Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2005, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 21.07.2005, Qupperneq 42
21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR > Við erum svekktir ... ... yfir því að lið FH skyldi falla úr leik í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Vonir stóðu til að FH, sem hefur haft algera yfirburði hér heima, ætti von til þess að standa sig betur í Evrópukeppninni en mörg önnur íslensk félagslið hafa gert í gegnum tíðina. Úrslit gærkvöldsins eru reiðarslag fyrir íslenska knattspyrnu. Því miður. Allir þeir bestu mæta Íslandsmótið í golfi hefst í dag í Leirunni í Keflavík og er von á öllum okkar bestu kylfingum til leiks, þar á meðal Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólöfu Maríu Jónsdóttur sem hafa verið að gera það gott undanfarið á mótaröðunum í Evrópu. sport@frettabladid.is 26 > Við vonumst til ... .... að Magnús Gylfason þjálfari KR taki nú fram skóna og sýni lærisveinum sínum í verki hvernig eigi að leika knattspyrnu. Magnús fékk í gær leikheimild með KR eftir að hafa verið skráður leikmaður Víkings frá Ólafsvík undanfarin sex ár. Viktor Bjarki sá um HK-inga Fylkismenn eru komnir áfram í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 2-0 sigur á HK-ingum á Kópavogsvelli í gær. Leikurinn var ansi lítil skemmtun en Viktor Bjarki Arnarsson sá um a› skora. FÓTBOLTI Það er óhætt að segja að þau tvö lið sem áttust við í Kópa- voginum í gær séu sannkölluð bik- arlið. 1.deildarlið HK komst alla leið í undanúrslit í fyrra og sló bikarmeistarana í Keflavík úr leik í sextán liða úrslitum í ár. Fylkis- menn unnu bikarinn 2001 og 2002 en leikur liðsins í sumar hefur verið ansi sveiflukenndur. Oftast hefur liðið þó spilað mjög vel á útivöllum en annað var uppi á ten- ingnum í gær. HK-ingar fengu hættulegustu færi fyrri hálfleiksins, það besta á áttundu mínútu þegar Bjarni Þórður Halldórs- son markvörður Fylkis varði frá- bærlega í horn frá Eyþóri Guðn- asyni sem kom- inn var i dauða- færi. Undir blá- lok fyrri hálf- leiks fór boltinn í höndina á Vali Fannari Gísla- syni, varnar- manni Fylkis, innan vítateigs. Dómarinn Jó- hannes Valgeirs- son sá þó ekkert athugavert og flautaði til leik- hlés skömmu síð- ar. HK-ingar hópuðust að Jó- hannesi og létu óánægju sína í ljós. Fátt var um fína drætti í þessum leik og skemmtanagildið í minnsta lagi. HK saknaði Harðar Más Magnússonar og Rúriks Gíslasonar í þessum leik en þeir eru venjulega þeirra hættuleg- ustu menn í sóknarleiknum. Fylk- ismönnum gekk brösuglega að skapa sér færi gegn varnarsinn- uðum HK-mönnum en á lokamín- útunum gerðu þeir út um leikinn. Viktor Bjarki skoraði tvívegis, fyrst laglegt mark eftir sendingu Ragnars Sigurðssonar þar sem hann setti boltann í fallegum boga yfir Gunnleif og svo af löngu færi í viðbótartíma í autt markið en Gunnleifur var kominn framar- lega á völlinn í þeirri veiku von að fá leikinn framlengdan. „Það er erfitt að spila á móti liði sem liggur svona aftarlega. Þetta var bara ekta bikarslagur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en undir lokin,“ sagði hetjan Vikt- or Bjarki Arnarsson sem verið hefur á skotskónum hjá Fylki. „Vonandi heldur maður áfram að skora, meðan það gengur vel hjá liðinu þá er gaman.“ elvar@frettabladid.is Watford samþykkti í vikunni tilboð Rea- ding í landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson og mun hann af öllum lík- indum ganga formlega frá samning- um í dag eða á morgun. Þetta er fjórða enska félagið sem Brynjar Björn leikur með en hann hefur áður verið á mála hjá Stoke City, Nottingham Forest og vitaskuld Watford þar sem hann, ásamt Heiðari Helgusyni, var með betri mönnum liðsins á síðustu leik- tíð. Heiðar Helguson var seldur til Fulham í úr- valsdeildinni og nú Brynjar Björn og þó svo að hann sé enn í 1. deild- inni hefur hann ekki gefið úrvalsdeildardrauminn upp á bát- inn. „Það er auðvitað draumur minn eins og allra annarra að spila í úrvalsdeild- inni. Þar hef ég aldrei fengið að spreyta mig en það væri gaman að fá tækifæri til þess,“ sagði Brynjar Björn í gær. „Ég verð þrí- tugur í október næstkomandi og þetta eiga að vera bestu ár mín sem knattspyrnumanns,“ bætir hann við. Reading er sterkt félag og þó nokkuð stærra en Watford en lið félagsins átti góðan séns á úrvalsdeild- arsæti í vet- ur en lauk keppni í 7. sæti, einu sæti frá því sæti sem veitir þátttökurétt í umspilskeppn- inni um síðasta lausa sæti úrvalsdeild- arinnar. Brynjar Björn segist vissulega hafa verið smeykur við að söðla um í enn eitt skiptið en að hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig og hann sé nú spenntur fyrir nýjum ferli hjá nýju félagi. Hann vonast þó til að þurfa ekki að flytja búslóðina. „Þetta er um klukkutíma akstur frá okk- ur og ég ætla að sjá til hvernig gengur að keyra þessa leið – alla vega til að byrja með. Okkur líður vel þar sem við erum og ég var alls ekki að leitast eftir því að skipta um félag. Ég átti enn eitt ár eftir af samningi mínum og ef þeir hefðu boðið mér framlengingu á hon- um hefði ég eflaust tekið því.“ BRYNJAR BJÖRN GUNNARSSON: SÖÐLAR UM OG GENGUR TIL LIÐS VIÐ READING Draumurinn enn a› spila í úrvalsdeildinni VR MÓTIÐ Verðlaun (með og án forgjafar) 1. sæti: Evrópuferð fyrir tvo með Icelandair 2. sæti: 20.000 króna gjafakort frá Nevada Bob 3. sæti: 10.000 króna gjafakort frá Nevada Bob Mótsgjald er kr. 3.000 fyrir félagsmenn VR og kr. 3.500 fyrir aðra. Skráning hjá GR í síma 585 0210 og á www.golf.is. Opna VR mótið verður haldið laugardaginn 30. júlí á Grafarholtsvelli. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punkta- keppni, einnig verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í höggleik. Nándarverðlaun eru á öllum par 3 holum vallarins. Fyrir mót býður VR keppendum uppá bolta á æfingasvæðinu í Básum. Verðlaun fyrir flesta punkta kvenna: 20.000 króna gjafakort frá Nevada Bob. Nándarverðlaun 10.000 gjafakort frá Nevada Bob. F í t o n / S Í A 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI HK-INGAR STÖÐVAÐIR Helgi Valur Daníelsson Fylkismaður verst hér HK-ingnum Eyþóri Guðnasyni en Bjarni Þórður Halldórsson markvörður fylgist með. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.