Fréttablaðið - 10.08.2005, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 10.08.2005, Qupperneq 32
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN8 F R É T T A S K Ý R I N G Baugur hefur á skömmum tíma komið sér vel fyrir í dönsku viðskiptalífi með kaupum á tveimur þekktustu vöruhúsum Dana. Auk þess hefur fyrirtækið keypt hlut í Keops sem sérhæfir sig í fasteignafjárfestingum og fjár- málagerningum þeim tengdum. Baugur fór fyrir hópi fjárfesta sem keyptu Magasin du Nord skömmu fyrir áramót. Með í hópnum voru Birgir Þór Bieltvedt og Straumur. Sami hópur gekk í síðustu viku frá kaupum á vöruhúsinu Illum. Ræður Baugur nú förinni í elstu og virtustu vöruhúsum Dana og hefur komið sér vel fyrir í verslun- arrekstri í miðborg Kaupmannahafnar. ÓLÍKAR FJÁRFESTINGAR Enda þótt sami hópur standi að kaupunum á Illum og á Magasin du Nord er um ólíkar fjár- festingar að ræða. Seljandi Illum er fjárfest- ingarbankinn Merrill Lynch, sem hefur verið bakhjarl Patriciu Burnett, forstjóra Illum. Saman hefur þeim tekist að snúa rekstri Illum, sem nú er rekið með hagnaði. Skarp- héðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri norrænna fjárfestinga hjá Baugi, segir áfram verða haldið á þeirri braut að skerpa á rekstr- inum í þeim anda sem núverandi stjórnenda. Markmiðið er að leggja áherslu á vönduð vörumerki og hönnun. Verðið fyrir Illum er ekki gefið upp, en gert er ráð fyrir að velta yfirstandandi rekstrarárs verði sjö milljarð- ar króna. Eins og við kaupin á Magasin du Nord fylgir verðmæt fasteign með í kaupun- um. Í tilviki Magasin stóð fasteignin fyrir kaupverðinu, reksturinn sem slíkur fylgdi með í kaupbæti, enda ekki verið að skila neinu undanfarin ár. Illum hefur hins vegar skilað hagnaði upp á síðkastið. Unnið er að því að koma rekstri Magasin í betra horf og til marks um það að hugur fylgir máli setti fyrirtækið einn lykilmanna sinna, Jón Björnsson, forstjóra Haga, í málið. Strax eftir að gengið var frá kaupunum á Illum var tilkynnt um forstjóraskipti í Magasin. Jón Björnsson tekur við fyrirtækinu og er mark- miðið að reksturinn verði orðinn jákvæður eftir ár. „Við settum okkur það markmið við kaupin á Magasin að fyrirtækið væri farið að skila hagnaði eftir átján mánuði,“ segir Skarphéðinn Berg. FASTEIGNIR AUÐVELDA KAUP Verðmætar fasteignir sem fylgja slíkum rekstri auðvelda kaupin. Kaupendurnir geta létt á efnahagsreikningi rekstrarins með sölu fasteignarinnar í sérstakt félag og aukið fram- leiðni fjármagnsins sem bundið er í rekstrin- um. Þannig skilar kaupverðið sér til baka hraðar, auðvitað að því gefnu að afkoman af rekstrinum sé viðunandi. Baugsmenn þekkja vel til þess að kaupa slík fyrirtæki. Í Bretlandi er Big Food Group gott dæmi um félag sem átti verðmætar fasteignir sem auðvelduðu fjármögnun og sama gildir um Somerfield sem Baugur varð að láta frá sér vegna birt- ingu ákæru á hendur stjórnendum félagsins. Magasin og Illum eru ólík fyrirtæki. Magasin rekur verslanir víðar í Danmörku og hjá fyrirtækinu starfa 1.800 manns. Illum leigir út pláss og mótar stefnu fyrir hvaða verslanir eigi heima í húsinu og sér um rekst- ur hússins. Starfsmenn Illum eru 42 talsins. Skarphéðin Berg segir markmiðið að marka hvoru vöruhúsi um sig sína stefnu. „Þetta snýst um að staðsetja sig á markaði. Ég held að danskir neytendur skynji þann mun sem er á Illum og Magasin. Við munum vinna út frá því að sækja fram eftir eðli hvors fyrir- tækisins fyrir sig. Illum er keypt sem sjálf- stæð fjárfesting sem stendur fyrir sínu. Við horfðum ekki til hagræðingar og samlegðar milli Magasin og Illum, þegar við tókum ákvörðun um þessi kaup.“ Baugur nokkrar breskar verslunarkeðjur og því nærtækt að álykta að vörur þessara keðja komi inn í vöruhúsin í Danmörku. „Það verður að vera á forsendum hvers fyrirtækis fyrir sig. Það hvort að vörur fyrirtækjanna passa inn í vöruhúsin verður bara að koma í ljós. Við ráðumst í fjárfestingar okkar á for- sendum þess hvort þær eru vænlegar sem slíkar.