Fréttablaðið - 21.07.2005, Side 22

Fréttablaðið - 21.07.2005, Side 22
Baugur Group er í viðræðum við eiganda tískuversl- unarkeðjunnar Jane Norman um kaup á 30-40 pró- senta hlut í fyrirtækinu samkvæmt the Times. KB banki er sagður fjármagna kaupin fyrir Baug. Fjárfestingarfélagið Graphite Capital hefur verið eig- andi Jane Norman síðan árið 2003. Þá var kaup- verðið um 70 milljónir punda sem gerir um átta milljarða króna í dag. Stjórn félagsins gekk til við- ræðna við Baug eftir að ákveðið var að selja hluta keðjunnar fyrr á þessu ári. Þetta gætu orðið fyrstu kaup Baugs á Bretlandseyjum eftir að félagið dró sig úr hópi fjárfesta sem hyggjast yfirtaka Somerfield. Verslanir Jane Norman eru um eitt hundrað en keðj- an var stofnuð árið 1952 af Norman Freed. - eþa Færri Moggar Mogginn seldist í 2.322 færri eintökum að meðal- tali á dag á fyrstu sex mánuðunum í ár miðað við sama tímabil árið 2004. Að jafnaði selst blaðið í tæpum 51.000 eintökum á dag. En hver gæti tekjumissir blaðsins verið? Mánað- aráskrift að Mogganum kostar 2.400 krónur á mánuði og eintakið út úr búð á virk- um degi um 220 krónur þannig að gera má ráð fyrir að útgáfufélagið Árvak- ur verði að minnsta kosti af um fimm milljónum króna á mánuði vegna samdráttar í áskrift og lausasölu. Á ári gerir þetta um 60 milljónir króna. Erfitt er að áætla hvort félagið tapi einnig auglýsingatekj- um en þó má ætla það í ljósi lækkandi auglýsinga- verðs á prentmiðlamarkaði og minni lesturs á blaðinu. Hækkandi áskriftarverð Oft er sagt að það fyrsta sem fólk losar sig við þeg- ar illa árar séu fjölmiðlar. Góðæristími sem þessi er sennilega eina leiðin fyrir fjölmiðla að hækka áskriftargjöld. Ein leið fyrir Moggann til að bregð- ast við þessum tekjumissi er að hækka áskriftarverðið eins og Stöð 2 hefur tilkynnt um. Hækkaði áskrift stöðvarinnar um átta prósent í gær og kostar mánuður í almennri áskrift 5.295 kr. Forráðamenn Stöðvar 2 segja að eftir hækk- unina hafi áskriftarverðið hækk- að um 3,6 prósent að meðaltali á ári frá 1998 en afnotagjald RÚV um 3,7 prósent. Einnig benda þeir á að launavísitalan hafi hækkað um 5,2 prósent og neysluverðsvísitalan um 3,45 prósenta á sama tíma. Ekki er vitað af hverju viðmiðunin miðast við sjö ára tímabil en varla getur það verið tilviljun ein. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.209,80 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 192 Velta: 2.60 milljónir +0,20% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Kynningarfundur KB banka fyr- ir hluthafa og markaðsaðila verð- ur haldinn föstudaginn 29. júlí.. Þar mun Hreiðar Már Sigurðs- son kynna afkomu bankans og svara spurningum. Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investors Service stað- festi í gær lánshæfiseinkunn Ís- lands og breytist hún þar af leið- andi ekki. Í ljósi aukinnar hættu á verð- bólgu vegna veikingar krónunnar á næsta ári telur greiningardeild Landsbankans að Seðlabankinn hækki vexti um 0,25-0,5 prósent- ur í byrjun ágúst og aftur um 0,25 prósentur í lok september. 