Fréttablaðið - 10.08.2005, Side 34

Fréttablaðið - 10.08.2005, Side 34
„Ekki er annað að sjá en að íslenski hluta- bréfamarkaðurinn hafi tekið þessum um- breytingum vel því á síðustu sextán mánuð- um hefur verðmæti hlutabréfa í Burðarási aukist um tæp níutíu prósent,“ sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarfor- maður Burðaráss, þegar hann kynnti um- breytingu félagsins síðustu misserin á kynn- ingarfundi á Hótel Nordica í síð- ustu viku. Það vakti umræður í þjóð- félaginu í september fyrir tæp- um tveimur árum, þegar það varð ljóst að Landsbankinn og tengdir aðilar voru ráðandi í hinu sögufræga Eimskipafélagi, að Sigurjón Þorvaldur Árnason, bankastjóri Landsbankans, sagð- ist telja að meiri verðmæti fælust í hverri einingu fyrir- tækisins fyrir sig en í þeim öllum saman. Síðan þá hafa stjórnend- ur Eimskipafélagsins selt sjávar- útvegshlutann og flutningastarf- semina út úr félaginu og samein- að fjárfestingarstarfsemina Straumi Fjárfestingarbanka. Hagnaður af sölu sjávar- útvegsfélagsins, Brims, í janúar í fyrra er sagður hafa verið 4,1 milljarður króna fyrir skatta. Hagnaður af sölu Eimskips í lok maí á þessu ári er sagður vera 15,5 milljarðar króna fyrir skatta. Í þessum viðskiptum skiptu um 43 milljarðar íslenskra króna um hendur og hluthafarnir högnuðust um samtals tæpa tutt- ugu milljarða króna fyrir skatta. Þegar áhrif nýrra eigenda eru metin verður líka að taka með í reikninginn að við uppstokkun á eignatengslum milli Eimskipa- félagsins, Flugleiða, Íslands- banka og Sjóvár í september 2003 skapaðist einnig söluhagn- aður innan Eimskipafélagsins. Nam hann rúmum fimm millj- örðum króna fyrir skatta. Það er því ljóst að hagnaður Eimskipa- félagsins vegna viðskipta með eignir félagsins frá því að Landsbankinn og Björgólfs- feðgar komu að stjórnun félags- ins er um 25 milljarðar króna. Áður en Eimskip var selt í byrjun sumars átti sér stað nafnabreyting. Burðarás var gerður að móðurfélagi og Eim- skip, sem fékk nafnið Eimskipa- félag Íslands og hýsti flutninga- starfsemina, varð dótturfélag Burðaráss. Þegar það var selt var fjárfestingararmurinn einn eftir. Verðmæti Burðaráss var metið 98 milljarðar króna og nú í byrjun ágúst var tilkynnt að eignir félagsins að markaðsvirði fjörutíu milljarðar króna færu til Lands- bankans og tæpir sextíu milljarðar færu inn í Straum Fjárfestingarbanka. Á móti fá hlut- hafar í Burðarási samtals tæp tuttugu pró- sent í af hlutabréfum í Landsbankanum og 43 prósent í Straumi. Það má því halda því fram að Eimskipa- félag Íslands, eins og flestir landsmenn hafa þekkt félagið, er ekki lengur til. Búið er að selja allar einingar félagsins eða sameina þær öðrum. Flutningastarfsemin er nú rekið sem dótturfélag Avion Group eins og flug- félagið Atlanta og fleiri félög. AÐDRAGANDI ATBURÐARÁSARINNAR Segja má að þessi atburðarás hafi hafist þegar Landsbankinn og Samson Global Hold- ings, sem er í eigu Björgólfsfeðga og einnig Magnúsar Þorsteinssonar, keyptu tæp 34 pró- sent í Straumi í lok ágúst 2003. Í byrjun ágúst sama ár hafði Landsbankinn aukið eignarhlut sinn í Eimskipafélaginu