Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 19
Námskeið Skoðaðu tímanlega hvaða námskeið eru í boði í vetur. Fátt er meira svekkjandi en að missa af spennandi námskeiði bara af því að maður skráði sig of seint eða rakst ekki á auglýsinguna fyrr en námskeiðið var byrjað.[ ] Sívinsæl sumarpróf í Háskóla Íslands Þótt enn sé sumar iðar Háskóli Íslands af lífi. Tími sumarprófana er að renna upp og margir stúdentar sitja því sveittir fram á nætur við upp- lestur á námsefni vetrarins. Að sögn Hreins Pálssonar, próf- stjóra í Háskóla Íslands, losa sumarprófin að þessu sinni 3.200 próftökur en sumarpróf eru haldin við skólann á hverju ári í ágústmánuði. „Sumarpróf eru hugsuð sem sjúkra- próf því það getur hent alla að veikjast á próftíma. Þau eru líka upp- tökupróf því það væri mjög óeðlilegt ef enginn félli á prófum við HÍ. Það væri til marks um að eitthvað væri verulega mikið að hjá okkur,“ segir Hreinn. Sumarprófin geta líka verið valmöguleiki því brögð eru að því að nemendur fresti prófum til að geta búið sig betur undir önnur og svo fá alltaf nokkrir framúrskarandi nem- endur leyfi til að fara í sumar- próf til að flýta fyrir sér í námi. Í ár voru 588 próf skráð til að byrja með en þeim hefur fækkað niður í 551 vegna þess að í nokkrum tilfellum hafa þeir einu sem skráðir voru í prófið sagt sig úr því. „Þegar við skoðum þessi 551 próf sem eftir standa eru hvorki meira né minna en 137 þar sem einungis einn nemandi er til prófs,“ segir Hreinn og bætir við að þótt Háskóli Íslands sé stór sinni hann líka smáum verkefnum. Samkvæmt lauslegri athugun blaðamanns á heimasíðu HÍ kem- ur í ljós að flestir virðast vera skráðir í kúrsinn Reikningshald II – fjárhagsdagbók, eða 63 stúd- entar. Í nokkur próf eru skráðir um fjörutíu próftakendur, til dæmis Inngangur að stjórnmála- fræði, Sifja- og erfðaréttur og Rekstrarhagfræði II, en færri í önnur próf. Þegar rennt er yfir listann eru einstaklingsprófin áberandi og má tína til fjölda slíkra kúrsa, til dæmis Skáld- sagnagerð í Rómönsku Ameríku, Stofnerfðafræði, Utanríkisversl- un og Hagnýt gagnasöfn. Próf í sifja- og erfðarétti, utanríkisverslun og stofnerfðafræði eru einungis lítið brot af þeim fjölda prófa sem haldinn verður í sumarprófatörn HÍ. Sum próf þreyta margir tugir nemenda en önnur eru haldin fyrir einn stakan nemanda. Gleraugnaverslunin SjónarhÓll stærri verslun meira úrval frábær tilboð Reykjavíkurvegi 22, Hafnarfirði S.565-5970 w w w . s j o n a r h o l l . i s Viltu nýta sumarið til góðra verka? ...næsta námskeið hefst 4. ágúst Skráning á sumarnámskeið Hraðlestrarskólans er hafin á www.h.is og í síma 586-9400 Hreinn Pálsson er prófstjóri í Háskóla Íslands. 3.200 próftökur 588 próf skráð fyrst 551 próf verður haldið 137 próf þar sem einn nemandi er skráður SUMARPRÓF 2005 Í TÖLUM Þorbjörg hefur í tíu ár starfað við háskólann í Tromsø í Noregi þar sem hún býr með manni sínum, Jóni Viðari Jónssyni bygginga- verkfræðingi, og tveimur ungum dætrum þeirra. Síðustu fimm árin hefur hún verið prófessor við mál- vísindadeildina en rannsóknar- verkefnið sem hún vinnur að nefn- ist Syntactic Architecture eða Setningafræðilegur arkitektúr. Að- spurð segir hún meginmarkmið þess að rannsaka nýlegar setninga- fræðilegar kenningar, meðal ann- ars hvað þær eigi sameiginlegt og hvar þær greini á. „Meðal annars munum við reyna að svara því hvaða ályktanir megi draga af kenningum um mállýskur, mál- breytingar og máltöku barna,“ lýs- ir hún. Þorbjörg segir forníslensu aðeins koma við sögu í verkefninu því þar megi finna flóru mismun- andi setningaskipunar. „Annars verður áhersla lögð á samanburð á skandinavísku tungumálunum, ensku, þar af forn-, mið- og nútíma- ensku, þýsku, hollensku og afrik- aans, svo einhver mál séu nefnd,“ útskýrir hún. Styrkurinn fjár- magnar rannsóknarstöðu fyrir hana í sex ár, tækjakostnað, ráð- stefnukostnað og ferðalög. Þorbjörg byrjaði í doktorsnámi í upphafi árs 1996 og lauk doktors- prófi aðeins rúmum þremur árum seinna. Hún segir málvísindadeild- ina í Tromsø af mörgum vera viðurkennda sem nafla heimsins. Nýlega hafi deildin fengið tvær mjög stórar viðurkenningar og hún hafi verið svo heppin að eiga hlut að þeim báðum. „Hér er sífellt stækkandi hópur málvísindafólks og það er frábært að fá að starfa mitt í þessari flóru,“ segir hún. Hlaut stóran styrk til rannsókna Þorbjörg Hróarsdóttir prófessor fékk nýlega um 60 milljóna króna styrk frá Vísindaráði Noregs til málvísindarannsókna. Þorbjörg fær byr undir báða vængi með hinum veglega styrk frá Vísindaráðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.