22 21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 41,10 +0,00% ... Bakkavör 38,60 +0,26%... Burðarás 16,40 +0,00%... FL Group 14,50 +0,00% ... Flaga 4,75 +0,00% ...HB Grandi 8,20 +0,00% ... Íslandsbanki 13,55 +0,00% ... Jarðboranir 21,60 +0,00% ... KB banki 549,00 +0,18% ... Kögun 58,80 +0,00% ... Landsbankinn 17,70 +0,57% ... Marel 58,40 +0,00% ... SÍF 4,82 +0,00 ...Straumur 12,25 -0,41% ... Össur 78,50 +0,64% Og Vodafone +0,73% Össur +0,64% Landsbankinn +0,57% Atorka -3,23% Icelandic Group -1,40% Mosaic Fashions -0,74% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Bandaríski hlutabréfa- markaðurinn harður hús- bóndi en um leið hvetj- andi, segir Kári Stefáns- son forstjóri ÍE. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar, sagðist líta á það sem forréttindi að stjórna fyrirtæki sem skráð væri á bandaríska Nas- daq-markaðinn, þegar það kom í hans hlut að opna fyrir viðskipti á Nasdaq í gærmorgun. Þar væru helstu tæknifyrirtæki heimsins í dag skráð. Tilefnið var að fimm ár eru liðin frá því að deCODE genetics var fyrst skráð á markað í Bandaríkjun- um. Í samtali við Fréttablaðið sagði Kári að viðskiptaumhverfið þar ytra væri allt annað en þekktist á Ís- landi, sem væri dvergmarkaður í samanburðinum. Þetta væri harðari heimur og ekki alltaf dans á rósum. Um leið væri umhverfið hvetjandi, veitti aðhald og krefðist þess að all- ir legðu sig fram við að skapa gott og framsækið fyrirtæki. Með skráningu á Nasdaq fengi deCODE aðgang að peningum, erlendir greiningaraðilar fjölluðu um fyrir- tækið og skoðuðu það á gagnrýninn hátt og bandaríska fjármálaeftirlit- ið tryggði ákveðinn trúverðugleika. „Það er mikilvægt atriði fyrir rekst- ur fyrirtækis og fyrir það er ég þakklátur,“ sagði Kári. Hann sagði þetta hafa verið mikla ævintýraför, spurður um það hvað standi uppúr síðustu fimm ár. Gaman væri að horfa til baka frá því að fyrirtækið var stofnað fyrir níu árum. Sambærileg fyrirtæki, sem voru stofnuð á svipuðum tíma, væru ekki lengur starfandi. Fyrst fyrirtækja hefði deCODE náð að einangra meingen og í kjölfarið þró- að lyf sem nú væri í klínískum próf- unum. „Ég er þakklátur fyrir þetta allt saman,“ sagði Kári. – bg Síðan deCODE var skráð á Nas- daq-markaðinn fyrir fimm árum hefur rekstrarumhverfi líftækni- fyrirtækja gjörbreyst. Sú bjartsýni sem ríkti meðal fjárfesta í garð þessara fyrirtækja er horfin að mestu leyti en mikill taprekstur hefur einkennt geirann. Áður en deCODE var skráð hafði nýtt hlutafé verið boðið út fyrir sautján milljarða króna á geng- inu átján dalir á hlut. Lokagengi fyrsta viðskiptadags hjá fyrirtæk- inu var 25,44 dalir á hlut. Síðan hefur verð á hlutabréfum í félag- inu fallið um 60 prósent. Í samanburði við önnur líftækni- fyrirtæki hefur deCODE spjarað sig vel. Transgenomic er líftækni- fyrirtæki sem var skráð á Nasdaq sama dag og deCODe og var lokagengi þess fyrsta daginn um 24 dalir á hvern hlut. Gengi þess hefur á þessum fimm árum fallið um 95 prósent og er komið und- ir einn dal. Kaup á Jane Norman í bígerð RAFRÆN UNDIRSKRIFT Eftir að hafa flutt stutta tölu og opnað Nasdaq markaðinn í gær þurfti Kári Stefánsson að skrifa nafn sitt á skjá. Skráningarlýsing Icelandic Group - júlí 2005 Skráningarlýsingin er gefin út vegna hækkunar á hlutafé Icelandic Group h fjárhæð 616.707.297 krónur