Fréttablaðið - 21.07.2005, Síða 62
Þeir segja ekki farir sínar slétt-
ir hljómsveitarmeðlimirnir í
hipp hopp-sveitinni Forgotten
Lores sem sóttu plötusnúð sinn
á Keflavíkurflugvöll á föstu-
dagskvöld en á leiðinni til baka
voru þeir handteknir vegna
grunsemda um ólöglegan inn-
flutning á vopnum.
„Þegar við vorum að keyra
eftir Reykjanesbrautinni var
búið að setja upp vegartálma,“
segir Kristinn Helgi Sævarsson,
rappari úr hljómsveitinni. „Við
vorum rifnir út úr bílnum, skellt
á húdd bílsins og handjárnaðir,“
segir hann og fannst aðfarir lög-
reglunnar full harkalegar. Þeir
voru síðan settir hver í sinn
lögreglubílinn og keyrðir til
Hafnafjarðar þar sem þeir voru
yfirheyrðir. „Við vorum látnir
strippa og það var fenginn leit-
arheimild hjá eiganda bílsins og
hann tekinn í gegn hátt og lágt.“
Að sögn Kristins Helga stóð
þetta yfir í einn og hálfan til tvo
tíma. „Þegar þetta var allt búið
og þeir fundu ekki neitt, enda
ekkert að finna, báðust þeir af-
sökunar á ónæðinu.“ Kristinn
segist ekki skilja hvaðan toll-
gæslan hafi haft sínar grun-
semdir.
Ellisif Tinna Víðisdóttir, stað-
gengill sýslumanns á Keflavík-
urflugvelli, staðfestir að
drengirnir hafi verið handtekn-
ir. Aðgerðirnar hafi verið sam-
starfsverkefni lögreglunnar á
Keflavíkurflugvelli, Tollgæsl-
unnar og lögreglunnar í Hafnar-
firði. Ellisif Tinna sagði Toll-
gæsluna hafa mjög mikið svig-
rúm til að athafna sig ef grunur
vaknaði um ólöglegt athæfi.
„Þessi ríka heimild er þar af
leiðandi líka mjög vandmeðfar-
in,“ segir hún. Tollgæslumenn
hafi í þessu tilviki haft heimild-
ir fyrir að eitthvað gæti hugsan-
lega verið í gangi og það væri
hlutverk þeirra að bregðast við
því.
Aðspurð hvort aðgerðirnar
hafi verið harkalegar segir hún
að þeir sem lent hafi í þessu
gæti fundist það. Hún minnir
engu síður á að ef grunurinn
hefði verið á rökum reistur væri
slíkt nauðsynlegt. „Mitt fólk fór
út í þetta verkefni á mjög fag-
mannlegan hátt og gerði allt
rétt,“ segir hún og bendir á að
þeir hafi verið stöðvaðir á besta
staðnum á Reykjanesbrautinni.
