Fréttablaðið - 21.07.2005, Qupperneq 52
Nú er sumarið í hámarki og grilltíminn í algleymingi.
Fátt er skemmtilegra en að bjóða til sín vinum og kunn-
ingjum í gott grill – nema ef til vill að vera boðið í eitt
slíkt. Þá er alsiða að taka með sér flösku af einu góðu
rauðvíni í slík boð, en hvernig á að velja rauðvín fyrir
hóp af fólki sem fellur vel að bragðlaukum allra? Þá
hentar Sunrise Cabernet Sauvignon einstaklega vel,
enda eitt vinsælasta rauðvín á Íslandi og mest selda
flöskuvín landsins. Sunrise Cabernet Sauvignon ilm-
ar af brómberjum, sólberjum, þurrkuðum plómum
og vanillu. Það hefur góða fyllingu, langvinnt bragð
og hentar með öllu kjöti, pastaréttum og eins með
ostum. Framleiðandi Sunrise – Concha y Toro –
leggur mikið upp úr gæðum vína sinna, og hefur
fyrirtækið verið valið vínframleiðandi ársins í
nýja-heiminum af hinu virta víntímariti Wine
Enthusiast. Sunrise Cabernet Sauvignon er gott
vín á góðu verði, eins og vinsældir vínsins hafa
leitt í ljós.
36 21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Magnús Friðrik Ólafsson, meist-
aranemi í sálfræði, nefnir Kind
á spjóti sem sína uppáhaldsupp-
skrift. Hann átti þó í nokkrum
erfiðleikum með að velja eina
uppskrift fram yfir aðra því
Magnús er mikill matgæðingur.
„Þetta er svona sumar- og
stemmningsmatur sem fellur
alltaf vel í kramið hjá gestum og
fjölskyldu,“ segir Magnús. „Ég
legg líka mikla áherslu á að hafa
gott íslenskt hráefni.“
Magnús er afar liðtækur í
eldhúsinu og sér um elda-
mennskuna á sínu heimili ásamt
móður sinni. „Á hverju heimili
er einn Grill-Guðjón og heima
hjá mér er ég hann. Svo er ég í
matgæðingafélagi með meiru
sem kallast Flottræfilsfélagið,
FRF, en það hefur fyrst og
fremst það markmið að víkka út
sjóndeildarhring meðlima varð-
andi mat og vín. Þetta er leyni-
félag, eingöngu skipað karl-
mönnum, en makar eru þó leyfð-
ir á fundum einu sinni á ári,“
segir hann kíminn og vill lítið
tjá sig um fjölda félagsmanna.
„Við fundum reglulega og
prófum okkur áfram í flóknari
viðfangsefnum matargerðar.
Hjá FRF er sósa til dæmis al-
gjört bannorð því hún er svo al-
þýðleg. Í stað hennar búum við
eingöngu til froðu eða „mousse“.
Ég er þó ekki flottræfill alla
daga því stundum þarf maður að
sætta sig við ódýrari og einfald-
ari mat.“
Magnús byrjaði að sýna mat-
argerð sérstakan áhuga um tví-
tugt. „Þetta hófst allt saman
þegar við keyptum gasgrill á
heimilið fyrir fimm árum síðan.
Það kunni enginn heimilis-
manna á gripinn svo ég tók þetta
að mér. Þá vatt þetta upp á sig
og ég fór af grillinu inn í eldhús-
ið. Mér finnst grillið þó alltaf
skemmtilegast og þá er stór-
steikin toppurinn. Þegar ég er
með eina slíka á grillinu líður
mér eins og sönnum karlmanni,“
segir Magnús grafalvarlegur.
