Fréttablaðið - 21.07.2005, Side 2
2 21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Rjúpnastofnin hefur ríflega þrefaldast á tveimur árum:
Vei›ar á rjúpu hefjast á n‡
RJÚPNAVEIÐAR Rjúpnaveiðar hefj-
ast aftur í haust, Sigríður Anna
Þórðardóttir umhverfisráðherra
tilkynnti ákvörðun sína þess lút-
andi í gær. Enn liggur ekki fyrir
hversu margar rjúpur verður
heimilt að veiða en reglugerð um
veiðarnar lítur dagsins ljós í lok
næsta mánaðar eða byrjun sept-
ember.
Sigmar B. Hauksson, formaður
Skotveiðifélags Íslands, er
ánægður með tíðindin og segir
skotveiðimenn hafa átt von á
þessu þar sem niðurstöður
rjúpnatalningar Náttúrufræði-
stofnunar Íslands bendi til þess að
rjúpnastofninn hafi meira en þre-
faldast á síðustu tveimur árum.
Hann er einnig ánægður með þær
breytingar sem liggja fyrir varð-
andi stjórn á veiðum.
„Það liggur fyrir að sala á
rjúpu verði óheimil og því fögnum
við skotveiðimenn en við teljum
nauðsynlegt að reyna að stemma
stigum við magnveiðum, því sem
stundum er kallað græðgisveiðar
því við leggjum áherslu á að skot-
veiði er frístundariðja öðru frem-
ur,“ segir Sigmar.
Hann segist eiga von á því að
flestir séu sáttir við þessa ákvörð-
un ráðherrans. -jse
Sex íslensk ungmenni eru í Palestínu og ætla á alþjóðlega æskulýðsráðstefnu:
Freista fless a› komast til Nablus
MIÐAUSTURLÖND „Það er óvíst að
við komumst til Nablus vegna
ástandsins sem hér ríkir,“ segir
Margrét Scheving Thorsteins-
son, ein sex íslenskra ungmenna
sem stödd eru í Palestínu. Vax-
andi spennu hefur gætt í sam-
skiptum Ísraela og Palestínu-
manna
Margrét var stödd í Jerúsal-
em þegar Fréttablaðið náði tali
af henni í gær en til stendur að
Íslendingarnir ferðist síðar í
vikunni til borgarinnar Nablus á
Vesturbakkanum þar sem þau
ætla að taka þátt í alþjóðlegri
æskulýðsráðstefnu. Arna Ösp
Magnúsardóttir ætlaði að vera
með í för, en henni var vísað úr
landi eftir yfirheyrslur við kom-
una til Ísraels í fyrradag.
Fjögur ungmennanna ætluðu
að leggja af stað til Nablus nú í
bítið. Anna Tómasdóttir, ein
fjórmenninganna, var bjartsýn
á að það tækist. „Við höfðum
samband við einn skipuleggj-
enda ferðarinnar og skildist á
henni að hún væri nú þegar búin
að sjá fyrir því að við kæmumst
til borgarinnar.“ -ht
Ógna› í yfirheyrslum
MIÐAUSTURLÖND „Ég var óörugg
um mína stöðu enda fékk ég
aldrei upplýsingar um hvað
gerðist næst,“ segir Arna Ösp
Magnúsardóttir, tvítugur Palest-
ínufari. Arna er komin til Lund-
úna eftir að ísraelsk yfirvöld
handtóku hana á flugvellinum í
Tel Aviv í Ísrael á mánudag.
Örnu var haldið af lögreglu í
þrjátíu klukkustundir áður en
henni var vísað úr landi. „Vega-
bréfið og töskurnar mínar voru
teknar af mér þegar ég kom á
flugvöllinn og ég færð til yfir-
heyrslu,“ segir Arna Ösp. „Þar
var mér haldið í tíu klukku-
stundir, með einu stuttu hléi
þegar ég fékk samloku að
borða.“
Að sögn Örnu var henni gefið
að sök að hafa veitt hryðju-
verkamönnum aðstoð. „Mest af
yfirheyrslunni snerist um að fá
nöfn og upplýsingar um annað
fólk, en minnst um hvað ég væri
að gera eða ætlaði að gera.“
Arna segist hafa upplifað yfir-
heyrsluna sem yfirþyrmandi og
ógnandi. Þá hafi henni verið hót-
að. „Einn þeirra sem yfirheyrðu
mig sagðist hafa fengið leyfi yf-
irmanns síns til þess að gera við
mig hvað sem hann vildi ef
ég væri ekki samvinnu-
þýð.“
Arna segir bónir
hennar um að fá að hafa
samband við ræðis-
mann Íslands og fjöl-
skyldu sína ekki hafa
verið virtar. „Mér var
ýtt inn í klefa og það
var hlegið að mér þeg-
ar ég minntist á rétt-
indi mín,“ segir
Arna. „Svo
var öskrað
að ég
hefði
engin réttindi og ætti ekki rétt á
neinu.“
Ástæður handtök-
unnar telur Arna
hafa verið starf
hennar í Palestínu,
en þar var hún í
þrjá mánuði síðast-
liðið sumar og
starfaði með alþjóð-
legu samtökunum
International Solid-
ary Movement.