„Ef þessi grunur myndi vakna á
nýjan leik myndum við gera
þetta aftur. Þeir kæmust
kannski ekki svona langt út úr
flughöfninni.“
freyrgigja@frettabladid.is
46 21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Ígær birti Fréttablaðið frétt umryskingar á tískusýningunni Iceland
Fashion Week. Snigillinn Guðmund-
ur Zebitz hafði í kjölfarið samband
við blaðið en öryggisgæslan á sýn-
ingunni var í höndum Sniglanna
sem eru ýmsu vanir í þessum efn-
um. Hann vildi koma því á framfæri
að Kolbrún Aðalsteinsdóttir, sem
hafði veg og vanda af
Iceland Fashion
Week, hafi ekki lent í
slagsmálum þó sést
hafi til hennar í rysk-
ingum. „Þetta var
þannig að stúlka í
mjög annarlegu
ástandi hljóp í
gegnum
tísku-
sýning-
arsvæð-
ið og sló til gest-
anna og í
lokin sló
hún til
Kolbrúnar
sem lét fjarlægja
hana. Þess vegna var
lögreglan kölluð til.“
Vilhjálmur Þ. Vil-hjálmsson, oddviti
Sjálfstæðismanna í
borgarstjórn Reykjavík-
ur, mætti á laugardag-
inn eldress í viðtal til Ei-
ríks Jónssonar sem situr við hljóð-
nemann á Talstöðinni á laugardags-
morgnum. Eiríkur fékk Vilhjálm til
þess að viðurkenna það að hann
væri félagslega sinnaður en náði þó
ekki að sannfæra hann um að hann
væri í röngum
flokki. Vil-
hjálmur
ætlar,
eins og
allir vita,
að gefa
kost á
sér í efsta
sæti
framboðs-
lista Sjálf-
stæðismanna í
Reykjavík, og fer
ekki í grafgötur
með það að
hann býr yfir
mestri reynslu
starfandi borg-
arfulltrúa. Hann tók svo af öll tví-
mæli um að hann er tilbúinn til að
gera það sem þarf til að skyggja á
aðra frambjóðendur þegar hann tók
lagið fyrir Eirík og söng „Vert'ekki að
horfa svona alltaf á mig“ með mikl-
um bravúr í beinni útsendingu.
Lárétt: 1 fámáll, 6 hress, 7 hest, 8 í röð,
9 stórborg, 10 gufu, 12 gangur í klukku,
14 rödd, 15 komast, 16 sagnorð (sk.st.),
17 elskar, 18 mikill.
Lóðrétt: 1 viðfangsefni, 2 fugl, 3 sam-
hljóðar, 4 margarínið, 5 fugl, 9 bók, 11
fituskán, 13 flagg, 14 bakhluti – r, 17 ryk-
korn.
Lausn.
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
Humar
1.290,-kr.kg
Ótrúlegt verð á fínum humri.
Ómar Örn Hauksson sem er best
þekktur fyrir að vera rappari í
hljómsveitinni Quarashi hefur nú
brugðið sér í annað gervi og gefið út
teiknimyndasögu. „Bókin er komin
út og það er ég sjálfur sem gef hana
út. Þetta er meira og
minna gert í höndun-
um,“ segir Ómar en
bókin fjallar um
strák sem heitir Óli
Píka og er með helj-
arinnar sköp á andlit-
inu á sér. „Hugmynd-
in kom frá þessu
orðatiltæki, „ég líka,
Óli píka,“ þá datt mér
allt í einu í hug strák-
ur með sköp í stað
andlits og fannst það
fyndið. Óli lendir í fullt af vandræð-
um í sambandi við þennan van-
skapnað sinn og fer meðal annars á
túr, fær krampa og upplifir megnið
af því sem kona fer í gegnum í sam-
bandi við þennan ákveðna hluta lík-
ama hennar,“ segir Ómar og tekur
fram að þær stelpur sem hafi lesið
sögurnar hafi haft mjög gaman af
þeim.
„Þetta höfðar eiginlega meira til
stelpna en stráka því þær sjá senni-
lega eitthvað í þessu sem þær kann-
ast við. Þetta eru samt frekar ógeðs-
legar sögur og alls ekkert fyrir
krakka.“
„Það tók mig svona tvo mánuði
að klára þetta. Aðalvinnan fór í að
binda sögurnar inn, það tók skelfi-
lega langan tíma en ég fékk hjálp
frá vinkonu minni. Bókin er um 26
síður og það er einn brandari á
hverri síðu.“ Myndasagan fæst í
Nexus og kostar venjuleg útgáfa
995 krónur en innbundin útgáfa
1500 krónur. ■
Höf›ar frekar til stelpna
ÓMAR ÖRN
HAUKSSON
Hann gefur nú
frá sér sína
fyrstu teikni-
myndasögu.
