Fréttablaðið - 10.08.2005, Qupperneq 38
Konur skipa rétt um 10% af
stjórnarsætum í íslenskum fyrir-
tækjum og konur í forystusveit
íslenskra fyrirtækja eru fáar.
Konur eru fáséðari í toppsætum í
fyrirtækjum hér en til dæmis í
Bandaríkjunum. Ef maður gefur
sér það að konur séu álíka flinkar
og karlmenn, en ekkert bendir til
annars, þá ættu áhrifastöður að
skiptast jafnar á milli kynjanna.
Meðan allt gengur vel má hins
vegar spyrja hvort ástæða sé til
að breyta en því má svara á þá
leið að athuganir benda til þess
að fyrirtækjunum gæti vegnað
enn betur ef þau huguðu að fjöl-
breytni í stjórnun. Breskar og
bandarískar athuganir benda til
þess að fyrirtækjum sem hafa
hvatt til fjölbreytni í forystusveit
sinni vegni betur en öðrum.
Til að gera langa sögu stutta
þá held ég að það geti orðið vend-
ing í þessum málum en til þess
þurfa konur og karlar í viðskipta-
lífinu að hugsa hlutina upp á nýtt.
Ég ætla að nefna nokkur atriði:
1. Stundum er haft á orði að
ástæða þess að fólk er smeykt
við útlenda strauma sé að það
ókyrrist við það sem „ókunn-
ugt“ er. „Ókunnugir“ útlend-
ingar eru framandi og óræð
stærð. Það sama á líklega við
um viðhorf til margra kvenna
í viðskiptalífinu. Sumir karlar
óttast að kvenstjórnarmenn í
fyrirtækjum verði „stífir“ og
vandi sig svo að það hægi á
kraftinum í fyrirtækjunum og
þar með á Íslandsvélinni! Það
er að hluta til rétt að konur
kunna að vera öðruvísi en
karlar en þeirra nálgun kann
einmitt að skapa mikilvæga
umræðu á stöðum þar sem oft
er betra að umræða fari fram
áður en ákvarðanir eru teknar.
2. Í gegnum tíðina hafa konur
verið óduglegar að taka þátt í
tengslanetum viðskiptalífsins.
Þær halda úti sérstökum
kvennafyrirtækjum, kvenna-
klúbbum og kvennatengslanet-
um. Þær eru með fyrirfram
mótaðar hugmyndir um það að
þeirra framgangur innan t.d.
samtaka í viðskiptalífinu verði
erfiður. Tengslanet kvenna
geta verið góðra gjalda verð
en það er fráleitt af konum að
hella sér ekki í opin tengslanet
í viðskiptalífinu.
3. Oft er rætt um að auka þurfi
tækifæri kvenna til áhrifa í
viðskiptalífinu. Hér þarf að
eiga sér stað hugarfarsbreyt-
ing svo við nálgumst ekki kon-
ur sem eins konar fórnarlömb
í íslensku viðskiptalífi sem
færa þarf smá dúsur vegna
jafnréttissjónarmiða. Málið
snýst um að auka tækifæri
viðskiptalífsins til að ná betri
árangri með því að nýta sér
fjölbreytni.
Þegar stórfyrirtæki skila þúsund-
um og jafnvel tugþúsundum millj-
óna í hagnað í smáríkinu Íslandi
og allt virðist leika í höndunum á
„útrásarstrákunum okkar“ þá
virðist það hálfgert tabú að ræða
um mál kvenna í viðskiptalífinu.
Ritstjóri Frjálsrar verslunar var
til að mynda inntur eftir því eftir
útgáfu tölublaðs um konur í
íslenskum viðskiptum hvort næst
á dagskrá væri staða nýbúa eða
annarra minnihlutahópa í
íslensku efnahagslífi!