„Þetta var greinilega í
tengslum við að ég hef
verið að vinna með
Palestínumönnum,“
segir Arna. „Þeir
vilja koma í veg
fyrir að fólk
fari til Palest-
ínu og verði
vitni að því
sem þar er
að gerast.“
A r n a
h y g g s t
dvelja um
tíma í
L u n d ú n -
um og
reyna að
l e i t a
r é t t a r
síns. „Ég
mun að
m i n n s t a
kosti hafa
s a m b a n d
við utanrík-
isráðuneytið og sjá
síðan til.“
helgat@frettabladid.is
Landbúnaðarstofnun:
Jón Gíslason
rá›inn forstjóri
LANDBÚNAÐUR Guðni Ágústsson
hefur skipað Jón Gíslason for-
stjóra Landbúnaðarstofnunar til
fimm ára frá 1. ágúst næstkom-
andi. Alls sóttu 23 um starfið.
Jón er næringarlífeðlisfræðing-
ur og hefur síðustu ár starfað
hjá Eftirlitsstofnun EFTA í
Brussel.
Landbúnaðarstofnun er ný
stofnun sem mun hafa með
höndum störf yfirdýralæknis,
veiðimálastjóra, aðfangaeftir-
litsins, kjötmatsmanns, plöntu-
eftirlitsins og ýmis stjórnsýslu-
verkefni sem Bændasamtök Ís-
lands hafa farið með til þessa. ■
HREINDÝR Í LÓNI Það sem af er veiðitíma-
bilinu hafa þrjú dýr verið skotin vestan
Hornafjarðar.
FLUTTUR TIL FREKARI RANNSÓKNA Lestar-
vagninn sem var sprengdur nærri Edgware
Road lestarstöðinni var fluttur af vettvangi
í fyrrinótt.
Hryðjuverkin í London:
Ma›ur tekinn
í Pakistan
LONDON, AP Pakistanska lögreglan
hefur mann í haldi sem hún segir
hafa átt beinan þátt í sprengjutil-
ræðunum í Lundúnum 7. júlí.
Lögreglurannsókn á árásunum
á Lundúnir er í fullum gangi.
Lundúnablaðið Times greindi
frá því í gær að heimildarmaður
þess í lögreglunni hefði tjáð því að
talið væri að meintur skipuleggj-
andi árásanna hefði verið í Leeds,
heimabæ árásarmannanna, og
Lundúnum í júlíbyrjun en yfirgef-
ið landið nokkrum klukkustund-
um fyrir sprengingarnar.
Háttsettur pakistanskur emb-
ættismaður sagði í viðtali við AP-
fréttastofuna í gær að yfirvöld
hefðu mann í varðhaldi sem talinn
er hafa átt í tilræðunum. ■
SPURNING DAGSINS
Hrafn, stafar krummanum
ógn af minknum?
Ég er viss um að í þessari samkeppni
verður krumminn sér ekki til minnkunar.
Hrafn Gunnlaugsson lét aflífa nokkra minnka við
heimili sitt í Laugarnesinu.
ÍSRAELSKIR LÖGREGLUÞJÓNAR Ísraelsk yf-
irvöld hafa bæði áhyggjur af fylgjendum
Palestínumanna og einnig mótmælendum
þess að landnemabyggðir Ísraela verði
rýmdar.
Ítalir og Frakkar:
Auka eftirlit á
landamærum
SAMGÖNGUR Bæði Frakkar og Ítal-
ir hafa í kjölfar hryðjuverka-
árásanna í Lundúnum á dögunum
ákveðið að taka upp landamæra-
eftirlit á innri landamærum
Schengen-svæðisins. Ferðamenn
og aðrir geta því búist við því að
þurfa að sæta vegabréfaeftirliti
við komu og brottför frá þessum
löndum.
Búist er við því að fleiri aðild-
arríki Schengen-samningsins
fylgi í kjölfar þeirra á komandi
vikum og auki landamæraeftir-
litið. -grs
Hreindýraveiðar hafnar:
Sex d‡r skotin
SKOTVEIÐI Hreindýraveiðar fara
rólega af stað en veiðitímabilið
hófst 15. júlí og var úthlutað 800
leyfum eins og í fyrra.
Fram til 1. ágúst má eingöngu
skjóta tarfa og segir Jóhann G.
Gunnarsson, starfsmaður Um-
hverfisstofnunar, að í gær hafi
verið búið að skjóta sex dýr. „Það
hafa fáir verið að veiðum enda
þoka búin að vera á hreindýra-
slóðum að undanförnu. Betra veð-
urútlit er fram undan og þá á ég
von á að fleiri haldi til veiða,“ seg-
ir Jóhann. -kk
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
B
ÁTÖK Í PALESTÍNU Óvíst er um ferð sjö íslenskra ungmenna til borgarinnar Nablus á Vest-
urbakkanum vegna mikillar spennu sem gætir í samskiptum Ísraela og Palestínumanna.
ARNA ÖSP MAGNÚSAR-
DÓTTIR Komin heil á húfi
til Lundúna
RJÚPA Rjúpnaveiðar hefjast á ný 15. októ-
ber.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
Arna Ösp Magnúsardóttir Palestínufari, er komin til Lundúna en hún var flrjátíu
klukkustundir í haldi ísraelskra yfirvalda eftir komu sína til Tel Aviv á mánudag.
Mátti Arna sæta tíu klukkustunda yfirheyrslu á›ur en henni var vísa› úr landi.
LÖGREGLUFRÉTTIR
RÉTTINDALAUS Á STOLNUM BÍL
Lögreglan í Keflavík stöðvaði för
sextán ára pilts sem tekið hafði
bifreið ófrjálsri hendi og ekið
henni utan í kyrrstæðan bíl fyrir
utan söluturn í bænum. Var hann
réttindalaus en var látinn laus
eftir yfirheyrslur.