Fréttablaðið - 10.08.2005, Síða 37

Fréttablaðið - 10.08.2005, Síða 37
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 13 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjöf Og Vodafone í síma 599 9500 eða sendu tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 89 38 07 /2 00 5 Er einhver í þínu fyrirtæki sem heldur að skást sé best? Hræódýrar indverskar tölvur Opinbert markmið Indlandsstjórnar er að fimmfalda tölvufjölda í landinu og nífalda fjölda internettenginga fyrir árið 2010. Indverjar hafa hafið framleiðslu á ódýrum tölvum sem eiga að fullnægja öllum grunnþörfum notenda. Tölvan kostar um fjór- tán þúsund krónur og er fram- leidd af indverska fyrirtækinu HCL Infosystems. Það hefur lengi verið stefna ríkisstjórnar Indlands að fjölga tölvunotendum í landinu og nýtur HCL af þeim sökum ríkulegra niðurgreiðslna frá ríkinu við framleiðslu tölvanna. Fjarskiptaráðherrann Dayan- adhi Maran hefur prófað nýju tölvuna og segist hæstánægður: „Tölvan fullnægir flestum þörf- um byrjenda auk þess sem hægt er að uppfæra hana.“ Fimmtán milljónir tölva eru í Indlandi í dag og fimm milljón nettengingar. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að 75 millj- ónir tölva og 45 milljónir nettenginga verði í notkun árið 2010. „Nú þegar við höfum lækkað verð á tölvum er mun líklegra að við náum þessu markmiði okkar,“ sagði Maran. - jsk INDVERSKUR TÖLVUNOTANDI Indverskt fyrirtæki hefur hannað tölvu sem er sögð fullnægja öllum grunnþörfum tölvunotenda og kostar aðeins fjórtán þúsund krónur. Fr ét ta bl að ið /A FP Jón Skaftason skrifar Apar, líkt og menn, vilja uppfylla grunnþarfir áður en þeir hefja auðsöfnun og hika við að taka áhættu með verðmæti. Flestir velja að halda fengnum hlut þrátt fyrir að helmingslíkur séu á að koma út í gróða. Hagfræðingar hafa lengi talið þessa tilhneigingu gloppu í kenningunni um hinn hagsýna mann, homo economicus, en samkvæmt henni velur maðurinn ávallt þann kost sem hámarkar eigin gróða. Sam- kvæmt kenningunni ætti maðurinn því að taka áhættusamari kostinn í helmingi tilvika. Vísindamönnum við Yale-háskóla lék forvitni á að vita hvort þessi tilhneiging ætti sér líffræði- eða félagslegar rætur. Brugðu þeir því á það ráð að gera til- raunir á forföður mannsins, suður-amer- ísku apategundinni Cebus apella. Apahóp var kennt hvernig ætti að koma upp peningahagkerfi. Vísinda- mennirnir létu öpunum í té glitrandi diska sem þeir fóru fljótlega að telja til verðmæta og byrjuðu að skipta diskun- um fyrir mat í þar til gerðum „búðum“. Áður en langt um leið hafði apaflokkur- inn tileinkað sér peningahagkerfi, tvö epli kostuðu einn disk og svo framvegis. Þegar eplum var síðan fjölgað lækk- aði verðið á þeim og fleiri diskar komu af stað verðbólgu, rétt eins og gerist hjá okkur mönnunum þegar aukning verður á peningum í umferð. Næsta skref vísindamannanna var að rannsaka áhættumat apanna. Settir voru upp tveir sölubásar. Annar sölumanna bauð mat á því verði sem hafði áður tíðkast. Hinn gaf hins vegar öpunum minna fyrir pen- inginn í helmingi tilvika en annars meira. Í ljós kom að aparnir skiptu nær undantekningarlaust við fyrri sölumanninn. Þeir völdu frekar öruggu leiðina, þrátt fyrir að seinni sölumaðurinn byði hagstæðari kjör í helmingi tilvika. Af þessu drógu vísindamennirnir þá ályktun að áhættumat mannsins hefði erfst frá forfeðrum okkar, öpunum. Skýringin er líklega sú menn, og apar, þurfa að fullnægja grunnþörfum áður en hægt er að snúa sér að „æðri“ þörfum á borð við auðsöfnun. Áhættumat erfist frá öpum Vísindamenn hafa sýnt fram á að áhættumat apa og manna er hið sama. Flestir vilja frekar halda fengnum hlut en taka áhættu. Hagfræðingar hafa löngum talið þetta gloppu í kenningunni um hinn hagsýna mann. MANNAPAR Sly Stallone og apinn á myndinni virðast ekki geta komið sér saman um hvort eigi að hrökkva eða stökkva. Samkvæmt nýjustu rannsóknum ættu þeir þó að hafa sama áhættumat. Ný bloggsíða er sett á laggirnar á hverri sekúndu, samkvæmt skýrslu bandaríska fyrirtækis- ins Technocrati. Því virðist ekkert lát ætla að verða á blogg- æðinu sem riðið hefur yfir heim- inn undanfarin ár. Í skýrslunni segir að í dag séu 14,2 milljónir bloggsíðna á internetinu, þeim hafi fjölgað um tæpar sjö milljónir frá því í mars á þessu ári og að fjöldi síðna tvöfaldist á fimm mánaða fresti. Þrettán prósent síðna eru uppfærð að minnsta kosti einu sinni í viku og 55 prósent þeirra verða eldri en þriggja mánaða. Í skýrslunni stendur jafnframt að fyrirtæki á borð við MSN Spaces, Blogger og Livejournal, sem bjóði upp á ókeypis blogg- síður, séu í örum vexti og ekkert útlit sé fyrir að hægist á. - jsk Eitt nýtt blogg á sekúndu Fjöldi bloggsíðna tvöfaldast á fimm mánaða fresti.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.