Fréttablaðið - 10.08.2005, Síða 30

Fréttablaðið - 10.08.2005, Síða 30
                                 !!" #     "     $       %  &   ' Skoski auðkýfingurinn Andrew Carnegie lést 11. ágúst árið 1919. Carnegie var fæddur árið 1835 og var á sínum tíma næst- ríkasti maður veraldar, á eftir sjálfum John D. Rockefeller. Carnegie var þó ekki síður þekktur fyrir góðgerðarstarf- semi og fræðimennsku. Carnegie fæddist í Skotlandi en flutti ungur að árum með foreldrum sínum til Bandaríkj- anna. Carnegie auðgaðist fyrst á sölu farþegavagna með svefn- plássum fyrir járnbrautarlestir. Carnegie varð síðar umsvifa- mikill í stálframleiðslu og vann fyrirtæki hans, Carnegie Steel, mikil afrek við fjöldafram- leiðslu á ódýru stáli. Helstu viðskiptavinir Carnegies voru bandarísku járn- brautarfélögin. Árið 1880 var Carnegie Steel stærsta stálfyrirtæki heims, framleiddi um tvö þúsund tonn á dag. Carnegie var þess utan umsvifamikill við blaðaútgáfu og gaf út átján dagblöð í Bret- landi. Árið 1901 seldi Carn- egie hlut sinn í eigin fyrir- tæki. Kaupendur voru hópur fjárfesta undir forystu J. Pierpont Morgan og var kaup- verðið um 480 milljarðar dala að núvirði (31 þúsund milljarð- ar króna) og er það enn þann dag í dag stærsta yfirtaka sögunnar. Eftir yfirtökuna sneri Carn- egie sér að góðgerðarstörfum og dvaldi langdvölum í kastala sínum nálægt Dunfermline í Skotlandi. Hann gaf stórfé til ýmissa góðgerðarmála, lét byggja 1.700 bókasöfn víðs veg- ar um heim og stofnaði háskóla bæði í Washington og Pitts- burgh auk þess að gefa Edin- borgarháskóla stórfé. Carnegie gaf einnig út fjölda bóka um málefni sem voru honum hugleikin. Hann var alla tíð mikill lýðræðissinni og velti fyrir sér hvernig koma mætti á varanlegum friði í heiminum. Síðasta bók Carnegies, The Law of Success, kom út að honum látnum og var eins konar kennslubók í því hvernig ætti að njóta velgengni í lífinu. Þegar Carnegie andaðist hafði hann gefið um 672 millj- arða Bandaríkjadala að núvirði til góðgerðarmála. Afgangur auðæfanna fór síðan sömu leið að honum látnum. - jsk S Ö G U H O R N I Ð Andrew Carnegie deyr ÐURINN MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 7 Ú T L Ö N D ANDREW CARNEGIE Var á sínum tíma næstríkasti maður heims. Auðgaðist á stálframleiðslu en gaf síðar nánast öll auðæfi sín til góðgerðarmála. r ljóst að ekki væsir um golfara í fremstu röð. Líklega ó hvergi meiri tekjur en í PGA-mótaröðinni bandarísku m margir snjöllustu kylfingar heims leika listir sínar. lan hér að ofan gefur þó einungis til kynna verðlaunafé frammistöðu í mótum og keppnum, þá eru ótaldir auglýs- ingasamningar og önnur fríðindi sem því fylgja að vera golfari í fremstu röð. Verðlaunaféð er til að mynda aðeins dropi í hafið hjá þeim efsta á listanum, Tiger Woods, sem gert hefur samn- inga sem gefa vel í aðra hönd við stór- fyrirtæki á borð við íþróttavörufram- leiðandann Nike. Tiger hafði á síðasta ári tæpa sex milljarða króna í tekjur og er efstur bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes yfir hæstu íþróttamenn veraldar. er er einnig efstur á heimslistanum í hefur ð á i m u r m ó t u m em af er g lent í öðru því þriðja. Þá þykir hann sigur- glegastur, líkt og endranær, á a stórmóti tímabilsins, US mótinu, sem fram fer nú síð- s. - jsk Fr ét ta bl að ið /G et ty Im ag es TIGER WOODS MEÐ PÚTTER Í HÖND Tiger hefur unnið sér inn mest verðlaunafé allra kylfinga á PGA-mótaröðinni það sem af er ári. Tiger er tekjuhæsti íþróttamaður heims og námu tekjur hans um sex milljörðum króna á síðasta ári. r Woods (BNA) 455 y Singh (FIJI) 442 Mickelson (BNA) 280 Furyk (BNA) 225 d Toms (BNA) 220 ny Perry (BNA) 195 ef Goosen (SAF) 191 Funk (BNA) 162 io Garcia (SPÁ) 160 is DeMarco (BNA) 159 ðir í milljónum króna em af er ári E R Ð L A U N A F É Á P G A - M Ó T A R Ö Ð I N N I ngin sultar- aun í golfinu u kylfingarnir á PGA-mótaröðinni undruð milljóna í verðlaunafé á Hjá þeim allra bestu er verðlauna- aðeins dropi í hafið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.