Fréttablaðið - 10.08.2005, Side 12
12 10. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR
Matvælaskortur í Norður-Kóreu:
Hungursney› yfirvofandi
SEÚL, AP Útlit er fyrir hungursneyð
í Norður-Kóreu vegna þess að
framleiðsla matvæla í landinu
verður ekki nægileg. Matvæla-
hjálp Sameinuðu þjóðanna hefur
varað við yfirvofandi hung-
ursneyð og hvatt alþjóðasamfé-
lagið til þess að bregðast við og
aðstoða Norður-Kóreubúa.
Norður-Kórea hefur reitt sig á
aðstoð erlendra ríkja til þess að
fæða íbúa landsins, sem eru 23
milljónir, frá því á miðjum tíunda
áratugnum þegar ljóstrað var upp
um að landbúnaðarkerfi Norður-
Kóreu, sem stjórnað er af yfir-
völdum, væri hrunið. Í kjölfarið
létust um tvær milljónir manna úr
hungri. ■
Japanir minnast kjarnorkuárása:
Hvetja til ey›ingar
kjarnorkuvopna
NAGASAKI, AP Þúsundir komu sam-
an í miðborg Nagasaki í gær til að
minnast þess að sextíu ár eru liðin
frá því að Bandaríkjamenn létu
kjarnorkusprengju falla á borgina
og innsigluðu þar með ósigur Jap-
ana í síðari heimstyrjöldinni.
Alls létust 80 þúsund manns í
sprengingunni en þremur dögum
áður höfðu um 140 þúsund manns
látið lífið í kjarnorkusprengingu í
Hiroshima.
Borgarstjóri Nagasaki Iccho
Itoh gagnrýndi stjórnvöld þeirra
ríkja sem búa yfir kjarnorku-
vopnum. Forsætisráðherra Jap-
ana Junichiro Koizumi hét því í
ræðu sinni að hann myndi hvetja
til eyðingar kjarnorkuvopna. ■
Fólk hefur augun hjá sér vegna Spánarsnigils:
Sniglatilkynningar
streyma inn
DÝRALÍF „Ég er búinn að fá fullt
af sniglatilkynningum,“ segir
Erling Ólafsson dýrafræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun, spurð-
ur um hvort spánarsnigillinn ill-
ræmdi hefði látið á sér kræla
hér á landi í sumar. Erling segir
að sem betur fer hafi verið um
að ræða svartsnigla og venju-
lega brekkusnigla í öllum þeim
tilvikum sem tilkynnt hefði
verið um.
„Það er til ein brekkusnigils-
tegund sem er nokkuð stór, þótt
hún sé ekki nema brot af stærð
spánarsnigilsins. Þessi tegund
er ljósbrún á lit. Svo eru menn
að kveikja á stærðinni á svart-
sniglinum en gleyma að líta á lit-
inn, en Spánarsnigillinn er rauð-
ur,“ segir Erling og kveðst ekki
harma að sá síðarnefndi hefði
ekki fundist enn í ár.
Spánarsnigillinn er skaðræð-
isskepna þar sem hann er land-
lægur, til að mynda á hinum
Norðurlöndunum. Hann leggst á
ýmiss konar gróður, svo sem kál
og kartöflukál, og skilur eftir
sig sviðna jörð. Hann er rauð-
brúnn að lit, mjög stór, allt upp í
12-15 sentímetra langur. Tveir
spánarsniglar hafa fundist í
Reykjavík, annar í fyrra en hinn
árið þar áður.
- jss
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
13
16
8
VIÐ TÓBAKSREYK
SEM HLÍFA ÖÐRUM
ÞAKKIR TIL ÞEIRRA
HÖLDUM HEILSUNNI Á LOFTI
AMERICAN DAD
MÁNUDAGA KL. 21:00
FRÁ MINNINGARATHÖFN Í NAGASAKI
Þúsundir komu saman í Nagasaki í gær til
að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá
kjarnorkuárás Bandaríkjamanna.
LITUR OG STÆRÐ Brögð eru að því að fólk hafi ruglað saman Spánarsnigli annars vegar
og brekkusnigli og svartsnigli hins vegar. Einkenni Spánarsnigilsins eru rauði liturinn og
stærðin.
Á LEIKSKÓLANUM Matvælahjálp Samein-
uðu þjóðanna brauðfæðir um þrjár millj-
ónir Norður-Kóreubúa árlega.
M
YN
D
/A
P