FORGOTTEN LORES Hluti sveitarinnar var handtekinn á Reykjanesbrautinni grunaður um ólöglegan innflutning á vopnum. Staðgengill
sýslumanns á Keflavíkurflugvelli segir tollgæsluna hafa fengið ábendingu um að eitthvað gæti verið í gangi.
FRÉTTIR AF FÓLKI
AÐ MÍNU SKAPI
ARNMUNUR ERNST TILVONANDI LEIKARI.
TÓNLISTIN Það er enginn einn tónlist-
armaður í uppáhaldi þessa dagana. Ég
hlusta á alla tónlist en fíla samt ekki
svona rosalega meginstraumstónlist
eins og er spiluð á Popptíví. Þeir flytj-
endur sem eru spilaðir þar eru bara
frægir því einhver ákvað að gera þá
fræga en ekki vegna tónlistarinnar. Mér
finnst kvikmyndatónlist oft mjög góð
því í hana er lagður mikill metnaður.
Svo stendur gamla góða rokkið alltaf
fyrir sínu.
BÓKIN Ég les helst ævintýrabækur eins
og Hringadróttinssögu og Harry Potter.
Ég hef nú reyndar ekki lesið mikið
þessa dagana en ég fíla Harry Potter og
er stoltur af því. Ég kem pottþétt til
með að lesa nýju bókina. Svo þarf ég
auðvitað að lesa skólabækurnar. Maður
verður að reyna að hafa gaman að
þeim ef stefnan er sett á nám.
BÍÓMYNDIN Ég held að Sin City verði í
uppáhaldi þegar ég er búinn að sjá
hana. Ég get yfirleitt fundið á mér hvort
kvikmynd verði góðar eða ekki og ég
hef mjög góða tilfinningu fyrir henni.
Annars hef ég gaman að japönskum
anime-teiknimyndum.
BORGIN Í augnablikinu er New York í
algjöru uppáhaldi. Ég fór þangað í febr-
úar í fyrra og skemmti mér ótrúlega vel.
Þetta er alveg einstök borg. Ég gekk um
hana stanslaust í viku og sá eitthvað
nýtt á hverjum einasta degi. Svo er
verðlagið þar líka svo hagstætt.
BÚÐIN Ég mæli alveg sérstaklega
með Sælkerabúðinni á Suðurlands-
braut því þar er seld besta núðlusúpa
í heimi. Fiskbúðin Hafrún er líka frá-
bær því þar fæst alveg yndislegur
fiskur. Fötin kaupi ég svo helst í
Spútnik.
VERKEFNIÐ Ég er með vikuleg verkefni
á Sirkus þar sem ég er í Kvöldþættinu á
hverjum þriðjudegi. Kalli á þakinu er í
sumarfríi þessa dagana og kemur sterk-
ur inn í haust en núna er ég er að
vinna að þáttum fyrir Bændasamtökin.
Ég er svo að fara að hefja mína fyrstu
önn í menntaskóla en í framtíðinni
stefni ég hiklaust að því að verða leik-
ari. Það hefur nú eiginlega verið óum-
flýjanlegt frá fæðingu.
Harry Potter, Sin City og New York
...fær hljómsveitin Sigur Rós fyrir
að hafa heillað Dani upp úr
skónum á tónleikum sínum í
Kaupmannahöfn.
HRÓSIÐ
FORGOTTEN LORES: STÖÐVAÐIR Á REYKJANESBRAUTINNI
Grunaðir um vopnasmygl
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VALG
ARÐ
ÓLI PÍKA Ný
teiknimyndasaga
frá rapparanum
Ómari Erni Hauks-
syni fjallar um
drenginn Óla sem
er svo seinheppinn
að hafa fengið
sköp í stað andlits.
»
FA
S
T
U
R
» PUNKTUR
Lárétt:1þögull,6ern,7jó,8mn,9
róm,10eim,12tif, 14alt,15ná,16so,
17ann,18stór.
Lóðrétt:1þema,2örn,3gn,4ljóminn,
5lóm,9rit,11flot,13fána,14ass,17
ar.