úr rúmum þremur prósentum í tæp tíu prósent. Helsta eign Straums á þessum tíma var fimmtán pró- senta hlutur í Eimskipafélaginu. Ljóst var að með þessum viðskiptum var staða Lands- bankamanna, en eigendur Samson ráða einnig Landsbankanum, að verða sterk innan Eimskips. Menn höfðu þó ekki augun á Eimskipi strax á þessum tíma því sú hugmynd komst á flug, meðal annars í hálffimm fréttum KB banka, að Landsbankinn hygðist sameina Straum og bankann. „Það sem fyrir okkur vakir með kaupum á hlutabréfum í Straumi er að hleypa lífi aftur í verðbréfamarkaðinn hér á landi, rjúfa stöðnun sem verið hefur og láta fjárfest- ingar á markaði ráðast af von um hagkvæman rekstur og hámarks ávöxtun,“ sagði Björgólf- ur Guðmundsson, formaður bankaráðs Lands- bankans, í sérstakri yfirlýsingu sem birt var í Morgunblaðinu 2. september 2003. Síðar sagði hann: „Yfirtaka á Straumi hefur ekki verið markmið Landsbankans eða Samson. Við vilj- um komast í aðstöðu til að auka virði fjárfest- inga Straums. Markmið okkar er að losa um flókin eignatengsl í félögum og auka arðsemi þeirra.“ SAMSON FER INN Í EIMSKIP Sama dag og yfirlýsingin birtist hófst kapp- hlaup um bréf í Straumi og keypti Íslands- banki um átta prósent hlutafjárins þennan dag. Annars staðar í borginni undirbjuggu stjórnendur Samson Global Holdings hins vegar innrás á nýjan stað þar sem þeir höfðu ekki komið með félagið sitt áður. Hinn 11. september 2003 keypti félagið sjö prósent af hlutabréfum í Eimskipafélaginu. Ljóst var að beita átti bæði Landsbankanum og Samson samhliða til að ná yfirhöndinni í Eimskipa- félaginu. Sterk staða þeirra í Straumi og nú í Eimskipafélaginu var til marks um það. Sam- anlagt réðu þessir aðilar yfir meira en fimmtán prósentum í Eimskipafélaginu án Straumshlutans, en eignarhaldið í Eimskipa- félaginu var mjög dreift. Straumur var stærstur, Sjóvá með tíu prósent og síðan komu Landsbankinn og Samson. Auk þess nutu félögin stuðnings stjórnenda Trygginga- miðstöðvarinnar, sem áttu rúm fimm prósent í Eimskipafélaginu. Öllum var ljóst að sú pattstaða sem upp var komin í Straumi, þar sem ekki var ljóst hvort Íslandsbanki eða Landsbankinn réði yfir meira hlutafé í félaginu, yrði ekki til frambúðar. Nauðsynlegt var að ná samkomu- lagi um framtíðarskipan mála. Bankarnir höfðu lýst því yfir að þeir ætluðu ekki yfir 20 til 25 prósent í Straumi en Landsbankinn var kominn með meira þrátt fyrir að Samson hefði tekið hluta á sig. Íslandsbankamenn voru ósáttir við þetta og unnið var að því að leysa hnútinn. SAMKOMULAG UM UPPSTOKKUN Að morgni 18. september 2003 voru viðskipti stöðvuð með helstu félög í Kauphöll Íslands. Þá lá fyrir samkomulag milli bankanna um helstu skiptingu eigna Straums og fjárfest- ingarhluta Eimskipafélagsins, Burðaráss. Eimskipafélagið féll í hlut Björgólfs og Landsbankans. Eignarhlutur Burðaráss í Flugleiðum fór til Straums og Sjóvá-Almenn- ar til Íslandsbanka. Íslandsbanki og Sjóvá- Almennar sameinuðust í kjölfarið. Eimskipa- félagið fékk afganginn af eignum Burðaráss og útgerðarfélagið Brim kom í hlut Lands- bankans. Viðskiptin voru flókin og lögfræð- ingar