Eins og sannur flottræfill
lætur Magnús ekki bjóða sér
hvað sem er. „Persónulega
myndi ég aldrei elda úr kjöt-
farsi því það samræmist ekki
hugmyndum mínum um gott
hráefni. Við höfum þó einu sinni
haft pólskar pylsur á fundi hjá
FRF. Það var því gerð undan-
tekning, en lykilorðið hér eru
„pólskar“ sem þær þurftu að
vera til að komast í gegnum nál-
araugað. Svo vil ég bara enda á
því að minna á Hásumarþing
FRF á föstudagskvöld svo taki
það til sín sem eiga,“ segir hinn
ungi ástríðukokkur sem þegar
hefur hafist handa við undirbún-
ing.
soleyk@frettabladid.is
Flottræflar láta ekki
bjóða sér hvað sem er
MAGNÚS F. ÓLAFSSON Magnús eyðir ófáum stundunum fyrir framan grillið með Maldon-saltið við höndina. Ólífuolían er aldrei langt undan.
Hvaða matar gætir þú síst verið án?
Ég gæti ekki lifað án rauðs kjöts.
Fyrsta minningin um mat?
Það var þegar stórfjölskyldan safnaðist
saman á sunnudögum heima hjá
ömmu og afa á Skólabraut. Þar var
boðið upp á ekta gamaldags lamba-
hrygg, sem var kryddaður með Season
All, og brúnni sósu. Í þá daga var lítið
um ólífuhvítlaukstimjan pælingar.
Besta máltíð sem þú hefur feng-
ið?
Síðasta máltíð er alltaf sú besta. Ég
er rosalega veikur fyrir rauðu kjöti
og núna er hrefnukjöt í mestu
uppáhaldi hjá mér. Ég prófaði að
grafa hrefnukjötið um daginn og
það toppaði allt. Annars hef ég
bæði grillað það og steikt og
það var líka mjög gott.
Er einhver matur sem þér
finnst vondur?
Já, mér finnst allur matur vondur sem
er mikið eldaður, mauksoðinn, bragð-
laus og litlaus. Þegar ég var staddur í
Króatíu um daginn fékk ég nánast
bara mauksoðinn og bragðlausan mat.
Leyndarmál úr eldhússkápunum?
Það er að eiga alltaf Tabasco-sósu. Ég
elda mikið pasta og ef ég finn að eitt-
hvað er að klúðrast hjá mér í eldhús-
inu set ég nógu mikið af Tabasco-sósu
út á. Hún er svo sterk að
enginn finnur bragð af
matnum!
Hvað borðar þú til að
láta þér líða betur?
Það fer eftir í hvaða
ástandi ég er. Stundum
þarf ég ákaflega mikið
á sóðamat að halda.
Ég er í eðli mínu afar
latur við að borða
grænmeti, en mér
líður þó alltaf mjög
vel þegar ég geri átak í grænmetisáti.
Hvað áttu alltaf í ísskápnum?
Ég á yfirleitt alltaf mjólk, en ég er líka
mjög hrifinn af mysu og drekk mikið
af henni.
Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða
rétt tækir þú með þér?
Á háskólaárunum lifði ég á núðlusúpu
og túnfiski í olíu því það var það eina
sem framfærslumörk stúdentalánanna
buðu upp á. Ætli ég tæki ekki þetta
tvennt með á eyðieyjuna.
Hvað er það skrítnasta sem þú hefur
borðað?
Á dögunum var ég í heimsókn á Höfn
í Hornafirði. Þar borðaði ég þurrkaða
smálúðu sem bragðast ekki ólíkt og
harðfiskur, en þó var bragðið svolítið
skrítið, í það minnsta svona í fyrsta
sinn. Ég upplifi þetta oft þegar ég
smakka rétti í fyrsta skipti, mér fannst
ostrur til dæmis frekar skrítnar fyrst.
MATGÆÐINGURINN BORGAR ÞÓR EINARSSON LÖGMAÐUR
Hrefnukjöt í mestu uppáhaldi
Gúrkan skorin í litla teninga.
Tómatarnir skornir í helminga, fræin
skafin úr þeim með skeið og þeir
síðan skornir í teninga. Rauðlaukurinn
skorinn í litla bita og paprikurnar
fræhreinsaðar og skornar í teninga.
