Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2005, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 21.07.2005, Qupperneq 43
FIMMTUDAGUR 21. júlí 2005 27 Arsenal er óskalið knattspyrnu-mannsins Guti sem nú er í her- búðum Real Madrid en þetta segja spænskir fjölmiðlar. Talað er um að Guti sé á förum frá spænska risalið- inu og hafa mörg ensk lið sýnt hon- um áhuga, þar á meðal Everton og Tottenham auk Arsenal. Manchester City hefur gert samn-ing við sóknarmanninn Andy Cole en þessi fyrrum enski lands- liðsmaður hefur skrifað undir fjög- urra ára samning við félagið. Cole verður 34 ára gamall í október en hann kemur frá Fulham sem hefur fest kaup á Heiðari Helgusyni eins og kunnugt er. Íslenska U18 landsliðið í knatt-spyrnu er nú að leika í fjögurra þjóða móti í Svíþjóð og á leik gegn heimamönnum í dag. Á þriðjudag lék liðið sinn fyrsta leik á þessu móti og gerði sér lítið fyrir og vann 3-1 sigur á Tyrklandi. Þetta er sér- lega góður árangur í ljósi þess að Tyrkir eru Evrópumeistarar U17 landsliða. Birkir Bjarnason, Eggert Gunnþór Jónsson og Elvar Freyr Arn- þórsson skoruðu mörk íslenska liðs- ins í leiknum en mótherjarnir léku einum færri frá tólftu mínútu eftir rautt spjald. ÚR SPORTINU LEIKIR GÆRDAGSINS VISA-bikar karla: HK–FYLKIR 0–2 0–1 Viktor Bjarki Arnarsson (85.), 0–2 Viktor Bjarki Arnarsson (90.) Meistaradeild Evrópu: FH–NEFTCHI 1–2 0–1 Tomislav Misura (49.), 1–1 Allan Borgvardt (60.), 1–2 Nadir Nabien (75.) Neftchi vann samanlagt, 4–1 og mætir Anderlecht frá Belgíu í 2. umferð. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 19 20 21 22 23 24 25 Sunnudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  19.15 Fram tekur á móti ÍBV á Laugardalsvelli í VISA-bikarkeppni karla.  19.15 KR fær Val heimsókn í Frostaskjólið í VISA-bikarkeppni karla. ■ ■ SJÓNVARP  16.35 Formúlukvöld á RÚV. Þáttur þar sem er farið yfir það nýjasta í formúluheiminum  16.50 Bikarkvöld á RÚV. FH mætti ofjörlum sínum frá Bakú FH féll úr leik í forkeppni meistaradeildar Evrópu er li›i› tapa›i fyrir Neftchi frá Bakú í Aserbaídsjan, 2–1 og samanlagt 4–1. Neftchi mætir Anderlecht frá Belgíu í næstu umfer› en FH flarf fær sennilega tækifæri aftur a› ári. FÓTBOLTI Skynsamur leikur Neftchi lagði grunninn að sigri liðsins gegn FH í gær, þegar Íslandsmeistar- arnir féllu út úr forkeppni Meist- aradeildar Evrópu. FH byrjaði leikinn gegn Neftchi af krafti og gerði harða hríð að marki deildarmeistaranna frá Az- erbaídjan. Minnstu munaði að Ás- geir Ásgeirsson og Auðun Helga- son skoruðu, en skallar þeirra fór naumlega yfir markið. Jón Þor- grímur Stefánsson var sprækur á hægri kantinum til þess að byrja með og tókst að koma boltanum tvisvar fyrir markið, en Allan Borgvardt rétt missti af boltanum í bæði skiptin. Neftchi komst síðan smám saman inn í leikinn og náði að ógna marki FH í þrígang. Sérstak- lega var það framherjinn Tomislav Misura sem var hættu- legur, en Daði Lárusson varði vel frá honum úr dauðafæri. Í Evr- ópukeppninni hefur líkamlegur styrkur yfirleitt verið helsti styrkleiki íslenskra félagsliða sem í henni taka þátt, en leikmenn Neftchi höfðu styrkinn fram yfir leikmenn FH í þessari viðureign. Leikmenn Neftchi voru eldfljótir og spiluðu harðan varnarleik gegn leikmönnum FH, sem áttu í erfið- leikum með að láta boltann ganga hratt á milli manna. Þegar stutt var eftir af hálf- leiknum var einn leikmanna Neftchi rekinn útaf fyrir að slá til Jóns Þorgríms Stefánssonar. FH sótti linnulítið það sem eftir lifði hálfleiksins en náði ekki skapa sér marktækifæri. Í seinni hálfleik þurftu leikmenn FH að skora tvö mörk til þess að eiga möguleika á því að komast áfram, þar sem Neftchi vann fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn engu. FH hóf seinni hálfleikinn eins og þann fyrri, með