bankanna sátu sveittir í sólarhring við að koma viðskiptunum í viðunandi lögfræði- búning. Eftir þetta var ljóst að Landsbankinn og Samson réðu rúmum 26 prósentum af hlutafé í Eimskipafélaginu. Burðarás, fjárfestingar- félag Eimskipafélagsins, hafði eignast tæp 22 prósent en stefnt var að því að færa það hlutafé niður á aðalfundi sem boðaður var 9. október. „Markmið okkar er að losa um flókin eignatengsl í félögum og auka arðsemi þeirra,“ hafði Björgólfur Guðmundsson sagt í byrjun september. Nú var sú stund að renna upp. Hin hefðbundnu valdatengsl í íslensku viðskiptalífi höfðu legið í gegnum Eimskipa- félagið og systurfélög þess. Sumir sögðu Kol- krabbann svokallaða dauðan eftir að losað var um þessi eignatengsl. GAGNRÝNI Á AÐALFUNDI Nýrri stjórn var stillt upp og átti að taka fyrstu skrefin í umbreytingarferli Eimskips. Aðal- fundardagur rann upp: „Jafnvel þó svo færi að hærra verð fáist fyrir félagið í pörtum en í heilu lagi þá má spyrja hvort það réttlæti slíkar aðgerðir. Hér rekast á hugmyndir þeirra sem ætla sér aðeins að eiga fyrirtæki í skamman tíma og hinna sem hugsa að dagur komi eftir þennan dag og mikilvægast sé að reka félagið með arðbærum hætti til lengri tíma litið. Það er alþekkt að skyndikynni geta haft alvarlegar afleiðingar og það er mín skoðun að heppilegra sé að leiðandi hluthafar stofni til varanlegs sambands við fyrirtækið,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fráfarandi stjórnarformaður Eimskipafélagsins, í ræðu MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN10 Ú T T E K T JÓN HELGI GUÐMUNDSSON Seldi Landsbankanum bréfin í Straumi. ÞÓRÐUR MAGNÚSSON Seldi sín bréf eins og Jón Helgi og KB banki. BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Vildi losa flókin eignatengsl. BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Lagði áherslu á fjárfestingarstarfsemi. MAGNÚS ÞORSTEINSSON Settist í stjórn Eimskips og keypti síðar. BENEDIKT JÓHA við skyndikynnum h „Markmið okkar er að losa um flókin eignatengsl í félögum og auka arðsemi þeirra,“ boðaði Björgólfur Guðmundsson, bankaráðsformaður Landsbankans, í byrjun september 2003. Félög honum tengd náðu ráðandi stöðu í Eimskipafélaginu, leystu það upp, seldu eignir og græddu vel fyrir hlut- hafana. Nú, tveimur árum seinna, segir Björgvin Guðmundsson að valdatengsl í íslensku viðskiptalífi liggi ekki í gegnum Eimskipafélagið eins og áður. Tveggja ára umbreytingarfer S E L J E N D U R N I R G E R E N D U R N I R S Segja má að þessi at- burðarás hafi hafist þegar Landsbankinn og Samson Global Holdings, sem er í eigu Björgólfsfeðga og enn sem komið er Magn- úsar Þorsteinssonar, keyptu tæp 34 prósent í Straumi í lok ágúst 2003. Í byrjun ágúst sama ár hafði Landsbankinn aukið eignarhlut sinn í Eim- skipafélaginu úr rúmum þremur prósentum í tæp tíu prósent. Helsta eign Straums á þessum tíma var fimmtán prósenta hlutur í Eimskipafélaginu. Ljóst var að með þessum viðskiptum var staða Landsbankamanna að verða sterk innan Eim- skips, en eigendur Sam- son ráða einnig Lands- bankanum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.