Öllu blandað saman í skál. Safinn
kreistur úr sítrónunni og hristur
saman við olíu, steinselju, graslauk,
pipar og salt. Hellt yfir grænmetið og
blandað vel. Látið standa nokkra
stund.
Borið fram t.d. sem meðlæti með
grillmat eða steiktu kjöti eða fiski.
1 stór íslensk gúrka
3 íslenskir tómatar, þroskaðir
1 lítill rauðlaukur
1/2 íslensk græn paprika
1/4 íslensk gul paprika, má
vera rauð
1 sítróna
3 msk. ólífuolía
1/2-1 steinseljuknippi, saxað
3-4 msk. graslaukur, saxaður
(má nota vorlauk)
3/4 tsk. nýmalaður pipar,
helst regnbogapipar (fimmlit
piparblanda)
salt
Fleiri ljúffengar uppskriftir og fróðleikur á www.islenskt.is
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
G
RA
2
85
65
06
/2
00
5
gúrkusalsa
Nú er hann loksins fáanlegur aftur þessi sérdeilis prýðilegi bjór sem á
uppruna sinn í Boston í Bandaríkjunum. Í vínbúðunum við Stuðlaháls og
í Kringlunni fæst nú þessi bragðmikli bjór frá „Evrópuborg“ Banda-
ríkjanna. Hér á landi kostar flaskan aðeins 199 krónur sem er hlutfalls-
legra miklu lægra verð en í Bandaríkjunum þar sem kippa með sex
flöskum er seld á nánast sama
verði og heill kassi (24
fl.) af fjöldaframleidd-
um bjór. Bjórvinir
fagna endurkomu
Samuel Adams því
þessi bjór hefur mikið
og sérstakt bragð sem
fáir bjórframleiðend-
ur í Bandaríkunum
geta státað af. Hér er á
ferðinni vandað og
bragðmikið öl úr úr-
vals hráefnum sem
gefur fullan styrk og
bragðfyllingu. Samuel Adams á sér stóran hóp dyggra viðskiptavina
hér á landi sem hafa kynnst vörunni í Bandaríkjunum. Þessi vara er því
gott innlegg í vöruúrval vínbúðanna og uppfyllir óskir þeirra neytenda
sem gera miklar kröfur um gæði. Öl fyrir kröfuharða bjórgæðinga!
Verð í Vínbúðum 199 kr. í 355 ml flöskum
SAMUEL ADAMS:
Það er til góður bjór í Ameríku!
SUNRISE: Eitt ástsælasta vínið
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
KIND Á SPJÓTI – FYRIR FJÓRA
Hráefni:
Fjögur löng stálspjót
1 kíló kindafille (án fitu)
1 rauðlaukur
1 rauð og 1 gul paprika
1 kúrbítur
sveppir
kirsuberjatómatar
Maldon-salt
Kryddlögur:
1 dl ólífuolía
Safi úr einni sítrónu
3 pressaðir hvítlauksgeirar
1 matskeið rósmarín
1 matskeið timjan
1 teskeið nýmalaður svartur pipar
Blandið hráefninu í kryddlöginn saman
og látið kjötið liggja í leginum í nokkrar
klukkustundir. Skerið rauðlauk, papriku
og kúrbít í hæfilega bita og penslið með
olíu. Raðið svo kjöti og grænmeti til
skiptis á spjótin. Grillið spjótin á funheitu
grilli í 5-10 mínútur og snúið 2-3 sinnum.
Gott er að nota pottaleppa til að snúa því
spjótin verða heit. Saltið með Maldon-
salti í lok grilltímans. Maldon er lykilatriði,
enginn ætti að grilla án þess.
Meðlæti:
Bakaðar kartöflur og gráðaostasósa
Kartöflur skornar í tvennt, penslaðar með
ólífuolíu. Saltið með maldon-salti og
bætið við örlitlum pipar. Bakið kartöflu-
helmingana í ofni við 200 gráður í 40-60
mínútur.
Gráðaostasósa: Myljið niður 75 grömm af
gráðaosti og hrærið saman við eina dós
af sýrðum rjóma (10%).