Fréttablaðið - 21.07.2005, Qupperneq 27
3FIMMTUDAGUR 21. júlí 2005
Hátískan (haute couture) er ólík þeirri tískuframleiðslu sem er til-
búin til notkunar (prêt-à-porter) að því leyti að hún er eingöngu
framleidd fyrir tískusýningar og eftir pöntunum viðskiptavina sem
eru um tvö hundruð í heiminum. Ólíkt öðrum sýningum er þetta
tíska komandi árstíðar en ekki ár fram í tímann eins og á dögunum
þegar herratíska næsta sumars var kynnt. Nánast allt er handsaum-
að og oft á tíðum um tvö hundruð vinnutímar á bak við hvern kjól
jafnvel meira. Þetta átti örugglega við um brúðarkjól Karls Lager-
feld fyrir Chanel sem var alsettur handsaumuðum kamelíum.
Hverri hátískusýningu lýkur einmitt á útgáfu hönnuðarins af
brúðarkjól. Talsvert hefur verið talað um það í tískublöðum og fjöl-
miðlum hvort hátískan sé deyjandi hönnun (listform) og víst er að
þeim tískuhúsum sem eru í hátískunni hefur fækkað. Gífurleg vinna
liggur á bak við hverja flík og verðið er eftir því, oft á tíðum mill-
jónir króna fyrir kjólinn. Í samhengi við hátískuna er oft talað um
„litlar hendur“ það er að segja margar hendur sem koma að því að
sauma einn kjól.
Það er sjaldgæft að nýliðar bæti sér í þröngan hóp þeirra tísku-
húsa sem framleiða hátísku. Ekki er langt síðan að Jean-Paul Gaulti-
er blandaði sér í þennan hóp og hannar nú bæði fatnað sem er til-
búinn til notkunar og hátísku. Sýning Gaultier var undir rússneskum
og úkraínskum áhrifum, babúskur í bland við prinsessur. Giorgio
Armani sýndi nú í annað sinn hátísku, en er þó enginn nýliði þegar
tíska er annars vegar, sjötíu og tveggja ára. Armani er eitt af stærstu
tískufyrirtækjum í heimi og Giorgio Armani einn sá efnaðasti. Hann
sagðist sjálfur gefa sér þá gjöf að skella sér í hátískuna og sýna að
Armani tískuhúsið sé enn í fullu fjöri.
John Galliano minntist hundrað ára fæðingarafmælis Christian
Dior með afturhvarfi til fortíðar. Hestvagn kom inn á sviðið sem var
eins og draugalegur garður og út steig kona, afturganga Madame
Dior með lítinn dreng, Christian. Fyrirsæturnar sýndu kjóla með líf-
stykkjum en þar á eftir sveif stíll „New look“ yfir vötnum og í
Hollywood-hlutanum mátti sjá toppfyrirsætur, Naomi Campbell,
Evu Herzogovu og Lindu Evangelista.
Í febrúar var tískuhús Christian Lacroix selt frá LVMH til banda-
ríska fyrirtækisins Duty free. Enginn vissi hvað úr yrði og spáði ég
jafnvel að tískuhúsið yrði að safni líkt og hjá YSL þegar hátískunni
var lokað. En svo virðist sem að Lacroix hafi endurheimt listrænt
frelsi sitt og var sýning hans tvímælalaust sú glæsilegasta í þessari
röð tískusýninga. Hátískan virðist því enn eiga lífdaga framundan.
Úr háborg tískunnar
BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS
Hátískan enn á lífi
Christina kaupir
brúðarkjól
SÖNGSTJARNAN VILL AÐEINS KLÆÐ-
AST KJÓL FRÁ CHRISTIAN LACROIX.
Söngstjarnan Christina Aguilera verslaði
sér brúðarkjól frá Christian Lacroix á
tískuvikunni í París fyrr í mánuðinum.
Söngkonan er trúlofuð Jordan Bratman
og ætla þau að
gifta sig í vetur.
Christina vildi ekki
klæðast neinum
öðrum brúðarkjól
en frá Christian
Lacroix enda
dýrkar hún hönn-
uðinn. „Hann er
ótrúlegur. Smáat-
riðin í vinnu hans eru mögnuð. Hann
er einn af mínum uppáhaldshönnuð-
um. Hann gerir einstaklega fallega
brúðarkjóla og ég hlakka til að klæðast
mínum,“ sagði Christina í samtali við
blaðamann á tískuvikunni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY
Nýr pöntunarlisti
frá Addition
FATNAÐUR OG HÚSBÚNAÐUR Í MIKLU
ÚRVALI.
Haust- og vetrarlistinn 2005 frá
Addition er kominn út. Í listanum er að
finna fatnað og skó á alla aldurshópa
og dömufatnað í stórum númerum. Þar
fyrir utan er í listanum húsbúnaður, allt
frá rúmteppum upp í sófasett, leikföng
og vefnaðarvara. Listann er hægt að
panta hjá B. Magnússyni hf. og afhend-
ingartími vörunnar er um það bil tvær
vikur.
ÚTSALA!
Enn meiri
afsláttur
S: 588 5518 Opnunartími • Mörkinni 6
mán. – fös. 10 – 18 • lau. 10 – 16
Mikið úrval af yfirhöfnum
á 50% afslætti