“ HAFA FJÁRMAGN OG ÞEKKINGU Í eignasafni norrænna fjárfestinga Baugs eru fyrirtæki í smásölu, fasteignafélög, auk félaga í fjarskipta og fjölmiðlarekstri. Baug- ur er þegar kominn í smásölu og fasteigna- viðskipti í Danmörku. Skarphéðin vill lítið gefa upp um hvort stefnt sé að fjárfestingum í fjarskiptum og fjölmiðlarekstri á Norður- löndum. „Baugur er félag sem vinnur á neyt- endamarkaði. Við höfum lýst áhuga okkar á þátttöku í verslunar og fasteignarekstri á Norðurlöndunum. Við sáum tækifæri í Magasin og Illum. Varðandi Keops þá var Ole Vagner, stofnandi og aðaleigandi fyrir- tækisins að leita kjölfestufjárfestis og sam- starfsaðila. Við uppfylltum þær óskir sem hann hafði um slíka aðila. Við sáum strax tækifæri í því verkefni og það tók okkur ekki langan tíma að ganga frá þeim viðskipt- um.“ Kaupin á Illum vöktu mikla athygli í dönskum fjölmiðlum. Þegar Magasin du Nord var keypt bar mikið á neikvæðri um- fjöllun um íslenska fjárfesta og þeim lýst sem ævintýramönnum sem flytu áfram á hlutabréfabólu sem væri við það að springa. Viðbrögðin við kaupunum á Illum hafa verið önnur og jákvæðari, þótt enn eimi eftir af furðu yfir því að Íslendingar kaupi fyrirtæki í Danmörku sem Danir sjálfir reyni ekki við. Skarphéðin segist ekki hafa svör á reiðum höndum um hvers vegna Danir sjálfir leggi ekki í slíkar fjárfestingar. „Þú verður að spyrja þá að því. Við skoðum fjölmörg tæki- færi til fjárfestinga. Við höfum fjármagnið og þekkinguna og kaupum þegar við sjáum vænleg tækifæri til að nýta vel þetta tvennt.“ Baugur tekur strikið á Danmörku Kaup íslenskra fjárfesta undir forystu Baugs á vöruhúsinu Illum hafa vakið athygli í Danmörku. Baugur hefur komið sér fyrir í þremur fyrirtækjum í Danmörku og ljóst að fyrirtækið ætlar sér að skapa sér sess í dönsku viðskiptalífi. Hafliði Helgason skoðaði starfsemi Baugs í Danmörku og ræddi við Skarphéðin Berg Steinarsson, framkvæmdastjóra hjá Baugi, og Patriciu Burnett, forstjóra Illum. STÓRVERSLUN Á STRIKINU Baugur hefur eignast stærstu vöruhúsin á Strikinu í Kaupmannahöfn. Baugur ræður nú för í virtustu og elstu vöruhúsum Dana. Patricia Burnett, forstjóri Illum, segir kaup Baugs og íslensku fjárfest- anna vel tímasett fyrir rekst- urinn. „Rekstrinum hefur verið snúið við og því afar já- kvætt að fá inn fjárfesta sem hafa þekkingu og reynslu af smásölurekstri. Við höfum náð stöðugleika í reksturinn og nú þarf að stíga næstu skref. Við erum mjög meðvit- uð um stefnu okkar og hyggj- umst halda áfram að móta hana.“ Hún segir Illum eiga að vera miðstöð alþjóðlegra gæðamerkja og norrænnar hönnunar. „Við höfum verið að bæta ásýnd verslunarinn- ar og móta deildirnar í vöru- húsinu í okkar anda. Því verkefni er ekki lokið. Við hlökkum til að halda áfram að skerpa á ásýnd hverrar hæðar fyrir sig.“ Víða um heim hefur verið ráðist í að snúa við rekstri virðulegra vöruhúsa í miðborg- um. „Við teljum að horfurnar í smásöluverslun í Danmörku séu góðar og að Illum hafi kom- ið sér fyrir á góðu svæði á markaðnum með gæðahönnun. Við viljum skapa lifandi heim þar sem viðskiptavinurinn upp- lifir gæði og hönnun. Við leggj- um áherslu á mátulega blöndu af vandaðri hönnun á viðráðan- legu verði og lúxusvörur. Illum á að vera leikhús þar sem sí- fellt ber eitthvað nýtt og fallegt fyrir augu. Það er til- gangurinn með slíkum vöru- húsum.“ Patricia segir spennandi tíma fram undan hjá Illum. „Okkur finnst mjög mikilvægt að þegar við göngum í gegnum vöruhúsið með nýjum eigendum sjáum við sömu hlutina og sömu verkefnin í að byggja upp Illum og koma því aftur í fremstu röð.“ Sjáum sömu hlutina Patricia Burnett, forstjóri Illum, hefur stýrt endurskipulagningu vöru- hússins. Hún mun sinna því verkefni áfram með nýjum eigendum. PATRICIA BURNETT Illum á að vera leikhús þar sem sífellt ber eitt- hvað nýtt fyrir augu. SKARPHÉÐINN BERG STEIN- ARSSON Forsvarsmenn Baugs hafa mikla trú á smásöluverslun og fasteignamarkaði í Danmörku. EIGNIR BAUGS Í DANMÖRKU: Illum Stofnað 1891 Stofnandi: Anton Carl Illum Í húsinu eru yfir 100 verslanir á fimm hæðum Starfsmenn: 42 Forstjóri: Patricia Burnett Magasin du Nord Stofnað: 1869 Stofnendur: Theodor Wessel og Emil Vett Átta verslanir í helstu borgum Danmerkur Forstjóri: Jón Björnsson Keops Stofnað 1989 Stofnandi: Ole Vagner Keops fjárfestir í fasteignum og þróunarverkefnum á sviði fasteigna. Keops gefur einnig út skuldabréf og sinnir fasteignatengdri fjármálastarfsemi. Forstjóri: Ole Vagner Auk þess reka Hagar verslanir svo sem eins og Debenhams í verslanamiðstöðinni Fields.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.