Fréttablaðið - 10.08.2005, Síða 39

Fréttablaðið - 10.08.2005, Síða 39
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 15 S K O Ð U N Greiningardeild Íslandsbanka spáir 0,1 prósents lækkun á vísi- tölu neysluverðs í ágúst. Í verð- bólguspá Íslandsbanka segir að útsölur á fatnaði og skóm séu í fullum gangi og hafi aftur mikil áhrif til lækkunar vísitölunnar. „Á móti vegur hækkun eldsneyt- isverðs sem fylgt hefur eftir hækkun á heimsmarkaðsverði. Einnig vegur á móti útsöluáhrif- um hækkun á íbúðaverði. Reikna má með talsvert minni hækkun íbúðaverðs en kom fram í síðustu vísitölumælingu. Í spánni er jafnframt gert ráð fyrir minni- háttar hækkun matvöruverðs en áhrif verðstríðsins á matvöru- markaði hafa gengið til baka að einhverju leyti. Þá munu ýmsar veigaminni verðbreytingar lík- lega koma fram í mælingunni.“ Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að pakkaferðir til út- landa lækki sennilega í verði ásamt tölvum, reiðhjólum og úti- legubúnaði en bílaverð komi til með að standa nánast í stað og kostnaður við heilsurækt aukast, svo eitthvað sé nefnt. Verðbólgan hjaðni til skemmri tíma og gert er ráð fyrir því að verðbólgan verði 3,3 prósent í ágúst en nú mælist hún 3,5 prósent. AUKIN SMÁSALA Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans kemur fram að smásala í löndum þeirra tólf þjóða sem nota evru hafi aukist í júlí frá fyrri mánuði. Helsta ástæða þess sé að verslanir lækk- uðu verð til að freista kaupenda til aukinnar neyslu. Eykur það tiltrú manna um að hagvöxtur muni aukast á síðari helmingi ársins. „Vísitala sem Bloomberg heldur utan um og mælir smá- sölu, leiðrétta fyrir árstíðasveifl- um, hækkaði í 51 stig úr 49,1 stigi sem hún mældist í júní. Byggist vísitalan á svörum 1.000 verslun- armanna úr könnun sem Bloomberg framkvæmir og þegar gildið er yfir 50 þýðir það Aukin smásala í Evrópu og útsölur hér á landi Eista og eftirspurn Stjórnunarvandinn í Flugleiðum virðist hafa verið smávægilegur miðað við það sem er að gerast í stjórn easyJet. Þar er allt í háalofti og alveg klárt að Hannes Smárason og félagar hans í Flugleiðum fylgjast spenntir með. Stelios-fjölskyldan hefur ekkert verið á því að selja hlut sinn í easyJet, en allir vita hvað gerist ef það sem áður var skemmtilegt verður skyndilega leiðinlegt, hvort sem það er vinna eða hjónaband. Þá fer hugurinn að leita annað. Það er því skynsam- legt hjá Flugleiðamönnum að auka hlut sinn í easyJet og styrkja stöðu sína ef eitthvað gerist. Best væri fyrir þá að reyna að komast yfir 20 prósent, því þá geta þeir staðið á móti hlutum ef það hentar þeim. Hannes er með Jón Ásgeir með sér í þessu og sá þekkir auðvitað eitthvað til á breska markaðnum – hefur manni skilist. Ef los kemst á Stelios er auð- vitað fínt fyrir Hannes að vera með menn með sér sem eru snöggir að taka ákvarðanir. Baugsmenn munu örugglega ekki hika ef tækifærið gefst. Ég er því aftur farinn að horfa á Flugleiðir sem fjárfestingartækifæri, eftir að ég fékk smá skjálfta um dag- inn. Maður er náttúrlega með fullar hendur fjár eftir uppstokk- unina á Burðarási. Þetta er að verða svo mikið fjör að það fer að verða erfitt að fá pening fyrir stórar stöður. Menn skiptast bara á bréfum. Markaðurinn milli þessara stærstu fer að verða eins og þegar við vorum að býtta á fót- boltamyndum í gamla daga. Ekki það að það þurfi að vera slæmt. Sömu lögmálin giltu þar og á hlutabréfamarkaðnum nú. Fram- boð og eftirspurn verða stundum til eftir dularfullum leiðum. Verðmætasta myndin var myndin af Malcolm McDonald, leikmanni Newcastle, sem var virði tveggja Kevin Keegan- mynda. Keegan var reyndar miklu betri leikmaður, en buxur McDonald voru rifnar og annað eistað sást hanga niður – og það var bara nokkuð stórt. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að pakka- ferðir til útlanda lækki sennilega í verði ásamt tölv- um, reiðhjólum og útilegubúnaði en bílaverð komi til með að standa nánast í stað og kostnaður við heilsurækt aukast, svo eitthvað sé nefnt.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.