Við eigum að blása á þau sjón-
armið að þetta mál þurfi ekki að
ræða eða að það sé tengt umræðu
um minnihlutahópa á Íslandi. Við
þurfum að nýta allan þann mann-
auð sem lítið land býður upp á og
því betur sem við gerum það, því
líklegri erum við til að ná enn
meiri árangri en við höfum náð
til þessa. Í litlu landi er auðvitað
mikilvægt að stækka þann hóp
heimamanna sem úr er að spila í
viðskiptalífinu um helming, úr 85
þúsund, sem er fjöldi vinnandi
karla, í 170 þúsund manns þegar
konur eru meðtaldar.
Hvergi í heiminum stofna
hlutfallslega fleiri konur fyrir-
tæki en í Bandaríkjunum og um
10% stjórnarformanna Fortune
500 fyrirtækjanna eru konur. Í
Bandaríkjunum er ástæða kröft-
ugrar athafnamennsku kvenna
ekki rakin til félagslegrar aðstoð-
ar eða samúðar gagnvart jafn-
réttissjónarmiðum heldur vegna
þess að markaðurinn þarf á fjöl-
breytni að halda og því meiri sem
hún er, því betri árangur næst.
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN14
S K O Ð U N
Hlutabréfamarkaður skilar enn frábærri ávöxtun, en
ástæða er til að fara varlega.
Gjöfull
hlutabréfamarkaður
Hafliði Helgason
Ekki verður annað sagt en að árið í ár hafi reynst gjöfult í hagrænu
tilliti. Hlutabréf hafa hækkað verulega það sem af er ári og stend-
ur árið í ár fyrirrennurum sínum síst á sporði í gjafmildi til fjár-
festa.
Hækkanirnar hafa verið drifnar áfram af ýmsum þáttum.
Almennt góðæri, endurskipulagning í viðskiptalífinu og útrás fyrir-
tækja í kjölfar einkavæðingar bankanna eru meðal helstu skýring-
anna á hækkun hlutabréfa. Öllum er ljóst að hlutabréfaverð mun
ekki hækka með sama hraða til eilífðar og hættan á leiðréttingu
markaðar eykst þegar hækkanir hafa verið jafn skarpar og nú.
Uppstokkun eigna Eimskipafélagsins er nú lokið, en þær hrær-
ingar hafa haft sitt að segja um spennustigið á markaði. Ólíklegt er
að hræringar á innanlandsmarkaði verði sambærilegar á næstu
árum og þær hafa verið undanfarin tvö
ár. Því mun mestu máli skipta fyrir
hlutabréfaverð hvernig til tekst við að
ávaxta erlendar fjárfestingar íslenskra
fyrirtækja. Vöxtur íslenskra fyrir-
tækja erlendis hefur verið gríðarlegur
undanfarin ár og verið studdur af
öflugum innlendum hlutabréfamark-
aði. Stærð íslenskra fyrirtækja í hlut-
falli við hagkerfið er hins vegar að
nálgast það mark að fjármagn til frek-
ari vaxtar verður tæplega sótt í miklum
mæli á innlendan markað.
Raunar hafa forsvarsmenn stærstu
fyrirtækja tjáð sig um næsta verkefni
íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegri sókn
sinni. Forstjóri KB banka lét þau orð
falla þegar uppgjör bankans var kynnt
að unnið væri að því að kynna bankann
erlendum fjárfestum. Markaðsvirði
bankans nú er hátt í fjögurhundruð
milljarðar, sem er tæplega hálf lands-
framleiðsla þjóðarinnar. Takist ekki að
fá erlenda fjárfesta af svo stórum og
öflugum fyrirtækjum mun það tak-
marka vaxtarmöguleika þeirra til
framtíðar.
Núverandi uppsveifla og styrking krónunnar hefur verið vel
nýtt af stærstu fyrirtækjum landsins. Fjármálastofnanir og fyrir-
tæki hafa nýtt eigið fé í krónum til erlendrar fjárfestingar, enda
þótt erlent lánsfé hafi verið mikill hluti fjármögnunar kaupa á
erlendum fyrirtækjum. Slíkt er til þess fallið að gera fyrirtækin
minna næm fyrir innlendri hagsveiflu. Íslendingar hafa aldrei haft
fleiri og styrkari stoðir til þess að mæta mótbyr.