að nafnverði þann 30. maí 2005. Hækkunin var sk Kauphöll Íslands hf. 10. júní 2005. Hækkunin var afhent hluthöfum í Sjóvík ehf. sem hluti af greiðslu fyrir alla h þeirra í Sjóvík ehf. Hlutafé félagsins eftir hækkunina er 2.168.091.382 kr. að nafnverði. Þar sem hlutafé Icelandic Group hf. hefur verið hækkað samtals um meira en nemur 10% af heildarhlutafé ber félaginu að gefa út skráningarlýsingu samkvæ gr. A-lið 3tl. viðauka IV við reglugerð nr. 434/1999. Allt hlutafé Icelandic Group hf. er skráð á Aðallista Kauphallar Íslands hf. u auðkenninu SH. Skráningarlýsinguna er hægt að nálgast hjá Icelandic Group hf., Borgartún Reykjavík og á vefsíðu félagsins www.icelandic.isog hjá umsjónaraðila skrán- ingarinnar, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands hf., Hafnarstræti 5, Reykjavík vefsíðu bankans www.landsbanki . is Landsbankinn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T H E N AS D AQ S TO C K M AR KE T IN C . Kaupverð er 125 milljónir króna. Framkvæmdastjóri 365 horfir til nágranna- landanna. 365 ljósvakamiðlar hafa keypt allt hlutafé í Sagafilm, sem framleiðir auglýsingar og efni fyrir sjónvarp. Segir í tilkynningu frá 365 að Jón Þór Hannesson, stofnandi og fram- kvæmdastjóri Sagafilm, muni starfa áfram að uppbyggingu og út- rás fyrirtækisins. Kaupverð er 125 milljónir króna og nema vaxtaberandi skuldir fé- lagsins 45 milljónum. Áætluð árs- velta Sagafilm er um 580 milljónir króna og gert er ráð fyrir jákvæðri afkomu rétt eins og í fyrra. Gunnar Smári Egilsson fram- kvæmdastjóri 365 ljósvakamiðla segist hafa mikla trú á Sagafilm: ,,Fyrirtækið hefur verið starfrækt í tæp þrjátíu ár og er réttnefnt móð- urskip í þessum bransa.“ Gunnar segir markmið 365 að einingar innan fyrirtækisins geti starfað sjálfstæðar og sótt fram á eigin forsendum: ,,Starfsemin þarf ekki endilega að einskorðast við Ís- land og lítum við þá helst til ná- grannalandanna. Til að mynda er Sagafilm framarlega í framleiðslu auglýsinga, og þá þekkingu má nýta til sóknar.“ -jsk Afneita ummælum stjórnanda FL Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar í gær vegna ummæla sem voru höfð eftir Jóni Karli Ólafssyni, framkvæmda- stjóra Icelandair – eins af fjórtán dótturfélögum FL Group – sem birtust í breska blaðinu Scotsman þann 13. júlí síðastliðinn. Þar á hann hafa sagt að Icelandair og breska lággjaldaflugfélagið easyJet ættu ekki margt sameiginlegt og ekki væri stefnt á samruna félag- anna. FL Group er næststærsti eigandinn í easyJet. Jón Karl sagði enn fremur að fjárfestingin í easyJet hefði margborgað sig. FL Group segir að orð Jóns Karls endurspegli ekki viðhorf stjórn- enda móðurfélagsins til easyJet en allar ákvarðanir um fjárfestingar FL Group séu teknar af stjórn þess. - eþa JANE NORMAN Baug- ur Group er kominn í viðræður við fjárfesting- arfélag um kaup á hlut í Jane Norman. JÓN KARL ÓLAFSSON JÓN ÞÓR HANNESSON STOFNANDI SAGAFILM Jón Þór mun áfram starfa hjá Sagafilm þrátt fyrir að fyrirtækið sé nú í eigu 365 ljósvakamiðla. 365 kaupa Sagafilm FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Forréttindi að stjórna fyrirtæki á Nasdaq

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.