Afþreyingarpakka með tvöföldum geisladiski, DVD og PlayStation-leik. Madonna hefur greinilega látiðhjónabandið mýkja sig því nú hefur hún sagt að leiðin til að kom- ast áfram í lífinu sé að láta manninn sinn vera í fyrsta sæti. Þetta þykja miklar sviptingar því söngkonan hef- ur alltaf verið mjög sjálfstæð og far- ið sínar eigin leiðir. Það er ekki langt síðan hún var dansandi um í strýtulaga brjósta- haldara, upptekin við að segja heim- inum að hún væri jafn sterk og valda- mikil og hvaða karl sem er. FRÉTTIR AF FÓLKI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.