mikilli pressu og komst Tryggvi Guðmundsson í ágætt færi sem markvörður Neftchi varði vel. Neftchi komst síðan yfir með góðu marki frá Tomislav Misura, sem fór létt með að hlaupa varnarmenn FH af sér. Þetta var slysalegt mark, sem vel hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Leikmenn FH gáfust ekki upp og reyndu hvað þeir gátu til þess að koma sér inn í leikinn aftur, en á þessum tíma var ljóst að FH þurfti að skora fjögur mörk til þess að komast áfram. Allan Borgvardt tókst að jafna leikinn fyrir FH með ágætu skoti frá vítateigslínu. Örlítill heppnis- stimpill var yfir markinu, en það gaf FH von um að hægt væri gera það sem þurfti til. Leikmenn FH börðust áfram og reyndu eins og þeir gátu að bæta við mörkum en varnarmenn Neftchi vörðust sóknum FH ágæt- lega og beittu síðan skyndisókn- um, en annað mark Neftchi kom eftir eina slíka. Leikmenn FH náðu aldrei al- mennilega undirtökunum í leikn- um, þrátt fyrir að vera manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Skynsamlegur leikur Neftchi gerði leikmönnum FH erfitt fyrir og eldfljótir sóknarmenn liðsins gerðu varnarmönnum FH lífið leitt. Auðun Helgason, miðvörður FH, var að vonum óánægður í leikslok. „Þetta var einfaldlega of gott lið fyrir okkur. Leikmenn Neftchi náðu vel saman og vörð- ust skipulega, sérstaklega í seinni hálfleik. Það kom mér svolítið á óvart í fyrri leiknum hvað liðið var skipulagt, en að auki voru góð- ir einstaklingar í þessu liði sem við réðum ekki nógu vel við.“ magnush@frettabladid.is Einn eftirsóttasti þjálfari landsins búinn að gera upp hug sinn:: HANDBOLTI Handboltaþjálfar- inn Heimir Ríkarðsson hefur bundið enda á marga vikna vangaveltur um framtíð sína með því að skrifa undir tveggja ára samning við Val. Þar mun Heimir gegna starfi aðstoðar- þjálfara meistaraflokks liðsins ásamt því að sjá um þjálfun 2. og 3. flokks félagsins. Óskar Bjarni Óskarsson er sem fyrr aðalþjálf- ari meistaraflokksins og er fyrir- hugað að hann og Heimir verði í mjög nánu samstarfi. Heimir sagði við Fréttablaðið að það hefði verið tækifærið að sameina þjálfun unglinga og meistaraflokks sem hefði ráðið mestu um að Valur varð fyrir valinu. „Á Hlíðarenda er einnig í byggingu nýtt og glæsilegt íþróttahús og það er mikið upp- byggingarstarf í gangi,“ sagði Heimir sem gat valið úr miklum fjölda tilboða, en honum stóð þjálfarastaða til boða hjá KA, Gróttu/KR, Fylki, FH og Aftur- eldingu svo einhver félög séu nefnd. „Ég vildi halda mig í borg- inni og af þeim tilboðum sem voru þaðan fannst mér Valur mest spennandi,“ segir Heimir. Eins og kunnugt er var Heim- ir rekinn frá Fram í vor og tók Guðmundur Guðmundsson við af honum. Vakti sú brottvikning hörð viðbrögð meðal handbolta- áhugamanna í landinu enda Heimir búinn að ná frábærum árangri með Safamýrarliðið þrátt fyrir fámennan og mjög ungan leikmannahóp. Athygli vekur að Heimir kýs að halda áfram unglingaþjálfun þrátt fyr- ir að honum standi til boða að verða aðalþjálfari meistara- flokks. „Ég hef einfaldlega svo gaman af að vinna með ungum leikmönnum, fullum af eldmóði og áhuga. Valur er lið sem ætlar að vera á toppnum áfram og ég fæ að taka þátt í því. Svo að ég er mjög sáttur,“ segir Heimir. - vig Heimir tekur vi› fljálfun hjá Val  17.00 FH-Neftchi í Meistaradeild Evrópu á Sýn. Útsending frá leik liðanna sem fram fór í gærkvöldi.  18.40 Heimsbikarinn í torfæru á Sýn.  19.10 PGA mótið í golfi á Sýn.  19.40 Golf Greatest Round á Sýn. Þáttur þar sem saga golfsins er rifjuð upp.  20.30 Íslandsmótið í golfi 2005 á Sýn.  21.30 Kraftasport á Sýn.  22.30 Sterkasti maður heims á Sýn.  23.30 Strandblak á Sýn.  23.50 Bikarkvöld á RÚV. Sýnd verða mörkin úr leikjum kvöldsins. HARÐUR SLAGUR Það var hart tekið á því í leik FH og Neftchi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.