Fréttablaðið - 21.07.2005, Síða 45

Fréttablaðið - 21.07.2005, Síða 45
FIMMTUDAGUR 21. júlí 2005 29 STRANDÍÞRÓTTIR Í kjölfar stórbatn- andi veðurfars við Íslandsstrend- ur hafa nýjar íþróttagreinar rutt sér til rúms – íþróttir sem eiga það sameiginlegt að vera stundað- ar á sandi. Með tilkomu Nauthólsvíkur uppgötvaði almenningur þá hreyfingu sem felst í strandblaki. Stöðug þróun hefur verið í íþrótt- inni síðan þá og hefur nú verið sett á laggirnar sérstök strand- blaksnefnd innan BLÍ og hafa stigamót verið haldin með reglu- legu millibili í sumar. Þá átti Ís- land sína fulltrúa í strand- blakskeppni Smáþjóðaleikana. Og nú er það hið nýjasta að stunda sjálfa þjóðaríþrótt okkar Íslendinga á sandi – handboltann. Næstu helgi fer fram, annað árið í röð, strandhandboltamót. Rétt eins og í blakinu er þátttaka jafn- an mikil í mótum sem þessum þar sem flestir þeir sem áhuga hafa stendur til boða að taka þátt á meðan pláss er til staðar. „Það er pláss fyrir 20 lið svo að það fer hver að verða síðustur til að skrá sig, bæði konur og karlar,“ segir handknattleiksmaðurinn Haraldur Þorvarðarson, einn af aðstandendum strandhandbolta- mótsins í Nauthólsvík um helgina. „En þó að þetta sé keppni erum við aðallega að gera þetta til að hafa gaman og njóta útiverunnar í Nauthólsvík. Það verða plötusnúð- ar á staðnum og mikið fjör,“ segir Haraldur en hugmyndin af strandhandbolta kemur upphaf- lega frá Þýskalandi og eru fimm leikmenn inni á vellinum með markverði. Notaður er sérstakur bolti með betra gripi en hinn hefð- bundni handbolti, sem þolir bæði sand og sjó. „Og það er hægt að drippla honum,“ bætir Haraldur hlæjandi við. Sævar Már Guðmundsson, verðandi framkvæmdastjóri blak- sambandsins, segir að iðkenda- fjöldi strandblaksins fari sívax- andi með ári hverju. „Það koma einhverjir nýir inn á hverju sumri en þetta er í fyrsta sinn í sumar sem við erum með alvöru móta- fyrirkomulag,“ segir Sævar en þrjú stigamót eru í sumar og 16 stigahæstu einstaklingarnir úr þeim mótum spila á úrslitamótinu sem fram fer í ágúst. „En þetta er íþrótt fyrir alla sem einstaklega gaman er að stunda í svona blíðu eins og hefur verið undanfarna daga.“ Strandvelli er að finna víða á landinu fyrir þá sem hafa hug á því að prófa sig áfram – Í Naut- hólsvík, Í Fagralundi í Kópavogi, á Miklatúni og einnig á Akureyri, Neskaupstað og víðar. Tenglar: www.bli.is, www.handbolti.is - vig N‡jasta æ›i› á Íslandi BÍLADELLUDAGAR 50% afsláttur PANTAÐU Í SÍMA 550 5000 EÐA Á VISIR.IS. F í t o n / S Í A F I 0 1 5 7 2 9 FÓTBOLTI Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur að það verði KR og ÍBV sem komist í undanúrslit VISA-bikarsins með naumum sigrum í tveimur há- spennuleikjum í kvöld. KR-ingar fá Valsara í heimsókn á meðan Fram tekur á móti Eyjamönnum í Laugardalnum og býst Kristján við tveimur leikjum þar sem spennustigið verður gríðarlegt. „Það verður fullt af fólki á vellinum í Frostaskjólinu, gríðar- leg stemning og mikil spenna. Þess vegna á ég von á mjög föst- um og hörðum leik þar sem eitt ef ekki fleiri rautt spjald líta dagsins ljós,“ segir Kristján, sem að þessu sinni hallast frekar að naumum heimasigri. „Þetta verð- ur ekkert 3-0 fyrir Val eins og í deildarleiknum á Hlíðarenda á dögunum. Þá pressuðu Valsmenn þá hátt og það kom KR-ingum á óvart og sló þá út af laginu. Nú kemur það þeim ekki á óvart,“ segir Kristján. „Ég sá KR-inga gegn Fram á dögunum og maður sá hvað hafði verið í gangi hjá þeim á æfingum og fundum fyrir þann leik. Það var miklu meiri festa í leiknum og sjálfstraustið óx með hverri mínútu. Leikmennirnir hafa fengið meiri trú á því sem þeir eru að gera og ég spái þeim 2-1 sigri í kvöld. En þetta verður gríðarlega jafn og spennandi leikur.“ Kristján segir að það sé nánast ómögulegt verk að spá fyrir um leik Fram og ÍBV. „Ef marka má síðustu leiki þá er meiri uppgang- ur í Eyjaliðinu. Þeir voru að ná sér í sitt fyrsta útivallarstig í deildinni á meðan Framarar hafa tapað fimm deildarleikjum í röð. Ég held að þessi leikur fari í framlengingu og vítaspyrnu- keppni,“ segir Kristján og hallast þar frekar að því að Eyjamenn hafi betur. „Gunnar Sigurðsson í marki Fram hefur orð á sér að vera vítabani en ég held að þetta verði dagur Birkis Kristinssonar í marki ÍBV. Hann tekur tvö víti og verður hetjan.“ - vig MJÖG FASTUR LEIKUR Kristján Guðmundsson segir að spennustigið verði gríðarlega hátt í Frostaskjólinu í kvöld og spáir því að rauð spjöld eigi eftir að fara á loft. Garðar Örn Hinriks- son fær það verðuga verkefni að hafa hemil á leikmönnum inni á vellinum í kvöld. KR-sigur í háspennuleik Kristján Gu›mundsson spáir heimasigri flegar KR- ingar taka á móti Valsmönnum í 8-li›a úrslitum VISA-bikarsins í Frostaskjóli í kvöld. STRANDHANDBOLTI Strandhandboltamót fyrir alla verður haldið í Nauthólsvík um næstu helgi. Strandíþróttir verða sífellt vinsælli yfir sumartímann:

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.