Hitt breytist ekki að lögmálin gilda eftir sem áður og hætta á að
núverandi þensluskeið endi með harðri lendingu er vissulega fyrir
hendi. Þótt fyrirtækin sjálf hafi dreift eignum sínum með skynsam-
legum hætti gætu eigendur innlendra hlutabréfa sem fjármagna
eignir með erlendu lánsfé lent í vandræðum við snögga leiðréttingu
á markaði. Slíkt gæti ýkt lækkanir á markaði, valdið tjóni og dregið
úr tiltrú á markaðnum. Það er í það minnsta full ástæða til þess að
almenningur taki varfærin skref inn á hlutabréfamarkaðinn og
forðist að skuldsetja sig fyrir eignum í hlutabréfum.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Dögg Hjaltalín, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jón Skaftason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína
Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is
VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á
heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Doktor Atkins spikfeitur
Financial Times | Financial Times segir gjaldþrot Atk-
ins Nutritionals megrunarfyrirtækisins vera stór-
kostlegt áfall fyrir fólk sem eigi í
vandræðum með líkamsþyngd
sína. Áður en Atkins kom til sög-
unnar hafi það verið algild sann-
indi að megrunarkúrar væru stór-
kostleg kvöl og pína. Atkins hafi
hins vegar verið alger drauma-
megrunarkúr; í stað grasmetis og
léttsjeika hafi komið steikur, egg
og beikon. Atkins hafi gert karl-
mönnum kleift að megra sig með reisn, án þess að
þurfa að þola háðsglósur félagana. Blaðið veltir því
síðan fyrir sér hverju megi kenna um hvernig kom-
ið er fyrir Atkins-fyrirtækinu og kemst að þeirri
niðurstöðu að síðasta hálmstráið hafi ekki verið
viðvaranir lækna um að kúrinn sé lífshættulegur,
heldur hafi það verið sú staðreynd að doktor Atkins
sjálfur var spikfeitur og dó fyrir aldur fram.
Skekkja spákaupmenn olíuverð?
The Times | Graham Searjeant segir í The Times að
markaðir séu svo viðkvæmir er kemur að olíu að
minnsta truflun valdi miklum verðhækkunum.
Meira að segja
dauði Fahds
Sádi-Arabíu-
konungs hafi hækkað verðið og þrátt fyrir að
Abdullah krónprins hafi ráðið öllu í landinu frá því
að Fahd fékk hjartaáfall árið 1995. Searjeant segir
jafnframt að hátt olíuverð komi illa við hagkerfi
heimsins og segist hafa reiknað það út að tíu dala
hækkun olíuverðs verði til þess að framleiðni í
heiminum minnki um 0,6 prósent. Hann fer stutt-
lega yfir olíuverð undanfarinna ára og rifjar upp
að árið 1998 hafi fatið hæst farið í fimmtán dali.
Searjeant bendir á að hlutabréf í olíufyrirtækjum
hækki ekki í samræmi við olíuverð og það bendi til
þess að verðið sé óeðlilega hátt, því megi reikna
með lækkun olíuverðs hætti spákaupmenn að gera
ráð fyrir áframhaldandi hækkunum.
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Forstjóri KB banka
lét þau orð falla
þegar uppgjör
bankans var kynnt
að unnið væri að
því að kynna bank-
ann erlendum
fjárfestum. Mark-
aðsvirði bankans
nú er hátt í fjögur-
hundruð milljarðar,
sem er tæplega hálf
landsframleiðsla
þjóðarinnar.
bjorgvin@markadurinn.is l dogg@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is
haflidi@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is
Þór Sigfússon
Framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs
Íslands
O R Ð Í B E L G
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Ef konur eru jafn flinkar og karlar
Þegar stórfyrirtæki skila þúsundum og jafnvel tug-
þúsundum milljóna í hagnað í smáríkinu Íslandi og
allt virðist leika í höndunum á „útrásarstrákunum
okkar“ þá virðist það hálfgert tabú að ræða um mál
kvenna í viðskiptalífinu.